Orðlaus - 01.10.2002, Síða 41
Hæ, hæ. Ég er 13 ára stelpa sem er nýbyrjuð.
í gaggó. Ég tel sjálfsímynd vera eitthvað sem
þú telur að þú sért, þú gætir t.d. talið þig vera
aðal gellan í skólanum og lítur mjög stórt á
þig, heldur að allir elski þig og vilji hanga með
þér, en í rauninni þá ertu ekkert betri en litla
þögla stelpan í horninu.
„Engin maður skapar sig sjálfur"er málsháttur
sem flestir kannast við, umhverfið á mjög stór-
an þátt í að skapa þig og gera þig að því sem
þú ert. Ég og flestir sem ég þekki höfum eina
ósk, þá ósk að geta verið maður sjálfur án þess
að vera alltaf hugsandi út í það hvað öðrum
finnst. Persónulega er ég mjög ánægð með
lífið þessa stundina, vinir mínir eru æðislegir,
foreldrar mínir reyna allavegana að skilja mig
ogskólinneralvegfrábær(þ.e.a.s.frímínúturn-
aro.Samt vildi ég að ég væri mjórri,
sætari, ætti flottari föt og já væri
„perfect", sem engum tekst nema
Britney Spears og Jennifer Lopez.
Ef þið hugsið út í það þá eru þessar gellur
í skólanum ekki alveg eins „perfect" og þær
virðast. Ég veit t.d. um eina sem allir halda að
Sjálfsímynd!! Þetta er heitasta umræðuefnið
í dag, enda hefur ástandið hjá ungum stelp-
um aldrei verið verra. Glanstímaritin eru full
af einhverjum þvengmjóum fyrirsætum sem
maður sjálfur á aldrei eftir að geta jafnast á
við. Þetta hefur áhrif á mig, meira að segja, og
ég er samt komin yfir tvítugt.
Þegar ég var yngri voru það bara vinsælu og
óvinsælu stelpurnar og það var alveg nóg
samkeppni að vera sú sætasta þó svo að mað-
ur þyrfti nú ekki að vera að keppa við óraun-
verulegar fyrirmyndir líka. Þannig að ég
gef ungum stúlkum í dag alla mína
samúð. Eins og staðan mín er núna
er ég heldur sátt... En það er samt alltaf
hægt að bæta og það er þetta hugtak sem ég
held að sé að fara með okkur kvenkynið. Ég er
alveg sátt en ég veit líka alveg að ég get alltaf
orðið sætari og það er það sem ergir mig. Ef
brjóstin væru aðeins stærri og appelsínuhúð-
in minni fyndist manni kannski eins og allt
yrði betra. En er það svo? Kemur þá ekki bara
eitthvað annað í staðinn?
Ég las bókina Píkutorfan um daginn og kom
hún mérskemmtilega á óvart.Ég hafði stimpl-
að þessa bók femininstabók (fannst það smá
neikvætt), datt samt alveg í hug að ég gæti
skemmt mér yfir henni en var samt smeik
við að opna hana. Þegar ég var búin með
nokkrar blaðsíður áttaði ég mig á því að ég
myndi hafa gaman að henni og hún myndi
eflaust gera margt gott fyrir mig. Ég tók samt
snemma eftir því að konurnar, sem tóku þátt í
að skrifa hana, höfðu flestar lent í misskemmti-
legum hlutum í æsku og æskuárin hefðu
sé algjör „bitch", hún er sæt, æðislega vaxin
og á marga vini. En eftir því sem ég kynntist
henni betur fór ég að taka eftir að mamma
hennar barði hana. Þessi stelpa við sálfræði-
leg vandamál að stríða og hún er að þykjast
vera þessi harða týpa, svo fólk taki ekki eftir
því hve niðurbrotin hún er. Henni líður illa og
getur ekkert að því gert að hún ráðskast með
fólk, hún er einfaldlega bara hrædd.
Ég og vinkonur mínar vorum að tala saman
um daginn um fyrirsætur, þú veist þessar
grönnu, hávöxnu og með gullið hár og and-
lit sem allir myndu drepa fyrir. Vlð erUITI
hvorki feitar né mjóar, við erum
ekkert Ijótar en samt ekki jafn fal-
legar og þær og plús það þá höfum
við galla, skakkt nef, litlar varir og
skrýtin augu. Nei, við gætum aldrei, og
þá meina ég aldrei nokkurn tíman, orðið eins
og þær. Og það sem við vorum að spá í var
hvernig við ættum að geta lifað, sáttar við
sjálfar okkur eins og við erum, þegar við erum
með þessar gellur í sjónvarpinu 24/7. Er það
hægt? Þegar ég sit fyrir framan sjónvarpið á
engan veginn verið þeim góðir tímar heldur
frekar erfiðir. En reynslan varð sú að þetta
styrkti þær og gerði að þeim manneskjum
sem þær eru í dag. Lýsingarnar hjá þeim voru
samt allar eins:spéhræðsla,er ég að segja eitt-
hvað asnalegt? er ég að gera mig að fífli? og
svo framvegis.
Þegar ég var lítil var ég ein af sætu stelpun-
um. Ég var ekki sætust en ég var samt sæt
og skemmtileg og átti meira en nóg af vin-
konum. Ég flutti oft en alltaf komst ég inn
hjá vinsælustu stelpum skólans án þess að
hafa mikið fyrir því. Af hverju veit ég ekki en
ég er fegin, því að annars hefðu þessir tímar
eflaust ekki verið eins skemmtilegir. Þrátt fyrir
þetta fann ég mig í öilum þeim karakterum
sem lýst er í bókinni og ég hugsa tii baka
með óhug þegar ég fann alla parta líkamans
stækka meira en góðu hófi gegndi og ég var
hálf ólöguleg í alla staði.Ég fann fyrir óöryggi,
fannst ég ekki eins og hinar, var útundan þó
ég væri í rauninni„inn"Ég gat bara alltaf fund-
ið manneskju sem mér fannst fallegri, gáfaðri
eða hafði það betra en ég á einhvern hátt.
Við göngum sem sagt allar í gegnum þetta, á
einhvern hátt. Þetta fer misvel í okkur en við
finnum allar fyrir þessu. Svo er bara hvernig
við spilum með þetta þegar við þroskumst.
Látum við þetta bæla okkur niður og verðum
bitrar eða reynum við að sigrast á þessu.
Ég fór þá leið að reyna hvað sem það kostaði
að komast yfir þetta, hugsa alltaf jákvætt og
vera ánægð með sjálfa mig eins og ég er. Ég
held að mér hafi tekist nokkuð vel upp þó
kvöldin og er að horfa á Fashion TV eða eitt-
hvað slíkt þá er sjálfsímynd mín á hraðri niður-
leið. Mér líður einfaldlega illa af því að horfa
á þetta og sver að ég væri frekar til í að vera
anorexíu sjúklingur en að vera eins og ég er.
Ég er á námskeiði og þar var einhver svona
fegurðar-eitthvað kona að tala. Hún sagði að
við ættum að finna eitthvað við okkur,t.d.ef
okkur fyndist við vera með Ijót augu, skakkt
nef eða eitthvað, já, sem sagt við áttum að
taka það og láta það vera okkar einkenni.
Hugsa bara: „svona er ég, það er enginn ann-
ar með svona og ég á að geta sætt mig við
það." Og ef einhver fer að böggast yfir því þá
má hann bara eiga sig því þetta er okkar líf og
við ráðum algjörlega hvernig við lítum út.
Þannig að, vertu bara ánægð með sjálfa þig
„no matter what", ekki láta aðra segja þér
hvernig þú átt að vera. Það er útgeislunin
sem skiptir máli og ef hún og sjálfsímynd þín
er í lagi þá er ekkert að. Þú ert þú, þú ert ein-
stök og ekki láta neinn láta þig halda annað!
13ára.
að stundum, auðvitað, langi mig helst bara
að sofna og vakna ekki aftur, því að allt er
ómögulegt.
( dag er ég nokkuð sátt við líkama minn, ég
reyni að lesa sem mest og fylgjast vel með,
því að ég hef gaman af samræðum sem snú-
ast um alvarleg málefni, eitthvað sem vekur
áhuga minn. Samfélagið gefur mér
allskonar sýnir á það hvernig ég á
að vera en ég hef ákveðið að hun-
sa þær og að mestu leyti vera ég
sjálf • Ég segi það sem ég vil og ef einhver er
að gera eitthvað á minn hlut, sem ég er ekki
sátt við, læt ég í mér heyra. Ég hugsa vel um
sjálfa mig og gef mér tíma til að vera ein, til
að hugsa og átta mig á hlutunum í kringum
mig. Borða hollan og góðan mat þegar ég
nenni að hugsa um línurnar en ef ég er ekki í
skapi til þess sleppi ég því. Ég reyni að mestu
leyti að koma fram við fólk eins og ég vil að
það komi fram við mig og það gerir mig sátta
við sjálfa mig gagnvart öðrum.
Ég ætla að reyna að halda þessu áfram og
verða heimsmeistari í að finnast ég vera best.
Ég ætla ekki að hætta fyrr en þvítakmarki hef-
ur verið náð. Ég ætla fyrst og fremst að halda
áfram að gera það sem mér finnst skemmti-
legt að gera, ég ætla að reyna að nýta alla
þá eiginleika sem ég hef til hins ýtrasta og
ég veit að hvert einasta markmið sem ég set
mér í Kfinu, sama hvað ég er lengi eða hvort
ég næ þeim, á eftir að leiða mig áfram.
21 árs.
/// SKRÍTNAR
FRÉTTIR
Ef lögreglunni í Coeur d'Alene, Idaho,
grunar að fólk sé að gera það ( bíl, þá
verður hún að flauta þrisvar sinnum og
bíða svo ( tvær mínútur áður en þeir
nálgast bílinn til að athuga hvort grun-
ur þeirra hafi reynst réttur.
í Ventura County er hundum og köttum
bannað að gera það án þess að hafa
sérstakt leyfi.
( Willowdale, er karlmönnum strang-
lega bannað að blóta á meðan þeir sofa
hjá konunni sinni.
( Kingsville.Texas er svínum bannað að
athafna sig á lóð flugvallar bæjarins.
í Norfolk,Virginia, er konum bannað
að vera á almannafæri án þess að vera
klæddar í lífstykki.
(Washington eru lög sem banna það
að sofa hjá hreinni mey, sama við hvaða
kringumstæður.
í Alexandria, Minnesota, er karlmönn-
um bannað að sofa hjá konunni sinni
ef andadráttur þeirra lyktar af hvítlauk,
lauk eða sardínum.
Karlmaður ( Ames, lowa má ekki taka
meira en 3 sopa af bjór þegar hann ligg-
ur upp í rúmi með konunni sinni.
f Nevada, er ólöglegt að gera það án
þess að nota smokk...
Ef þú selur hnetur að atvinnu þá skaltu
ekki fara til Lee County þv( þar er bann-
að að selja þær eftir sólarlag á miðviku-
dögum.
( Arkansas er eiginmönnum löglegt
að berja konuna sína en þó ekki oftar
en einu sinni í mánuði. Þar er einnig
ólölegtað drepa nokkura lifandi veru.
(New York hlýtur fólk dauðarefsingu fýr-
ir að stökkva fram af byggingu.
Þar er einnig bannað að vera í innskóm
eftir kl.01.00.
( Caramel er karlmönnum bannað að
fara út í jakka og buxum sem ekki passa
saman.
(Denver er bannað að keyra svartan bíl
á sunnudögum, þú mátt ekki lána ná-
granna þínum ryksuguna þína og það
er bannað að misnota rottur.
Yfir 2.500 örvhentir einstaklingar deyja
ár hvert fyrir að nota vörur fyrir rétt-
henda.Og rétthentir lifa að meðaltali 9
árum lengur en örvhentir.