blaðið - 25.09.2007, Page 20

blaðið - 25.09.2007, Page 20
36 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 blaðið LÍFSSTÍLLFERÐIR heilsa@bladid.net Uppbyggingin er hins vegar afar hröð í stórborgunum enda streymir fólk úr sveitum og bæjum landsins þangað til þess að fá einhverja almennilega vinnu. Rússland er sér á báti Frosthörkur og áfengismenning Páskaferðir Nú þegar er hægt að panta sæti í ýmsar páskaferðir sem ferða- skrifstofur landsins bjóða upp á. Dæmi um slíkar ferðir er sérferð Heimsferða til Dóminíska lýð- veldisins frá 17. mars í 10 nætur. Dvalið er í bænum Puerto Plata á norðurhluta eyjunnar auk þess ^ sem boðið verður upp á skoðunar- ferðir til annarra borga og bæja. Ísland-Danmörk Icelandair býður upp á ferð til Kaupmannahafnar í lok nóv- ember í tilefni af landsleik Dana og f slendinga í Parken þann 21. nóvember. Innifalið í tilboðinu er flug, flugvallarskattar og miði á leikinn ásamt því sem hægt er að bæta við hótelgistingu á Centrum Hotel Copenhagen. Rússland er afar áhuga- vert land að mati Sigur- jóns Svavarssonar sem bjó í Pétursborg og bænum Okulovka um nokkurra mánaða skeið. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Rafvirkinn Sigurjón Svavarsson bjó og starfaði í Rússlandi samtals í sjö mánuði á síðasta og næstsíðasta ári eftir að hafa dvalið í Kirgisistan um tveggja mánaða skeið árið 2003, en þar í landi kviknaði áhugi hans á að læra rússnesku. „Rússneska er reyndar ekki opinbert tungumál í Kirgisistan en þar búa þó margir Rússar enda tilheyrði landið áður Sovétríkjunum sálugu. Svo er rúss- neskan þar í raun eins og enskan er hérna á Islandi - flestir kunna hana og nota hana mikið í samskiptum við útlendinga," segir hann. „Eg var á mismunandi stöðum í Kirgisistan en mest í borg sem heitir Osh.“ Sérstakur bær 1 Rússlandi starfaði Sigurjón í Pétursborg og í bæ að nafni Ok- ulovka sem er staðsettur mitt á milli Moskvu og Pétursborgar. „Okulovka er lítill iðnaðarbær og mjög svo frábrugðin þessum stærri borgum landsins. Þar var alveg rosalega mikil áfengisdrykkja og maður var oft að keyra fram á áfengisdauða menn á almannafæri um hábjartan dag. Þar datt fólk gjarnan rækilega í það í marga daga eða jafnvel vikur í senn og ekki er óalgengt að karlmenn deyi um fimmtugt vegna þess að þeir hafa drukkið svo mikið um æv- ina. Með þennan samanburð get ég ekki sagt að mér finnist áfengis- drykkja vera mjög mikið vandamál á fslandi," segir hann. Hið sama gildir um veðrið „Skól- unum var lokað þegar frostið fór niður fyrir 25 mínusgráður og hið sama gilti um ýmsar verksmiðjur. Það kaldasta sem ég man eftir að hafa upplifað var 32 stiga frost í Pét- ursborg þannig að ég kvarta ekki undan kulda hér á fslandi." Langar í austurhlutann Mœlirðu með Rússlandi fyrir ferðamenn? „Rússland er mjög áhugavert land þannig að ég get vel mælt með því. Að vísu held ég að það geti verið mjög erfitt að ferðast annars staðar en í Pétursborg, Moskvu og svona þessum stærri borgum ef maður kann ekki rússnesku. Ég held að það sé voða erfitt að redda sér á enskunni í dreifbýlinu og smábæj- unum og auðvelt að lenda í veseni," segir Sigurjón. „Reyndar er það svo að víða í landinu hefur lítið sem ekkert breyst frá tímum Sov- étríkjanna og sú held ég til dæmis að sé raunin í borginni Múrm- ansk, sem ég heimsótti sjálfur. Þar standa sömu blokkirnar enn í röðum og borgin er mjög grá. Upp- byggingin er hins vegar afar hröð í stórborgunum enda streymir fólk úr sveitum og bæjum landsins þangað til þess að fá einhverja al- mennilega vinnu.“ Aðspurður segist Sigurjón ekki eiga von á því að flytja aftur til Rúss- lands í framtíðinni. „Aðstæður hafa breyst töluvert hjá mér svo að ég held það sé ekki alveg í boði. Hins vegar væri ég meira en til í að fara þangað í smáferðalag, kannski um mánaðarskeið eða svo. Ég hef bara verið í vesturhluta landsins og mig dauðlangar að heimsækja aust- urhlutann og kíkja til Mongólíu í leiðinni,“ segir hann að lokum. GLæsilegt úrval Sisal og Kókos Heimilisgólfdúkar Tilboðsverð frá kr. 890 á m2 Plastparket Eik, beiki, hlynur, kirsuber Tilboðsverð kr. 990 á m2 Fullt verð kr. 1.190 ánf Stigateppi Níðsterk og létt í þrifum Click xpres; SÍÐUMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI: 510 5510 OPIÐ VIRKA DAGA KL. 8-18. KJARAN GÓLFBÚIMAÐUR Kynning á knatt- spyrnumótum Fulltrúar frá tveimur alþjóð- legum knattspyrnumótum verða staddir á íslandi dagana 26. til 29. september til að kynna mótin fyrir forráðamönnum íslenskra unglingaliða. Kynningarfundur Football Festival í Árósum verður í fþróttamiðstöðinni í Laugardal á morgun, miðvikudaginn 26. september klukkan 17.30 og á laug- ardaginn 29. september klukkan 11 verður kynningarfundur Liverpool- mótsins á sama stað. Einnig verður kynning á Liverpool-mótinu í Vallarhúsinu við Hringbraut í Reykjanesbæ föstudaginn 28. september klukkan 16. Fundirnir eru einkum ætlaðir þjálfurum yngri flokka, unglinga- ráðum, foreldraráðum, fram- kvæmdastjórum knattspyrnudeilda, foreldrum og öðrum sem koma að ákvarðanatöku um utanlandsferðir knattspyrnuliða. '4. ‘ *ó|»^; Heimaleikir Arsenal Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn er í opinberu samstarfi við Arsenal Football Club um sölu á 20 miðum á Club Level-hæðinni á hvern heimaleik Arsenal á Emirates Stadium. Club Level-hæðin er með bestu sætin á vellinum og þar eru einungis átta sætaraðir allan hring- inn. Inn af sætunum er aðgangur að frábærum veitingastöðum og börum og hverjum miða fylgir þriggja rétta máltíð fyrir leikinn. Úrval-Útsýn á 20 Club Level-miða á heimaleiki Arsenal hvort heldur sem er í deild, bikarkeppnum eða Evrópukeppni. Uppselt er á nokkra leikina en enn eru laus sæti í leik Arsenal og Sunderland helgina 5. til 8. október og á leik Arsenal og Chelsea helgina 14. til 17. desember. Nánari upplýs- ingar má nálgast hjá íþróttadeild Úrvals-Útsýnar.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.