Orðlaus - 01.10.2002, Page 37
Margrét Thatcher (f. 1925)
Breska járnfrúin er mörgum kunn sem hinn skapmikli for-
sætisráðherra Breta.Sem flokksleiðtogi Ihaldsflokksins tók
Thatcher við embættinu eftir mikinn kosningasigur 1979
og hélt því til ársins 1990. Hún var ennfremur fyrst kvenna
í Evrópu til að vera kjörin í embætti forsætisráðherra. Hún
ætlaði sér að rétta efnahagslífið við,en það stóð fremur
höllum fæti, og beitti sér því fyrir miklum niðurskurði ríkis-
útgjalda, snerist gegn verkalýðsfélögum og lækkaði skatta
svo nokkuð sé nefnt. En árangurinn vartakmarkaður,
atvinnuleysi jókst og bilið milli fátækra og ríkra breikkaði
gífurlega, yfir- og millistéttirnar högnuðust, en hinir sátu
eftir, jafnvel snauðari en áður.
Vigdís Finnbogadóttir (f.1930)
Fá orð þarf að hafa um hinn stórglæsilega fyrrum forseta okkar Islendinga, Vigdísi
Finnbogadóttur.svo vel er hún þekkt.Hún var fyrst kjörin árið 1980,þá fyrst kvenna til
að verða forseti í vestrænu ríki,og hélt embættinu í sextán ár. Vigdís helgaði sig ræktun
lands og þjóðar.tungumálinu, menningunni og ungdómnum.Hún varötull talsmaður
mannréttindaog þásérstaklegaréttindakvennaogerheiðursfélagiíKvenréttindasam-
bandi (slands. Eftir að Vigdís lét af starfi sínu sem forseti lýðveldisins settist hún ekki í
helgan stein. Hún situr í nefnd„lnternational Women's Leadership Council" (ráð kven-
na í æðstu stöðum) og var útnefnd menningar-fulltrúi hjá UNESCO árið 1998.Vigdís
Finnbogadóttir er tvímælalaust ein stórbrotnasta kona sem Island hefur alið.
i
■Æmrn m
Simone de Beauvoir (1908-1986)
Kvenréttindabaráttan hefur átt fáa jafn öfluga talsmenn frá
upphafi og Simone de Beauvoir og er hún af mörgum talin
móðirfeminismans.Tímamótaverk hennar„Hitt kynið"sem
kom út árið 1949, gegndi
þýðingarmiklu hlutverki og olli straumhvörfum í baráttunni.
Hún átti drjúgan þátt í að breyta hugsun fólks um samskipti
karla og kvenna.Beauvoir rannsakaði stöðu kvenna í samfé-
laginu og benti á að það er undir manni sjálfum komið hvern-
ig lífi maður lifir, hvort maður standi uppi sem sjálfstæður
einstaklingur eða í skugganum sem„verri útgáfa"karlmanns-
ins.„Maður fæðist ekki kona, heldur verður kona"eru orð sem
höfð eru eftir henni. Kynhlutverkið er þannig ekki meðfætt.
\
X
X
X
BonnieParker (1910-1934)
Hin alræmda Bonnie var kvenhelmingur glæþadúettsins„Bonnie og Clyde"sem fyllti
íbúa Bandaríkjanna skelfingu á þriðja áratugnum.Árangurslaust reyndi lögreglan að
klófesta þau en afleiðingarnar urðu einungis mannfall úr þeirra sveitum. Þau rændu
verslanir, banka og bensínstöðvar og náði glæpaalda þeirra allt frá Nýju Mexíkó til
Missouri. En fljótt skiptast á skin og skúrir og þann 23. ma( 1934 skaut lögreglan þau
til bana eftir að hafa setið fyrir þeim í Black Lake, Louisiana. Þrátt fyrir að hafa ekki náð
háum aldri náði Bonnie þó að verða ein frægasta glæpakona sögunnar.
■'ST"
T
T
S\ V
X
x:
Marie Curie (1867-1934)
Marie Curie er einn frægasti eðlis- og efnafræðingur sögunnar. Hún fæddist (Varsjá í Póllandi en lauk prófi (eðlisfræði
og stærðfræði frá Sorbonne háskólanum í París. Hún gerði rannsóknir á geislavirkni og uppgötvaði ásamt eiginmanni
sínum, Pierre Curie,frumefnin polenium og radium árið 1898. Þau unnu sannkallað brautryðjendastarf og ollu mikilli
byltingu í vísindaheiminum. Hún uppgötvaði meðal annars að geislar gætu læknað húðkrabbamein. Fyrir rannsóknir
sínar fékk hún tvívegis Nóbelsverðlaun, bæði í eðlisfræði og í efnafræði.öll vinnan í kringum geislavirku efnin hafði þó
skaðleg áhrif á hana, hún lést úr hvítblæði sem hún hefur líklega fengið af völdum geislunar.Marie Curie hefur sýnt og
sannað að konur standa jafn framarlega og karlmenn á sviði raunvísinda og hefur hún í seinni tíð orðið eins konar tákn
vísindakvenna.
x—r
Indira Gandhi (1917-1984)
Indira Gandhi, ein af þekktustu konum tutt-
ugustu aldar, var forsætisráðherra Indlands
á árunum 1966-77 og 1980-84. Metnaður og
þrautseigja einkenndu hana og barðist hún
þrotlaust fyrir sjálfstæði lands síns. Gandhi
starfaði með Þjóðþingsflokknum og var fyrsta
konan sem kjörin var til að stjórna lýðveldi.
Hún reyndi að berjast gegn fátækt og hvatti til
notkunar getnaðarvarna til að stöðva hina öru
fólksfjölgun sem reið yfir Indland. Sambandið
við Sovétríkin batnaði til muna í valdatíð henn-
arog efnahagslífið tókað blómstra.Miskunnar-
lausar og einræðislegar aðferðir hennar voru
þó oft í mótsögn við lýðræðislegar kennisetn-
ingar, hún lét handtaka pólitíska andstæðinga
sína og borgaraleg réttindi voru takmörkuð
en hún gerði það, að hennar sögn, í neyð til
að vernda Indland. Ekki var það þó til að bæta
fjandskap stjórnarandstæðinga í hennar garð
og var hún drepin af síkneskum lífvarðliða sín-
um í október 1984.
Amelia Earhart (1897-1937)
Amelia Earhartfékkfljótiega á unglingsaldri mik-
inn áhuga á því að fljúga. Frá því hún fyrst steig
upp í flugvél vissi hún að hún yrði að læra að sitja
við stjórnvölinn. Hún flaug fyrst kvenna yfir Atlants-
hafið árið 1928, þó einungis sem farþegi, en það
þótti engu að síður mjög merkilegt. Amelia flaug
ein yfir Bandaríkin frá Atlantshafi til Kyrrahafs í
september 1928 til þess að taka þátt (flugkeppni
og, í maí 1932 flaug hún sömuleiðis án fylgdar
yfir Atlantshafið. Á eftir fylgdu margar ferðir uns
hún reyndi að fljúga umhverfis hnöttinn 1937 en
flugvélin hvarf yfir miðju Kyrrahafi og hefur ekkert
spurst til hennar síðan.
Diana Frances Spencer
(1961-1997)
Með náttúrulegum yndisþokka sínum,
góðvild og manngæsku hreif Díana
prinsessa heiminn allan og átti hug og
hjörtu almennings allt til dauðadags.
Líf sitt helgaði hún góðgerðarstarfsemi,
barðist meðal annars gegn jarð-
sprengjum og hjálpaði alnæmissjúkum.
Hjónaband hennarog Karls Bretaprins
var fremur brösótt og átti hún erfiða
t(ma, þjáðist af búlimíu og gerði tilraun
til sjálfsmorðs.Þau skildu árið 1996.
Þegar D(ana virtist loks vera búin að
finna hamingjuna á ný með Emad
"Dodi"Fayed létust þau í hörmulegu
bílslysi 31.ágúst 1997. Langurtími mun
þó líða þar til prinsessan er horfin úr
hugum manna.
Hanna Arendt (1906-1975)
Hanna Arendt var þýsk-bandarískur stjórnmálafræð-
ingur sem þekktust er fyrir tímamótaverk s(n um
alræði eða„totalitarianisma"og er hún einn kunnasti
stjórnmálaheimspekingur sögunnar. Hún flúði Þýska-
land þegar nasistastjórnin komst til valda og settist
að í Bandaríkjunum. Hún skrifaði um uppgang alræð-
isstjórnar nasista og fasista og leit á stjórnspeki sína
sem andsvar við stjórnkerfum þeirra.Einnig skrifaði
Arendt um gyðinga og sakaði leiðtoga þeirra um að
hafa starfað í samvinnu við nasista á styrjaldartíman-
um og auðveldað þar með útrýmingarherferð þeirra.
Til að skilja kenningu hennar betur þarf að leggjast (
lestur á verkum hennar eins og„ld
eology and Terror: A Novel Form
of Government"og„The Origins
ofTotalitarianism."
Jiang Qing (1914-1991)
Jiang Qing á þann umdeilda heiður skilinn að vera
þriðja eiginkona kínverska kommúnistaleiðtogans
Mao Zedong og var hún áhrifamesta konan í Kína
þar til Mao féll árið 1976. Hún stýrði Menningarbylt-
ingunni í Kína á árunum 1966-76 þar sem hún hvatti
róttæk ungmenni til að rísa gegn eldri flokksmeð-
limum og skipti nær öllum gömlum listaverkum út
fyrir byltingarkennd Maóistaverk. Byltingunni mætti
lýsa með einu orði, slátrun. Menntamenn og andmæl-
endur voru annaðhvort drepnir eða fangelsaðir og í
raun var fátt„menningarlegt"við þessa byltingu. Eftir
lát Mao missti hún allan stuðning og var hún loks
handsömuð fyrir þátttöku sína og dæmd til dauða,
en seinna var dómnum breitt í lífstíðarfangelsi. Hún
þjáðist af krabbameini og var því sleppt úr fangelsi,
en fékk ekki að finna fyrir frelsinu lengi því að hún
lést einungis tíu dögum seinna.
rz
-L.. 1
Twiggy (f. 1949)
Með blöndu af djörfu og sakleysislegu útliti náði
Twiggy að verða eitt frægasta nafn í tískuheiminum
og sem fyrirsæta urðu áhrif hennar strax gífurleg.
Segja má að hún hafi átt sjöunda áratuginn í bransanum. Þrátt fyrir að ferillinn stæði ekki lengi kom hún til að mynda fjórum
sinnum á forsíðu Vogue, gerðar voru dúkkur eftir henni, snyrtivörur og nestisbox með myndum af henni.Twiggy hafði fleira til að
bera en að vera með langa leggi og fallegt andlit því að hún sló einnig (gegn á Brodway og varð að auki sjónvarpsstjarna.Vaxtar-
lag Twiggy var ekki eins og flestra kvenna, hún var um 182 cm á hæð og einungis 45 kíló. Margar ungar stúlkur þráðu að vera eins
og hún, en þær guldu fyrir það með heilsunni.
7 ............
Aung San Suu Kyi (f. 1945)
Suu Kyi er von Burma fyrir frelsi. Sem leiðtogi stjórnarandstæðinga (Burma hefur hún
leitt baráttu lands sfns fyrir frelsi gegn herforingjastjórninni sem fer með völd þar. Hún
berst fyrir mannréttindum og reynir að sameina landa sína til að ná langsettu markmið-
inu. Hún er dáð af þjóð sinni og hefur fengið fjölda verðlauna, þar á meðal friðarverðlaun
Nóbels árið 1991, fýrir friðsamlega baráttu sína fyrir lýðræði. Sigurinn er þó enn ekki í
höfn, en þrátt fyrir ýmsa þröskulda, þar á meðal að þurfa að sitja (stofufangelsi, gefst Suu
Kyi ekki upp og heldur ótrauð áfram baráttunni fyrir frelsinu.
Marlene Dietrich (1901-1992)
Heimurinn elskaði hennar myrku rödd og stórkostlegu sviðsframkomu.Marlene Dietrich var lifandi goðsögn
og ein frægasta leikkona allra tíma. Hún fæddist og var uppalin í Þýskalandi og byrjaði kvikmyndaferil sinn þar
þegar hún lék hina ómótstæðilegu Lolu í einni frægustu mynd allra tíma,„The Blue Angel"Þjóðverjar urðu því
að vonum reiðir þegar Dietrich ákvað að flytjast til Bandaríkjanna og gerast amerískur ríkisborgari. Hún settist
að (Hollywood og lék þar í fjölda kvikmynda eins og„Marocco"og„Sjanghai Express"Þegar nasistastjórn Hit-
lers náði yfirráðum I Þýskalandi fann hún til samviskubits yfir þýskum uppruna slnum og vildi hjálpa til í baráttu
bandamanna gegn nasisma. Hún skemmti bandarískum hermönnum og var með þeim við víglínuna, hjálpaði
til á sjúkrahúsunum og lagði um leið líf sitt (hættu. Þar söng hún lagið„Lili Marlene"sem átti eftir að fylgja
henni það sem eftir var ævinnar. Dietrich ferðaðist um allan heim og hélt tónleika fyrir stóran hóp aðdáenda.
Hún heillaði hvern þann sem sá hana á sviði og festi nafn sitt varanlega á spjöld sögunnar.