Orðlaus - 01.10.2002, Blaðsíða 46

Orðlaus - 01.10.2002, Blaðsíða 46
STJORNUSPA NÓVEMBER Sporðdrekinn (24.október til 22.nóvember) Lífskraftur og ástríða einkennir sporðdrekann og er hann ákafari en önnur stjörnume stjórnandi, gerir háar kröfur og setur sér háleit markmið, en naer með því þangað sem sem fætt er í sporðdrekanum er yfirleitt trygglynt, en hættir oft til að ganga út í öfgaj fyrir hendur. Allt er þetta þó hið besta fólk. Frægt fólk í sporðdrekanum: Richard Burton, Marie Curie, Pablo Picasso, Indira Ganc Kelly og fleiri. Naut: Skildu vinnuna eftir í vinnunni, alla- vega nokkur kvöld í mánuðinum. Dekraðu þá aðeins við sjálfa þig, þú veist þú átt það skilið! Kvöld úti með vinunum á eftir að láta þér líða eins og ungbarni á ný. Það eiga eftir að koma upp vandamál í kringum miðjan mánuðinn, en ef þú sest niður í rólegheitunum til að finna lausn á allt eftir að fara vel. Eftir að öllu því er lokið pakkaðu þá oní tösku og stingdu af, þú þarft smá frí. Dragðu vin eða kærastann með uppí bústað yfir helgi og slappið af í nátt- úrunni. Hrútur: Eftir /hfakfarir síðustu daga er nú allt farið að garlga þér í haginn í vinnunni og einkalífinu. Nú er kominn tími fyrir þig að breyta aðeiris Yjl. Gerðu einu sinni það sem þig LANGARyaðWra í stað þess sem þú ÞARFT að gera. E»ki láíásreka á eftir þér og gefðu þér tfma til að siqna ántrgarQálunum og vinna upp tíma með fjöISkylíjuog vinum.Nú hefur þú meira aðdráttarafl en nokkru sinni fyrr svo það fer að hitna í ástarlífinu. Það fer algjörlega eftir þér hvort sambandið verður alvarlegt eða ekki. Hættu að/velta þér upp úr hlutum sem gengu ekk/app hjá þér seinustu mánuði. Nú ert þú/áödd á vegamótum og bjartari tímar erudramundan. Ekki taka fljót- færnislegar áNíföanir, sérstaklega í karlamál- um, þvfjxf^gætir átt von á að lenda á einum Isiðtrtjegum. Það er víst til nóg af þeim. Gæf- mun samt snúast þér í hag og það ætti að vera eitthvað varið í þann sem þú hittir í lok mánaðarins. Ekki hika þá við að taka málin f þínar hendur. Krabbi: Þú átt ( hörðum tilfinningalegum átökum um þessar mundir. Gefðu þér góðan tíma til að hugsa þinn gang og taktu svo þín- ar eigin ákvarðanir. Ekki láta umhverfið hafa áhrif á þig. Passaðu þig að láta ekki f minni pokann fyrir öðrum f kringum þig. Stundum þarf örlitla frekju til að koma sér þangað sem maður ætlar sér. Þú getur náð eins langt og þú kærir þig um. Mundu, enginn veit hvers hann er megnugur fyrr en hann hefur reynt!! Ljón: Það á eftir að vera mikið drama (kring- um þig í byrjun mánaðarins, líklega ertu bara orðin vön því. Hlustaðu á vandamál vinanna, þeir þurfa að létta á sér, en láttu þá svo um að gera hreint fyrir sínum dyrum. Hugsaðu þig vel um áður en þú afskrifar möguleika í þessum mánuði, eitthvað stórt og mikið er í vændum, trúlofun, nýtt starf, utanlandsferð eða jafnvel stefnumótið sem þú hefur beðið svo lengi eftir. En fyrir alla muni, BROSTU! Tvíburar: Fjárfestu, þó það sé ekki nema smávægilega, þetta er þinn happamánuður! Ekki hræðast að koma þínum hugmyndum á framfæri f vinnunni, þú átt eftir að verða hissa hverjar afleiðingarnar verða. Reyndu svo að hætta að dæma fólk í fljótfærni, þú ferð á mis við svo mikið af spennandi fólki einungis út af misskilningi eða öðru álfka fáránlegu. Hinn eini rétti gæti jafnvel verið einn af þeim!! Vog: Enga óþolinmæði, hlutirnir ganga ekk- ert hraðar fyrir sig þótt þú rífist og skammist í öllum í kringum þig! Þú þarf á smá breyt- ingu að halda og að setja þér nýjar lífsreglur. Gleymdu skuldunum þennan mánuðinn og eyddu smá í sjálfa þig. Ný klipping getur gert gæfumuninn og gefið þér aukið sjálfstraust. ( kringum 10. munt þú kynnast nýjum og spennandi gæja sem svo sannarlega hefur sögur að segja. Þú átt eftir að læra mikið af honum svo haltu f hann!! Meyja: Þú þarft að passa svolítið hvað þú segir við fólk, talað orð verður ekki tekið til baka! Vertu svolítið uppátækjasöm í mánuðin- um og gerðu það sem þig hefur lengi langað til að gera, en einhvern veginn aldrei fundið tíma fyrir. Flugtíminn sem þig hefur langað til að fara í síðan þú varst 10 ára kemur ekki til þín. Ekki heldur hanga og bíða eftir því að vinnufélaginn sem þú ert búin að eiga (augn- sambandi við í mánuði bjóði þér út. Bjódd ÞÚ honum út, það er ekkert sem bannar það!! Bogmaður: Láttu ekki óvæntar vinsældir á vinnustað stíga þér til höfuðs. Þú verður líka að læra að taka gagnrýni, í hóflegum mæli er hún öllum holl. Aðallega ráðlegg ég þér nú samt að sættast við gamlan vin. Þú veist hvern ég er að tala um. Þig er búið að langa til þess f langan tíma en hefur ekki þorað að stíga fyrsta skrefið. Treystu innsæinu, hann á jafnvel eftir að gera þér ómældan greiða í náinni framtíð. Steingeit: Þú ert full af orku núna, not- færðu þér það og kláraðu verkefni sem þú hef- ur látið sitja á hakanum. Lyftu þér svo aðeins upp að því loknu, upplagt væri að halda mat- arboðið fyrir vinina sem þú lofaðir fyrir svo löngu. Smá skemmtun er alltaf holl. Komdu maka þínum á óvart og hresstu aðeins upp á sambandið. Þú hefur ekki verið að gefa þér nógan tíma í það að undanförnu. Rómantíkin býr f þér, þú þarft bara að finna hana. Vatnsberi: Taktu því rólega þennan mán- uðinn og veittu ástvinunum athygli. Ekki taka því samt svo rólega að fólk gleymi þér. Pakk- aðu vonda skapinu ofan í poka og fleygðu þvf út í sjó, þér á eftir að líða mun betur. Mánuð- urinn á samt eftir að eiga sína hápunkta í öll- um rólegheitunum, þá sérstaklega í lok hans. Slepptu þér þá og sýndu þína bestu hlið. Allir þurfa á smá athygli að halda. Fiskar: Gríptu daginn! Besti dagurinn f lífi þínu gæti verið í dag. Hættu að velta þér upp úr þvf liðna og ekki stressa þig of mikið á framtíðinni. Núna verður þú að lifa í núinu og taka einn dag fyrir f einu. Gríptu öll tækifæri sem þér bjóðast. Taktu nýja starfinu, hví ekki að prófa, pikkaðu upp gaur sem þér líst á og bjóddu honum út, skelltu þér í helgarferðina með vinkonunum. Núna er ekki tíminn fyrir þig að hugsa þig af lengi um. Mundu, að hika er sama og að tapa! PDðD D4.D©

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.