Orðlaus - 01.10.2002, Blaðsíða 17

Orðlaus - 01.10.2002, Blaðsíða 17
Dagsetningin er 27. ágúst og klukkan er eitthvað um ellefuleytið að morgni. Ég sit í lcelandair flugvél nýlentur í Stokkhólmi og það eina sem fer í gegn- um hausinn á mér er:„Hvað í andskotanum er ég að gera hérna?" Ég fer út úr vélinni alveg drulluþreyttur með tvær ferðatöskur og ekki krónu á mér. Búinn að eyða sparipeningnum mínum í flugmiða og eitthvað massa kveðjupartý sem ég hélt heima hjá mér (sem ég hefði reyndar betur sleppt). Ég næ í töskurnar mínar á þessum massaljóta flugvelli sem kallast Arlanda og fer í gegnum tollinn og byrja að leita að pabba mínum. Já, „by the way"ástæðan fyrir því að ég ákvað upprunalega að fara til Svíþjóðar er vegna þess að pabbi minn býr þar og ég var ekki búinn að hitta hann (tvö ár og ákvað að búa hjá honum í smá tíma og fatta hvað ég vill fá út úr lífinu. En, allavega, ég er lentur, búinn að ná (töskur- nar og finna pabba minn. Einhvern veginn þegar ég sé hann þá byrja ég að tárast og ég reyni að fela tárin fyrir honum en hann sér þau og reynir að hugga mig. Satt að segja veit ég ekki enn fullkomlega af hverju ég táraðist svona en ég held að ég hafi bara feng- ið svona vægt áfall yfir því að hafa tekið það skref loksins að fara í burtu frá fslandi. Pabbi keyrði okkur heim og það fyrsta sem ég gerði var að leggja mig. Ég lagðist á rúmið og ég fann bara að tárin mögnuðust og ég grét og grét og grét þangað til ég grét mig í svefn. Ég vaknaði um sjö- leytið um kvöldið og mér leið mun betur. Pabbi eldaði crepés og við töluðum saman.Núna mundi ég byrja að gera eitthvað, læra sænsku og finna mér vinnu og reyna að fatta hvað ég virkilega vildi fá út úr Kfinu. Næstu daga gerði ég alveg voða lítið. Fór einn niður í bæ, skoðaði mig aðeins um, reyndi að æfa mig aðeins í sænskunni og sækja um vinnu. En sannleikurinn var sá að það var enga vinnu að fá og mér LEIDDIST. Svíþjóð greip mig ekki eins og ég vonaðist til og ég þekkti engan þarna nema pabba minn. Átti enga vini, engan pening og enga vinnu. Eftir tveg- gja vikna dvöl í Svíþjóð ákvað ég að hafa samband við vinkonu mína í Kaupmannahöfn og spyrja hvern- ig það væri að búa þar. ( einu orði sagt sagði hún að ég gæti komið og búið hjá henni og fengið vinnu á„no time" Ég spáði aðeins í þessu og fyrir heppni fattaði ég að ég ætti þrjátíu þúsund kall. Ég hugsaði „why not"? Ég á vini sem búa þarna og þetta yrði örugglegaekkert mál.Ég keypti lestar- miða til Malmö og fór þaðan til Kaup- mannahafnar. Sagði bless við pabba og fór. Þann 9. september var ég kom- inn til Kaupmannahafnar og íslenska vinkonan mín kom og tók á móti mér aðallestarstöðinni. Strax fann ég mun á mér þegar ég kom þangað. Einhvern veginn vissi ég að mundi hafa það gott og að ég mundi geta spjarað mig þar. OK, en þú ert örugglega að spá af hverju ég ákvað fara frá pottþéttu húsnæði hjá pabba mínum eftir tvær vikur. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að geta svarað þessu en ég get sagt það að þetta var ákvörðun sem ég sé ekki eftir. Svíþjóð var satt að segja ekki að representa fyrir mig og einhvern veginn Danmörk gerði það og gerir það enn. Ég er núna búinn að vera í Danmörku í einn og hálfan mánuð og ég er kominn með vinnu sem er algjört rusl en það er vinna; kominn með fína íbúð og á meðan ég get unnið og borgað matinn og leiguna þá held ég að það verði allt f góðu með mig. Ég sakna vina minna heima og allt það en ég held að ég eigi eftir að lenda í ævintýrum sem ég á aldrei eftir að gleyma og í dag er ég ánægður að hafa tekið þessa ákvörðun að fara frá Islandi. f næsta blaði heldur ferðasagan áfram... Óli búin að koma sér fyrir í Köpen og kynnast fullt af fólki. Vakna, skafa, menga, dæla bensíni, borga, koma of seint, bóna, ryksuga, laga, borga, smyrja, borga, finna stæði, ganga, sjá sekt, borga, menga meira, skipta um dekk, kaupa vetrardekk, borga, menga, þvo, skafa, lenda í umferðarteppu, finna stæði, sjá rispu, dæla meira bensíni, borga... TAKTU FREKAR STRÆTÓ! 17

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.