Bændablaðið - 02.05.2006, Side 7

Bændablaðið - 02.05.2006, Side 7
Það væri synd að segja að það væri minnimáttarkennd á ferð þeg- ar Ingólfur Ómar Ármannsson yrkir um sjálfan sig: Vínhneigður og konum kær karlinn býsna slyngur orðheppinn sem endranær enda Skagfirðingur Nú er gósentíð ferminga Pétur Stefánsson orti um páskana: Nú er vertíð prúðra presta sem plata vilja börnin góð. Að ferma þau er félind besta er fyllir klerksins buddu' og sjóð. Séra Hjálmar Jónsson svaraði Pétri á þessa leið: Orði Drottins ei mun hnekkt, eru þar kostir betri. Held ég fáa hafi blekkt heimóttarskapur í Pétri. Blaðafátækt Kristján Bersi Ólafsson sendi þetta á Leirinn strax eftir páskana: Blaðafátæktin þessa helgi fékk mig til þess að fara að hugsa um blöð og blaðamennsku og þetta varð niðurstaðan. Ég vil taka það fram að með þessu er ég ekki að veitast að neinum einstaklingum í blaða- mannastétt eða að einstökum fjöl- miðlum, heldur er þetta almenn hugleiðing gamals blaðamanns um nútímann: Það fylgir mörgum fréttaskúmi á forsíðunni að taka sprett og láta sér í léttu rúmi liggja hvað er satt og rétt. Stuðlamál Kristján Eiríksson sendi eftirfarandi vísur með formála til skýringar: Margeir Jónsson frá Ögmundar- stöðum gaf á sínum tíma út bækur sem hétu Stuðlamál og mátti líta á þær sem úrval úr verkum ýmissa snjöllustu hagyrðinga landsins. Ekki þótti þó öllum jafnmikið koma til þessa framtaks og þar á meðal var Sveinn frá Elivogum en hann átti reyndar ekki vísur í Stuðlamál- um. Sveinn orti eftirfarandi vísu eft- ir lestur þeirra: Margeirs sálin mærðargrút mæðist ekki að safna. Stuðlamálin unga út eggjum flestra hrafna. Vísa þessi birtist svo í Nýjum and- stæðum Sveins sem út komu 1935. Einhver tók upp hanskann fyrir Margeir og svaraði: Sveinki freyðir lastalút létt um skeið og hjalla. Margeirs hreiður mígur út mannorðsveiðibjalla. Að nýta náttúru sína Mikil umhverfisráðstefna var haldin á Húsavík á dögunum. Þar var lögð þung áhersla á skynsamlega nýtingu náttúrunnar. Þá ályktaði Hreiðar Karlsson sem svo: Náttúran breytist, veður og vindar hlýna, við höfum knappan frest. Mikils er vert að nýta náttúru sína og njóta hennar sem best. Eftir hvern? Stefán Vilhjálmsson sendi þessa vísu á Leirinn og spurði um höfund og hvort vísan væri ekki áreiðan- lega rétt svona: Undrun bæði og öfund hafa aukið hjá mér jafnt og þétt þeir sem aldrei eru í vafa og alltaf vita hvað er rétt. Mælt af munni fram Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson 7Þriðjudagur 2. maí 2006 Bændablaðið tók Harald tali um þessar breytingar og spurði fyrst hver viðhorf bændasamtakanna væru til þeirra. „Við höfum ekki kannað það hvernig þessi jarðakaup skiptast á milli þeirra sem eru að bæta við eignasafnið og hinna sem eru að kaupa jarðir til þess að búa þar að hluta til eða allt árið. Það fyrr- nefnda er mest í umræðunni og við sjáum á tölum að þeim sem eiga margar jarðir hefur fjölgað. Ég hef hins vegar talað fyrir því að bændur líti á þá sem kaupa jarð- ir til þess að búa á þeim sem nýja liðsmenn sveitanna. Á Búnaðar- þingi hefur verið rætt um mögu- leika á að koma á því sem hefur verið kallað skipt búseta. Vandi sveitanna er nefnilega sá að hvort sem menn eru að kaupa jarðir í eignasafnið eða til þess að nota þær í frístundum þá hverfur föst búseta af þeim. Þeim jörðum sem falla úr fastri ábúð fjölgar ört. Ef við lítum á svæðið næst höf- uðborginni, þe. Suður- og Vestur- land, er fólksfæðin ekki vandamál heldur að sveitarfélögin hafa misst tekjur af jörðunum sem fara úr ábúð. Í öðrum landshlutum þar sem líka hefur verið töluvert um jarða- uppkaup horfa menn hins vegar upp á umtalsverða fólksfækkun á stórum svæðum með þeim hliðar- áhrifum að börnum sem sækja skólann fækkar sem og þeim sem standa undir samfélaginu.“ Búnaðarfélögin breytast En Haraldur sér líka ýmsa mögu- leika í þessari þróun. „Ég hef talað fyrir því á bænda- fundum að við förum að huga að því að laga félagskerfið að breytt- um heimi. Búnaðarfélögin þurfa að takast á við það hlutverk að verða hagsmunasamtök íbúa í dreifbýli. Stækkun sveitarfélaga veldur því að hlutur bænda og landeigenda í stjórnsýslunni verð- ur stöðugt minni og þess vegna er mikilvægt að hafa samhentan hóp til að gæta hagsmuna þeirra. Þetta er líka hagsmunamál fyrir fólk sem hefur keypt jarðir og er að byggja þær upp, sinna viðhaldi og öðru. Þetta fólk reynist sveitarfé- laginu vel og það er akkur í því fyrir bændur að fá það til að vera hluti af okkar liði.“ Gangi þetta eftir er ljóst að starfsemi og hlutverk búnaðarfé- laganna breytist töluvert en Har- aldur segist ekki hafa áhyggjur af því. „Búnaðarfélögin standa á gömlum grunni og þau eru mis- jafnlega virk eftir landshlutum. Sums staðar eru þau dauf en ann- ars staðar hafa þau þegar stigið fyrstu skrefin í þá átt að verða að hagsmunasamtökum íbúanna, einskonar hverfafélög eins og við þekkjum úr þéttbýlinu. Búnaðarfé- lögin eru góður grunnur undir þessa félagslegu einingu en víða þarf að huga að stærð þeirra og starfssvæði. Búnaðarfélögin gerðu flest hver átak í jarðræktarmálum og keyptu jarðýtur og stærri vinnslu- tæki. Með tímanum hefur þessi þáttur breyst í eins konar vélaleig- ur og sú starfsemi getur alveg samrýmst hlutverki þeirra sem hagsmunafélög. Það má hugsa sér að í stað þess að kaupa jarðýtur og plóga beiti þessi félög sér fyrir því að bæta internetsamband sveitarinnar við umheiminn. Tíð- arandinn mótar verkefnin hverju sinni og það mun gerast í þessum félögum.“ Byrjað á Vesturlandi Á Vesturlandi hefur þessi þróun þegar hafist og segir Haraldur að hann hafi ásamt fleirum farið að tala fyrir sameiningu og fækkun búnaðarfélaga í héraðinu árið 2000. „Við stóðum frammi fyrir nokkrum kostum. Við gátum gert búnaðarsamböndin þrjú grunnein- ingar að BV en völdum að gera búnaðarfélögin að slíkum eining- um. Nú eru félögin orðin um 20 en voru yfir 30 þegar við hófumst handa. Við erum með 50-70 manna félög sem mörg hver eru mjög virk. En við verðum að hafa það hugfast að það er ekki alltaf trygging fyrir virkni að félagið sé stórt. Lítil félög geta líka verið mjög virk en þau félög sem hafa gengið í gegnum sameiningu eru mjög virk og eru að fást við ýmsa hluti.“ - Hvað þá helst? „Flest öll starfrækja þau véla- leigur og taka þátt í umræðu um hagsmunamál sem snúa að sveit- arfélaginu. Umhverfismál og ásýnd sveitanna eru mikið á dag- skrá og svo ræða þau pólitík. Áhrif þessara félaga má marka af því að þar sem þau eru virk eru víða menn úr þeim á framboðs- listum til sveitarstjórna, það er sóst eftir þeim. Bændasamtökin hafa reynt að styrkja þessi félög bænda með því að bjóða upp á fé- lagsmálanámskeið og með því að beina því til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins að hann leggi þeim lið við félagsleg verkefni. Við höfum líka komið því þannig fyrir að félögin fái ný hlut- verk, svo sem styrki til hreinsunar á brotajárni og gömlum girðing- um.“ Hljómsveitarstjóri á Búnaðarþingi? - Þú nefndir að búsetumálin settu strik í reikning sveitanna því margir þessara nýju landeigenda eru ekki með heimilisfesti í sveit- inni. En er lögheimilið ekki skil- yrði fyrir þátttöku í búnaðarfélög- unum? „Jú, en það getur verið mis- jafnt hvernig menn taka á því. Á Vesturlandi hafa menn skilgreint aðildina þannig að ef landeigend- ur vilja njóta þjónustu búnaðar- sambandsins verða þeir að vera í félögunum enda eru margir virkir í þeim. Þeir hafa þá flutt lögheim- ili sitt í sveitina. Þeir hafa séð að ef þeir hyggjast búa í sveitinni hafa þeir hagsmuni af því að sam- félagið í kringum þá sé gott. Ef þeir ætla einungis að koma þang- að um helgar og er alveg sama þótt samfélagið sé að molna niður þá eru þeir ekki með. Við beitum okkur fyrir hagsmunum þeirra sem vilja vera með okkur og leggja sveitarfélaginu til í það minnsta hluta af sínum sköttum.“ - Hefur ekki reynst erfitt að fá bændur til þess að taka þessum nýju íbúum vel? „Það er mannlegt eðli að vilja halda í það sem er og vissulega hefur þetta leitt til árekstra. Reynsla okkar af Vesturlandi er sú að bændur hafa tekið þessu fólki vel en því miður eru árekstrarnir meira áberandi en það sem vel gengur. Bændur hafa dálitla til- hneigingu til þess að skipta sér niður eftir búgreinum, kúabændur hér og sauðfjárbændur þar, en við eigum það allir sameiginlegt að við erum notendur lands. Við get- um síðan unnið áfram að sérmál- um okkar í búgreinafélögunum, það breytist ekkert þótt við eflum og breytum búnaðarfélögunum. Menn verða hins vegar að átta sig á því að það er samheldni stéttar- innar í heild sem dugir best við að verja hagsmuni bænda, hvort sem þeir búa með kjúklinga eða hross.“ - Sérðu fyrir þér að á Búnaðar- þing setjist í framtíðinni fyrrver- andi hæstaréttardómari, hljóm- sveitarstjóri eða einhver sem býr í sveit en rekur ekki búskap? „Já, það gæti alveg farið svo. Ef hann eða hún hefur áhuga á að taka þátt í bændapólitíkinni þá væri bara gott fyrir Búnaðarþing að fá slíka menn til liðs við sig,“ sagði Haraldur Benediktsson for- maður Bændasamtaka Íslands. Virkjum nýja liðs- menn sveitanna - Haraldur Benediktsson hvetur til þess að félagskerfi landbúnaðarins lagi sig að nýjum veruleika sveitanna Eins og oft hefur komið fram í fréttum hefur það færst í aukana að fólk úr þéttbýli kaupi sér jarðir í sveitum landsins, ýmist til þess eins að festa fé sitt í verðmætum hlunnindajörðum eða til þess að nýta jarðir til búsetu hluta úr ári eða jafnvel allt árið. Í fæstum tilvikum eru jarðirnar keyptar til þess að halda áfram búskap þótt al- gengt sé að menn séu með hesta sér til yndisauka. Þetta hefur hins vegar töluverð áhrif á mannlífið í sveitum landsins, breytir íbúasamsetningu og atvinnuháttum. Á fundum með bændum undanfarna mánuði hefur Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands rætt þess- ar breytingar og sett fram hugmyndir um það hvernig rétt sé að laga félagskerfi bænda að þeim. Haraldur Benediktsson svarar fyrirspurnum fundarmanna á fundinum á Hvammstanga sem sagt er frá á bls 26. Með honum í pallborðinu eru bændurnir Þorsteinn Helgason á Fosshóli og Guðný Björnsdóttir á Bessastöðum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.