Bændablaðið - 02.05.2006, Qupperneq 35

Bændablaðið - 02.05.2006, Qupperneq 35
35Þriðjudagur 2. maí 2006 Ég hef fengið til krufningar nokkr- ar vanþrifakindur í mars og apríl. Orsakir vanþrifanna hafa verið margs konar. Sem betur fer hefur þó hvorki riðuveiki ná garnaveiki fundist. Hins vegar hefur óvenju mikið verið um ormaveiki. Eink- um eru það ristilormar(Chabertia ovis), sem áður fyrr drápu fé í stór- um stíl. Þá voru ekki til góð orma- lyf. Óþarfi er að láta fé drepast úr ristilormaveiki nú á dögum. Það er vondur dauðdagi. Skepnurnar fá niðurgang og tærast upp. Ristillinn bólgnar stórkostlega, slímhúðin verður eldrauð og særð. Ormalyf ætti að gefa öllu fé í apríl, áður en ormunum fer að fjölga vegna þess að þeir vita á sig vorið. Ormalyf þarf að gefa ungu fé að haustinu líka og alltaf ættu menn að hafa innyflaorma í huga og gefa inn, þegar kindur fá skitu. Huga þarf að hníslasótt, ef lömb fá skitu Ekki má gleyma garnaveikinni. Hún er ólæknandi. Leita má að sýklum í saur með sérstakri bakteríulitun, en greiningin er ótrygg vegna þess að sýklarnir skiljast ekki út jafnt og þétt heldur í gusum. Blóðpróf kemur að gagni í óbólusettu fé en greinir ekki á milli sýkingar og mótefna, sem myndast við bólu- setningu. Einkennin eru svipuð og við ormaveiki þ.e. hægfara van- þrif, sútarsvipur, skituköst. Tann- los er algengasti vanþrifavaldur, þar sem sú veiki er til staðar. Alltaf verður að hafa riðuveiki í huga, ef kindur vanþrífast. Einkenni eru breytileg í upphafi milli landsvæða og jafnvel milli einstaklinga á sama svæði og sama bæ. Talað er um kláðariðu, þegar kláði m.a. á haus er fyrsta og mest áberandi einkenni, hræðsluriðu, þegar ótti og öryggisleysi og fælni eru áber- andi og lömunarriðu, þegar truflun verður á göngulagi og kindurnar verða óstöðugar á fótum, slettast til í gangi eða liggja fyrir vegna þróttleysis eða lömunar. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir. Horkindur Nú standa yfir samningaviðræð- ur milli hreppsnefndar Borgar- fjarðarsveitar og Orkuveitu Reykjavíkur um að Orkuveitan yfirtaki rekstur allra vatnsveitna í Borgarfjarðarsveit. Til stendur að sveitarfélagið sameinist Borg- arbyggð, Hvítársíðu og Kol- beinsstaðahreppi eftir kosning- arnar í vor og Orkuveita Reykjavíkur hefur þegar yfir- tekið veiturekstur Borgarbyggð- ar. Til stóð að ljúka þessum samn- ingaviðræðum nú í apríl, enda liggja fyrir drög að samkomulagi. Þá gerðist það að hluti fyrrum eig- enda Bæjarveitu fór fram á að kannað verði hvort yfirfærslan brýtur í bága við munnlega samn- inga sem gerðir voru um framtíð Bæjarveitu þegar sú veita var seld Andakílshreppi árið 1998. Vilja þeir að lagt sé mat á virði veitunn- ar í þeim samningum sem nú standa yfir og að svarað verði spurningunni um það hvort verðið hækki eftir sameiningu veitnanna. Linda Björk Pálsdóttir, sveitar- stjóri Borgarfjarðarsveitar, sagði að fenginn hefði verið óháður aðili til að skoða þessa kröfu og er nú beðið eftir greinargerð frá honum. Þegar hún liggur fyrir verður gengið í að ljúka samningsgerð- inni. Bjóst Linda Björk við því að það gæti gerst nú í maí. „Viðhorf okkar til þessarar yfir- færslu er að með því aukist rekstr- aröryggi veitunnar enda er hrepps- nefnd einhuga um að ljúka þessari yfirfærslu sem allra fyrst,“ sagði Linda Björk Pálsdóttir sveitar- stjóri. Borgarfjarðarsveit Vatnsveitan á leiðinni til Orkuveitu Reykjavíkur Frá og með næsta ári, 2007, skulu nýir bílar til búfjárflutn- inga í ESB útbúnir með stað- setningarbúnaði fyrir fjarkönn- un. Frá og með árinu 2009 skal slíkur búnaður vera á öllum bú- fjárflutningabílum. Ákvörðun um þetta var tekin á ráðstefnu um dýravernd á vegum ESB sem haldin var í Brussel nýlega. Með þessari tækni á það að verða auðveldara fyrir yfirvöld að fylgjast með að reglum sé fylgt um hvíldartíma bílstjóra og bú- fjárins. Ætlunin með því er að draga úr gagnrýni sem uppi er á langflutninga búfjár. Þetta eftirlit er liður í fram- kvæmdaáætlun um aukna dýra- vernd sem embættismannaráð ESB kynnti fyrir nokkru, en þar er að finna fjölmargar aðgerðir til að auka dýravernd í löndum ESB. Jafnframt verður gert átak í að kynna þessar reglur bæði eigend- um búfjárins og almenningi. Ráðstefnustjórinn, María Rauch Kallat frá Austurríki, lagði áherslu á að ekki bæri að líta á dýravernd sem kvöð, heldur tæki- færi til að bæta ímynd evrópsks landbúnaðar. Yfirmaður heilbrigðismála innan ESB, Markos Kyprianou, lagði áherslu á að viðbótarkostn- aður vegna dýraverndar væri hverfandi. Dýravernd eykur bæði traust neytenda og stuðlar að lægri framleiðslukostnaði þar sem búfé, sem líður vel, er hraustara en annað búfé. Fylgst verður með flutningum bú- fjár í ESB með hjálp gervitungla Til sölu M.B.1622 4x4 árgerð 1984 skoðaður apríl 2006 m/Hiap 650 krana. Verð 680 þús + vsk. Upplýsingar gefur Magnús. Sími 845 1200 Nýverið hlaut Skaftárhreppur 750 þúsund króna styrk frá Ferðamála- stofu til úrbóta í umhverfismálum. Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitar- stjóri Skaftárhrepps, sagði í sam- tali við Bændablaðið að stór hluti þessarar upphæðar færi í uppbygg- ingu og merkingu gönguleiða og slóða í kringum hellasvæði upp við Laufbalavatn norðan Mikla- fells. Þetta er ekki það eina því hluti af þessum styrk fer í uppbyggingu gönguleiða á ferðamannasvæðun- um við Kirkjubæjarklaustur og í nágrenni þess. Skaftárhreppur hlaut styrk til úrbóta í umhverfismálum      

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.