Bændablaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 33
33Þriðjudagur 12. desember 2006 Saga Rögnu á Laugabóli lætur engan mann ósnortinn. Þetta er einstök saga sterkrar og sjálfstæðrar konu sem upplifir meiri harma en lagðir eru á flest fólk. Ragna lætur ekki bugast en berst áfram og lætur engan eiga neitt inni hjá sér. Inn í þessa ótrúlegu persónusögu fléttast náttúruhamfarir á Vestfjörðum og í bakgrunni eru hinar miklu þjóðfélags- og þjóðlífsbreytingar síðustu aldar. edda.is Einstök örlagasaga Þegarborðin svignaundan jólakræs- ingum um gjörvalt landið og Íslend- ingar flykkjast á jólahlaðborðin er undirbúningur jólaasarinnar fyrir margt löngu byrjaður hjá kjötvinnsl- unni Gæðafæði sem leggur sitt á vogarskálarnar til að landsmenn fái notið góðs matar. „Það er mikill hasar þegar jóla- hlaðborðin byrja um miðjan nóv- ember en þá fer allt af stað. Þá má segja að maður fari að finna lykt af jólunum en Íslendingar eru jú þekktir fyrir að taka jólahlaðborð- in með trompi eins og annað,“ seg- ir Vilmundur Jósefsson, eigandi Gæðafæðis. Sterkir í áleggi Gæðafæði er tíu ára gamalt fyrir- tæki með um 20 starfsmenn. Helstu viðskiptavinirnir eru veitingahús, mötuneyti fyrirtækja og skólar. „Við erum sterkir í áleggi og erum til að mynda með sex bragð- tegundir í salami. Einnig erum við búin að sérhæfa okkur í patéum og settum tvær nýjar tegundir á markað nú fyrir stuttu með hrein- dýrakjöti í og einnig saltfisk sem er skemmtileg nýjung og hefur ver- ið vel tekið,“ segir Vilmundur og bendir á að þeir séu með gæðaham- borgarhrygg og sérreykt hangikjöt sem verkað er á Blönduósi. Skemmti- legur tími Ólafur E. Ólafsson framkvæmda- stjóri sölu- og markaðssviðs Osta og smjörsölunnar segir tímann í kringum jólin vera gífurlega skemmtilegan í sölu osta því ákveð- in stemmning fylgi honum og sum- ar vörur komi þá inn og séu aðeins þennan ákveðna tíma í kringum jólin til. „Vinnslan er töluvert frábrugð- in hér hjá okkur frá mjólkinni þar sem hægt er að skrúfa frá krana og tappa á. Ostar eru tímafrekir í vinnslu og hver tegund fer í ákveð- ið ferli sem tekur allt frá nokkrum vikum og upp í mánuði þannig að við undirbúum jólin langt fram í tímann,“ útskýrir Ólafur. Hasar í jólakörfunum Vinsælustu vöruflokkarnir fyrir jól- in eru sérostarnir og hátíðarostakak- an að ógleymdum jólakörfunum sem fara í miklu magni fyrir stórhá- tíðina. „Þyngd vöru sem fer út hjá okk- ur í desembermánuði eykst lítið því sala á brauðostum minnkar en stykkjafjöldi sérosta er mun meiri. Þrátt fyrir mikla samkeppni höfum við verið stígandi í jólakörfunum en það er gríðarlega vinsælt hjá fyr- irtækjum að gefa starfsfólki sínu slíkt í jólagjöf. Við bjóðum einnig upp á að sérpakka hlutum með í jólakörfurnar og höfum við feng- ið mjög góð viðbrögð við þessari þjónustu frá fyrirtækjum,“ segir Ólafur jafnframt. Saltfiskspaté og sérreykt hangikjöt Ólafur E. Ólafsson, framkvæmda- stjóri sölu- og markaðssviðs Osta og Smjörsölunnar. Sérostar, jóla- körfur og hátíðarostakakan eru vin- sælustu vöruflokkarnir fyrir jólin. Starfsstúlkur Gæðafæðis bregða á leik með nokkrum af framleiðsluvörum fyrirtækisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.