Bændablaðið - 02.05.2006, Síða 30

Bændablaðið - 02.05.2006, Síða 30
26 Þriðjudagur 2. maí 2006 Afkoma kúabænda góð um þessar mundir Skeiðháholt í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi er við Þjórsá, um það bil 20 mínútna akstur frá Selfossi. Þar búa Jón Vilmundarson og Guðrún Helga Þórisdóttir ásamt börnum sín- um þeim Tinnu 22 ára, Vilmundi 17 ára, Elínu 13 ára og Ingibjörgu 12 ára. Á Skeiðháholti er stunduð naut- gripa-rækt og eru þau með 70 kúa bú. Einnig eiga þau 40 kindur fyrst og fremst sér til ánægju en Jón vann í mörg ár sem sauðfjárræktarráðu- nautur og hefur mikinn áhuga fyrir þeirri búgrein enn. Guðrún segir að nýjan mjaltabás hafi þau byggt eftir að þau breyttu hlöðu í fjós og gamla fjósinu í lausa- göngufjós. Hún segir að nú þurfi ekki hlöður lengur, menn geyma heyið úti í plastrúllum. Talað er um að afkoma kúabænda sé góð um þessar mundir og segist Guðrún taka undir það og að sennilega sé afkom- an betri nú en þau 15 til 20 ár sem hún hefur þekkt til kúabúskapar. Hún segir að þegar þau Jón Vil- mundarson tóku við búinu fyrir 15 árum hafi verið lægð hjá kúabænd- um. Ekki var hægt að kaupa kvóta og þar af leiðandi ekki hægt að bæta afkomuna. Bændur sátu því bara fastir í netinu og gátu ekki aukið tekjur sínar af búinu með því að auka framleiðsluna. ,,Menn sáu þá ekki ástæðu til að auka kjarnfóðurgjöf og láta kýrnar mjólka meira. Sömuleiðis var ekki mikill áhugi á kynbótum. Síðan þeg- ar fólk fór að geta keypt kvóta og stækka búin kom ungt og kjarkmikið fólk inn í greinina og bjartsýnin jókst. Skuldirnar hafa þó áreiðanlega aukist víðast hvar,“ sagði Guðrún. Hún segir að nú vanti meiri mjólk og að það vanti kýr. Alla kvígur eru settar á og bændur fá heldur dýra- lækna til að meðhöndla kýr sem eitt- hvað er að en að senda þær í slátur- hús. Guðrún segir að nú sé aftur haf- in nautgriparækt til kjötframleiðslu meðfram mjólkurframleiðslu. Hún segir að þau setji töluvert af naut- kálfum til bænda sem hafa pláss til að ala upp kálfa. Sjálf hafi þau ekki aflögupláss nema fyrir kvígukálfa. Afleiðingin af þessu öllu sé að í augnablikinu vanti mjög nautakjöt á markaðinn. Stærsta tómataframleiðslubú landsins Allir vita hvar Flúðir eru og þar er gróðrarstöðin Melar. Ábúendur þar eru Guðjón Birgisson og Sig- ríður Helga Karlsdóttir ásamt börnum sínum. Þau eru Guðrún 19 ára, Birgir 16 ára og Rúnar 7 ára. Á Melum er stunduð garðyrkja og mest ræktað af tómötum ásamt sal- ati og káli og eru Melar stærsta tómataframleiðslubú landsins. Auk þess eru þau með útiræktað græn- meti yfir sumarið. Á Melum var tekinn upp ein af stuttmyndunum fjórum þar sem fjallað er um gróð- urhúsarækt. Guðjón Birgisson sagði að tóm- ataframleiðslan hjá þeim á síðasta ári hafi verið 330 tonn og að þau stefndu að enn meiri framleiðslu í ár. Yfir veturinn er mikið notað af rafmagni til lýsingar við tómata- ræktina og rafmagnsreikningurinn upp á 2,8 milljónir króna á mán- uði. Lýst er í 18 tíma á sólarhring yfir veturinn. En á sumrin er raf- magnsnotkunin minni og reikning- urinn því aðeins lægri. Síðastliðið sumar var gerður nýr samningur um rafmagnsverð til garðyrkju- bænda og segir Guðjón að náðst hafi fram svolítil lækkun. Hann segir að samkeppnin við innflutta tómata sé að sjálfsögðu fyrir hendi en mun minni en búast hefði mátt við vegna þess hvað ís- lensku tómatarnir séu miklu bragð- betri og betri að öllum gæðum. Guðjón var spurður hvernig honum litist á að nú verða allir tollar afnumdir bæði á innfluttu grænmeti og eins ef íslenskir fram- leiðendur vilja selja til EB land- anna. Hann sagði að þetta væri hið besta mál því íslensku tómatarnir væru svo góðir að auðvelt ætti að verða að gera þá að eftirsóttri vöru í Evrópu. Guðjón segir að íslenskir grænmetisframleið-endur séu farn- ir að sérhæfa sig í framleiðslunni þannig að einn er bara með tómata, annar agúrkur og svo framleiðis. Þannig er þetta líka til að mynda í Finnlandi og þykir gefast mjög vel. Guðjón var spurður hvernig það hafi verið að vinna þessa stutt- mynd með unglingunum. ,,Það var reglulega skemmti- legt. Þetta var að vísu langur vinnudagur. Kvikmyndatökuliðið var komið til vinnu um kl. 7.30 um morguninn og hættu ekki fyrr en um kl. 23.00 um kvöldið. Þetta var langur vinnutími fyrir nokkrar mínútur í sýningu en skemmtilegt var það,“ sagði Guðjón Birgisson. Ferðaþjónusta og sauðfjárrækt getur farið ágætlega saman Á Hunkubökkum í Skaftár- hreppi, sem er um það bil 6 km. vestan við Kirkjubæjarklaustur, búa hjónin Pálmi Hreinn Harðarson og Jóhanna Jónsdóttir ásamt börnum sínum þeim Heiðrúnu Huld, Kristni, Pálu Katrínu og Oddsteini. Þar búa einnig foreldrar Pálma, þau Hörður Kristinsson og Ragnheiður Björgvinsdóttir. Á Hunkubökkum er stunduð ferðaþjónusta þar sem boðið er upp á gistingu í smáhýsum og heima á bæ. Einnig er þar veit- ingasala. Þar er líka stunduð sauð- fjárrækt og eru 320 fjár á Hunku- bökkum. Jóhanna Jónsdóttir segir að sauðfjárbúskapur og ferðaþjónusta fari nokkuð vel saman. Það sé helst í maí sem þetta sé dálítið erfitt því þá bæði lifnar yfir ferðaþjónustunni og sauðburður stendur yfir. Hún segir að búskapurinn lendi meira á Pálma en ferðaþjónustan á sér. Ferðaþjónustutímabilið hefur heldur verið að lengjast í báða enda. Umferðin byrjar orðið snemma í maí og stendur fram í miðjan sept- ember. Yfir veturinn segir Jóhanna að nánast ekkert sé um að vera í ferðaþjónustunni. Það eru þá helst starfsmenn Orkustofnunar og vatnamælingamenn sem gista nótt og nótt. Hörður og Ragnheiður eru áhugafólk um skógrækt og stunda skógrækt sem áhugamál. Jóhanna segir að jörðin sé ekki það landmik- il að mögulegt sé að gerast skógar- bændur, hér sé um heiðarjörð að ræða. Krakkarnir á Hunkubökkum taka virkan þátt í þeim störfum sem tengjast ferðaþjónustunni, sauðfénu og skógræktinni með foreldrum sínum og afa og ömmu. Þau hafa líka gaman af því að hitta vini sína á Kirkjubæjarklaustri, fara á hestbak, vera í tölvunni, veiða síli og hjóla. Á góðviðrisdögum fara þau oft sér til skemmtunar í Fjaðarárgljúfur en þar er hægt að vaða og synda. Jóhanna segir að sér hafi þótt gaman að vinna að gerð þessarar kynningarkvikmyndar sl. sumar. Þetta hafi verið mikil vinna fyrir fólkið sem vann að gerð myndar- innar, tökur upp aftur og aftur og unnið fram á kvöld. ,,Krökkunum þótt mjög gaman að öllu saman en verða ef til vill feimin við að sjá sjálf sig á hvíta tjaldinu þegar þar að kemur,“ sagði Jóhanna Jónsdóttir. Nokkrar kynslóðir sem þekkja varla lífið í sveitinni Á Gilsbakka í Hvítársíðu, sem er um 20 km. frá Reykholti, búa Ólaf- ur Magnússon og Anna Gunnlaug Jónsdóttir ásamt börnum sínum þeim Sigurði 17 ára, Einari 15 ára, Jóhannesi 13 ára, Sigrúnu 6 ára og Steinunni 2 ára. Þar búa einnig for- eldrar Ólafs, þau Magnús Sigurðs- son og Ragnheiður Kristófersdóttir. Gilsbakki er nafnfrægur bær ekki síst vegna þess að hin alkunna Gils- bakkaþula er við hann kennd. Þau Ólafur og Anna Gunnlaug tóku við búi á Gilsbakka árið 1984 og hafa verið með sauðfjárbúskap þar síðan og eru með á sjöunda hundrað hausa í fjárhúsi að sögn Ólafs. Hann segir að enn sé kúabú- skapur á nokkrum bæjum í Hvítár- síðu og að þar séu til blönduð bú. Aðspurður hvort afkoma sauðfjár- bænda hefði batnað sagði hann að allavega hefði hægt verulega á nið- urleiðinni. Menn fengju hærra verð fyrir kjötið en allur tilkostnaður hefði líka hækkað en þegar allt kemur til alls hafi afkoman batnað. Ólafur segir þau hjónin bæði vinna utan heimilis til að drýgja tekjurnar. Hann var spurður hvernig hon- um þætti tengsl þéttbýlis og dreif- býlis vera um þessar mundir? ,,Þau hafa breyst mjög hin síðari ár og þá ekki síst vegna þess að nú eru börn í þéttbýlinu að mestu hætt að fara í sveit á sumrin og þekkja því ekki til lífsins í sveitinni. Það eru komnar nokkrar kynslóðir sem þannig er ástatt með. Við þetta slitna tengslin mjög mikið. Ég held að sjónvarp breyti þar ekki miklu um. Ég er bara með eina rás og hef sagt að ég vildi frekar ruglara á hana en afruglara á allar hinar,“ sagði Ólafur. Þegar honum var sagt að nú nálgaðist sú stund að kynningar- kvikmyndin, sem m.a. var tekin á Gilsbakka, yrði sýnd í sjónvarpi sagði hann tíma til kominn að láta sig hverfa. Hann sagðist hafa upp- götvað þegar verið var að taka þann þátt myndarinnar sem gerist á Gils- bakka að sig langaði ekki til að ger- ast kvikmyndagerðarmaður. Þá væri betra að vera bóndi. ,,Þetta eru einhverjar sex eða sjö mínútur í myndinni sem teknar voru hér hjá okkur og það tók alveg heilan dag. Mér fannst sem ég gæti rubbað þessu af á 15 mínútum. Ef til vill hefði það ekki orðið eins gott hjá mér, ég skal ekkert um það segja. Krakkarnir höfðu að vissu leyti gaman af þessu en þótti þó stundum sem tökurnar væru of oft endurteknar,“ sagði Ólafur Magn- ússon. Fjórar stuttmyndir um lífið í sveitinni Ríkissjónvarpið hefur tekið til sýninga fjórar sjö mínútna langar stuttmyndir um lífið í sveitinni. Myndirnar voru gerðar að forgöngu Bændasamtaka Íslands og teknar á þeim bæjum sem nefndir eru hér fyri rneðan. Teknar voru fyrir búgreinarnar nautgriparækt, sauðfjárrækt, garðyrkjurækt og ferðaþjónusta. Haft var í huga að börn og unglingar byggju á bænum og tækju virkan þátt í búrekstrinum ásamt foreldrum sínum. Leikstjórn og handritsgerð var í höndum Vigdísar Gunnarsdóttur, en kvikmyndataka og klipping var verk Ægis J. Guðmundssonar. Hljóðupptaka var á ábyrgð Péturs Einarssonar. Arnmundur Ernst Björnsson kemur fram í öllum myndunum og heimsækir bæina fjóra og ræðir við heimilismenn. Skeiðháholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Hunkubakkar í Skaftárhreppi Gilsbakki í Hvítársíðu Melar á Flúðum

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.