Orðlaus - 01.10.2002, Side 20
Viö búum í lýðræöisríki, höfum stjórnarskrá og höldum kosningar.Á fjögurra ára fresti kjósum
við okkur fulltrúa. Við þurfum forystu, fulltrúa sem vinna aö því að útkljá þau mál sem koma
upp í samfélaginu. Ef við þegnarnir erum ekki sátt við hvernig fulltrúar okkar standa sig getum
við ávallt sparkað þeim burt. Nú styttist í það að við veljum okkur nýjan forystuhóp - kosning-
ar eru á næsta leyti. Vert er því að byrja að huga að því hvernig við vitjum að samfélagið starfi.
Erum við sátt við þær stefnur sem hafa verið ríkjandi? Er kominn tími fyrir breytingar?
20
Nú hafa Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn setið saman í ríkisstjórn frá 1995 og
eru einu eftirlifandi flokkarnir frá þeim tíma. Þeir flokkar sem eru nú í stjórnarandstöðu, Vin-
stri-grænir, Frjálslyndi flokkurinn og Samfylkingin, eru allir nýir flokkar $em stofnaðir voru
árið 1999.
Nú verður hver að dæma fyrir sig hversu vel hann telur ríkisstjórnina eða stjórnarandstöðuna
hafa staðið sig og hvort flokkarnir hafi fylgt stefnu sinni. Við bíðum spennt eftir að sjá hvaða
loforð verða gefin fyrir næstu kosningar.
Samfylkingin
Samfylkinginn
Framsóknarflokkurinn
Formaður: Halldór Ásgrímsson
Menn á þingi: 12 þ.e. 19%
Stofnaður: 1916
Stefna: Framsóknarflokkurinn er elstur af flokkunum sem
til eru (dag og hefur hann setið (ríkisstjórn í rúm tuttugu
og fimm ár af síðustu þrjátiu og situr í stjórn ásamt Sjálf-
stæðisflokknum á þessu kjörtímabili. Hann er blanda af
bændaflokki og frjálslyndum og leggur áherslu á lýðræði,
frelsi og jafnræði. Hann vill tryggja jöfnuð í samfélaginu
og leggur mikla áherslu á byggða- og landbúnaðarmál.
Hann vill byggja upp efnahagslíf þjóðarinnar á markaðs-
hagkerfi einkarekstrar og samvinnurekstrar. Hann vill efla
utanríkisþjónustuna og auka stóriðju til að bæta hagvöxt
og styrkja samkeppnisstöðuna. Flokkurinn vill sterkara
alþjóðasamstarf, styður NATO, en er þó gagnrýninn á her-
setu Bandaríkjamanna. Flokkurinn leggur áherslu á að allir
eigi sama rétt til menntunar, þroska og grundvallarlífskjara
óháð kynferði, kynþætti.trú eða búsetu og eins og flestir
flokkanna berst hann fyrir grundvallar mannréttindum.
Náttúruauðlindir landsins telur hann eigi að lúta
íslenskri stjórn og vill skynsamlega nýtingu á gæðum
þeirra, meðal annars til virkjana.
Sjálfstæðisflokkurinn
Formaður: Davíð Oddsson
Menn á þingi: 26 þ.e.41,3%
Stofnaður: 1929
Stefna: Sjálfstæðisflokkurinn er næst elsti fiokk-
urinn á þingi og varð hann til þegar Ihaldsflokkur-
inn og gamli Frjálslyndi flokkurinn sameinuðust
(annar en sá er fjallað er um hér á síðunni). Hann
er flokkur valdsmiðjunnar, er fylgjandi valddreif-
ingu í þjóðfélaginu og berst fyrir frelsi einstak-
lingsins.efnahagslegu frelsi,athafnafrelsi og
atvinnufrelsi.Sjálfstæðisflokkurinn vill takmarka
afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu og vill leysa
þau vandamál sem upp koma ( þjóðfélaginu með
samstöðu og heldur uppi kjörorðinu„stétt með
stétt"Jöfn tækifæri eiga að bjóðast til menntun-
ar og vinnu, hann hefur ekki verið uppteknastur
af náttúruvernd og kvenfrelsi,en hefur þó sínar
lausnir eins og aðrir. Jöfnuðurinn má þó ekki ná
yfirhöndinni og þeir sem leggja meira á sig eiga
að fá umbun fyrir það.Á þann hátt miðar þjóð-
félaginu hraðastáfram.
Vinstrihreyfingin-grænt framboð
Formaður: Steingrímur J. Sigfússon
Menn á þingi: 6 þ.e. 9,5%
Stofnaður: 1999
Stefna: Vinstri-grænir urðu til er Alþýðubandalagið
klofnaði og Steingrímur J. og hans fylgismenn náðu
ekki samkomulagi við Samfylkinguna og mynduðu sinn
eigin flokk. Markmið flokksins er að berjast fyrir jafnrétti,
án tillits til kynferðis,kynhneigðar,trúarbragða eða litar-
hátta; auka jöfnuð í samfélaginu og að byggja upp lýð-
ræðislegt og réttlátt þjóðfélag. Flokkurinn leggst gegn
stóriðju og stórvirkjunum auk þess sem hann berst fyrir
verndun náttúru og umhverfis, er til að mynda mjög á
móti Kárahnjúkavirkjun og hafnar íslenska ákvæðinu í
Kyoto-samningnum. Flokkurinn hafnar alræði markaðs-
hyggjunnar og vill koma í veg fyrir að fólk græði óhóf-
lega sökum einokunar.Sterkari landsbyggð er í fyrirrúmi
á stefnuskrá flokksins svo og að bæta kjör aldraðra og
öryrkja og efla samfélagsþjónustu og velferðarkerfið.
Að lokum hafnar hann inngöngu (slands í Evrópusam-
bandið, berst gegn hersetu Bandaríkjamanna og aðild
(slands að NATO.
Frjálslyndi flokkurinn
Formaður: Sverrir Hermannsson
Menn á þingi: 2 þ.e. 3,2%
Stofnaður: 1999
Stefna: Frjálslyndi flokkurinn er þriðji flokkurinn sem mynd-
aðist fyrir kosningarnar 1999 að mestu sem klofningur úr
Sjálfstæðisflokknum. Megináhersla flokksins er á kvótakerfinu.
Hann telur auðlindir landsins eiga að vera í höndum þjóð-
arinnar, ekki nokkurra einstaklinga. Áhersla er einnig lögð á
frjálsræði, lýðræði og jafnrétti. Flokkurinn aðhyllist frjálst mark-
aðskerfi og hafnar ríkisforsjá þar sem hægt er. Hann berst fyrir
frelsi einstaklingsins til athafna og skoðana, jafnrétti kynjanna,
og fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja. Flokkurinn berst
gegn einokun og sérréttindum í viðskiptum og stjórnmálum
og hvers kyns ofríki gagnvart þegnum landsins. Frjálslyndi
flokkurinn tekur upp hanskann fyrir litla manninn og berst fyrir
því að bæta kjör þeirra sem eiga um sárt að binda og koma í
veg fyrir að á íslandi myndist tvær stéttir, stétt auðmanna og
svo þeirra sem þurfa að berjast fyrir brauðinu.
Formaður: össur Skarphéðinsson
Menn á þingi: 17 þ.e 27%
Stofnaður: 1999
Stefna: Samfylkingin var stofnuð þegar Alþýðubandalagið,
Alþýðuflokkurinn og Kvennalistinn mynduðu kosningabanda-
lag á vinstri vængnum. Markmiðið var að sameina alla vinstri-
menn í einn stóran flokk. Samfylkingin aðhyllist hugmyndafræði
jafnaðarstefnunnar og berst fyrir frelsi einstaklingsins, jafnrétti
og samábyrgð. Jafnræði kynjanna á vinnumarkaði og heima
fyrir, jafnrétti til náms, mannréttindi og að jöfn lífstækifæri ein-
staklinga verði tryggð eru honum baráttumál þannig að hver
einstaklingur geti tekið þátt í samfélaginu og starfi þess.Til
þess verður að bæta velferðarkerfið.almannatryggingarnar og
skattakerfið að mati flokksins. Samfylkingin vill jafna skiptingu
veraldlegra gæða svo bilið minnki milli hinna auðugu og þeirra
sem lifa viðfátækramörk.Sjávarauðlindin,vatnsorkan og jarðhita-
orka á til dæmis að vera þjóðareign.Flokkurinn styðurfrjálsa og
heilbrigða samkeppni og aðhyllist markaðsbúskap sem lýtur
almennum reglum og opinberu eftirliti. Afstaða hans í skólamál-
um er skýr, þau verður að efla. Flokkurinn vill fjárfesta í víðtæku
menntaátaki sem ætti að bæta skólakerfið til muna.