Orðlaus - 01.10.2002, Side 27
\
Hvernig samræmist það að vera með þátt sem fjallar m.a.
um tísku og útlit en vera svo búin með Hússtjórnarskólann
og vera í kynjafræði?
Þetta er frekar fríkaður kokteill. Það halda örugglega margir að ég geri ekkert
annað allann daginn en að vaxa á mér nárann - verandi þessi tískutáningur sem
birtist á skjánum - en svo er ekki. ( þættinum fjalla ég kannski um þær aðferðir
sem Madonna notar til að halda sér unglegri og það er ekki hægt að neita því að
markaðurinn vill þetta sjónvarpsefni og að konur pæla alveg rosalega í útlitinu.
Þannig að ég reyni í minni umfjöllun að nota tækifærið til að fá konur til að spá
í hvað þær gera og af hverju. (sambandi við útlitið, þá er bara svo margt annað í
lífinu sem skiptir svo miklu meira máli.
Hvernig leggst námið í þig?
Ég er að kafna úr hamingju yfir að vera komin í þetta nám. Það er svo gaman að
læra, því meira sem maður lærir kemst maður alltaf betur að því hvað maður veit
lítið. Ég kem úr þessum módelbransa þar sem brjóst og rass selur allt, meira að
segja tippex. Mikið er gott að skipta um skoðun... og mega það ef maður vill.
Nú ert þú ekki með mikinn frítíma, hvar
finnst þér best að eyða laugardagskvöldi?
Mér finnst lang skemmtilegast að vera í matarboði með vinum mínum og stjórna
tónlistinni sjálf. Annars fer ég bara á hvaða stað sem er. Ég er lítið fyrir að dansa
og stend yfirleitt bara úti í horni eða sit á trúnó. Maður djammar í skömmtum
og núna er ég á„ekki-djamma-tímabilinu"Ég nenni nefnilega ekki að eyða eina
frideginum sem ég hef í vikunni í að vera ónýt og sofa langt fram eftir degi.
Maður þarf smá tíma fyrir sjálfa sig.
Kanntu að elda?
Ég fór í Hússtjórnarskólann, lærði þar að taka slátur og gera allt í heiminum og
geiminum, en ég get svarið það, ég held ég hafi eldað tvisvar á þessu ári. Mér
finnst það ömurlegt, alveg glatað. Mér finnst matmálstíminn skipta rosalegu
máli, sama klukkan hvað hann er. Að setjast niður, tala saman og vera saman.
Ég tala nú ekki um fjölskyldur að gefa sér tíma þar sem öll fjölskyldan hittist og
ræðir málin. Foreldrum gefst þar tækifæri til að tala við börnin sín sem er mjög
mikilvægt, til dæmis núna þegar það er svona mikill þrýstingur frá umhverfinu
á stelpur að líta svona og hinsegin út þá ætti að ræða málin. Svo hefur maður
ekkert gott af þessum skyndibitamat endalaust.
Þú hefur búið úti, bæði á Ítalíu, Grikkiandi og
í Þýskalandi.Gætir þú hugsað þér að flytja aftur út?
Málið er að ástæðan fyrir því að ég fór í þetta blessaða módel djobb sem ég sé
ekki eftir fyrir einn aur, er sú að mig langaði að fara út. Ég hefði alveg eins getað
farið að vinna á skemmtiferðaskipi eða hóteli ef það hefði staðið til boða. Þetta
stóð til boða, útlönd, fínt, fara þangað. Ég elska (sland og myndi vilja að börnin
mín ættu sitt heimili á (slandi en ég held að það sé rosalega gott að búa aðeins
úti. Ég væri alveg til í það. Ég hef ferðast slatta og finnst margir staðir heillandi,
fór t.d til Brighton á Englandi í ár og fannst það mjög sjarmerandi. Allt út í second
hand búðum, reykelsi,sjór,strönd og allir rosalega líbó og æðislegir.
Ég fór á flugfreyjunámskeið hjá Atlanta um árið, ætlaði að fá að fara til Sádí og
kynnast þessari fríkuðu menningu sem þar er en svo missti Atlanta samningin
þannig að mér bauðst að fara til Osló. Mér finnst Osló fín og allt það en það
er eitthvað sem ég var ekki að sækjast eftir. Ég varð því aldrei flugfreyja. Eftir
námskeiðið varð ég alveg drullu flughrædd því ég þurfti að horfa á öll þessi
slys og læra hvað maður á að gera ef að eitthvað gerist. Það tók mig alveg tvær
utanlandsferðir að ná mér.
Hvað hefðir þú gert hefðiru verið í einni af
f lugvélunum sem fór á World Trade Center?
Vonandi farið til guðs en ekki til helvítis. Það væri samt gaman að hitta Hitler í
helvíti.
Hvað myndir þú ráðleggja ungum stelpum
sem eru að reyna að koma sér á framfæri?
Það sem hefur allavega virkað mjög vel fýrir mig er að kýla á hlutina og ganga
alltaf einu skrefinu lengra en ég þori. Maður gerir nátturulega alltaf sitt besta og
betur getur maður ekki gert. Málið er líka að setja sér raunhæf markmið,og nú ef
maður vill eitthvað þá er bara að spyrja, það versta sem getur gerst er að fá„nei"
„Ég heyrði það í saumó um daginn að í Asíu v
grimmt og galið og þar sé verið að
i
j
j
*