Orðlaus - 01.10.2002, Page 43

Orðlaus - 01.10.2002, Page 43
I wai N Á MST K N I Áttu erfitt með að einbeita þér? Tekur þú íbúðina í gegn í hvert sinn sem þú ætiar að setjast við heimalærdóminn? Kemurðu í tima og manst ekkert sem þú lærðir kvöldið áður? Ef þú svarar einhverjum þessara spurninga játandi þá ráðiegg ég þér eindregið að lesa áfram. Ef ekki, lestu þá samt!!! Skólarnir eru nú komnir á fulla ferð, önnin meira en hálf- nuð og jólaprófin nálgast óðfluga, gleðiefni fyrir suma en magapína fyrir aðra. Frelsið er á enda. Það þarf þó alls ekki að vera svo. Það er hægt að stunda skólann samvisku- samiega en eiga auk þess öriítið félagslíf þess utan. Ef þú lærir rétt nýtist tíminn að vonum betur og léttir þér námið til muna. Hér á eftir fara því nokkur góð ráð tii að gera líf ykkar ögn bærilegra í þessa nokkru mánuði. 1) Skipulagningin Forgangsraða Skipulagning er númer eitt, tvö og þrjú í hvaða verkefni sem maður tekur sér fyrir hendur. Byrjaðu á að gera góða tímaáætlun þar sem þú forgangsraðar því sem þú þarft að Ijúka við eftir mikilvægi og skiladegi. Ekki eyða til að mynda mörgum klukkustundum [ verkefni sem gildir 10% ef það tekur tíma frá öðru sem gildir mun meira. Ef þú gerir góða áætlun og fylgir henni þarft þú ekki að vera með nagandi samviskubit allan daginn yfir því að vera ekki að læra. Skipta námsefinu upp Skiptu námsefninu upp í litla hluta og ákved- du ekki meira en að Ijúka við einn hluta í einu. Hættu að hugsa um allt sem þú átt eftir að gera, þá endar þú bara með blæðandi maga- sár. Einbeittu þér heldur að einu í einu! Settu þér einnig tímamörk, það getur enginn lært stanslaust í 10 klukkutíma.Taktu þér stutt hlé inn á milli, þó ekki lengur en um 10-15 mín- útur í einu. Gakktu þá til dæmis einn hring í kringum húsið eða fáðu þér örlitla hressingu. Staðsetning Finndu þér góðan stað til að læra þar sem þú ert í friði frá sjónvarpinu, simanum og fjölskyldumeðlimunum og dreifðu vel úr þér. Reyndu síðan að læra alltaf á sama staðnum, þá tengir undirmeðvitundin þann stað við lærdóm og stillir sig betur inn á hann. Finndu næst út hvenær dags þér gengur best að vinna, hjá sumum er það á morgnana, öðrum á kvöldin. Notaðu timann þegar hugurinn er á reiki til að gera heimilisverkin, fara á kaffihús eða glápa á vídeó. Þægindi Jæja, þá er komið að því að setjast niður. Þægi- legur stóll, gott Ijós, blað og penni, létt tónlist (fyrir þá sem kjósa það) og stór kaffikanna. Er þetta ekki bara orðið huggulegt? Svo er það hernaðarleyndarmálið, þú skalt alltaf byrja á leiðinlegu heima- verkefnunum! Ég veit að það er rosalega erfitt, en annars áttu bara eftir að draga þau endalaust og það endar með því að öll leiðinlegu verkefnin eru eftir og skiladagurinn er á morgunl! Reyndu að hugsa jákvætt og hugleiddu hvernig þýskustíllinn, eðlisfræðiskýrslan og söguritgerðin um íslensku bændastétt- ina eigi eftir að nýtast þér í framtíðinni. 2) Glósutækni nenna að lesa"voru dæmi um svör sem ég fékk þegarég bar þetta undir nokkra í Þjóðarbókhlöðunni. Fólk er auðvitað misjafnt og svona fýlupúkar mega hafa sína skoðun. Reyndin er hins vegar sú að ef vel er að staðið geta vinnuhópar hjálpað verulega til við skilning á náminu. Við það að setjast niður með öðrum og ræða málin, skiptast á hugmyndum og útskýra fyrir hvert öðru fáið þið meiri yfirsýn yfir námsefnið. Ef þið eruð til að mynda að fara að skrifa stóra ritgerð er upplagt að ræða við bekkjarfélagana um efnið áður en þið setjist við skrifin. Þá getið þið fyrirbyggt misskilning og aukið hugmyndaflugið. Svo er líka alltaf gaman að hafa smá félagsskap. Liklega kannast flestir við það að sitja með sveitt ennið í fyrir- lestri þar sem kennarinn malar og malar um hluti sem maður botnar ekkert í. Maður reynir að ná niður hverju orði sem kennarinn segir, sem er auðvitað alveg ómögulegt, og endar uppi með útkrotuð.ólæsileg blöð og stífkrampa í hendinni.Til að auðvelda ykkur vinnuna ætla ég því að kynna fyrir ykkur ósköp einfalada aðferð sem kallast „Cornell kerfið": Undirbúningur: Þú þarft að hafa stóra glósubók með góðri spássíu (ögn stærri en í þessum venjulegu bókum). Það er mjög mikilvægt því þá getur þú bætt aðalatriðum og fyrir- sögnum í þann dálk eftir fyrirlesturinn. (tímanum: Hafðu greinaskil á blaðinu og ekki skrifa í hverja línu.Við erum ekkert að reyna að spara pappír! Hlustaðu eftir aðalatriðum en ekki skrifa hvert einasta orð. Oft getur kennar- inn verið að gefa ábendingu þegar hann breytir röddinni eða endurtekur atriði. Skrifaðu einnig allt niður af töflunni. Það gæti verið ábending um prófspurningu, ef ekki þá taparðu allavega ekkert á því. Vinnan eftir fyrirlesturinn: Lestu þá vel yfir glósurnar þínar og skrifaðu núna inná spássiuna. Gott ráðereinnigaðskrifaglós- urnar aftur upp í tölvu, því að þá getur þú bætt því inn í sem þér finnst vanta á meðan fyrirlesturinn er enn ferskur í minn- inu, auk þess sem þær verða mun læsilegri. Besti tíminn til að rifja upp er einmitt strax eftir tímann, því að þá hljómar rödd kennarans ennþá (höfðinu á þér. 3) Vinnuhópar Að læra í hóp virðist sumum ef til vill vera tómt þvaður.„Það er svo truflandi"eða„ég vil ekki vera að hjálpa þeim sem ekki 4) Lestrartækni •í Að siðustu kemur hér gott ráð þegar að lestrinum kemur. Kannastu ekki við það að ranka við þér þegar þú hefur lesið heilan kafla.án þess að muna nokkuð hvað þú varst að lesa. Þá höfðu dagdraumarnir náð yfirhöndinni, þú kannski að hugsa um hvað þú gætir gert skemmtilegt í kvöld, eða hvað þú ættir að fá þér að borða í hádeginu. Einbeitingarskortur sem þessi er merki um að nú þurfir þú að stoppa og stilla fókusinn upp á nýtt. Það er kúnst að kunna að lesa á þann hátt að það skili mestum árangri, fólk les ekki á sama hraða og einbeit- ingarhæfni er mismunandi.Allir eiga þó að geta fundið sinn takt og náð góðum árangri ef tæknin er rétt. Ég ætla því að kynna viðurkennda aðferð sem kallast SQ3R (survey, questions, read, recite, review). Þú verður svo bara að gera það upp við þig hvort þú teljir þessa aðferð henta þér. • Kynntu þér fyrst um hvað þú ert að fara að lesa, safnaðu saman upplýsingum og settu þér markmið. A • Taktu eftir fyrirsögnunum og hugsaðu um þær. Breyttu þeim svo í spurningar, eins margar og þú mögulega getur, og reyndu að finna svör við þeim í kaflanum. Þegar hugurinn er að leita svara við spurningum veitir hann námsefninu meiri athygli. • Eftir hvern kafla ferðu yfir spurningarnar og athugar hvprt þú getir svarað þeim aftur. Ef ekki, þá verður þú að lita aftur til baka og lesa kaflann betur þar til þú getur svarað spurningunum án nokkurra erfiðleika. Treystu mér, þó að þetta virðist taka lengri tíma þá gerir það það ekki * og þetta margborgar sig. Ef þú lést án þess að leggja á minnið þá ertu ekkert að læra! Gangi þér svo bara vel!!!

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.