blaðið - 25.09.2007, Side 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007
blaöiö
FÉOGFRAMI
vidskipti@bladid.net
Við ætlum okkur að vera mikilvægur
þátttakandi í íslensku samfélagi og
skapa hughrif, stemningu og umtal.
Verðlaun
Vefur flugfélagsins Iceland Express var valinn besti vefurinn á heims-
ráðstefnu lággjaldaflugfélaga sem fram fór í síðustu viku. Yfir hundrað
veflr lággjaldaflugfélaga tóku þátt í forvali fyrir verðlaunin.
Dollarinn
lækkar enn
Gengi Bandaríkjadollars hefur
hríðlækkað að undanförnu vegna
lækkunar stýrivaxta þar í landi.
Er svo komið að gengi kanadíska
dollarsins er orðið hærra en þess
bandaríska, sem hefur ekki gerst
í þrjátíu ár. Skýrist það einnig
af því hversu sterkur kanadíski
dollarinn er um þessar mundir.
Gengi dollarans gagnvart evru
er einnig í sögulegu lágmarki og
fór það í 1,4065 í gær. Þá styrkt-
ist gengi íslensku krónunnar
gagnvart dollaranum og var það
62,32 krónur. Gengi krónunnar
gagnvart evru er 87,78 og pundið
kostaði í gær 126,01 kr. mge
í
«* _ 1C|\. ANDAIR GAKBÖ
Fljúga með hross
til Svíþjóðar
Icelandair Cargo ætlar að hefja
nýtt vikulegt fraktflug milli
Keflavfkur og Stokkhólms
frá og með 10. október næst-
komandi. Flogið verður alla
miðvikudagsmorgna.
Samkvæmt fréttatilkynningu
frá féiaginu er áætlað að fljúga
með lifandi hross og frakt sem á
uppruna sinn í Bandarfkjunum
frá Keflavík en með almennar
innflutningsvörur til baka frá
Stokkhólmi. Icelandair Cargo
hefur til þessa þjónað Norður-
landamarkaði með fraktflugi um
helgar auk þeirrar flugfraktar
sem flutt er með farþegavélum
Icelandair. þsj
md/Ásdís
Baugur kaupir í Debenhams
Baugur Group og fjárfestingarfélagið Unity hafa í formi framvirkra
samninga tryggt sér 13,5 prósenta hlut í bresku verslanakeðjunni
Debenhams. Baugur fer með 6,7 prósent en Unity Investment, sem er
í eigu Baugs, FL Group og Kevins Stanford, á um 6,8 prósent. Félögin
hafa frá í sumarbyrjun verið að bæta við eignarhlut sinn í breska félag-
inu en fyrrnefndur hlutur er metinn á tæpa fjórtán milljarða króna.
Þá hefur breska blaðið The Times rætt um að Baugur hyggist gera
yfirtökutiiboð í Debenhams á næstu mánuðum. Rekstur verslanakeðj-
unnar hefur gengið illa það sem af er ári vegna dræmrar sölu í sumar.
Hafa hlutabréf í félaginu fallið um helming frá áramótum.
mge
Sigríður Margrét Oddsdóttir „Við ætlum
okkur að vera mikilvægur þátttakandi í íslensku
samfélagi og skapa hughrif, stemningu og umtal,'
segir Sigríður um framtíðarsýn Skjásins.
Hræðist ekki
sjónvarpsrisana
■ Sérstaðan mikils virði í samkeppninni ■ Engar stórar breyting-
ar í vændum hjá Skjánum ■ „Viljum vera þess virði að sjá"
Eftir Elías Jón Guðjónsson
elias@bladid.net
Sigríður Margrét Oddsdóttir,
nýr sjónvarpsstjóri Skjásins, seg-
ist óhrædd við risana á sjónvarps-
markaðnum. Hún hefur verið fram-
kvæmdastjóri Skjásins frá því í júní
en er nú einnig orðin sjónvarpsstjóri
eftir að Björn Þórir Sigurðsson lét af
störfum sem sjónvarpsstjóri Skjás-
ins síðastliðinn föstudag.
Skýr sérstaða
„Það er gríðarlega skemmtilegt að
vera í umhverfi þar sem er mikil
samkeppni því það heldur manni
á tánum,“ segir Sigríður Margrét,
aðspurð um það hvort hún hræðist
risana tvo í íslenskum sjónvarps-
markaði, og bætir við: „Ég er líka
sannfærð um sérstöðu Skjásins á
íslenskum fjölmiðlamarkaði." Hún
segir sérstöðu fyrirtækisins meðal
annars felast í þeirri stöðu sem fyr-
irtækið hafi tekið sér í stafrænu sjón-
varpi og vísar þar til þjónustunnar
sem fyrirtækið rekur undir nafninu
Skjár bíó.
Ný framtíðarsýn
„Við ætlum að halda áfram að
MARKAÐURINNÍGÆR
bjóða Islendingum upp á gott efni
og gera það ókeypis undir merkjum
Skjás eins. Við ætlum einnig að
efla markaðssetningu á hinum
miðlunum okkar sem eru Skjár
bíó og Skjár heimur,“ segir Sig-
ríður Margrét þegar hún er spurð
hvort henni fylgi stefnubreyting hjá
Skjánum.
Þá segir hún að nýbúið sé að
mynda nýja framtíðarsýn fyrir fyr-
irtækið. „Hún er einfaldlega sú að
við viljum vera þess virði að sjá. Við
ætlum okkur að vera mikilvægur
þátttakandi í íslensku samfélagi og
skapa hughrif, stemningu og um-
tal. Til þess ætlum við að styrkja þá
miðla sem við bjóðum upp á.“
Sigríður Margrét segir að innlend
dagskrárgerð á Skjá einum verði
áfram með svipuðu sniði. „Við erum
nú þegar með mjög góða íslenska
þætti á dagskrá auk þess sem nú í
haust eru að fara af stað frábærir
nýir þættir,“ segir hún.
Engar stórar breytingar
„Það eru engar stórar breytingar
hjá okkur. Ég er búin að vera fram-
kvæmdastjóri hjá Skjánum frá því
í júní og mun nú einnig vera skráð
fyrir útvarpsleyfinu og bera titil
SIGRÍÐUR MARGRÉT
► Er 31 árs og með stúdents-
próf frá Verslunarskóla
íslands og BS-gráðu í
rekstrarfræðum frá Háskól-
anum á Akureyri.
► Hóf störf hjá Ráðgarði á
Akureyri sem síðar rann
inn í Gallup sem heitir nú
Capacent.
Stýrði stofnun nýs fyrirtæk-
^ is, undir nafninu Já, utan
um útgáfu símaskrárinnar,
rekstur upplýsingasímans
118 og vefsíðunnar sim-
askra.is.
► Varð framkvæmdastjóri
Skjás miðla þegar fyrirtæk-
ið var stofnað í sumar utan
um þær einingar innan
Skipta sem sjá um miðlun
upplýsinga og afþreyingar.
Skipti er einnig móðurfélag
Símans.
sjónvarpsstjóra,“ segir Sigríður
Margrét um þær skipulagsbreyt-
ingar sem hafa orðið í kjölfar þess
að Björn Þórir Sigurðsson lét af
störfum sem sjónvarpsstjóri síðast-
liðinn föstudag.
Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá OMX á íslandi, 24. sept. 2007
Viöskipti í krónum Heildar-
ATH. = Athugunarlisti Viðskipta- Hlutfallsl. Dagsetning Fiöldi viðskipti Tilboö í lok dags:
verð breyting viösk.verðs viöskipta dagsins Kaup Sala
Félög í úrvalsvísitölu
a Atorka Group hf. 10,20 0,99% 24.9.2007 9 313.005.384 10,19 10,20
a Bakkavör Group hf. 66,10 0,92% 24.9.2007 22 207.811.228 66,10 66,20
▼ Existahf. 30,46 -0,49% 24.9.2007 23 259.330.488 30,30 30,55
▼ FLGrouphf. 24,55 -1,60% 24.9.2007 32 413.562.251 24,35 24,60
a Glitnir banki hf. 28,35 0,71% 24.9.2007 64 7.476.957.521 28,20 28,35
▼ Hf. Eimskipafélag fslands 39,15 -0,13% 24.9.2007 6 23.984.016 39,15 39,55
a lcelandair Group hf. 26,15 0,19% 24.9.2007 3 2.620.794 25,90 26,15
▼ Kaupþing banki hf. 1080,00 -0,18% 24.9.2007 53 728.880.932 1077,00 1080,00
♦ Landsbanki íslands hf. 40,00 0,00% 24.9.2007 42 469.167.652 40,00 40,35
Mosaic Fashions hf. 17,50 - 14.9.2007 - - - 18,00
Straumur-Burðarás Fjárf.b. hf. 19,30 0,26% 24.9.2007 37 799.497.174 19,15 19,30
▼ Teymihf. 6,18 -0,64% 24.9.2007 1 1.737.921 6,18 6,22
▼ össurhf. 98,70 -0,30% 24.9.2007 5 12.591.100 98,60 99,50
Önnur bréf á Aðallista
▼ 365 hf. 2,48 -1,59% 24.9.2007 4 3.740.000 2,46 2,49
a Alfescahf. 6,35 0,63% 24.9.2007 1 190.500 6,30 6,35
a Atlantic Petroleum P/F 1420,00 0,71% 24.9.2007 6 1.847.683 1417,00 1425,00
▼ EikBanki 653,00 -0,61% 24.9.2007 9 6.960.324 650,00 662,00
♦ Flaga Group hf. 1,43 0,00% 21.9.2007 - - 1,42 1,44
▼ Foroya Bank 217,00 -1,14% 24.9.2007 7 1.285.330 217,00 219,50
▼ lcelandic Group hf. 5,86 -1,35% 24.9.2007 3 5.860.000 5,82 5,90
a Marelhf. 99,20 0,10% 24.9.2007 11 51.747.769 99,00 99,50
♦ Nýherjihf. 21,90 0,00% 21.9.2007 - - 21,80 21,90
Tryggingamiöstööin hf. 47,00 . 24.9.2007 4 64.529.874 46,00 47,10
Vmnslustööin hf. 8,50 - 22.8.2007 - - - -
First North á íslandi
Century Aluminium Co. 3125,00 - 24.9.2007 2 18.795.000 3098,00 3138,00
HB Grandi hf. 11,50 - 7.9.2007 HHI - - 12,50
Hampiðjan hf. 6,50 . 5.9.2007 . - - 6,55
• Mest viðskipti i Kauphöll OMX
í gær voru með bréf Glitnis, fyrir
um 7,5 milljarða króna. Næstmest
viðskipti voru með bréf Straums-
Burðaráss, fyrir 800 milljónir.
• Mesta hækkunin var á bréfum
Atorku, eða 0,99%. Bréf Bakka-
varar hækkuðu um 0,92% og bréf
Glitnis um 0,71%.
• Mesta lækkunin var á bréfum
FL Group, eða 1,60%. Bréf 365
lækkuðu um 1,59% og bréf Icelandic
Group um 1,35%.
• Úrvalsvísitalan lækkaði um
0,01% í gær og stóð í 7.889 stigum
í lok dags.
• íslenska krónan styrktist um
0,04% í gær.
• Samnorræna OMX40-vísitalan
lækkaði um 0,54%. Breska FTSE-
vísitalan hækkaði um 0,1%, en
þýska DAX lækkaði um 0,1%.