blaðið - 25.09.2007, Síða 22

blaðið - 25.09.2007, Síða 22
ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 blaóió ÍÞRÓTTIR ithrottir@bladid.net Hver heimaleikur liðsins færir litlar 380 milljónir króna í bankann að með- altali og er þá tekin með í reikninginn sala á miðum og varningi hvern leikdag. SKEYTIN INN Ef marka má slúðurblað- ið Sun í Englandi hefur Ronaldinho sent bróður sinn og umboðsmann til Englands til að kanna hvað Chelsea geti boðið sér í laun og sporslur. Segir sagan að stjarnan hafi fengið nóg af rughnu innan herbúða Barcelona og vilji annað. Þó Sun hitti á stundum naglann á hausinn þá er oftar um blygðun- arlausa þvælu að ræða og verður þessi frétt að teljast langsótt. Langsótt vegna þess að uppnám er í Chelsea þessa dagana og fleiri leiionenn sem vilja komast þaðan þessa dagana en vera. Tap Chelsea fyrir United um helgina var ekki það veganesti sem nýr þjálfari vonaðist eftir þó kannski hafi ekki verið við sigri að búast gegn meisturunum á heimavelli. Avram Grant hinn ísraelski á mikið verkefni fyrir höndum að plástra yfir særindi vegna brotthvarfs Mourinho og koma liðinu á sigurbraut á ný. á hefur fram- kvæmda- stjóri Real Madrid loks komist að sömu niðurstöðu og íþróttadeild Blaðsins; kaupa verður Diego frá Bremen því þar fer næsti Kaka í knattspyrnunni. Hefur þetta legið ljóst fyrir lengi nema hvað Diego er betri leikmaður en Kaka. Hann er mun harðari af sér, meiri leikstjórnandi og 95 pró- sent sendinga hans rata á réttan stað. Diego er falin stórstjarna. Michael Owen var skipt út afí leikNewc- astle ogWest Ham um helgina. Nárinn er að fara með peyjann og ekki í fyrsta skipti. við innganginn borga sig Vörn gegn óhreinindum og bleytu CORRC KJARAN GÓLFBÚNAÐUR 1 SÍÐUMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK SÍMI: 510 5510 • www.kjaran.is OPIÐ VIRKADAGAKL. 8-18. Ríkidæmi Allt breytist í gull þessa dagana hjá Arsenal. Fjölg- un áhorfenda er þar lykilatriði. Svvwwo Peningar vaxa víst á trjánum Arsenal upp að hlið Real Madrid fjárhagslega ■ Ríkasta félags- lið Bretlandseyja Veltan rúmir 25 milljarðar á síðasta fjárhagsári Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@þladid.net Stutt er síðan andstæðingar Ar- senal neru glaðhlakkalega saman lófum og glottu feitt í út í annað. Samkvæmt fregnum voru fjárhags- legar skuldbindingar liðsins vegna nýs leikvangs slíkar að engir pen- ingar voru eftir. Ofan á það komu fréttir i vor um að aðalstjarna liðs- ins til margra ára væri á förum og að kraftaverkaþjálfarinn Wenger væri ekkert yfir sig hrifinn af lengri samningi. Til að bæta gráu ofan á svart lögðu misspilltir erlendir auð- kýfingar limósínum sínum fyrir utan dyrnar og biðu þess að hirða hræið fyrir lítið. Hraðspólum til dagsins í dag og ljóst er orðið að stjórn og forráða- menn liðsins hlæja alla leið í bank- ann, í bankanum og sennilega á leiðinni til baka lika. Nýjasta fjár- hagslega uppgjör liðsins sýnir svo ekki verður um villst að ekki voru aðeins spár um hrapallegt gengi og erfiða stöðu ekki á rökum reistar heldur þvert á móti; Arsenal er í dag ríkasta félagslið Bretlands og liðið er á toppnum í deildinni. Á pari við Real Madrid Samkvæmt nýjustu tölum var velta Arsenal fjárhagsárið maí 2006 til maí 2007 rúmir 25 milljarðar króna og skilur því liðið fyrrum stórveldi á þessu sviði, Chelsea og Manchester United, eftir í rykinu fjárhagslega á sama tímabili. Ekki aðeins það heldur eru hreinar tekjur liðsins á sama tíma 6,4 milljarðar króna og jukust hvorki meira né minna en um 274 prósent milli ára. Þýðir þetta á mannamáli að Arsenal er komið upp að hlið stórveldisins Real Madrid hvað veltu og tekjur varðar en spænska liðið er og hefur verið eitt hið ríkasta í veröldinni. 380 milljónir á leik Hver heimaleikur liðsins færir Á Emirates Hver heimaleikur færir liðinu 380 milljónir króna að meðaltali. ARSENAL Arsene Wenger fagnar ell- efu ára starfsafmæli sínu hjá Arsenal á fimmtudaginn. ► Wenger hefur nú 8 milljarða króna til leikmannakaupa. ► Stjórnin hyggst ekki selja meirihluta sinn í félaginu en saman eiga stjórnarmenn 45,5 prósenta eignarhlut. litlar 380 milljónir króna í bank- ann að meðaltali og er þá tekin með í reikninginn sala á miðum og varningi hvern leikdag. En stjórnin lætur það ekki nægja heldur er leik- vangurinn Emirates oft leigður út þess utan og færir félaginu því mun meiri tekjur en það. Taka ber einnig tillit til þess að í umræddum tölum er ekki risasalan á Thierry Henry né annarra leikmanna í sumar. Hattur ofan fyrir Wenger Eins harðir og aðdáendur liðsins eru þá eru harðir andstæðingar þess mun fleiri. Fáir ef nokkrir þeirra geta þó með góðri samvisku annað en viðurkennt að í Arsene Wenger er Arsenal með einhvern séðasta mann norðan Alpafjalla og þótt víðar væri leitað. Það er hann sem hefur lagt undirstöðurnar að því veldi sem liðið er orðið á tiltölu- lega stuttum tíma með áhrifaríkum en ódýrum kaupum á leikmönnum sem blómstra hver á fætur öðrum undir hans stjórn. Gott gengi ár eftir ár gefur aðdáendum tilefni til að sækja leiki og kaupa varning auk þess sem vörumerkið Arsenal nær hærri hæðum og meiri útbreiðslu ár hvert. Minnst tvisvar sinnum hefur Wenger selt algjöra lykilmenn frá lið- inu með tilheyrandi harmkvælum aðdáenda án þess að blikka auga og komist upp með það. Fáir hefðu spáð að uppskera liðsins án Henry yrði tómar fullblómstrandi rósir en eftir sex leiki er liðið efst í deild- inni og hefur ekki byrjað svona vel í Meistaradeildinni í áraraðir. Heimildir: Guardian, Goal.com, Marca Fín frammistaða íslenska landsliðið í mótor- krossi stóð sig frambærilega í fyrstu keppni landsliðs íslands nokkru sinni í íþrótt- inni. Ekki náði liðið í efsta flokk en árangurinn er mjög viðunandi. Náði Valdimar Þórðarson bestum árangri eða 19. sæti, Einar Sverrir því 22. og Aron Ómarsson varð 24. Magnþrungið Úrslitaleikur Davis-bikarsins í tennis verður ekki af daprari taginu. Þar mætast lið Rússa og Bandaríkjamanna í nóv- ember í Bandaríkjunum en Rússarnir hafa titil að verja. Það voru einmitt Bandaríkja- menn sem lágu fyrir þeim rússnesku í undanúrslitum síð- ustu Davis-keppni sem fram fór í Rússlandi. Veldi hrundið Einhverri lengstu einokun í íþróttum nokkru sinni lauk um helgina þegar sigur vannst á 500 cc hjólum í heimsmeist- arakeppni mótorhjóla á hjóli sem ekki var japanskt. Casey Stoner á Ducati sigraði eftir að Valentino Rossi á Yamaha þurfti að taka eitt viðgerðar- hlé umfram Stoner. 33 ára einokun er því lokið. Brött brekka Birgir Leifur Hafþórsson fellur áfram niður peningalist- ann á evrópsku mótaröðinni eftir breska Quinn Direct- meistaramótið. Fékk hann ekki keppnisleyfi á því móti en tveir keppendur sem fyrir neðan hann voru bættu sig á því móti og fer Birgir því úr 198. sæti í það 190. Róðurinn þyngist jafnt og þétt en fimm mót eru eftir sem Birgir er gjaldgengur í.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.