Bændablaðið - 02.05.2006, Page 13
Alþingismennirnir Guðjón
Hjörleifsson, Drífa Hjartardótt-
ir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Jón
Bjarnason, Kjartan Ólafsson og
Lúðvík Bergvinsson hafa borið
fram eftirfarandi þingsályktun-
artillögu:
-Alþingi ályktar að fela land-
búnaðarráðherra að hefja undir-
búning að stofnun trjáræktarseturs
sjávarbyggða í Vestmannaeyjum
sem hafi það markmið að rannsaka
særoks- og loftslagsbreytingar á
trjágróðri og trjárækt á eyjum í
Norður-Atlantshafi, einkum Ís-
landi, Færeyjum, Hjaltlandi, Orkn-
eyjum, Suðureyjum og Grænlandi.
Ísólfur Gylfi sagði tilganginn
með þessar þingsályktunartillögu
væri að hefja tilraunir og rann-
sóknir á ræktun trjáa við sjávarsíð-
una en slíkt hefur verið afar erfitt
til þessa.
,,Það er þó ýmislegt sem bendir
til þess að þetta sé mögulegt með
nýjum tegundum trjáa en fyrir
svona 15 til 20 árum datt engum
manni í hug að reyna að rækta tré
við sjávarsíðuna. Mér þykir þetta
afar spennandi mál, fólk er al-
mennt mun áhugasamara um trjá-
rækt núorðið en var fyrir nokkrum
árum. Sem strákur var ég í sveit í
Landeyjunum og vissi til þess að
þar gerðu menn margar tilraunir til
að koma upp trjám og það gekk
mismunandi vel og sums staðar
gekk það alls ekki,“ sagði Ísólfur
Gylfi.
13Þriðjudagur 2. maí 2006
Fóðurblandan hefur hafið
innflutning á Acetona Synergi
frá Finnska fóðurfyrirtækinu
Suomen Rehu. Þetta sérfóður
hefur slegið rækilega í gegn
í Danmörku.
Því er ætlað að auka nyt kúnna og
frjósemi og koma í veg fyrir súrdoða
og júgurbólgu. Fyrst í stað verður
Acetona flutt inn í 20 kg sekkjum en
fæst auk þess í 600 kg sekkjum sem
og í fljótandi formi.
Acetona Synergi fóðrast beint
eða blandað við annað fóður.
Nánari upplýsingar
á www.fodur.is
Sími: 570 9800Hlíðarvegi 2-4 Hvolsvelli Fax: 570 9801 www.fodur.isKorngörðum 12 Reykjavík Austurvegi 69 Selfossi Bústólpi Akureyri
Acetona Synergy = sérfóður
Eykur heilbrigði og nyt
!"###$%$
Heilfóðrun með KEENAN á Íslandi
Leitið upplýsinga í síma 894 3065
Eftirlit með olíutönkum á sveitabæjum í Finnlandi
Vilja stofna trjáræktarsetur
sjávarbyggða í Vestmannaeyjum
Á sl. ári hóf tryggingafélagið
Lokalförsäkring í Finnlandi átak
í eftirliti með olíutönkum á
sveitabæjum. Tilgangurinn með
átakinu var að kanna og bæta
ástand tankanna og draga úr
áhættu á olíuleka sem veldur
skaða á umhverfinu og getur ver-
ið bótaskyldur fyrir bændur og
tryggingafélög. Átakinu var vel
tekið og það heldur áfram á
þessu ári.
Eftirlitið fer fram í nánu sam-
starfi við Samtök bænda og skógar-
eigenda í Finnlandi, MTK, og fyrir-
tæki sem halda við olíutönkum og
endurnýja þá. Lokalförsäkninen,
sem einnig á aðild að MTK, veitir
hverjum bónda 50 evra styrk í
þessu skyni.
Á sl. ári sóttu um 300 bændur
um styrkinn. Hins vegar gátu þeir
ekki allir nýtt sér hann þar sem ekki
tókst alltaf að tæma tankana á rétt-
um tíma.
Veruleg hætta er á olíuleka úr
gömlum tönkum, þ.e. 20 - 30 ára og
eldri. Botninn á þeim getur verið
orðinn lélegur og látið sig þegar
þeir eru fylltir.
Út af fyrir sig er skaði af olíunni
sem tapast, en þó er skaðinn sem
verður á umhverfinu enn meiri. Ol-
ían mengar jarðveginn og spillir
grunnvatninu í kringum sig sem
síðan berst út i ár og vötn.
Viðgerðin er fólgin í því að grafa
upp tankinn og fjarlægja mengaðan
jarðveg. Slík aðgerð hleypur fljótt á
hundruðum þúsunda króna. Trygg-
ingafélagið bætir skaða þegar hann
gerist skyndilega og ófyrirséð.
Skaði af olíu sem lekur smátt og
smátt er hins vegar ekki bættur, né
þegar vitað er að tankurinn er léleg-
ur án þess að gripið sé til aðgerða.
Þáttur í eftirlitinu er að tæma
vatn sem getur safnast fyrir í tönk-
unum. Ryð og önnur óhreinindi
sem safnast fyrir á botni tankanna
skaðar mótora og kynditæki sem
brenna olíunni.
Hvernig skyldi ástand þessara
mála vera hér á landi?