blaðið - 25.09.2007, Síða 28
44
ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007
blaöió
DAGSKRÁ
Hvað veistu um Reese Witherspoon?
1. Hvert er fullt nafn hennar?
2.1 hvaða mynd sló hún fyrst í gegn?
3. Fyrir hvaða hlutverk fékk hun Óskarsverðlaun?
Svör
eun agt >(|eM! úseo jayeo aunp e
uooyij am U| ue^ agi z
uoodsjaL|i!M asaay auueap ejne"| ■ j
RÁS 1 92,4 / 93,5 • RÁS 2 90,1 / 99,9 • REYKJAVÍK FM 101,5 • BYLGJAN 98,9 • FM 95,7 • X-IÐ 97,7 • ÚTVARP SAGA 99,4 • LÉTTBYLGJAN 96,7 • GULLBYLGJAN 90,9 • R0NDÓ 87,7
HVAÐ SEGJA
STJÖRNURNAR?
OHrútur
(21. mars-19. april)
Þú þarft að hægja á þér og safna orku fyrir næstu
daga. Best væri ef þú gætir fariö heim, slökkt á öllu
og lagt þig.
©Naut
(20. april-20. maí)
Þú og samstarfsfélagar þínir ættuð að hittast og
skoða verkefnin sem fram undan eru. I lok þess væri
sniðugt að gera sér glaðan dag.
©Tvíburar
(21. maí-21. júní)
Hlutirnir ganga eilltið hægt fyrir sig í dag og þú átt erf-
itt með að hafa stjórn á þér. En þetta er vel þess virði.
©Krabbi
(22. júní-22. JÚIO
Þú ættir að taka frá tima i dag til að hugleiða markmiö
þín og hvert þú stefnir á öllum sviðum Irfs þíns.
®Ljón
(23. júlí- 22. ágúst)
Þetta myndarlega tilboð gæti verið of satt til að vera
rétt Skoðaðu alla þætti þess áður en þú samþykkir
nokkuð.
Meyja
f (23. ágúst-22. september)
Þú ert sennilega með skipulögðustu einstaklingum á
vinnustaðnum og það sést svo sannarlega i dag.
©Vog
(23. september-23. október)
Það gengur allt hægt í dag, þökk sé ytri aðstæðum.
Reyndu að gera allt sem þú getur svo verkin klárist
©
Sporðdreki
(24. október-21. nóvember)
Það litur út fyrir að draumar þínir séu að rætast og þö
það sé örlítið ógnvekjandi þá hefurðu gaman af þvi.
Bogmaður
(22. nóvember-21. desember)
bú vilt prófa nýja hluti og læra hvernig lifa eigi lífinu lif-
andi. Þetta er góö ákvörðun og þú sérö ekki eftir henni.
Steingeit
(22. desember-19. janúar)
Þetta er góður dagur til að byggja upp sterk sambönd
við fólk sem þú þarft á að halda. Sem betur fer líkar
þérvelvið það.
Vatnsberi
(20. janúar-18. febrúar)
Jafnvel þótt aðrir treysti á þig þá snýst dagurinn í dag
bara um að fullnægja þinum þörfum. Njóttu þess.
©Fiskar
(19. febrúar-20. mars)
Þótt aðrir i kringum þig virðist áttavilltir þá veistu
nákvæmlega hvar þú vilt vera. Hvi þá ekki að koma
sérþangað?
Þegar haustið blandast saman við angist
sunnudagsins verður úr miskunnarlaus
blanda. Sunnudagar enda alltaf sem rotþró
hins óumflýjanlega. Skemmtilegustu dagar
vikunnar eru liðnir og sú staðreynd að mánu-
dagur sé handan við hornið veitir enga hugg-
un. Þess vegna safnast atburðir liðinnar helgi
saman í höfði manns og breytast annað hvort í
söknuð eða gremju.
Guði sé lof að Næturvaktin er á dagská Stöðv-
ar tvö á sunnudagskvöldum. Þegar myrkrið
hefur ekki aðeins umlukið stræti borgarinnar
heldur einnig huga fólks eru Pétur Jóhann
Sigfússon og Jón Gnarr sólargeislarnir sem
lýsa upp hellinn sem sunnudagar eru. Nætur-
vaktin tiplar snyrtilega á línu gríns og alvöru,
því þrátt fyrir að vera bráðfyndnir þarf ekki
snilling til að átta
sig á alvörugefnum
undirtóni þáttanna
sem endurspeglast
í djúpstæðum and-
legum erfiðleikum
aðalpersónanna.
Jón Gnarr leikur
mann sem ólst upp
hjá öfgafólki sem
sýndi honum aðeins
eina leið til að lifa lífinu og lokaði um leið á
aðra kosti. Þess vegna eru samskiptahæfileik-
ar hans engir. Pétur Jóhann leikur týpískan
landsbyggðaraula sem ólst upp á því að hlusta
á útvarpsstöðina Fm 957. Hann er óöruggur
með sjálfan sig og felur sig þess vegna á bakvið
Atli Fannar Bjarkason
skrifar um Næturvaktina og hvernig
þættirnir bjarga sunnudögunum.
FJÖLMIÐLAR atli@bladid.net
þekkta frasa og þekkingu á skurðgoðum fjöl-
miðlanna. Jörundur Ragnarsson fer fimlega
með sína persónu, sem glímir við þunglyndi
eða einhvers konar röskun sem varð til þess að
hún flosnaði upp úr námi.
Allir standa þeir sig einstaklega vel og ná að
færa birtu í annars kolsvartan sunnudaginn.
Ekki veitir af, því framundan eru nokkrir kald-
ir mánuðir af rúðusköfun og snjómokstri.
Guði sé lof fyrir Næturvaktina
T^y SJÓNVARPIÐ
16.05 14-2 (e)
16.35 Leiðarljós
17.20 Táknmálsfréttir
17.30 Ofurþjarkinn og
apahersveitin (28:52)
18.00 Geirharður bojng bojng
18.21 Sögurnar hennar Sölku
18.30 Nægtaborð Nigellu (2:13)
19.00 Fréttir
19.30 Veður
19.35 Kastljós
20.10 Mæðgurnar (10:22)
(Gilmore Girls VI)
Bandarísk þáttaröð um
einstæða móður sem rekur
gistihús í smábæ í Connect-
icut-fylki og dóttur hennar
á unglingsaldri. Aðalhlut-
verk: Lauren Graham, Alex-
is Bledel, Keiko Agena og
Yanic Truesdale.
20.55 Huldulandið
(Det dolda landet)
Sænskur þáttur um
erlenda innflytjendur í
atvinnuleit. í hverri viku
kemur langferðabíllinn frá
Póllandi til Stokkhólms.
Rútan er full af fólki sem
leitar að svartri vinnu.
Alla dreymir um að byrja
nýtt líf en fáum tekst það.
Kvikmyndatökumaðurinn
Hákan Pieniowski hittir
Andrzej, Teresu, Jacek og
aðra í þeirri Svíþjóð sem er
dulin í Huldulandinu.
22.00 Tíufréttir
22.25 Dauðir rísa (9:12)
(Waking the Dead IV)
Breskur sakamálaflokkur
um Peter Boyd og félaga
hans í þeirri deild lögregl-
unnar sem rannsakar eldri
mál sem aldrei hafa verið
uþþlýst. Hver saga er sögð
í tveimur þáttum. Þættirnir
hafa unnið til Emmy-verð-
launa sem besta leikna
sjónvarpsefnið. Aðalhlut-
verk leika Trevor Eve, Sue
Johnston, Claire Goose,
Holly Aird og Wil Johnson.
Atriði í þáttunum eru ekki
við hæfi barna.
23.20 Soprano-fjölskyldan
(The Sopranos VI)
00.15 Kastljós
01.00 Dagskrárlok
Ý4 STÖÐ2
07.00 Barnatími Stöðvar 2
08.10 Oprah
08.55 I fínu formi 2005
09.10 TheBoldand
the Beautiful
09.30 Wings of Love (27:120)
10.15 Sisters (14:24)
11.00 Whose Line Is It Anyway
11.25 Örlagadagurinn (12:14)
12.00 Hádegisfréttir
12.45 Nágrannar
13.10 Homefront (13:18)
13.55 Studio 60 (15:22)
14.40 LasVegas (7:17)
15.25 Whose Line Is it Anyway?
15.55 Barnatimi Stöðvar 2
17.30 TheBoldand
the Beautiful
17.55 Nágrannar
18.20 fsland i dag og veður
18.30 Fréttir
19.25 Simpsons (1:21)
Þrjár hrollvekjandi sögur
þar sem Ned Flanders
öðlast m.a. sérstaka
skyggnigáfu eftir að Hómer
dúndrar keilukúlunni sinni í
hausinn á honum.
19.50 Friends (3:24)
20.15 Extreme Makeover:
Home Edition (16:32)
De'Aeth-fjölskyldan rekur
dýraathvarf en hefur ekki
ráð á að búa almennilega
um heimilisfólkið. Ty og
félagar bjarga því.
21.00 NCIS (5:24)
Sveitin rannsakar morð á
manni sem átti að mæta
til herþjónustu í l'rak en lét
aldrei sjá sig. Rannsóknin
leiðir í Ijós flókið ástarlíf
mannsins.
21.45 Kompás
Skemmtilegur og fræðandi
fréttaskýringaþáttur sem
markaði tímamót í íslensku
sjónvarpi.
22.20 60 minútur
23.05 Justice (6:13)
23.50 Big Love (4:12)
00.45 Ghost Whisperer (30:44)
01.30 The Secret Life of Girls
03.00 Whacked!
04.30 Medium (3:22)
05.15 Simpsons (1:21)
05.40 Fréttir og fsland í dag (e)
06.40 Tónlistarmyndbönd
frá Popp TiVí
0 SKJÁREINN
08.00 Dr. Phil (e)
08.45 Vörutorg
09.45 Óstöðvandi tónlist
16.45 Vörutorg
17.45 Family Guy (e)
18.15 Dr. Phil
Dr. Phil, hreinskilni sjón-
varpssálfræðingurinn frá
Texas, heldur áfram að
hjálpa fólki að leysa öll
möguleg og ómöguleg
vandamál, segja frábærar
sögur og gefa góð ráð.
19.00 Sport Kids Moms & Dads
Bandarísk raunveruleikas-
ería þar sem fylgst er með
fimm fiölskyldum sem
telja að íþróttir séu ekki
bara leikur. Foreldrar sem
leggja allt í sölurnar til
þess að krakkarnir nái á
toþþinn í sinni íþróttagrein.
20.00 According to Jim (2:18)
Jim endar óvænt sem gest-
ur í sþjallþætti þar sem
hann lætur karlrembulegar
skoðanir sínar í Ijós.
20.30 ALLT f DRASLI
Hreinlætisdívurnar Margrét
Sigfúsdóttir og Eva Ásrún
Albertsdóttir heimsækja
subbuleg heimili og taka til
hendinni.
21.00 Inniit / utiit
Hönnunar- og lífsstílsþátt-
ur þar sem Þórunn, Nadia
og Arnar Gauti koma víða
við, heimsækja skemmti-
legt fólk og breyta og
bæta á heimilum þess.
Þau eru með góðan hóp
iðnaðarmanna sér til halds
og trausts og koma með
sniðugar hugmyndir og
einfaldar lausnir.
22.00 Heartland (4:9)
Jonas freistar þess að
framkvæma áhættusama
aðgerð sem aldrei hefur
verið prófuð áður en Nat-
haniel er ekki tilbúinn til að
samþykkja aðgerðina.
22.50 Jay Leno
23.40 Sigtið
00.05 Starter Wife (e)
00.55 C.S.I: New York (e)
01.45 Backpackers (e)
02.15 Vörutorg
03.15 Óstöðvandi tónlist
H SIRKUS
18.20 Fréttir
19.10 Hollyoaks (21:260)
19.30 Hollyoaks (22:260)
20.00 The George Lopez Show
20.30 Jake 2.0 (11:16)
Jake Foley er bara venju-
legur maður þar til dag
einn þegar hann lendir í
furðulegu slysi sem gefur
honum óvenjulega krafta.
Nú er hann sterkari og
sneggri en nokkur annar
og leyniþjónusta Bandaríkj-
anna ákveður að nýta sér
krafta hans.
21.15 Windfall (2:13)
Ný þáttaröð um 20 manna
hóþ vina og kunningja sem
dettur í lukkupottinn og
vinnur 386 milljónir dollara
í lottói. Hópurinn á þó eftir !
að komast að því að ham-
ingjan er ekki föl.
22.00 Men In Trees (15:17)
Marin er boðið í róman-
tíska skíðaferð en hún er
ekki viss um hvað hún vill
gera.
22.45 Saving Grace (3:13)
Grace á erfitt með að
sætta sig við nærveru Earls
en hún kemst þó ekki hjá
því að reyna, enda er hann !
ekki á leiðinni í burt.
23.30 The Will (3:6)
00.10 E-Ring (8:22)
00.55 Ren & Stimpy
01.20 Tónlistarmyndbönd
M STÖÐ 2 - BÍÓ
06.00 Walkthe Line
08.15 Lóa og leyndarmálið (e)
10.00 LooneyTunes:
Back in Action
12.00 Anchorman: The
Legend of Ron Burgundy
14.00 Lóa og leyndarmálið (e)
16.00 LooneyTunes:
Back in Action
18.00 Anchorman: The
Legend of Ron Burgundy
20.00 Walkthe Line
22.15 Emile
00.00 The Interpreter
02.05 Coliateral
04.00 Emile
snn SÝN
16.10 Meistaradeild Evrópu
fréttaþáttur
Vandaður f réttaþáttur um
allt það helsta sem er á
döfinni í þessari sterkustu
knattspyrnudeild heims.
16.40 David Beckham -
Soccer USA (9:13)
Glænýir þættir þar sem
fylgst er með David Beck-
ham í nýjum heimkynnum
hans í englaborginni í
Bandaríkjunum.
17.10 Þýski handboltinn (e)
(Flensburg - Kiel)
18.40 League Cup 2007-2008
Bein útsending frá leik Re-
ading og Liverpool í þriðju
umferð deildarbikarsins.
20.40 Kaupþingsmótaröðin
2007
(Kaupþingsmótaröðin
2007)
Lokaþátturinn um Kaup-
þingsmótaröðina í golfi.
21.40 Spænski boltinn
Útsending frá leik í
spænska boltanum.
23.20 PGA Tour 2007 -
Highlights
(Turning Stone Resort
Championship)
Svipmyndir frá síðasta
móti á PGA-mótaröðinni í
golfi í Bandaríkjunum.
00.15 League Cup 2007-2008
Útsending frá leik Reading
og Liverpool.
SÝN 2
18.00 Premier League World
18.30 Coca Cola-mörkin
2007-2008
Farið yfir öll mörkin og
helstu atvikin í leikjum
síðustu umferðar í Coca
Cola-deildinni en þar
eiga Islendingar nokkra
fulltrúa.
19.00 Newcastle - West Ham
20.40 Man. Utd. - Chelsea
22.20 English Premier League
2007/08
Ný og hraðari útgáfa af
þessum vinsæla þætti.
23.15 Bolton - Tottenham
Skuggaprins í tímaþröng
Hong Kong-búar
leyfa ekki tökur
Nú styttist í að tökum á næstu Batman-kvikmynd, The Dark Knight, ljúki en einungis á eftir að
taka upp nokkur atriði en áætlað var að taka þau upp í Hong Kong í nóvember. Nú
hefur hins hlaupið snurða á þráðinn því að borgaryfirvöld og stjórnmálamenn í
Hong Kong vilja ekki leyfa tökur í borginni þar sem tökurnar myndu að öllum
líkindum valda umferðaröngþveiti og mikilli hávaðamengun.
Megnið af myndinni á að gerast í hinni ímynduðu Gotham-borg en
vissir hlutar myndarinnar gerast í Hong Kong og því þykir býsna mik-
ilvægt að myndatökurnar verði leyfðar. Meðal þess sem á að taka
upp er bílaeltingarleikur í gegnum aðalviðskiptahverfi borgar-
innar, skotbardagar á Queen's Road Central og bardagaatriði
í lengsta rúllustiga heimsins.
Ljóst er að margir bíða spenntir eftir hinni nýju Bat-
man-mynd en leikstjórinn Christopher Nolan blés
nýju lífi í Batman-myndirnar með síðustu mynd
sinni, Batman Begins. Áætlað er að frumsýna
The Dark Knight 18. júlí á næsta ári.
HÁPUNKTAR DAGSINS
Skjár einn klukkan 20.30
Sóðar og snyrtipíur
í þáttunum Allt í drasli eru sóðar teknir
í gegn. Hreinlætisdívurnar Margrét
Sigfúsdóttir og Eva Ásrún Albertsdóttir
heimsækja subbuleg heimili og taka til
hendinni. í fyrsta þættinum heimsækja
þær fimm manna fjölskyldu í Hafnar-
firði sem er búin að missa tökin á öllu
draslinu á heimilinu.
Stöö 2 klukkan 21.00
Rannsóknardrama
NCIS er hörkuspennandi framhaldsþátt-
ur frá framleiðendum Jag. Hér segir frá
sérsveit sem rannsakar alla glæpi sem
tengjast á einhvern hátt sjóliðum. Sveitin
rannsakar morð á manni sem átti að
mæta til herþjónustu í írak en lét aldrei
sjá sig. Rannsóknin leiðir í ljós flókið
ástarlíf hans.