Orðlaus - 01.10.2002, Side 10

Orðlaus - 01.10.2002, Side 10
/// AÐ KLÆMAST KYNLIF Nú þegar vetur konungur er að gera innrás sína og margir fara að finna fyrir skamm- degisþunglyndinu er um að gera að brydda uþþ á nýjungum í bólinu til að hressa mann við og rífa mann uþþ úr svartnættinu. Allir vita að gott kynlíf getur gert kraftaverk og það að klæmast í bólinu er ein aðferð til þess að opna nýja vidd í kynlífinu þínu og skapa spennu. En það eru eflaust margar sem eru feimnar við það eða vita ekki hvernig þær eiga að bera sig að í þessum málum. Ég fann því nokkur ráð sem ættu að geta aðstoðað þær sem vita ekkert hvernig á að fara að þessu. 10 ráð til að klæmast í rúminu 1. Notaðu lága æsandi rödd! 2. Lokaðu augunum! Ef þú ert feimin þá getur það að loka augunum gert krafta- verk, þá finnur þú ekki fyrir forvitnu augnaráði rekkjunautsins. 3. Prufukeyrðu sjálfa þig! Æfðu þig heima, til dæmis fyrir framan spegil. Að nota klúr orð verður auðveldara með æfingunni, ef þér finnst erfitt að nota einhver orð búðu þá til þín eigin - það er um að gera að nota ímyndunaraflið. / 4. Deildu reynslunni með honum! Segðp^ hvernig þér líður um leið og það apnst - þetta magnar spennuna. 5. Vertu leikkona! ímyndaðu þýr að þú sért einhver önnur en þú ert og'leiktu nýtt hlutverk. 6. Æstu hann! Segðu honu'm hversu mikjð hann og það sem hanrýgerir æsir þig/Því æstari sem hann verður/því æstari vercjur þú. 7. Láttu í þér heyra! Notáðu stunur, andadrátturinn getur verið alveg jafn æsandi og orð. 8. Horfðu á klámmynd! Þar getur þú fengið hugmyndir að því hvað þú átt að segja við rekkjunaut þinn. Reyndu að endur- segja það sem að leikararnir segja jafn- óðum. 9. Gerðu „svindlmiða"með nokkrum lykil- orðum og notaðu hann til þess að æfa þig - til dæmis simleiðis. 10. Láttu þetta líka vera um þig!!! Þetta á að snúast jafn mikið um þig og hann. Deildu með honum kynlífsórum þínum eða endursegðu nána reynslu sem þú upplifðir með honum og endurupplifið hana síðan saman. Gangi ykkur vel:) [HLBj Vertu góð við píku þína Sveppasýkingar eru algengt vandamál hjá konum á öllum aldri. ( raun er um að ræða röskun á jafnvægi bakteria og sveppa sem alla jafna lifa í sátt og samlyndi (leggöngunum - sveppasýking er ekki kynsjúkdómur. Fyrir konur sem eiga vanda til að fá sveppasýkingar er mikilvægt að hugsa vel um píku sína. Leyfa henni að anda dálítið og vera frjálsri, alltaf yfir nóttina og helst líka part úr degi (fer auðvitað eftir athöfn- um og atvinnu hverjir möguleikarnir eru í þeim efnum). Hér eru nokkur góð ráð fyrir konur sem berjast við sveppasýking- ar og líka hinar sem vilja bara vera góðar við píkuna sína: Sofðu nærbuxnalaus, það er líka miklu meira æsandi fyr- ir þann sem sefur við hliðina á þér. Ef þú ert heima við, reyndu þá að vera sem mest í pilsi og engum nærbuxum. Píkuheilsufarslega er þetta afskaplega gott og svo þykir elskhugum okkar þetta ómótstæðilega þokkafullt. Ekki ganga í nærbuxum úr gerviefnum. Ef þú þarft að vera í sokkabuxum skaltu vera nærbuxnalaus og klippa gat í klof- ið. Hmm, hljómar eins og lýsing á sokkabuxum sem fást í kynlífsleikfangabúðum. Farðu í sturtu frekar en bað og slepptu öllum sundferðum í bili. PassaQu-&6ríapáfar\ aldrei inn fyrirTKápabafmana. Ef vilt eru til hrein^fifnUs^-á/lyaflLogJ-actaft 'sem eru sérstaklega'Stíuð fyrir píkur og aðra vTðkvæma parta - leitaðtfupplýsinga í apótekinu. ftu karlinn nota smokk ef þið ætlið að hafa samfarir, að 'minnsta kosti á meðan þú ert með einkenni eða óþæg- indi. • Vertu dugleg að borða AB-mjólk - í henni eru gerlar sem hafa góð áhrif á jafnvægið milli sveppa og baktería. AB- mjólkina má líka nota beint (leggöngin - þá er best að fá sér 5ml sprautu í apóteki og koma mjólkinni þannig á rétt- an stað. • Ekki borða mikinn sykur og haltu þig frá áfengi. • Notaðu Álfabikarinn þegar þú ferð á blæðingar. Upplýsing- ar um hann eru á www.alfabikar.is. • Notaðu alls ekki buxnainnlegg til að taka við útferð þegar þú ert ekki á túr. Buxnainnleggið heldur raka og hita að píkunni og eykur þannig líkur á því að sveppir nái að grass- era. Fleiri gagnlegar upplýsingar um sveppasýkingar er að finna á www.kyn.is Nokkrir girnilegir kossar Nammikossinn - fáðu þér karamellu, súkkulaðimola eða eitthvað annað bragðgott nammi. Láttu nammið bráðna í munninum og þekja hann að innan með sætu og safaríku slefi. Kysstu svo kærastann þannig að hann finni nammi- bragðið á vörunum. Taktu smá pásu svo að hann langi í meira. Leyfðu honum svo virkilega að finna nammibragðið af þér í rennblautum nammikossi. Blauti kossinn - þessi er fyrir sund- eða sturtuferðir. Hann þekkist á því að það er ekki aðeins munnvatnið sem gerir hann blautan heldur líka hellinguraf vatni,annað hvort úr sturtu sem steypist yfir kroppa eða einhvers konar keri sem svamlað er í, hvort sem það er risastórt eins og Vestur- bæjarlaugin eða minna eins og baðkerið heima sem hægt er að troða tveimur ástföngnum kroppum ofan í ef viljinn er fyrir hendi. Tilbrigði við blauta kossinn er koss sem stolið er frá einhverjum girnilegum sem er einn i sturtu og á sér einskis ills von. Ovinsæll kossinn - þessi koss er ömurlegur en flestir þekkja hann þó. Hann er stífur og spenntur og næstum þvi þurr en umfram allt óþægilegur og hundleiðinlegur. Hann á sér stað þegar einhver ætlar að kyssa annan djúpt en kann ekki að slaka á í muni og tungu. Stundum er þessi koss kall- aður straubrettiskossinn því hörð tunga sem borað er inn í annan munn líkist straubretti bæði að lögun og áferð. Þenn- t koss á að forðast eftir fremsta megni og tel ég það heilaga ^skyfHtJ hvers og eins sem í honum lendir að reyna að koma ijeiðisT^iðbeiningum um munn- og tunguslökun til þess i þjáisbaf stífelsinu. Óvæntl koVsinn - þegar hann er að vaska upp eða sig éða vinna í tölvunni eða lesa Bleikt og blátt skaltu aftpn að honumbg gefa honum svo blautan og mjú á fiálsinn aftanvi inju að þér og bið ðan. Hann á örugglega eftir að sn a um meira. Heitl kossinn - kysstu hann á heitar varir þegar hann hefuréytt-gbmjm tíma í að veita þér munngælur. Varir hans hitna við að kyssa varirnar sunnan nafla og verða eitthvað svo ómótstæðilega safaríkar þegar hann tekur pásu. Lamaði kossinn - segðu honum að gera munninn mjúkan og hafa hann hálfopinn. Kysstu hann svo lengUóngj, og gældu við varir hans, tungu og tannhold með'þín munni. Gáðu hvað hann þolir lengi við áður en Mann.byrjar að kyssa þig á móti eins og hinn versti kossaþtjála^ðingur. Stingandi kossinn - fáðu þér Srbint eðá eitthvað ann- að með sterku og frískandi piparmyntubragði. Kysstu hann svo djúpt og smitaðu hann,af stinginum kalda. Ef þið eruð allsber skaltu endilega nota tækifærið og gæla við aðra kynæsandi Ijkaínsparta með kaldri tungu.eins og nára, háls.jjerfvörtypbg tippi. Kossabaðið - klæddu hann úr öllum fötunum og téggðu hann á mjúkan og hlýjan stað. Láttu svo eins og þú sért kisulóra að þvo kettlinginn sinn. Sleiktu og kysstu hvern einasta stað á líkama hans. Iljarnar, hnésbæturnar, lendarnar, handakrikana og auðvitað alla hina partana líka. Notaðu varir og tungu og notaðu líka tennurnar til að narta af og til í viðkvæma staði. Umferðarkossinn - bjóddu honum í ísbíltúr á sunnudegi. Láttu hann vita að það sé aðeins eitt skilyrði sem biltúrinn hafi í för með sér,að á hverju einasta rauða Ijósi verðið þið að kyssast mjög ástríðulega. Á leiðinni heim verður ísinn lika að skemmtilegum aukahlut í leiknum. Slurp slurp... Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur rekur vefinn kyn.is

x

Orðlaus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.