Bændablaðið - 02.05.2006, Síða 29

Bændablaðið - 02.05.2006, Síða 29
29Þriðjudagur 2. maí 2006 vonandi læra að meta hverjar aðra sem persónur og ekki síst okkur sjálfar. Ungar konur eiga ekki að þurfa að fara inn á gömlu básana, þær eiga að fá að vera í búskap af því að þær hafa sjálfar áhuga á því og vonandi smitar þetta út frá sér. Við eigum ekki að lifa gamla munstrið í landbúnaði, konan má vera bóndi ef hún hefur áhuga á því. Hún á og má hafa sama val og aðrir, án tillits til kyns. Hvað finnst þér um þetta frum- kvæði Lifandi landbúnaðar? Þessar konur eiga virkilega hrós skilið fyrir að standa loksins upp og gera eitthvað. Tímasetningin er líklegast alveg hárrétt, því ég er ekki viss um að þetta hefði virkað mikið fyrr. Nú er lag, konur eru sjálfar að vakna til vitundar og það sést. Þessar hetjur í LL verða skráðar í sögubækur. Þetta verkefni er til tveggja ára sem verður virki- lega gaman að fá að taka þátt í. Ég vona bara að okkur fjölgi og fleiri konur gangi til liðs við okkur. Til- gangurinn er alls ekki að ráðast á karlpeninginn heldur viljum við bara fara að taka opinberlega þátt í lífinu. Sjá að við höfum þetta val, sem við höfum kannski alltaf haft en bara ekki komið auga á. Okkur á ekki að finnast við vera bundnar í fjötra. Möguleikarnir eru svo margir. Oft eru svona námskeið svarið sem þarf og upphafið að öllu. Það er að mínu mati ekkert aðalatriði að konur fari að mennta sig til prófs heldur að þær fari að leita sér upplýsinga á því sem fangar huga þeirra, auka víðsýnina, hvort sem það er gert á námskeiði, með lestri fundagerða, fjarnámi, eða bara með handbók bænda sem er hafsjór af góðum og gagnlegum fróðleik. Hvernig heppnaðist þessi frum- raun? Ég er mjög ánægð. Námskeiðið jók trú mína á íslenskum landbún- aði og jók víðsýnina, vonandi hjá fleirum en mér. Ég er, eins og áður sagði, loðdýrabóndi, en vildi gjarn- an sjá inn í fleiri greinar. Fá nasa- sjón af því sem aðrir bændur eru að gera og það gekk eftir. Ég vildi einnig sjá landbúnaðinn sem heild til að finna samstöðu og samkennd innan greinarinnar. Mín trú er sú að við getum gert ýmislegt til þess að styðja við bakið hvert á öðru og vera hvert öðru innan handar og þá er þekking á aðstæðum fyrsta vers. Allir bændur hefðu gott af því að fara í gengum svona námskeið, líka þeir sem eru bændaskóla- gengnir. Mér fannst einnig frábært að fá öll þessi gögn til að eiga og upplýsingar um hvar ég eigi að leita upplýsinga og heimilda. Það sem námskeiðið gerði einnig var að við, hér innan míns svæðis, kynntumst betur, mynduðum heild sem gæti orðið sterk í einhverjum sameiginlegum verkefnum. Ég hef sem dæmi látið mér detta í hug að það yrði hægt að fara í nýsköpun saman og verið þá sterkari heldur en ef hver og einn væri að potast í sínu horni. Mikið hefur verið rætt um að ungar konur séu að flytjast á möl- ina. Heldur þú að svona nám geti spornað við því? Þetta er ábyggilega einn liður en fleira þarf til. Ungar konur hafa ekki áhuga á því að láta múra sig inni í hugmyndaheimi sem var skapaður fyrir 100 árum. Nám- skeiðið sýndi fram á að við rekum fyrirtæki til jafns við alla aðra í þessu landi og til jafns við karl- menn. Við erum ræktendur á öllum sviðum, viljum skila arði og hagn- aði eins og aðrir. Ef konur sjá að þær eru jafn færar og karlarnir, fá áhuga á landbúnaði og metnaður skapast þá vona ég sannarlega að þær sjái hér sæng sína útbreidda og sitji eftir. Er mikið um eyðijarðir á þínu svæði eða býr fólk á svæðinu með engan bústofn? Uppkaupastefnan hefur numið hér land eins og víða annars staðar. Hér hefur reynst erfitt að halda í unga fólkið, eins og margir í dreif- býlinu upplifa. Það eru ekki margir sem eiga heima á jörðum sínum sem ekki hafa bústofn, það er þá frekar að jarðirnar fari alveg í eyði. Því miður sjáum við, eins og lík- lega margir aðrir, að endurnýjun er ekki nógu mikil. Við hjónin erum með nýjustu bændum hér og höf- um búið í sjö ár. Þessu þarf nauð- synlega að kippa í liðinn og svona námskeið gæti verið liður í því. Það þarf að gera landbúnaðinn meira spennandi. Það að rækta er spennandi og tækifærin eru mörg, það er bara spurning að finna þau og spyrja sjálfan sig hvað maður vill gera með þau. Mér finnst fram- tíð íslensks landbúnaðar björt og margt sem liggur við þröskuldinn sem við eigum eftir á sjá betur. Hins vegar er oft ekki aftur tekið það sem gert hefur verið og mér finnst mjög erfitt að sjá góð rækt- arlönd bútuð niður í sumarhúsa- lönd eða eitthvað annað. Ég held að ræktað land sé auðlind og fólk eigi að stíga varlega niður í því að breyta þeim. Ekki er víst að hægt verði að endurheimta þau síðar þegar not koma fyrir þau. Er góð nettenging að verða jafn mikið byggðamál og góðir vegir? Fyrir þá kynslóð sem býr núna er þetta orðið ómissandi tæki sem auðveldar lífið til mikilla muna. Hér á bæ höfum við ekki farið í bankann í langan tíma eða þurft að hringja út og suður til að leita að hlutum, við notum netið. Fyrir vik- ið er hægt að eyða meiri tíma heima á sínu búi og við sitt rækt- unarstarf. Ef við ætlum að fá ein- hverja nýliðun í landbúnaðinn þá verður góð nettenging að vera til staðar. Hins vegar er í augnablik- inu ólíðandi hversu léleg hún er víða. Það nennir enginn að hanga yfir hægfara neti til lengdar, sama hversu áhugasamur viðkomandi er. Netið opnar umheiminn fyrir manni. Miklar upplýsingar eru þar sem erfitt eða seinlegt yrði að fá annars staðar. Eiga bændur framtíðina fyrir sér? Það er engin spurning og með svona námskeiðum eykst bjartsýni mín á það. Ég vona líka að svona námskeið verði haldið fyrir karl- menn eða bæði kynin síðar. Hins vegar er spurning um skilgreining- una á orðinu bóndi sem e.t.v. hefur nokkuð verið að þvælast fyrir okk- ur. Bændur geta gert svo margt annað en búa með kindur og kýr þó svo þær greinar séu og verði góðar og gildar. Framtíð lands- byggðarinnar er björt. Við eigum mikla möguleika ef við spilum rétt úr því sem lagt hefur verið upp í hendurnar á okkur. Á þann hátt vinnum við gullið okkar heima. ert viss um að það hefði fælt konur frá þótt karlmönnum hefði verið heimilaður aðgangur. Konur eru reyndar oft opnari þegar karlarnir eru ekki með. Eins eru þær óhræddari við að kannast við fá- kunnáttu sína, karllausar, en það veit nú enginn allt. Hins vegar finnst mér stundum að karlmenn kvarti oft og kveini fyrir því að konur séu að gera þetta og hitt en þeim dettur ekkert í hug að gera sjálfum. Það er eins og kona þurfi að vera á bak við allt hjá þeim. Hvað finnst þér um þetta frum- kvæði Lifandi landbúnaðar? Ég er virkilega ánægð með það. Er þó smávegis vonsvikin yfir traktorsnámskeiðinu. Hefði viljað fá almennilegt vinnuvélanámskeið sem gæfi okkur réttindi. Nám- skeiðið sem boðið var upp á gaf það ekki. Staðan er nefnilega orðin þannig að nú þarf vinnuvélarétt- indi til að aka um á dráttarvélinni sinni, alveg sama hversu oft og lengi þú hefur ekið henni. Hins vegar er mjög margt spennandi framundan. Haustið felur í sér fyr- irheit um spennandi tíma og ég er til í allt. Auðvitað verður maður að sníða sér stakk eftir vexti og hlaða ekki of miklu á sig, en ég hugsa að ég haldi áfram, það er svo margt frábært að gerast. Hvernig heppnaðist þessi frum- raun? Bæði vel og illa. Þetta var bara fyrsta vers og sett á að hluta, til að læra af því. Fyrir mína parta fannst mér á sumum stöðum kafað of djúpt en á öðrum sviðum vantaði grunninn. Í minni grein, sauðfjár- ræktinni, fannst mér ekkert vera sem reglulega höfðaði til mín, ég fræddist meira af konunum á fund- inum. Mér fannst einnig erfitt að vera að leita að svörum út um allt af því að tengingin mín er ekki svo hraðvirk. Það tók of langan tíma að opna og bíða eftir efninu sem var að hlaðast inn. Ef tenging er slæm, þá nennir fólk ekki að standa í þessu. Skólavefurinn var hins vegar mjög skemmtilegur og allt umhverfi hans. Gaman var að fara þangað inn og skoða umræð- una, að ég tali ekki um ef einhver var þar inni sem hægt var að spjalla við. Á örnámskeiðinu myndaðist hópur hér á Nesinu sem hefur mikinn áhuga á heimasöl- unni og tengja hana ferðaþjónustu. Þetta verður afar spennandi ef vel tekst til. Á landsvísu er verið að undirbúa handbók um verkefnið, beint frá býli, og vonandi kemst hún í gagnið sem allra fyrst. Mikið hefur verið rætt um að ungar konur séu að flytjast á mölina. Heldur þú að svona nám geti spornað við því? Fjarnám gefur sannarlega meiri möguleika en tengingin er rauði þráðurinn í gegnum allt. Ef hún er léleg þá er alveg eins hægt að gleyma þessu. Er mikið um eyðijarðir á þínu svæði, eða býr fólk á svæðinu með engan búskap? Það er ekki búið á öllum jörðum, líklega um þrjár til fjórar sem ekki er búið á. Þær eru samt ekki alveg í eyði heldur nýttar sem sumarhús. Það selst allt sem er til sölu og sem betur fer hefur búskapur haf- ist á jörðum sem ekki var búið á áður. Við höfum einnig verið heppin með það fólk sem hefur flust í hreppinn, það hefur samlag- ast lífinu hér mjög vel. Ég hef heyrt þá umræðu annars staðar, um minn hrepp, að hér sé þéttasta byggð búandi bænda. Ég get svo sem vel trúað því. Og það er merkilegt að bæði fyrir vestan okkur og sunnan hafa fleiri jarðir farið í eyði en hér. Er góð nettenging að verða jafn mikið byggðamál og góðir vegir? Já hún er það. Það háir lands- byggðinni á mörgum sviðum að hafa lélegar tengingar og því lengra sem þú býrð frá höfuðborg- inni því meira máli skiptir það. Við erum eiginlega hætt að fara í bankann, nema það sé eitthvað sérstakt og eins er nú hægt að skoða ólíklegustu hluti á netinu, án þess að þurfa að fara á staðinn. Þetta er því mjög tímasparandi og margir möguleikar sem við getum ekki nýtt okkur ef ekki verður gert gangskör í því að flýta lagningu háhraðanets um allt land. Hér hjá okkur er ISDN tenging, en ekkert meira. Ég er sem dæmi fréttaritari héraðsfréttablaðsins Skessuhorns og það tekur oft ansi langan tíma að senda myndirnar. Eiga bændur framtíðina fyrir sér? Já, þeir eiga það. Hér er góður skóli, við erum vel sett landfræði- lega, búið á hverjum bæ, afurða- talan há, mannlífið gott og mikil samstaða meðal íbúanna. Hér er samfélag þar sem fólk vinnur sam- an og er saman svo út frá því ber ég ekki neinn kvíðboga fyrir fram- tíðinni. Gullið er víða heima, við þurfum bara að kunna að nota það. Neytandinn vill í vaxandi mæli sækja vöruna heim til okkar og að því leitinu snúa aftur til fortíðar. Það er gott fyrir verkefnið beint frá býli. Hjá mér persónulega er engan bilbug að finna. Við ætlum að fara að byggja ný fjárhús í vor og leitum leiða til að nýta afurðir sauðkindarinnar sem mest og best. Fjölskyldan á Hrísum. Elís Másson situr með Önnu Guðnýju en í kjöltu Berghildar er hún Marta. Þóra Sif Kópsdóttir, bóndi Ystu-Görðum í Kolbeinsstaðahreppi, undirbýr mjaltir á ám síðastliðið sumar.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.