blaðið - 25.09.2007, Side 26

blaðið - 25.09.2007, Side 26
42 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 blaóió ORÐLAUSLÍFIÐ ordlaus@bladid.net Þið drekkið og drekkið og drekkið og farið svo beint í vinnuna. Þetta er ótrúlegt. Ég er heillaður. Þið drekkið þar til sólin sest. Pablo Francisco kemur fram í Háskólabíói á föstudag Dáist að drykkju- þoli Islendinga Grínistinn Pablo Franc- isco er á leiðinni til lands- ins í þriðja skipti. Hann hlakkar mikið tilað koma til íslands og líkir dvölinni á landinu við U2-myndband. Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@bladid.net „Það er frábært að koma fram í Evrópu, það er búið að vera uppselt á allar sýningarnar mínar,“ segir grínistinn góðkunni Pablo Francisco í samtali við Blaðið. „Ég hlakka mikið til að komast til ís- lands þvi landið er fallegt, öðruvísi og sérstakt. Að vera á íslandi er eins og að vera í U2-myndbandi.“ Pablo Fancisco kemur fram í Háskólabíói á föstudaginn ásamt Flip Schultz, en það verður í þriðja skipti sem hann heimsækir fsland. „Ég elska ísland. Islendingar lifa lífinu og eru mjög töff. Ég held ég verði á landinu í þrjá til fjóra daga. Ég ætla að kíkja niður í litla miðbæ- inn ykkar og fara á Nasa. Svo mun ég örugglega fara á Goldfinger og eyða 200 dollurum í vínglas. Ég elska Goldfinger." Líkar vel við þynnkuna „Þið drekkið og drekkið og drekkið og farið svo beint í vinnuna. Þetta er ótrúlegt. Ég er heillaður. Þið drekkið þar til sólin sest,“ segir Francisco aðspurður um drykkjuvenjur Islendinga og bætir við að þetta eigi einnig við aðra Norðurlandabúa. „Ég verð rosalega þunnur, en stundum fer mér að líka vel við þynnkuna. Ég fæ að sofa út, horfi á sjónvarpið og læt þynnkuna hverfa úr mér með svitanum." Francisco hefur kom fram víða í Evrópu að undanförnu og hefur eytt síðustu dögum á Norður- löndum. „Ég er búinn að koma við í Helsinki, Ósló, Malmö og Stokkhólmi. Evrópubúar eru meiri fjölskylda en Ameríkanar, þeir fara út til að skemmta sér. Þeir eru frjálsari og opnari og borgirnar eru aðeins hreinni. Finnar eru reyndar svolítið skrítnir. Þeir líta allir út eins og vampíruveiðimenn. Strákarnir voru allir klæddir í síða rykfrakka með hárið greitt aftur.“ Hefur ekki hitt Arnold „Ég hef ekki hitt Arnold Schwarze- negger, en fyrrverandi kærastan mín hitti einu sinni Keanu Reeves,“ segir Francisco aðspurður hvort hann hafi hitt þá sem hann er frægur fyrir að herma eftir. „Ég hef hitt Aaron Neville og Jackie Chan PABLO FRANCISCO ► Pablo Francisco er 33 ára gamall. ► Hann varð heimsfrægur í kringum árið 2000 þegar hann kom fram í þætti á bandarísku sjónvarpsstöð- inni Comedy Central. í mjög stutta stund. Ég söng fyrir Aaron Neville, hann virtist vera mjög hræddur við mig og setti upp skrítinn svip.“ Pablo Francisco segir skemmti- legra að koma fram í Evrópu en Ameríku, en kveðst ekki vera að spá í að flytja frá Los Angeles. „Það eina sem ég er að hugsa um núna er að kaupa hús handa foreldrum mínum. Eg þéna vel í þessum bransa og ég held að allir sem vilja vera grínistar ættu að láta verða af því. Maður verður bara að vinna rannsóknarvinnuna vel, skemmta sér og segja það sem manni dettur í hug.“ Beckham með Pussycat Dolls Viktoría Beckham ætlar að ganga til liðs við hljómsveitina Pussycat Dolls á meðan þær eru i tónleikaferð um Bandarikin. Beckham flutti nýlega til Los Angeles með eiginmanni sinum David Beckham og hefur átt erfitt með að vinna hug og hjörtu Bandaríkjamanna. Viktoría Beckham segist vera mikill aðdáandi stúlknanna í Pussycat Dolls en með þessu mun hún feta í fótspor Carmen Electra, Christina Aguilera og Britney Spears sem hafa allar sungið með sveitinni. „Stelpurnar eru ótrúlega hrifnar af Viktoríu og þær hlakka til að fá fyrrum kryddpíu til liðs við sig. Þeim finnst hún vera mjög töff týpa og telja að hún eigi vel heima innan Pussycat Dolls,“ segir umboðs- maður stúlknanna. SAMbio.is „ SAMWa n.'wÆ * ÁLFABAKKA CHUCK AND LARRY kl. 5:30-8-10:30 12 CHUCK AND LARRY M. 8-10:30 VIP MR. BROOKS kl. 5:30-8-10:30 16 BRATZ kl. 5:30-8-10:30 l DISTURBIA kl. 8 -10:30 14 ASTRÓPÍÁ kl. 6-8-10:10 ASTRÓPÍÁ kl.6 VIP RATATOUILLE V ÍSLTA' kl. 5:30 ■Si'/í m KRINGLUNHI MR. BROOKS kl. 8 -10:30 BRATZ kl. 5:30 l LICENSE TO WEO kl.6-8 7 ASTRÓPÍÁ M.6 i BOURNE ULTIMATUM kl.8-10 14 TRANSFORMERS kl. 10:30 OKTOL 10 SOÍiSlSX AKUREYRI BRATZ - THE MOVIE kl.6 j. SHOOT 'EM UP W.8-10 16 ASTRÓPÍÁ kl.6 MR. BROOKS kf. 8 16 VACANCY M.10 16 il'fBí3kl KEFLAVlK CUCKAND LARRY kl. 8-10:10 BRATZTHE MOVIE kl. 8 Múm gefur út fjórðu breiðskífuna C575 8900 ADAKSANDLER KEVINJAMES Gibson flytur fjölskylduna Leikarinn og leikstjórinn Mel Gib- son hefur ekki miklar áhyggjur af öryggi fjölskyldu sinnar og lætur varnaðarorð bandarískra yfirvalda sem vind um eyru þjóta, en fjölskyldan ætlar að flytja til Kostaríku þar sem Gibson hefur keypt búgarð á rúman einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Gibson setti eignir sínar tvær í Bandaríkjunum nýlega á sölu en hann átti húsnæði bæði í Kali- forníu og Connecticut. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa varað Gib- son við því að flytja á svæðið og segja að bandarískum ríkisborg- urum sé ekki óhætt á þessu svæði þar sem hætta sé á mannránum og hryðjuverkum. Með útgáfutón- leika á Organ Söngkonan Elíza Geirsdóttir Newman, betur þekkt sem Elíza úr Kolrössu krókríðandi, hyggst halda útgáfutónleika á skemmti- staðnum Organ á morgun, mið- vikudaginn 26. september. Elíza gaf nýverið út sína fyrstu sólóbreiðskífu, Empire Fall, og mun hún leika efni af nýju plöt- unni ásamt hljómsveit sinni. El- íza, sem bæði syngur og leikur á fiðlu, hefur verið búsett erlendis síðustu þrjú árin og eru þetta fyrstu tónleikar hennar á Klak- anum í rúm þrjú ár. Um upphitun sér hljómsveitin Mammút og hefjast tónleikarnir klukkan 21.00. Miðaverð er þús- und krónur. hþ Skrítin og skemmti- leg hljómsveit upp í Tónlistarskóla Isafjarðar aukþess sem hljómsveitin heim- sótti eyna Nötö við vesturströnd Finnlands. „Við erum voða skotin í því að skipta um staðsetningu og sjá hlut- ina í nýju ljósi. Það er mjög vinsælt og okkur fannst til dæmis æðislegt að koma til Finnlands. Við erum náttúrlega með finnskan tromm- ara, en rétt fyrir vinnslu plötunnar eignaðist hann dóttur. Við sýndum honum auðvitað virðingu með því að færa vinnuna til hans heima- lands svo að hann gæti nú verið með konu og barni. En auk þess var þetta alveg rosalega góður staður. Þetta er pínulítil eyja þar sem eng- inn býr og mikið í okkar anda - allt voða skrítið og skemmtilegt,“ bætti Gunnar við. halldora@bladid.net I NOW PRONOUNCE Er skiptinemadvöl eitthvað fyrir þig? Fjölmörg lönd í boði. Ársdvöl, hálfsársdvöl, 3 mánaða dvöl og 4-6 vikna dvöl. Hafðu samband! Skiptinemar sjá heiminn .. „ med oornm auei PAFS www.afs.is • info-isl@afs.org • 552 5450 Fjórða breiðskífa íslensku hljóm- sveitarinnar Múm, Go Go Smear the Poison Ivy, kom á markað í gær, en þrjú ár eru síðan sveitin sendi frá sér síðustu breiðskífuna. Auk kjarna sveitarinnar, þeirra Guhnars Arnar Tynes og Örvars Þóreyjarsonar Smárasonar, taka þau Olöf Arnalds, Eiríkur Orri Ólafsson, Hildur Guðnadóttir, Sigurlaug Gísladóttir og slagverks- leikarinn Samuli Kosminen þátt í plötunni. „Við erum frekar breytileg hljóm- sveit og það er misjafnt hverjir koma að verkefnunum hverju sinni. Það er einhvern veginn viss krafa um að hljómsveitir séu alltaf með allt kortlagt og útskýrt með ákveðinni verkaskiptingu, en við erum ekkert of fastir í því. Nú sam- anstendur hljómsveitin sem sagt af þessum fimm manns, auk okkar Órvars, sem komu að plötunni. Svo gæti það auðvitað breyst - það kemur bara í ljós,“ sagði Gunnar Örn Tynes þegar Blaðið hafði sam- band við hann í gær. Færðu vinnuna til Finnlands Breiðskífan var unnin bæði hér á landi og erlendis. Mikið var tekið

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.