Bændablaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 39
39Þriðjudagur 12. desember 2006 Nokkuð er til af upplýsingum og þróunarverkefnum sem sérstak- lega er ætlað að koma til móts við þarfir kvenna. Eitt þeirra, Tengslanet austfirskra kvenna (TAK), er samtök kvenna á Aust- urlandi en hlutverk þeirra er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu, þekkingu og sam- starf. Með samtakamætti TAK er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. TAK mun beita sér fyrir því að hvetja konur til áræðni, frumkvöðlastarfs og samfélags- og stjórnmálaþátt- töku á opinberum vettvangi. Sam- tökin hafa að markmiði að auka sýnileika og tækifæri kvenna, hvort sem er á persónulegum eða opinber- um vettvangi, og einnig að stuðla að virðingu og verðskuldaðri athygli samfélagsins á framlagi kvenna. Samtökin standa fyrir fræðslufund- um, námskeiðum, umræðu- og sam- starfshópum um málefni er snerta konur á Austurlandi. Félagsgjöld eru 2.000 krónur á ári. Hægt er að fylgjast með starfsemi samtakanna á heimasíðunni www.tengslanet.is. Félagsmálaráðuneytið hefur undanfarin ár veitt styrki til atvinnu- mála kvenna. Tilgangur styrkveit- inga er einkum að auka fjölbreytni í atvinnulífi, viðhalda byggð um landið og efla atvinnutækifæri á landsbyggðinni, auðvelda aðgang kvenna að fjármagni og að draga úr atvinnuleysi meðal kvenna. Forgangs njóta nýsköpunarverk- efni sem þykja líkleg til að fjölga atvinnutækifærum kvenna. Hvorki eru veittir rekstrarstyrkir né styrk- ir til listiðnaðar en þó er tekið tillit til nytjalistar. Stofnstyrki er heimilt að veita að hámarki 25% af stofn- kostnaði til véla- og tækjakaupa og einnig vegna húsnæðis til hópa. Að öðru jöfnu nemur framlag af hálfu ríkisins ekki meira en 50% af heild- arkostnaði við verkefnið. Auglýst er eftir umsóknum í janúar ár hvert og má þá nálgast eyðublöð á vefsíðu Vinnumála- stofnunar, www.vinnumalastofnun. is. Þá veitir Þróunarfélag Austur- lands þeim konum aðstoð sem vilja sækja um ráðgjöf varðandi þróun verkefna og mótun umsókna. Konur í atvinnurekstri á Austurlandi: Upplýsingasíða varðandi ráðgjöf, styrki og samstarf Mismunandi mögu- leikar fyrir konur Lánatryggingarsjóður kvenna: Markmið sjóðsins er að styðja konur til nýsköpunar í atvinnulíf- inu með því að veita ábyrgðir á allt að helmingi lána sem þær taka hjá Landsbanka Íslands til að fjár- magna tiltekið verkefni. Ábyrgðin er veitt á grundvelli mats á arð- semi viðskiptahugmyndar og er eingöngu veitt vegna markaðssókn- ar, vöruþróunar og nýrra leiða eða aðferða í framleiðslu/framsetningu á vöru eða þjónustu. Nánari upp- lýsingar eru veittar á vef Vinnu- málastofnunar og hjá Þróunarfélagi Austurlands. Máttur kvenna: Háskólinn á Bif- röst býður upp á rekstrarnám í fjar- námi fyrir konur sem hafa áhuga á að bæta rekstrarþekkingu sína. Máttur kvenna er þriggja mánaða námskeið sem hefst með vinnu- helgi á Bifröst. Kennsla fer svo fram í fjarnámi og geta þátttakend- ur hlustað á fyrirlestra á netinu og unnið verkefni hvenær sem þeim hentar. Náminu lýkur með vinnu- helgi og formlegri útskrift. Máttur kvenna II: Framhald nám- skeiðsins Máttur kvenna I. Eins og fyrr er um að ræða þriggja mánaða rekstrarnám fyrir konur sem hefst og lýkur með vinnuhelgi á Bifröst. Námið sjálft er fjarnám sem fer fram í gegnum fjarnámsvef Háskól- ans á Bifröst. Náminu lýkur með formlegri útskrift. Brautargengi: Námskeið fyrir konur á vegum IMPRU – Nýsköp- unarmiðstöðvar Iðntæknistofnunar. Námskeið fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í fram- kvæmd og hefja eigin atvinnurekst- ur. Félag kvenna í atvinnurekstri: Félag kvenna í atvinnurekstri var stofnað 9. apríl 1999. Félagið er opið öllum þeim konum sem eiga og reka, reka eða hafa átt og rekið fyrirtæki, einar eða með öðrum. V E R K I N T A L A Gylfaflöt 32 • 112 Reykajavík • Sími 580 8200 • Fax 580 8210 • velfang@velfang.is Vélfang ehf óskar bændum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Starfsfólk Vélfangs ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.