Bændablaðið - 02.05.2006, Qupperneq 33

Bændablaðið - 02.05.2006, Qupperneq 33
33Þriðjudagur 2. maí 2006 GARÐYRKJUSTÖÐ TIL SÖLU Nærri Geysi í efri hluta Biskupstungna er um það bil. 1200m2 gróðurhús i fullum rekstri til sölu. Einnig rúmgóð skemma. Húsin standa á uþb. 2 ha lóð og bjóða upp á ýmsa möguleika. Nánari upplýsingar hjá Fasteignamiðstöðinni í síma 550 3000 eða í símum 486 8878 / 486 8794. Styrkveitingar á vegum Erfðanefndar landbúnaðarins Meginhlutverk erfðanefndar landbúnaðarins er að vinna að varðveislu og sjálfbærri nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði. Í því skyni hefur nefndin ákveðið að verja fjármunum í að styrkja einstök afmörkuð verkefni sem falla að þessu hlutverki. Lögð er áhersla á að styrkja verkefni á eftirfarandi sviðum: rannsóknir er lúta að varðveislu og viðhaldi á erfðaauðlindum í landbúnaði. lokaverkefni til prófs á háskólastigi er tengjast varðveislu og/eða nýtingu á erfðaauðlindum í landbúnaði. aðgerðir sem stuðla að sjálfbærri varðveislu og/eða nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði. kynning og fræðsla fyrir almenning um erfðaauðlindir í landbúnaði og gildi þeirra. Um styrki þessa geta sótt bæði einstaklingar eða félagasam- tök sem hafa það að markmiði að stuðla að verndun og sjálf- bærri nýtingu innlendra erfðaauðlinda í íslenskum landbúnaði. Að jafnaði verða veittir styrkir á bilinu kr. 200-700 þús. Umsóknum skal skilað til formanns Erfðanefndar, Áslaugar Helgadóttur Landbúnaðarháskóla Íslands, Keldnaholti, 112 Reykjavík (aslaug@lbhi.is) fyrir 10. maí n.k. Niðurstöður liggja nú fyrir úr út- hagaverkefni Landgræðslunnar, Landbúnaðarháskólans og Nátt- úrufræðistofnunar og voru skýrslur sendar til viðkomandi bænda og annarra landeigenda í lok apríl. Verkefnið má rekja til þess að sett- ar voru niður 100 fastar mæli- stöðvar í úthögum á Norðurlandi og Suðurlandi árin 1997 og 1998 til að fylgjast með langtímabreyt- ingum á gróðurfari og ástandi lands. Stöðvarnar eru bæði á lág- lendi og hálendi, í heimalöndum og á afréttum. Á þeim var há- plöntugróður greindur, uppskera og grashæð mæld og ástand lands metið. Í upphafi miðaðist verkefn- ið við hrossahaga en víða var þó um blandaða beit sauðfjár og hrossa að ræða. Haustið 2005 var farið á allar stöðvar á nýjan leik og þær endurmældar. Mikil breyting til batnaðar Þegar á heildina er litið sýna niður- stöðurnar frá haustinu 2005 að mik- il breyting til batnaðar hefur orðið á ástandi lands, bæði á láglendi og hálendi. Dregið hafði úr beitarálagi, gróska aukist, rof í landi minnkað, þekja háplantna aukist en dregið úr hlutdeild lágplantna. Í mólendi komu fram vísbendingar um gróð- urfarsbreytingar í átt til graslendis. Í fyrri úttektinni var beit á 34 stöðvum af 100 talin yfir hóflegum mörkum samkvæmt ástandsflokk- un. Árið 2005 voru stöðvar í þess- um flokkum hins vegar aðeins 14. Samanburður á flokkun einstakra stöðva leiddi í ljós að 5 þeirra féllu í lakari ástandsflokk en áður, á 36 stöðvum var ástand óbreytt og á 59 stöðvum var ástand betra. Ef litið er til héraða, þ.e. Eyjafjarðar, Skagafjarðar, Austur- og Vestur- Húnavatnssýslu og Árnes- og Rangárvallasýslu, hafði ástand lands alls staðar breyst til hins betra. Þessi breyting á ástandi og gróðri haganna er rakin til fækkun- ar búfjár og hlýnandi loftslags á undanförnum árum. Gangi spár eft- ir um hlýnun loftslags næstu ára- tugi má búast við miklum breyting- um á gróðurfari og ástandi úthaga hér á landi, stórfjölgi ekki búfén- aði. Verkefninu haldið áfram Í þessari úttekt 2005 var líffræði- leg fjölbreytni plantna og dýra könnuð ítarlegar en áður með söfn- un lágplantna á 30 stöðvum, for- könnun á þéttleika mófugla á Suð- urlandi og á smádýralífi á Norður- landi. Fyrstu niðurstöður sýna að unnt er að flétta saman vöktun á ástandi lands og líffræðilegri fjöl- breytni og samnýta þann grunn sem upphaflega var lagður í verk- efninu. Stöðvarnar geta jafnframt nýst sem viðmiðunarpunktar í rannsóknum á áhrifum loftslags- breytinga á lífríki og ástand gróð- urlenda. Ætlunin er að halda verk- efninu áfram og vitja stöðvanna að 5 árum liðnum en jafnframt koma upp mælistöðvum víðar um landið fyrir þann tíma. Háskólarnir á Hól- um í Hjaltadal og á Akureyri eru aðilar að verkefninu. Árið 2005 var verkefnið styrkt af umhverfis- ráðherra, landbúnaðarráðherra, Rannís og VÍS. Niðurstöður verk- efnisins voru kynntar á Fræðaþingi landbúnaðarins í janúar sl., en síð- an hafa skýrslur um einstakar stöðvar verið unnar og sendar út og lýkur þar með þessum áfanga. Verkefnisstjóri er Borgþór Magnússon á Náttúrufræðistofnun Íslands. Mælistöð í grasmóa í um 450 m hæð á Efralandi á Silfrastaðaafrétt í Skagafirði. Hér hafði gróska aukist til muna 2005 og rof minnkað í landi frá fyrri úttekt, en litlar breytingar urðu á gróðursamsetningu. Hér er land greinilega í mikilli framför og er það rakið til að dregið hefur úr beit og að loftslag hefur farið hlýnandi á undanförnum árum. /Bændablaðið Borgþór Magnússon. Rannsóknir sýna að gróður í út- högum er víða í mikilli framför 2. september 1997 25. ágúst 2005 Mælistöðvar í úthögum á Norður- og Suðurlandi. Vörubifreið árg. 09/1996 ekinn 115.þ. km. Á bifreiðinni er 30 rúmmetra einangraður kassi ásamt TERMO KING frysti- og kælibúnaði m/ sjálfstæðri diselvél og tengingu f / 220 v. Einnig er 1.5.tonna vörulyfta og dráttarkrókur á bifreiðinni. Bifreiðin er með nýja skoðun til 2007. Ásett verð kr. 1.490.000.- + VSK. Upplýsingarar veitir: Tryggvi Tryggvason S: 693 02 03 TIL SÖLU MERCEDES BENZ 814 Til sölu kartöfluniðursetningsvél Structural 40, árg. 2002, sem setur niður í 4 raðir í einu. Verð: Tilboð S. 8928043

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.