Bændablaðið - 02.05.2006, Page 1

Bændablaðið - 02.05.2006, Page 1
Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 16. maí Upplag Bændablaðsins 14.300 Þriðjudagur 2. maí 2006 8. tölublað 12. árgangur Blað nr. 237 Landgræðsla Afskekkt er afstætt Út við nyrsta sæ Rannsóknir sýna að gróður í úthögum er víða í mikilli framför Minka- baninn Moli Kötturinn Moli, sem er veiði- köttur Indriða Aðalsteinssonar á Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp, hefur lagt fyrir sig nokkuð óvenjulegar veiðar nú seinni hluta vetrar, en hann hefur banað tveim- ur minkum í hlöðu á bænum. Að sögn Indriða er Moli, sem er þriggja ára gamall grábröndóttur fress, magnaður músaköttur sem gerir góða hluti á þeim vettvangi. Indriði segir þörfina fyrir veiði- kött hafa aukist eftir að rúlluhey- skapur hófst því að mýsnar geri mikinn usla með því að naga göt á rúlluplastið. Minkaveiðar kattar- ins segir Indriði hins vegar nýlega tilkomnar. Kisi heldur jafnan til í hlöðu þar sem geymdar eru rúllur. Hlaðan er gjarnan opin daga og nætur, svona þegar veður leyfir, og getur kötturinn þá farið allra sinna ferða óhindrað, kemst út á veiðar og inn til að leita skjóls og matast. Sjá nánar á bls. 24. Moli í fjárhúsinu á Skjaldfönn. Myndina tók Kristbjörg Lóa Árna- dóttir. Á fundi um stöðu og horfur í land- búnaði í Húnaþingi vestra, sem hald- inn var á Hvammstanga í dymbilvik- unni, kom fram að kaup utansveitar- manna á jörðum með veiðiréttindi hefðu haft veruleg áhrif á það hvert tekjurnar af ánum renna. Mikið hef- ur verið um slík jarðakaup meðfram Miðfjarðará og fyrir vikið renna 45% af arðinum af ánni út úr sveitarfélag- inu á þessu ári en árið 1990 var samsvarandi tala 4,4%. Þorsteinn Helgason formaður, Veiðifélags Mið- fjarðarár, fjallaði um veiðihlunnindi og kom fram í máli hans að tekjur af sölu veiðiréttar hefðu stórhækk- að á undanförnum árum. Á þessu ári verða tekjur fyrir veiðar í ám Húnaþings vestra um 120 milljónir króna en það jafngildir því að dagur í laxveiði kosti um 60 þúsund krónur að meðaltali. Ef einnig er horft á fæði, húsnæði og annan kostnað sem fylgir veiðinni leggur dag- urinn sig á 100.000 krónur eða þar um bil. Miðað við venjulega veiði í hún- vetnskum ám samsvarar þetta því að hver lax kosti veiðimenn um 30.000 krónur. Nánar er sagt frá fundinum á Hvammstanga í bls. 22. Einnig er rætt við Harald Benediktsson formann BÍ á bls. 7 um félagskerfi bænda á 21. öldinni sem hann fjallaði um á Hvammstangafundinum. Uppkaup á húnvetnskum laxveiðijörðum 45% af arðinum út úr sveitarfélaginu Freyr er komin út Í nýútkomnum Frey er að finna ýmsan fróðleik er viðkemur land- búnaði. Má þar nefna umfjöllun um tilraunir á vinnslu sauða- og geitaosta, umfjöllun um gildi, stefnu og þróun menningarlands- lags í Noregi, afkvæmadóm fyrir nautin úr árganginum fæddum árið 1999 og viðtal við Svein Runólfsson landgræðslustjóra. Auk þessa skoðar Freyr nýtt gróð- urhús í Hrunamannahreppi og kynnir niðurstöður danskrar rann- sóknar á innréttingum í legubása- fjósum. Farið er yfir undirbúning lítillar vatnsaflsvirkjunar og rann- sóknarniðurstöður á seleni í hrút- um eru kynntar. Láttu ekki Frey fram hjá þér fara! Áskrift má panta í síma 563-0300. Handbók bænda er í prent- smiðju um þessar mundir og verð- ur bráðlega send áskrifendum. Í ár var útlit bókarinnar tekið til gagn- gerrar endurskoðunar en Hand- bókin er öll prentuð í lit. Að venju er nýtt efni í bland við eldra sem er uppfært á ári hverju. Meðal nýs efnis eru kaflar um ræðumennsku og fundahöld, uppbyggingu fisk- eldisstöðva, viðbótarfóðurefni fyr- ir mjólkurkýr og geymslu kart- aflna. Þá eru stuttar greinar um lögfræðileg atriði sem gagnast bændum, s.s. um landskipti á jörðum, stofnun lögbýla og upp- lausn ættaróðala. Þeir sem vilja kaupa bókina hafi samband við BÍ síma 563-0300. Vegagerðin vill setja upp bæj- arskilti með endurskini Vegagerðin sér um uppsetningu og viðhald bæjarskilta en land- eigendur og sveitarfélög standa straum af kostnaði við skiltin. Að sögn Hjörleifs Ólafssonar, fulltrúa hjá Vegagerðinni, vinn- ur hún að því að fá bæjarskilti sett upp um allt land en ástandið í þessum málum er misjafnt milli héraða. Hjörleifur segir að það nýjasta í þessum málum sé að fá bæjarskilti með endurskini. Hann segir að ör- yggisaðilar eins og sjúkraflutn- ingamenn og slökkvilið kvarti undan því að erfitt sé og stundum ekki hægt að lesa á bæjarskiltin í dimmviðri yfir veturinn og því sé hér um hreint öryggisatriði að ræða. ,,Þess vegna vill Vegagerðin setja upp góð bæjarskilti með end- urskini þannig að þau sjáist vel og auðveldi þeim að rata sem sjá um öryggisþáttinn,“ sagði Hjörleifur Ólafsson. Hekla Hermundsdóttir, nemandi í Hólaskóla, og Komma frá Flagbjarnarholti á leið á lokaæfingu fyrir próf í gæðingafimi. Afgreiðsla styrk- umsókna vegna þróunar- og jarðabóta Borist hafa mjög margar styrk- umsóknir vegna þróunar- og jarðabóta, verkefnaflokks 6, er tengist bættum aðbúnaði búfjár og vinnuaðstöðu. Í mörgum tilfellum standast þessar umsóknir ekki þær kröfur um fylgigögn sem settar eru vegna þessa verkefnaflokks. Á næstu dögum verður þessum umsækj- endum gefinn stuttur frestur til að skila fullnægjandi gögnum. Vegna þessa verður styrkumsókn- um vegna verkefna tengdum bú- fjárhaldi og vinnuaðstöðu ekki svarað fyrr en í kringum 10. maí. Umsækjendur í aðra verkefna- flokka eiga von á svari um þessi mánaðamót. Handbók bænda með nýju sniði 33 26

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.