Orðlaus - 01.10.2002, Side 15

Orðlaus - 01.10.2002, Side 15
íris Anita Hafsteinsdóttir Bókin Ekki segja frá er byggð á sannsögulegum heimildum úr lífi fjögurra íslenskra kvenna sem urðu fyrir heimilis- og kynferðisofbeldi. Þessar konur eru á aldrinum 19 til 40 og eru kunningja- konur höfundarins, írisar Anítu Hafsteinsdóttur. Hún starfaði sem rekstrarstjóri á skyndibitastað en fór að skrifa frásögnina af Sögu eftir að hafa heyrt kunningjakonur segja frá kynferðislegri misbeitingu og heimilisofbeldi og er Ekki segja frá byggð á frásögnum þeirra. írisi var mjög misboðið þegar hún heyrði frásagnir vinkvenna sinna og fór að hugsa að ef hún þekkti fjórar konur sem hefðu lent í einhverju þessu líku þá hlutu að vera fjölmargar fleiri úti í samfélag- inu sem hafa sömu sögu að segja og alls ekki víst að þær hefðu allar hugrekki til að segja frá reynslu sinni og leita sér hjálpar. (ris hefur beitt sér af alefli fyrir því að vekja fólk til umhugsunar um heimilisofbeldi. I september fór af stað baráttuherferð gegn heimilisofbeldi sem tengd er útkomu bókarinnar, skipulögð af írisi og félögum hennar. Herferðin Við yfirlestur á handriti bókarinnar vöknuðu umræður um hve litla umfjöllun þessi mál fengju í þjóðfélaginu og hvaða úrræði væru til staðar fyrir þolendur og aðstandendur þeirra. Þar með var ákveðið að fara af stað í herferð gegn heimilis- og kynferðisofbeldi til að vekja þjóðina til enn frekari umhugsunar um þessi mál sem snerta okkur öll. Að herferðinni standa nú fjölmargar manneskjur, konur og karlar, og alltaf bætist ( hópinn. Hingað til hefur herferðin fengið ótrúlega góð viðbrögð hjá almenningi og virðist fólk almennt vera tilbúið að leggja sitt af mörkum til að opna þessa umræðu fyrir fullt og allt. Heimasíða var sett upp vegna fjölda áskorana þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um markmið herferðarinnar og einnig er hægt að nálgast aðstandendur herferðarinnar þar. Slóðin er www.herferdin.tk. Vert er að benda á að í samfélagi okkar þekkja allir einhvern sem hefur orðið fyrir kynferðis- og/ eða heimilisofbeldi. Við hvetjum áhugasama til að ganga til liðs við okkur, enda vinna margar hendur létt verk. Bókin Ekki segja frá Ekki segja frá er einstæð frásögn af ævi stúlkunnar Sögu. Á sjö ára afmæli hennar hefst þrúg- andi atburðarás kynferðislegrar misnotkunar, kúgunar og öfugsnúinnar væntumþykju sem hún nær ekki að brjótast út úr fyrr en á unglingsárum. Frásögnin er í byrjun sögð frá sjónarhóli barns. Hvenig líður barni sem verður fyrir svona áreiti og ofbeldi? Hvað fer um huga þess og hvernig bregst það því áfalli sem kynferðislegt ofbeldi er? Full af reiði og sjálfsfyrirlitningu snýst Saga gegn foreldrum sínum og umhverfinu. Hún hættir í skóla og flytur að heiman. Hún leiðist út í eiturlyfjaneyslu til að flýja raunveruleikann sem hún býr við. Ekki skánar líf hennar við það, enda er eitulyfjaheimurinn harður og miskunnarlaus. Eina hald hennar í tilverunni er meðleigjandi hennar, Daði. Hann kynnir hana fyrir heillandi manni sem hún hrífst samstundis af og þá virðist sem að það rofi til í lífi hennar. Henni finnst hann svo frábær að það er ekkert tiltökumál þó hann stökkvi stundum upp á nef sér og sé laus höndin,verði stundumalveg brjálaðurog leggi á hana hendur. Áðuren hún veit afer hún flækt í net samskonar sjálfsásökunar, þagnar og skammar og hún upplifði sem barn í foreldrahúsum. Nú þarf hún að glíma við fortlðina til að geta tekist á við framtíðina og búið sér til betra líf. Inn í frásögnina fléttast svo úrræðin sem henni standa til boða; hvar hjálpina er að finna og hvernig hún getur lært að lifa með þessa llfsreynslu á bakinu. Hámarksdómur í kynferðismálum er 10-12 ár, 12 ár fyrir ókunnuga en 10 fyrir blóðskyldan gerenda. 92,4% þeirra sem leita til Stígamóta eru konur, 7,6% karlar. 3250 einstaklingar hafa leitað aðstoðar hjá Stígamótum síðastliðin 12 ár. 4805 einstaklingar hafa beitt þessa þolendur kynferðisofbeldi og má því segja að um helmingur þolenda hafi lent í tveimur ofbeldismönnum. Algengast er að sifjaspell standi í 1-5 ár. Algengasta afleiðing kynferðisofbeldis er skömm, léleg sjálfsmynd og sektarkennd. 13,8% þeirra sem leituðu til Stígamóta árið 2001 höfðu gert eina eða fleiri tilraunir til sjálfsvíga. 9,8% ofbeldismanna voru ókunnugir, hinir voru tengdir þolendanum á einhvern hátt. Af þeim málum sem bárust Stígamótum árið 2001 voru 88,3% ekki kærð. 1,2% afbrotamanna enduðu í fangelsi. 0,8% fengu skilorðsbundinn dóm. 98,8% ofbeldismanna eru karlmenn. 1,2% ofbeldismanna eru konur. Byggt á heimildum úr ársskýrslu Stígamóta 2001 Kvennaathvarf I Kvennaathvarfið geta þær konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi I einhverri mynd, andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu, leitað skjóls með börn sln. Þær geta komið fyrirvaralaust og verið þar eins lengi og þeim þykir þurfa. Neyðarnúmer athvarfsins er 561-1205. Það er opið allan sólarhringinn.800-númerið er 800-6205 Stígamót Stlgamót eru ætluð sem rágjafamiðstöð fyrir konur og börn sem hafa verið beitt kynferðisafbrot og aðstandendur þeirra. Skrifstofa Stígamóta er opin alla virka daga milli 9 og 19. Slmsvari tekur við skilaboðum á öðrum tlmum. Símanúmerið er 562-6868.800-númerið er 800-6868. Kvennaráðgjöf Kvennaráðgjöf er ætluð sem ókeypis ráðgjöf lögfræðinga og félagsráðgjafa. Þar geta konur fengið ráðgjöf varðandi sambandslit og skilnaði svo nokkuð sé nefnt. Sfmanúmerið er 552-1500 FYRIRLESTRADAGSKRÁ „EKKI SEGJA FRÁ" Herferð gegn heimilis- og kynferðisofbeldi 7. nóv.kl. 17:00 Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavlkurborgar á Frlkirkjuvegi 11. 8. nóv. kl. 20:00 Opið hús (HK heimilinu, 2. hæð. Heimilis- og kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Fyrirlestur sérstaklega hugsaður fyrir fólk sem vinnur með börnum t.d. kennara, leikskólakennara o.s.frv. Kaffiveitingar og skemmtiatriði I boði. 15. nóv. kl. 20:00 Opiö hús IHK heimilinu 2. hæð. Almennur fyrirlestur um heimilis- og kynferðisofbeldi. Kaffiveitingar og skemmtiatriði I boði. 21. nóv. kl. 20:00 Félag heyrnarlausra 22. nóv. kl. 20:00 Opið hús IHK heimilinu 2. hæð. Almennur fyrirlestur um heimilis- og kynferðisofbeldi. Kaffiveitingar og skemmtiatriði í boði. 26. nóv. kl. 20:00 Reykjavíkurfélag Sjálfsbjargar að Hátúni 12. 29. nóv. kl. 20:00 Opið hús I HK heimilinu 2. hæð. Almennur fyrirlestur um heimilis- og kynferðlsofbeldi.Kaffiveitingar og skemmtiatriði I boði.

x

Orðlaus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.