Bændablaðið - 12.12.2006, Page 39

Bændablaðið - 12.12.2006, Page 39
39Þriðjudagur 12. desember 2006 Nokkuð er til af upplýsingum og þróunarverkefnum sem sérstak- lega er ætlað að koma til móts við þarfir kvenna. Eitt þeirra, Tengslanet austfirskra kvenna (TAK), er samtök kvenna á Aust- urlandi en hlutverk þeirra er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu, þekkingu og sam- starf. Með samtakamætti TAK er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónulega og á hverjum þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. TAK mun beita sér fyrir því að hvetja konur til áræðni, frumkvöðlastarfs og samfélags- og stjórnmálaþátt- töku á opinberum vettvangi. Sam- tökin hafa að markmiði að auka sýnileika og tækifæri kvenna, hvort sem er á persónulegum eða opinber- um vettvangi, og einnig að stuðla að virðingu og verðskuldaðri athygli samfélagsins á framlagi kvenna. Samtökin standa fyrir fræðslufund- um, námskeiðum, umræðu- og sam- starfshópum um málefni er snerta konur á Austurlandi. Félagsgjöld eru 2.000 krónur á ári. Hægt er að fylgjast með starfsemi samtakanna á heimasíðunni www.tengslanet.is. Félagsmálaráðuneytið hefur undanfarin ár veitt styrki til atvinnu- mála kvenna. Tilgangur styrkveit- inga er einkum að auka fjölbreytni í atvinnulífi, viðhalda byggð um landið og efla atvinnutækifæri á landsbyggðinni, auðvelda aðgang kvenna að fjármagni og að draga úr atvinnuleysi meðal kvenna. Forgangs njóta nýsköpunarverk- efni sem þykja líkleg til að fjölga atvinnutækifærum kvenna. Hvorki eru veittir rekstrarstyrkir né styrk- ir til listiðnaðar en þó er tekið tillit til nytjalistar. Stofnstyrki er heimilt að veita að hámarki 25% af stofn- kostnaði til véla- og tækjakaupa og einnig vegna húsnæðis til hópa. Að öðru jöfnu nemur framlag af hálfu ríkisins ekki meira en 50% af heild- arkostnaði við verkefnið. Auglýst er eftir umsóknum í janúar ár hvert og má þá nálgast eyðublöð á vefsíðu Vinnumála- stofnunar, www.vinnumalastofnun. is. Þá veitir Þróunarfélag Austur- lands þeim konum aðstoð sem vilja sækja um ráðgjöf varðandi þróun verkefna og mótun umsókna. Konur í atvinnurekstri á Austurlandi: Upplýsingasíða varðandi ráðgjöf, styrki og samstarf Mismunandi mögu- leikar fyrir konur Lánatryggingarsjóður kvenna: Markmið sjóðsins er að styðja konur til nýsköpunar í atvinnulíf- inu með því að veita ábyrgðir á allt að helmingi lána sem þær taka hjá Landsbanka Íslands til að fjár- magna tiltekið verkefni. Ábyrgðin er veitt á grundvelli mats á arð- semi viðskiptahugmyndar og er eingöngu veitt vegna markaðssókn- ar, vöruþróunar og nýrra leiða eða aðferða í framleiðslu/framsetningu á vöru eða þjónustu. Nánari upp- lýsingar eru veittar á vef Vinnu- málastofnunar og hjá Þróunarfélagi Austurlands. Máttur kvenna: Háskólinn á Bif- röst býður upp á rekstrarnám í fjar- námi fyrir konur sem hafa áhuga á að bæta rekstrarþekkingu sína. Máttur kvenna er þriggja mánaða námskeið sem hefst með vinnu- helgi á Bifröst. Kennsla fer svo fram í fjarnámi og geta þátttakend- ur hlustað á fyrirlestra á netinu og unnið verkefni hvenær sem þeim hentar. Náminu lýkur með vinnu- helgi og formlegri útskrift. Máttur kvenna II: Framhald nám- skeiðsins Máttur kvenna I. Eins og fyrr er um að ræða þriggja mánaða rekstrarnám fyrir konur sem hefst og lýkur með vinnuhelgi á Bifröst. Námið sjálft er fjarnám sem fer fram í gegnum fjarnámsvef Háskól- ans á Bifröst. Náminu lýkur með formlegri útskrift. Brautargengi: Námskeið fyrir konur á vegum IMPRU – Nýsköp- unarmiðstöðvar Iðntæknistofnunar. Námskeið fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í fram- kvæmd og hefja eigin atvinnurekst- ur. Félag kvenna í atvinnurekstri: Félag kvenna í atvinnurekstri var stofnað 9. apríl 1999. Félagið er opið öllum þeim konum sem eiga og reka, reka eða hafa átt og rekið fyrirtæki, einar eða með öðrum. V E R K I N T A L A Gylfaflöt 32 • 112 Reykajavík • Sími 580 8200 • Fax 580 8210 • velfang@velfang.is Vélfang ehf óskar bændum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Starfsfólk Vélfangs ehf.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.