blaðið - 25.09.2007, Side 16

blaðið - 25.09.2007, Side 16
ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 blaöiö KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@bladid.net ímyndunaraflið er eina vopnið í baráttunni gegn raunveruleik- anum. Jules de Gaultier Máni fékk Blóðdropann fslensku glæpasagnaverð- launin 2007 voru afhent í fyrsta sinn sunnudaginn 23. september í Iðu bókaverslun. fslensku glæpasagnaverð- launin 2007, Blóðdropann, hlaut Stefán Máni fyrir bókina Skipið. Bókin verður jafnframt framlag íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna Gler- lykilsins 2008. Sagan segir frá skrautlegri áhöfn skipsins Per se. Þeir eru níu talsins og flestir með eitthvað misjafnt í pokahorn- inu. Þannig er einn nýbúinn að myrða eiginkonu sína og annar er með handrukkara á hælunum. Sagan segir frá ógnum, fjandskap, tortryggni og baráttu þeirra í milli um borð í skipi á reginhafi. f dómnefnd Hins íslenska glæpafélags eru Gunnþórunn Guðmundsdóttir, Kristján jóhann Jónsson og Ingibjörg Rögnvaldsdóttir. Ráðstefna um Jónas Vísindafélag fslendinga og Háskóli f slands gangast fyrir ráðstefnu um vísindamanninn Jónas Hallgrímsson laugar- daginn 29. september 2007, kl. 13.30-16.30 í hátíðarsal Háskóla íslands. Fluttir verða fimm fyrirlestrar og munu útdrættir þeirra liggja frammi við upphaf ráðstefnunnar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Fyrirlesarar eru: Sveinbjörn Rafnsson sagnfræðingur, Sigurður Steinþórsson jarð- fræðingur, Trausti Jónsson veðurfræðingur, Hilmar Garðarsson sagnfræðingur, Guðrún Kvaran prófessor og Sveinn Yngvi Egilsson íslenskufræðingur. AFMÆLII DAG Glenn Gould tónskáld og píanóleikari, 1932 Barbara Walters fréttakona, 1931 Guðrún Nielsen skúlptúrlistamaður tekur þátt í afmælissýningu Breska skúlptúrfélagsins Tegarðshlið í frægum garði Guðrún Nielsen segist seint gleyma því að sjá allsnakta gesti við te- garðshlið sitt í Abbey House Gardens. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@bladid.net Guðrún Nielsen skúlptúrlista- kona sýnir verk sitt Japanskt te- garðshlið í Abbey House Gardens í Wiltshire en þar stendur yfir ein af afmælissýningum Breska skúlptúr- félagsins RBS sem varð hundrað ára 2005. Sýningin nefnist Spectrum og 45 listamenn taka þátt í henni. Guðrún fluttist til Bretlands árið 1989, hefur sýnt reglulega þar í landi og hlotið verðlaun fyrir verk sín. Hún fluttist heim til íslands árið 2003 en hefur vinnuaðstöðu í Bretlandi. Berir gestir Verk Guðrúnar á sýningunni nefnist Amigasamon. Amigasa þýðir regnhattur og líkist þakið einum slíkum. „Allt frá því ég fór með manni mínum til Japans árið 2003 hef ég heillast af öllu sem japanskt er, sérstaklega af hinum gömlu trébyggingum Japana og Zen-görðunum. Það fór að gæta sterkra japanskra áhrifa í verkum mínum eftir þá ferð. Nú sýni ég japanskt tegarðshlið á sýningunni í Abbey House Gardens," segir Guð- rún. „Hliðið fellur vel að umhverf- inu, stendur á lítilli hæð við ána Avon sem rennur í gegnum garðinn. Þegar fólk kemur að hliðinu bregst það mismunandi við. Sumir halda að það hafi alltaf verið þarna og taka ekkert sérstaklega eftir því en þeir sem þekkja til japanskra te- húsa fara ósjálfrátt að leita að tehúsi innan garðsins en þar finnst ekkert tehús.“ Eigendur Abbey House eru hjónin Barbara og Ian Pollard. Þau hafa í sameiningu skapað þar garð sem þykir óvenjufagur og laðar að gesti alls staðar að úr heiminum. Þetta er staður með 1300 ára skráða sögu. I garðinum er að finna 10.000 tré, runna og plöntur. Guðrún Nielsen við tegarðshliðið. Árlega heimsækja um 60.000 gestir Abbey House Gardens. Öðru hverju eru haldnir í garðinum „Clothes Optional Day“ og þá geta gestir mætt án fata. „Ég vissi ekki af þessum sið fyrr en vinkona mín hringdi í mig,“ segir Guðrún. „Hún sagðist hafa komið þarna við á miklum rigningardegi. Hún hefði séð hóp karlmanna og nokkurra kvenna standa undir verki mínu. Ég spurði hvort hún hefði ekki farið að því og skoðað. Nei, sagði hún, það voru allir berir. Mér fannst þetta svo sérstakt að ég ákvað að vera viðstödd á slikum degi og mætti 9. september snemma morguns. Þá sá ég hvar Barbara var að snyrta eitt blómabeðið og var ekki í nokkurri spjör. Mér brá nokkuð en fór á næsta kaffihús og skellti i mig sterku kaffi og mætti svo þegar opnað var. Húsbóndinn gekk til mín allsnakinn og faðmaði KONAN ► ► ► Sýningin í Abbey House Gar- dens stendur til 21. október. í Englandi hefur Guðrún unn- ið til verðlauna fyrir verk sín. Verk eftir Guðrúnu er að finna í einkaeigu, hjá fyr- irtækjum og stofnunum í Englandi, Danmörku, Banda- ríkjunum og á íslandi. mig og kynnti mig fyrir gestum sem flestir voru berir. Að sumu leyti var þetta allt mjög hversdagslegt, fólk sólaði sig, las í bók, fékk sér te eða kaffi, spjallaði, nokkrir syntu í ánni., aðrir nutu staðarins og veðurblíðunnar. Flestir voru naktir, áberandi minnihluti léttklæddur en sjálf var ég í lopapeysu í 20 stiga hita. Ég mun seint gleyma þessu,“ segir Guðrún. 4 Barbara og lan Pollard Þau höfðu - síður en svo á móti því að láta .'?■ | mynda sig nakin við hliðið. MENNINGARMOLINN Fæðing Nóbelshöfundar Á þessum degi árið 1897 fæddist Nóbelsverðlaunarithöfundurinn William Faulkner í Mississippi. Það var nágranni fjölskyldunnar sem fjármagnaði útgáfu á fyrstu ljóða- bók hans, The Marble Faun, árið 1924. Fyrsta skáldsaga hans Soldier’s Pay kom út tveimur árum síðar. Árið 1929 kvæntist hann æskuást sinni Estelle, sem þá var fráskilin tveggja barna móðir. Óhefðbundnar skáldsögur Faulkner seldust ekki nægilega vel til að hann gæti fram- fleytt fjölskyldu sinni og til að auka tekjur sínar seldi hann smásögur til tímarita og skrifaði handrit fyrir Hollywood-myndir. Hann er hand- ritshöfundur að tveimur rómuðum kvikmyndum sem Humphrey Bog- art lék í: To Have and Have Not og The Big Sleep. Árið 1949 hlaut hann Nóbelsverð- launin í bókmenntum. Hann lést af völdum hjartaáfalls, 65 ára gamall.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.