Orðlaus - 01.10.2002, Blaðsíða 6

Orðlaus - 01.10.2002, Blaðsíða 6
Það er ekki á hverjum degi sem maður hittir jafn lífsglaða og hamingjusama stelpu og hana Eygló. Eygló útskrifaðist úr FG í vor og er á fyrsta ári í fatahönnun í Lista- háskólanum og nýverið hélt hún alveg magnaða tískusýningu.Tískusýningin var fersk, frumleg og bara hreint út sagt frábær. Hér er sannur listamaður á ferð og ég trúi ekki öðru en að Eygló muni ná langt í sínu fagi.Við hjá Orðlaus náðum af henni taii og var ekki annað á að sjá en að hún væri hæstánægð með allt saman - sýningin gekk eins og í sögu og það bókstaflega geisiar af henni endalaus hamingja... Segðu mér Eygló, hvenær kviknaði áhugi þinn á fatahönnun og hvernig kom það til að þú fékkst að halda tískusýningu á Airwaves? Ég byrjaði fyrir um það bil fjórum árum. Þá fékk ég alveg brjálað 80's æði, var með sítt að aftan og ég byrjaði eiginlega að sauma mér föt því það sem ég fílaði var hvergi í boði. Ég fór svo í fatahönnun í Fjölbraut í Garðabæ, útskrifaðist þaðan nú í vor og var að byrja í Listaháskólanum, sem er alveg frábært. Það var nú þannig með sýninguna.að Charlie vinur minn rakst á vinkonu sína sem var að fara að halda tískusýningu. Hana vantaði einn hönnuð í viðbót og ég var bara alveg ótrúlega heppin. Charlie er stílisti frá London og hann er búinn að hjálpa mér rosalega mikið. Ég var heppin að kynnast honum því hann kann á þetta, hefur haldið sýningar í London og veit alveg hvað hann er að gera. Annars er ég bara búin að vera heppin með allt, það gengur allt vel og ég er búin að vera að fá tækifæri upp í hendurnar, sem ég hef ekki einu sinni þurft að sækjast eftir. Nú varst þú áberandi frumleg á tískusýningunni.Tónlistin, sviðsframkoma módelanna, bakgrunnurinn og auðvitað fyrst og fremst fötin sjálf. Hvaðan færðu innblástur? Ég fæ innblástur héðan og þaðan. Af því að hlusta á Tom Waits eða horfa á Tim Burton myndir. Það er alveg magnað hvað hvað maður getur fengið mikinn innblástur úr tónlist, það er alveg ótrúlega gaman.Líka allt fólkið í kringum mann og öll fíflalætin og bjánalegheitin hafa góð áhrif. Það sem skiptir máli er að hlutirnir séu skemmtilegir, það á alltaf að vera eitthvað fynd- ið í kringum þetta því mér finnst að það eigi að vera gaman að klæða sig, það skiptir mestu máli. Föt eru ekki bara til að hylja nekt, þetta á allt saman að vera gaman. Mér leiðist rosalega svona venjulegt„catwalk',' það verður alltaf að vera eitthvað spes, þetta er svo miklu meira en bara föt. Þetta eru karakterar sem verið er að skapa þegar fólk fer í þessar flíkur. Eiginlega eru þetta bara hálfgerðir búningar. Það sem ég er mest ánægð með er hvað þetta gekk allt vel. Ég er búin að vera í stresskasti undanfarið og löngu komin með magasár. Þetta voru bara tvær vikur sem ég fékktil undirbúnings.Unnur vinkona mín kom með hugmyndina að þessari japönsku barnatón- list og sviðsframkomunni,og þetta er líka búinn að vera rosa mikill einkahúmor hjá okkur, þetta með að hafa blöðrur og runna. Hún fékk rosa góðar móttökur þegar hún labbaði á sviðið, hún sló náttúrulega í gegn, en módelin voru öll frábær. Það er líka búið að vera rosa einkahúmor hjá okkur að hafa þetta„heavymetal"kalla sjálfan mig Dr. Darkness og Unni Dr. Death...eitthvað svona doktorfélag hjá okkur... þannig að ég verð eiginlega að fá mér doktorsgráðu einhvern- veginn. Hmm... ég veit bara ekki alveg hvernig. Listaháskólanum og langar þig eitthvert út í áframhaldandi nám seinna? Maður lærir svona aðallega tæknina og hvernig á að gera hluti.Þú verður líka að vilja læra til að læra eitthvað - það treður þessu enginn inn í hausinn á þér. Ég læri mjög mikið í skólanum. FG er fínn skóli,ég get alveg mælt með honum.Það er komin alveg ný álma fyrir listgreinar, það er jafnvel hægt að læra að búa til teiknimyndir og það eru fullt af spennandi kúrsum sem eru ný- komnir inn. Þetta er mjög mikið að mótast núna og helst hefði ég viljað vera þar fyrstu tvö árin mín líka en ekki ÍVerzló. Þó lærði náttúrulega helling af því líka. Ef ég fer eitthvert út þá langar mig mest að fara sem skiptinemi til Parísar. Ég held að ég hafi ótrúlega gott af því - svo fékk ég líka 10 í frönsku... brjálað„passion" í gangi. Maður verður eiginlega að fara eitthvað út, ég er ekki að sjá neitt sem heitir tíska hérna heima, allavega ekki mikið nýtt. Charlie kemur stundum með einhver föt - einhverja japanska nuddhanska og svoleiðis - þá kviknar rosa mikið uppí hausnum á manni. Þetta er mjög mikið eitthvað sem maður hefur ekki séð hérna heima, eitt- hvað nýtt. Það er samt ótrúlega mikið eins og allir séu að hugsa það sama, þetta er rosa mikið „natural flow" Þú veist, það er svona„lógia" í því, að nákvæmlega þetta sé málið næst. Það er eiginlega bara þannig og annað hvort er maður með eða ekki. Þú ert náttúrulega mjög einstök stelpa það er ekki hægt að segja annað, ertu líka með einhvern sérstakan tónlistarsmekk? Sircus tónlist. Það er bara svo rosalega erfitt að finna hana.Tom Waits er líka í uppáhaldi og bjánaleg„elektrónísk" tónlist. Gömul Depeche Mode lög frá '81. Svo er ég líka að fara alveg niður í svona japanska barnatónlist. Hvernig viðbrögð hefurðu fengið frá fólki og fjölmiðlum? Ótrúlega góð, ég er hreint„úber"sátt... Alveg hreint ótrúlega sátt, þannig að...Ætli það sé ekki bara þannig að ef maður hefur trú á sjálfum sér þá virkar það. En eins og ég segi þá er ég búin að vera ótrúlega heppin, bara það að allir voru ofboðslega hrifnir, það var það sem ég heyrði. Það var mikið af fjölmiðlum þarna, sem er náttúrulega bara gott.Vonum bara að ég geti farið að selja og fengið pening til að lifa af! Af flíkunum þá fékk þessi jakki sem ég er í mesta athygli, hann er frekar„simple',' en samt eiginlega ekk|. Hann er allavega búin að gera það alveg mjög gott. Þetta er ógeðslega skrítið, maður er búin að vera í einhverju stresskasti í tvær vikur svo er þetta bara einhverjar fimm mínútur og allt er búið. En þá er bara eftir hamingjan,„pjúra" hamingja, það er bara endalaus hamingja eftir þetta. Er eitthvað sem þér langar að koma á framfæri? „Follow your heart" bara gerið það sem ykkur dettur í hug svo lengi sem það bitnar ekki á öðrum...og bara„go for it!"

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.