Bændablaðið - 02.05.2006, Page 8
8 Þriðjudagur 2. maí 2006
Á Snæfellsnesi voru að jafnaði
um 800 minkar haustin 2001 og
2002. Þetta eru niðurstöður
rannsókna Náttúrustofu Vestur-
lands í Stykkishólmi en stofnun-
in hefur í samvinnu við Háskóla
Íslands og veiðistjórnunarsvið
Umhverfisstofnunar staðið fyrir
minkarannsóknum síðustu árin
með það að markmiði að finna
út heildarstærð íslenska minka-
stofnsins. Mat á stærð minka-
stofnsins á Snæfellsnesi er mik-
ilvægur áfangi að því lokatak-
marki en með þessum upplýs-
ingum er í fyrsta sinn hægt að
reikna út veiðiálag á tilteknu
svæði.
Á Snæfellsnesi var veiðiálag á
mink um 25% árin 2002 og 2003.
Athyglisvert er að þetta veiðiálag
er á svipuðu róli og miðað er við
þegar nýta á stofna fugla og spen-
dýra á sjálfbæran hátt. Þessar vís-
bendingar, ásamt því að fjöldi
veiddra minka hér á landi hefur
vaxið nær samfellt frá því veiðar
hófust, benda til að veiðiálagið á
íslenska minkastofninum sé ekki
nægilega mikið til að hafa nei-
kvæð áhrif á stærð heildarstofns-
ins milli ára. Jafnvel þótt veiðin
hafi vissulega oft staðbundin og
tímabundin áhrif til verndunar líf-
ríkis.
Örmerktir og frostmerktir
Róbert Stefánsson, forstöðumaður
Náttúrustofu Vesturlands, sagði í
samtali við Bændablaðið að við
stofnstærðarmatið væru minkar
veiddir í lífgildrur á haustin og
sleppt eftir merkingu. Veiðimenn
skiluðu svo hræjum af veiddum
minkum til Náttúrustofunnar til
rannsókna. Minkarnir voru merkt-
ir með örmerki undir húð og voru
þeir líka frostmerktir á læri og þar
með gat veiðimaður séð hvort dýr-
ið var merkt eða ekki. Veitt voru
verðlaun fyrir merktu minkana.
,,Út frá hlutfalli endurheimtra
merktra minka í veiðinni var
stofnstærðin reiknuð og útkoman
var að stofninn á Snæfellsnesi
væri 800 dýr að hausti. Þessi að-
ferð sem við notuðum við talningu
dýranna er mjög mikið notuð í
vistfræði, t.d. í rannsóknum á
fuglum, spendýrum og fiskum,“
segir Róbert.
Aukin veiði - stærri stofn
Hann var spurður hvort nýjar og
bættar veiðigildrur breyti engu í
sambandi við þessi 25% sem sagt
er að veiðist úr stofninum?
Róbert sagði að þessar tölur
ættu bara við á Snæfellsnesi þessi
tvö áðurnefndu ár. Hann segir að
það geti verið töluverðar sveiflur
bæði í veiðiálaginu og stofnstærð-
inni en það sé nokkuð sem ekki er
vitað nóg um. Undanfarna áratugi
hefur verið jöfn aukning í veiðinni
og segir Róbert það vísbendingu
um að stofninn hafi verið að
stækka því ekki hafi verið gert
neitt sérstakt átak í veiðunum.
Aldrei áður tekist að meta
stærð minkastofns
Varðandi stofnstærðina er um
merkilegan áfanga að ræða því
aldrei áður hefur tekist að meta
stærð minkastofns á tilteknu
landssvæði með vísindalegum að-
ferðum, hvorki hér á landi né er-
lendis, enda þykir tegundin sér-
staklega erfið viðureignar til
stofnstærðarmælingar.
Kostnaður ríkis og sveitarfé-
laga við minkaveiðar árið 2005
nam um 45 milljónum en um ein-
um milljarði króna hefur verið
varið til minkaveiða frá því að
byrjað var að greiða fyrir veidda
minka árið 1939.
Róbert Arnar Stefánsson og
Menja von Schmalensee, líffræð-
ingar og starfsmenn Náttúrustofu
Vesturlands, vinna að minkarann-
sóknunum í samvinnu við Pál
Hersteinsson, prófessor við Há-
skóla Íslands.
Félagið Handverkskonur milli
heiða hafa opnað veglegan vef á
netinu og er vefslóðin www.thin-
geyjarsveit.is/handverk. Á vefn-
um er að finna margvíslegar
upplýsingar og fjölda ljósmynda
af munum sem handverksfólkið
í félaginu hefur gert og eru til
sölu á Goðafossmarkaðnum sem
félagið rekur á Fosshóli.
Hlíf Guðmundsdóttir á Illug-
astöðum er formaður félagsins.
Hún sagði í samtali við Bænda-
blaðið að vefurinn væri ekki sölu-
vefur vegna þess að félagið hefði
ekki aðstöðu til þess enn sem
komið væri. Að sögn Hlífar geng-
ur Goðafossmarkaðurinn vel. Ný-
búið er að flytja hann í nýtt hús-
næði. Byggt var við verslunarmið-
stöðina á Fosshóli og eru í því
húsi, auk verslunarinnar, Goða-
fossmarkaðurinn, sparisjóður og
Goðafossveitingar.
Líka selt yfir veturinn
Áður en þetta nýja hús kom til var
Goðafossmarkaðurinn lokaður
yfir veturinn. En nú er hægt að
kaupa þar hluti og kona, sem á og
rekur verslunina í húsinu, hefur
tekið að sér að afgreiða utan við
hefðbundinn opnunartíma mark-
aðarins á sumrin. Fyrir bragðið er
meiri sala á handverksmunum en
áður var.
Nánast allt sem selt er á Goða-
fossmarkaðnum er unnið af fé-
lagskonum í Handverkskonur
milli heiða en í félaginu eru á milli
80 og 90 félagar. Yfir veturinn er
skipt í fjóra hópa. Þeir hittast svo
hálfsmánaðarlega á ákveðnum
stöðum, oftast heima á bæjum, til
að vinna þá muni sem seldir eru á
markaðnum. Nokkrar konur, sem
vinna úr beini og horni, hafa
ákveðna vinnuaðstöðu í húsi sem
eitt sinn var íbúðarhús.
Bætir atvinnumöguleika kvenna
Félagið Handverkskonur milli
heiða var stofnað þann 18. mars
árið 1992. Tilgangur félagsins var
og er að bæta atvinnumöguleika
kvenna og auka tekjur með því að
konur geti selt heimaunna fram-
leiðslu sína heimamönnum og
ferðafólki.
Í upphafi samanstóð félagið af
konum, sem búsettar voru á milli
tveggja heiða sem ramma inn
starfssvæðið, Vaðlaheiði í vestri
og Fljótsheiði í austri, og var
nafnið dregið af þessari landfræði-
legu staðsetningu í Suður- Þing-
eyjarsýslu.
Félagið teygði anga sína
lengra, þ.e.a.s. út í Köldukinn og
inn í Bárðardal. Á þessum tíma
skiptist svæðið niður í Hálshrepp,
Ljósavatnshrepp, Bárðardal og
síðan fylgdu með bæir í Reykjadal
vestan Fljótsheiðar.
Þingeyjarsveit er nú heimaland
Handverkskvenna milli heiða.
Handverkskonur milli
heiða hafa opnað
veglegan vef á netinu
Niðurstöður rannsókna Náttúrustofu Vesturlands
Einn af hverjum fjórum minkum veiðast
Í fyrra var byrjað að selja
veiðikort sem veitir mönnum
veiðileyfi í 23 vötnum víðsveg-
ar um landið og mega þeir
veiða eins oft og þeir vilja í
vötnunum. Ingimundur Bergs-
son er framkvæmdastjóri
veiðikortsins og hann á helm-
inginn í fyrirtækinu en Stanga-
veiðifélag Reykjavíkur hinn
helminginn.
Ingimundur sagði að sala á
kortinu hefði gengið vel í fyrra en í
ár væri salan miklu meiri. Kortið
kostar 5 þúsund krónur en börn 14
ára og yngri mega veiða frítt ef
þau eru í fylgd með fullorðnum
sem eru með veiðikort.
Með kortinu fylgir veglegur
bæklingur þar sem vötnin eru ítar-
lega kynnt til að auðvelda að-
gengið að þeim, sem og kynna fyr-
ir korthöfum þær reglur sem gilda
við hvert vatnasvæði. Einnig eru
kort og myndir frá vatnasvæðun-
um sem í boði eru.
Veiðikortið er til sölu á bensín-
stöðvum ESSO um land allt, veiði-
félögum, veiðiverslunum, Fosshót-
elum um land allt og víðar.
Veiðikortið veitir aðgang að 23 vötnum
Jón Baldur Lorange, yfirmaður
tölvudeildar Bændasamtakanna
og verkefnisstjóri WorldFengs,
sagði að tilgangur hópsins hafi
verið að kynna sér WorldFeng í
þaula til þess að þeir geti farið að
nýta sér hann meira og betur
þannig að hann verði þeirra eina
ættbókarkerfi. Nú eru þeir með
tvöfalt kerfi en stefna að því að
geta á næstunni unnið allt í
WorldFeng og keyra í honum
kynbótasýningarnar en síðastlið-
in tvö ár hafa þau gert þetta í
báðum kerfunum.
,,Við fórum yfir það sameig-
inlega hverju þyrfti hugsanlega
að bæta við eða breyta í World-
Feng til að gera þetta mögulegt.
Hallveig Fróðadóttir og Linda B.
Jóhannsdóttir, skrásetjarar
WorldFengs, sýndu hvernig
skýrsluhaldsvinnu er háttað hér á
landi og fóru yfir ferli við útgáfu
hestavegabréfa. Það kom hins
vegar í ljós að WorldFengur tek-
ur á flestu því sem þeir þurfa
með að gera í dag og meira til og
kemur það í sjálfu sér ekki á
óvart enda byggir upprunaætt-
bókin á stöðluðum alþjóðlegum
vinnuferlum sem hafa verið
byggðir upp í samvinnu við
FEIF, alþjóðasamtök eigenda ís-
lenska hestsins,“ sagði Jón Bald-
ur.
Hann segir að Svíar séu að
undirbúa útgáfu á hestavegabréf-
um beint úr kerfinu en þeir þurfa
að prenta út hestavegabréf fyrir
um 7 þúsund folöld fyrir 1. júlí
nk. til að uppfylla reglugerð sem
sett var af sænskum stjórnvöld-
um. Jón Baldur sagðist hafa farið
með hópinn í heimsókn í líf-
tæknifyrirtækið Prokaria en það
sér um greiningar á DNA sýnum
úr íslenskum hrossum sam-
kvæmt samningi við Bændasam-
tökin. Loksins liggur fyrir DNA
staðall fyrir íslenska hestinn til
að tryggja að erfðaefnið sé greint
með sama hætti og annars staðar,
þ.e. sömu erfðarmörkin alls stað-
ar í heiminum. Sömuleiðis að
allar upplýsingar um DNA grein-
inguna séu settar með samræmd-
um hætti inn í WorldFeng og
vistaðar þar. Prokaria býðst til að
taka og greina sýni úr hrossum
erlendis ef leyfi fæst til þess en
Jón Baldur taldi það mikilvægt
að Íslendingar tryggi samræmda
söfnun, greiningu og vistun
erfðaefnis úr íslenska hestinum á
heimsvísu.
Svíar í heimsókn til
að læra á WorldFeng
Fyrir skömmu kom til landsins fjögurra manna sendinefnd frá
Sænska Íslandshestafélaginu (SIF) til að kynna sér WorldFeng,
upprunaættbók íslenska hestsins. Í sænsku sendinefndinni voru
Pia Karnerud og Magdalena Hoveklint frá skrifstofu SIF og
skrásetjarar WorldFengs í Svíþjóð, Göran Häggberg, ræktunar-
leiðtogi Svíþjóðar, sem fór fyrir hópnum, og Arne Rulander,
varaformaður SIF og tæknilegur ráðgjafi.
Sitjandi f.v. Magdalena, Pia og Göran. Fyrir aftan eru þeir Jón
Baldur (t.v.) og Arne.
Mjólkursamsalan
Aðföngin
hækka um
200 milljónir
Sveiflurnar og óróinn á geng-
ismarkaði hafa áhrif víða og
hjá Mjólkursamsölunni hafa
menn reiknað út að innflutt
aðföng, umbúðir og fleira, hafi
hækkað í verði um 20% eða
þar um bil á síðustu vikum.
Ástæðan er veiking krónunnar
sem að vísu hefur gengið
nokkuð til baka á allra síðustu
dögum.
Guðbrandur Sigurðsson for-
stjóri MS segir að þetta auki
kostnað fyrirtækisins um 200
milljónir króna. Beinn innflutn-
ingur sé þó ekki nema 12-15%
af heildarrekstrarkostnaði fyrir-
tækisins. Við það megi bæta
hækkunum sem eflaust eiga eftir
að verða hjá innlendum birgjum
og þjónustuaðilum. Á móti kem-
ur að samkeppnisstaða fyrirtæk-
isins gagnvart innfluttum mjólk-
urafurðum styrkist við þessar
breytingar.
Guðbrandur segir að kostnað-
ur hjá bændum muni aukast
vegna dýrari aðfanga, ekki síst á
olíu og bensíni og þar með rúllu-
plasti. Þann kostnaðarauka sé
erfitt að meta en vonandi verði
þetta verðbólguskot ekki lang-
vinnt. „Við erum að hefja miklar
hagræðingaraðgerðir sem vinna
gegn þessum kostnaðarhækkun-
um og duga vonandi til að halda
kostnaðinum niðri svo hækkunin
fari ekki út í verðlagið. En þá má
þetta verðbólguskot ekki standa
lengi,“ segir Guðbrandur.