Orðlaus


Orðlaus - 01.10.2002, Síða 36

Orðlaus - 01.10.2002, Síða 36
> TOPP KONURTUTTUGUSTU ALDAR Tuttugasta öldin er án efa mesta fram- faratímabil í sögu mannkyns. Hún einkenndist af miklum vexti í menningu og listum, en einnig af heimsvaldastefnu, styrjöldum og hryðjuverkum. Friðsöm tímabil hafa í raun verið stutt, bylting- ar riðu margsinnis yfir og uppgangur fasisma, nasisma og kommúnistastjórna, kjarnorkumis- notkun og stríðsglæpir hafa ekki orðið til að fegra þessa annars merku öld. Þróunin hafði þó margt gott í för með sér. Efnahagur batnaði víða, mann-réttindi urðu að baráttumáli og kvenna- baráttan náði hámarki. Bylting varð á sviði tækni og vísinda, kvikmyndaiðnaðurinn fangaði mann- fólkið og fjölbreytni tísku og tónlistar hefur aldrei verið meiri. í gegnum aldirnar hafa ávallt nokkrir einstak- lingar staðið upp úr og er tuttugasta öldin þar engin undantekning. Við hjá „Orðlaus" höfum valið þær konur sem við teljum hafa skarað fram úr á sínu sviði, í stjórnmálum, tónlist, kvikmynd- um, bókmenntum og vísindum, svo nokkuð sé nefnt. Valið reyndist að vonum erfitt og listinn hefði getað verið mun lengri, en þessar konur teljum við vera vel að heiðrinum komnar. Barbie (f. 1959) Barbie er án efa frægasta leikfang sögunnar, hún hefur haldið vinsældum sínum frá þvl fyrsta dúkkan kom á markað og allt til dagsins í dag, eða ( um 43 ár. Skap- ari hennar er Ruth Handel og er dúkkan nefnd eftir dóttur hennar Barböru. Á hverju ári halar hún inn tvær billjónir dollara með fötum og fylgihlutum. Dúkkan er markaðssett fyrir aldurshópinn þriggja til ellefu ára, en fólk á öllum aldri kaupir hana og safnar. Sumar konur ganga jafnvel svo langt að vilja vera alveg eins og hún og fara ( margar lýtaaðgerðir til að ná því marki. Hún hefur fylgt tískustraumum liðinna áratuga og breyst samfara þeim og fylgir þeim fast inn í 21.öldina.Barbie er komin til að vera. Madonna (f. 1958) Poppgyðjuna sfungu þekkja allir þeir sem eitthvað hafa fylgst með tónlist sfðustu 20 árin. Madonna Louise Veronica Ciccone, eins og hún heitirfullu nafni fæddist í Michigan árið 1958. Hún hélt til New York árið 1977 í leit að draumi um frægð og frama. Sagan segir að hún hafi sest að á Times Square með einungis 35 dollara í vasanum en þeir dollarar áttu eftir að marg- faldast. Fyrsta smáskffa hennar „Everybody" varð vinsæl innan danstónlistarinnar f byrjun nfunda áratugarins. Árið 1983 kom út fyrsta breiðskífa hennar,„Madonna"og árið eftir fylgdi „Like a Virgin"sem kom henni á toppinn um allan heim og gerði hana að alþjóðlegri stjörnu. Hún hefur gefið út 13 breiðskífur sem selst hafa í yfir 140 milljónum eintaka auk þess sem hún hefur leikið í mörgum kvikmyndum og unnið til fjölda verðlauna. Madonna gaf út bókina „Sex"sem vakti heimsathygli.Þar birtist hún nakin í ögrandi stellingum, þar sem hún var með- al annars mynduð bundin eins og þræll og í„ókristilegu"samneyti við konur.Jafnvel þótt bók Madonnu hafi hneykslað almenning dvínuðu vinsældir hennar ekki og er hún án efa einn af farsælustu listamönnum popptónlistarsögunnar. Astrid Lindgren (1907-2002) Astrid Lindgren var sænskur barnabókahöfundur og án efa með þekktustu rithöfundum sögunnar. Bækur hennar um Ronju ræningjadóttur, Línu langsokk og Emil í Kattholti þekkja flestir og hafa þær verið þýddar á fjölda tungumála og lesnar af börnum og fullorðnum um allan heim. Hún prédikar aldrei í bókum sínum og nær svo vel til lesandans að honum finnst hann tilheyra sögunni, og börnin upplifa drauma sfna um frelsi og völd. Mörg verka hennar hafa verið færð í leikrits- eða kvikmyndabúning og eru vin- sældirnar engu síðri á því sviði. MóðirTeresa (1910-1997) Allt frá unga aldri hefur móðirTeresa reynt að hjálpa þeim sem minna máttu sín og varði hún Iffi sínu fram á elliár í fátækrahverfum Kalkútta á Indlandi. Uppruni hennar er í Albaníu og þar fékk hún þá köllun að gerast nunna og eyða lífi sfnu í að hjálpa öðrum. Hún annaðist munaðarlaus börn, sjúklinga og dauðvona fólk sem hún fæddi og klæddi og kenndi börnunum að lesa. Fljótlega eignaðist hún hóp af lærisveinum sem vildu starfa með henni og árið 1950 stofnaði hún reglu Kærleiksboðberanna (Missionaries of Charity), sem starfar nú víða um lönd, og samverkamenn hennar er einnig að finna á (slandi. Fyrir stórkostlegan dugnað sinn og velvilja í garð hinna fátæku var móðurTeresu veitt friðarverðlaun Nóbels árið 1979 og af ýmsum samtíma- mönnum sínum er hún talin meðal dýrlinga. Emma Goldman (1869-1940) Emma Goldman var rússnesk-bandarískur stjórnleysingi, rithöfundur og helsti forystumaður stjórnleysingja í Bandaríkj- unum frá 1890-1917. Hún flutti frá Rússlandi til Bandaríkjanna árið 1885 en stjórnvöldum þar Ifkaði oft á tíðum illa við störf hennar og var hún fangelsuð í fyrsta sinn 1893 fyrir að hvetja verkamenn í verkfalli til að gera uppreisn. Hún var fangelsuð í annað sinn fyrir að halda fyrirlestra um getnaðarvamir sem var ekki vel liðið í þá daga. Á endanum var henni vísað úr landi og hún settist að f Sovétríkjunum 1919. Þar var Bolsévikabyltingin í fullum gangi og vann Goldman sér það til frægðar að skrifa um það hvernig byltingin færi fram og spáði því að hún myndi enda sem harðstjórn, án þess að nokkur gæti í raun sagt til um það á þeim tíma. Marilyn Monroe (1926-1962) Marilyn Monroe persónugerði dýrðar- Ijóma Hollywood með óviðjafnanlegum krafti sem heillaði heiminn allan.Á fremur stuttum ferli náði hún að leika í þrjátíu kvikmyndum sem urðu hver an- narri vinsælli. Kvikmyndirnar á borð við „Gentlemen Prefer Blondes"og„Some Like It Hot"eru löngu orðnar klassfsk- ar í kvikmyndasögunni. Marilyn varð heimsfræg sem kyntákn og átti eftir að drottna yfir komandi kvikmyndastjörn- um löngu eftir andlátið. Nafn hennar er orðið táknrænt fyrir fegurð, losta og lífleika og það fer ekki milli mála að hún erein af frægustu konum 20.aldar. Ilona Staller -„Cicciolina" (f.1951) ítalska klámdrottningin„Sweet Chicciolina" eins og hún var stundum kölluð, varð fyrsta klámstjarnan til að ná frama í stjórnmálum, þegar hún náði sæti á ítalska þinginu árið 1987, svo ótrúlegt sem það er. Áður en stjórn- málaferillinn hófst hafði hún komið fram nakin í sjónvarpinu, leikið í klámmyndum og hneykslað fólk um alla (talíu. Barmarnir hafa þó einhvern heillað því að hún var kosin í efsta sæti„Lista del Sol"fyrsta græna flokks (talfu, og endaði á þinginu. Hún barðist meðal annars fyrir kynlífsfrelsi, þar á meðal rétti til kynlífs f fangelsum, mannréttindum og var á móti kjarnorku, dauðarefsingum og hungursneið. Heyrst hefur að hún hafi boðist til að sofa hjá Saddam Hussein, (raksforseta, f skiptum fyrir heimsfrið, hvorki meira né minna! 77

x

Orðlaus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.