Bændablaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 32
32 Þriðjudagur 12. desember 2006 Þegar blaðamaður Bændablaðs- ins leit inn í höfuðstöðvar MS í Reykjavík í lok nóvembermán- aðar voru jólamjólkurvörurnar farnar að streyma til neytenda, verið var að leggja lokahönd á ísterturnar og hjá Osta- og smjör- sölunni voru ostakörfurnar sívin- sælu í pökkun. Bændablaðið hitti Baldur Jóns- son, markaðsstjóra, og JónAxel Pét- ursson, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs, MS í Reykjavík að máli. „Okkar stóra vara er að sjálf- sögðu mjólkin. Jólin eru engin sér- tími í sölu fyrir mjólkina því sala á drykkjarneyslumjólk stendur í stað í desembermánuði Allar tegundir seljast í allbærilegu magni en jóla- vörurnar stækka óneitanlega mark- aðinn. Þetta kryddar tilveruna að klæða vörurnar í jólabúning og ger- ir okkur sýnilegri fyrir jólin. Neyt- endur kunna að meta þetta,“ útskýr- ir Jón Axel. Fyrir jólin í fyrra fór MS af stað með jólavef á Netinu www.jolamj- olk.is sem hefur verið gríðarlega vel sóttur. Þar má meðal annars fræðast um jólasveinana, taka þátt í spurningakeppni eða finna girnileg- ar uppskriftir svo fátt eitt sé nefnt. „Við byrjuðum fyrir margt löngu með jólajógúrtina og í byrjun seld- um við innan við hundrað þúsund eintök en í dag eru að fara um þrjú hundruð þúsund þannig að neytend- ur kunna þessari tilbreytni greini- lega vel. Kókómjólk í „jólabúningi“ nýtur einnig meiri eftirspurnar.Sala á sýrðum rjóma eykst mikið fyrir jólin og rjóminn tekur óneitanlega mesta stökkið því hann selst þrefalt meira í desember en aðra mánuði ársins,“ segir Baldur. 15 þúsund ístertur Sala á jólaís hefur verið nokkuð stöðug undanfarin ár hjá Emmessís en þar seljast að jafnaði um 15 þús- und ístertur fyrir jólin. „Við byrjum að undirbúa fram- leiðsluna í byrjun október og hefst hún fljótlega íframhaldi af því. Framleiðslan nær hámarki í lok nóvember. Það er mjög tímafrekt að framleiða ískökur og er sú fram- leiðsla því oftast tekin yfir lengri tíma. Jólaísinn er hinsvegar ein- faldari í framleiðslu og vélvæddari þannig að mesta törnin hjá okkur í framleiðslunni er yfirleitt búin áður en desembermánuður byrjar,“ sagði Leifur Örn Leifsson, framkvæmda- stjóri Emmessíss. Jólaös í afurðarstöðunum Mjólkurvörur í hátíðarbúning Baldur Jónsson, markaðsstjóri og Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs MS við sýnis- horn af framleiðsluvörum fyrirtækisins Mjólkurvörur komnar í hátíðarbúning. Leifur Örn Leifsson, framkvæmdastjóri Emmessíss, með starfsstúlkum við gerð jólaístertna. Það er tímafrek vinnsla í jólaístertum en reynt er að ljúka þeirri framleiðslu áður en desembermánuður rennur upp. Sævar Arngrímsson framleiðslustjóri Emmessíss fylgist með jólafram- leiðslunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.