Bændablaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 44
44 Þriðjudagur 12. desember 2006 Lífeyrissjóður bænda Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum samskiptin á árinu Gleðileg jól Óskum bændum og búaliði hagsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Sendum viðskiptavinum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir viðskiptina á árinu sem er að líða. Samtök selabænda Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár. Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár! Svínaræktarfélag Íslands Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár! Landssamtök sláturleyfishafa Gleðileg jól, óskum bændum og búaliði hagsældar á komandi ári. Félag eggjaframleiðenda Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár! Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Fasteignamiðstöðin Bændur kjósa kaupleiguna Á undanförnum tveimur áratugum hafa bændur nýtt sér þjónustu fjár- mögnunarfyrirtækja og hefur kaup- leiguformið átt mestum vinsældum að fagna. Í því felst að tækið eða vélin sem bóndinn kaupir er skráð á nafn fjármögnunarfyrirtækisins, en bóndinn er skattalegur eigandi, þ.e. hann eignfærir tækið og afskrifar í skattauppgjöri og einnig skuldfærir hann samninginn og færir vextina til gjalda. Í kaupleigunni sér bónd- inn alfarið um að greiða virðisauka- skattinn hjá söluaðila og fær hann til baka á næsta vsk. tímabili. Kaupleiguformið býður auk þess upp á sveigjanleika í greiðslum, þannig geta bændur valið að greiða af samningi á mánaðarfresti og allt niður í einu sinni á ári. Verktakar kjósa frekar fjármögnunarleiguna Fjármögnunarleigan er að því leyti frábrugðin kaupleigunni að tækið er ekki eignfært og ekki afskrifað í skattuppgjöri, en leigugreiðslan er gjaldfærð á sama hátt og greitt er t.d. fyrir leigu á bújörð eða húsa- leigu. Í fjármögnunarleigunni legg- ur viðkomandi einungis út fyrir virðisaukaskattinum af þeirri fjár- hæð sem hann borgar út í tækinu í upphafi. Fjármögnunarfyrirtæk- ið fær virðisaukaskattinn til baka á næsta vsk. tímabili og grunnur samnings því lánsfjárhæðin án virðisaukaskatts. Leigugreiðsl- ur eru með virðiskaukaskatti sem leigutaki fær til baka á næsta vsk. tímabili. Þetta lánsform er vinsælt meðal verktakafyrirtækja, enda geta þau nýtt sér möguleika til skatt- frestunar og jafnvel skattsparnaðar með því að greiða tækið hratt niður og gjaldfæra það á skemmri tíma en tekur að afskrifa tæki eftir hefð- bundnum afskriftarleiðum. Sér- staklega er þessi fjármögnunarleið hentug þegar vel árar og tekjur eru miklar og menn vilja greiða hraðar inn á samninga hjá sér og ná þann- ig í hærri gjöld á móti tekjum. Hvernig lán eiga bændur að velja? Á síðustu árum hafa bændur í aukn- um mæli gert kaupleigusamninga í erlendri mynt enda hefur vaxtamun- ur verið umtalsverður borið saman við íslenska vexti. Auk þess sem menn hafa losnað við verðtrygging- una. Erlendu láni fylgir þó ákveð- in gengisáhætta sem menn verða ávallt að reikna með. Í eftirfarandi upptalningu er stiklað á stóru um helstu lánamöguleika bænda til véla- eða tækjakaupa. 1. 100% myntkarfa (USD 25%, JPY 15%, EUR 40% CHF 20%) • Gengissveiflur: Miklar Þessi karfa ber lægstu vextina í þessari upptalningu, en býr einnig við mestu gengissveiflurnar. Grein- ingardeildir bankanna gera ráð fyrir því að krónan geti veikst frekar á árinu 2007 og því getur þessi karfa verið áhættusöm til skemmri tíma. 2. 100% Íslenskar krónur (Verð- tryggt > 60 mán, óverðtryggt <60 mán) • Gengissveiflur: Engar Þessi lán bera hæstu vextina, en í staðinn losnar bóndinn við gjald- miðlaáhættuna. Búist er við að verð- bólgan lækki enn frekar þegar líða tekur á næsta ár og vextir í fram- haldinu. 3. 50% myntkarfa / 50% Íslenskar krónur • Gengissveiflur: Meðal Með því að velja 50/50 samsetn- ingu er farinn millivegur. Bændur minnka verulega gengisáhættu, en ná samt ásættanlegum vöxtum. En hvort kemur betur út 100% ISK eða 100% erlent lán miðað við núverandi markaðsaðstæður getur verið erfitt að segja til um og fer það m.a. eftir því til hversu langs tíma lánið á að vera. Nokkuð hefur borið á því að menn hafi kosið að fjármagna tækja- kaup sín með fáum myntum í mynt- körfu, t.d. 50% í JPY (japönskum jénum) og 50% í CHF (svissnesk- um frönkum) Vextir eru umtalsvert lægri en á móti getur gengisáhætta eytt þessum vaxtasparnaði þar sem gengissveiflur á t.d. japanska jeninu eru mun meiri en á öðrum myntum. Glitnir Fjármögnun hefur boðið upp á erlenda myntkörfu sem end- urspeglar íslensku myntkörfuna og þannig dregið úr gengisáhættu milli mynta. Eftir situr þá gengis- áhætta gagnvart íslensku krónunni. Það getur því verið skynsamlegt að blanda saman íslenskum krónum og erlendum myntum sér í lagi þeg- ar gengi íslensku krónunnar er hátt. Sé gengi krónunnar lágt á þeim tímapunkti sem lán er tekið er freist- andi að taka 100% erlent lán. Á vef Glitnis (www.glitnir.is) – Markaðir – Greining Glitnis er að finna ítarlegar upplýsingar um gengismál, vexti o.fl. fyrir þá sem vilja kynna sér þessi mál frekar. Nýtt nafn – og þó ekki Glitnir Fjármögnun er í dag hluti af Glitni Banka hf. (áður Íslands- banka) og hefur mikla reynslu á fjár- mögnunarmarkaði. Fyrirtækið var stofnað árið 1985 og hjá því starfa 35 manns. Fyrirtækið bíður uppá fjármögnun fyrir einstaklinga með bílalánum,bílasamningumogeinka- leigu. Fyrir aðila í atvinnurekstri er boðið upp á fjölbreytt úrval fjár- mögnunarleiða s.s. kaupleigu, fjár- mögnunarleigu, rekstrarleigu og fjárfestingalán. Glitnir Fjármögnun á gott samstarf við tækja- og véla- sala og hefur á að skipa reyndum ráðgjöfum sem geta veitt upplýsing- ar og útfært ýmsa möguleika í fjár- mögnunarleiðum. Eru vélakaup framundan? Guðbjörn Árnason landbúnaðarhagfræð- ingur og viðskiptastjóri hjá Glitni Fjármögnun Á síðasta þriðjungi þessa árs, 2006, hefur orðið veruleg hækk- un á verði korns á alþjóðamark- aði. Þannig hefur verð á hveiti hækkað úr 130 dollurum á tonn- ið í yfir 180 dollara á Chicago- markaðnum og aðrar kornteg- undir að sama skapi. Þessi hækkun á sér nokkurra ára aðdraganda en það sem hleypti hækkununum af stað nú voru mikl- ir þurrkar á suðurhveli jarðar sem drógu úr kornuppskeru, einkum í Ástralíu og Argentínu. Kornakrar í heiminum hafa minnkað jafnt og þétt frá því um 1980 eða um 70 milljónir hektara, sem er rúmlega 10% minnkun. Á sama tíma hefur uppskera af hekt- ara aukist um 50% sem staðið hefur undir því að heildaruppsker- an hefur farið vaxandi á þessum tíma. Minnkandi birgðir Frá árinu 1998-99 hefur eftirspurn eftir korni hins vegar verið meiri en framleiðslan á hverju ári nema árið 2004-05 þegar metuppskera var. Til að einfalda málið má lýsa þeirri breytingu, sem hefur átt sér stað, þannig að árleg framleiðsla hveitis og fóðurkorns hafi aukist um 80 milljónir tonna en salan auk- ist um 175 milljónir tonna. Mikill hluti af aukinni sölu hefur þannig orðið á kostnað kornbirgða. Vaxandi spenna Greiðari flutningar og aukið upp- lýsingastreymi hafa stuðlað að því að góð birgðastaða er ekki jafn mikilvæg og áður. Á hinn bóg- inn eru birgðir korns nú svo litlar að það veldur áhyggjum. Miðað við núverandi eftirspurn eru birgðir hveitis nú þær minnstu sem þær hafa verið í meira en 30 ár og maísbirgðir hlutfallslega enn minni. Birgðir þessara tegunda duga nú til 54 daga neyslu í heim- inum. Hin snögga verðhækkun í okt- óber sl., sem viðbrögð við fregn- um um litla kornframleiðslu á suðurhveli jarðar í ár, staðfestir það að markaðurinn bregst hratt við truflun í framboði korns með verðhækkun. Hið mikilvægasta fyrir markaðinn nú er að fylgjast með uppskeruhorfum á norður- hveli jarðar. Ljóst er að bændur þar munu nú stækka kornakra sína. Síðast þegar kornverð hækk- aði verulega, árið 1995-96, jókst kornrækt í heiminum um 20 millj- ónir hektara. Enn mikilvægari fyrir korn- framleiðsluna eru þá vaxtarskilyrð- in. Góð kornuppskera mun þrýsta verðinu aftur niður en verðlækk- unin takmarkast þó af þörf fyrir bætta birgðastöðu. Á hinn bóginn getur áframhald- andi uppskerubrestur á mikilvæg- um kornræktarsvæðum í heimin- um leitt til þess að kornverð haldi áfram að hækka, sem jafnframt mun þá leiða til hækkana á verði búfjárafurða. Aukin spenna á alþjóðlegum kornmarkaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.