Bændablaðið - 12.12.2006, Page 33

Bændablaðið - 12.12.2006, Page 33
33Þriðjudagur 12. desember 2006 Saga Rögnu á Laugabóli lætur engan mann ósnortinn. Þetta er einstök saga sterkrar og sjálfstæðrar konu sem upplifir meiri harma en lagðir eru á flest fólk. Ragna lætur ekki bugast en berst áfram og lætur engan eiga neitt inni hjá sér. Inn í þessa ótrúlegu persónusögu fléttast náttúruhamfarir á Vestfjörðum og í bakgrunni eru hinar miklu þjóðfélags- og þjóðlífsbreytingar síðustu aldar. edda.is Einstök örlagasaga Þegarborðin svignaundan jólakræs- ingum um gjörvalt landið og Íslend- ingar flykkjast á jólahlaðborðin er undirbúningur jólaasarinnar fyrir margt löngu byrjaður hjá kjötvinnsl- unni Gæðafæði sem leggur sitt á vogarskálarnar til að landsmenn fái notið góðs matar. „Það er mikill hasar þegar jóla- hlaðborðin byrja um miðjan nóv- ember en þá fer allt af stað. Þá má segja að maður fari að finna lykt af jólunum en Íslendingar eru jú þekktir fyrir að taka jólahlaðborð- in með trompi eins og annað,“ seg- ir Vilmundur Jósefsson, eigandi Gæðafæðis. Sterkir í áleggi Gæðafæði er tíu ára gamalt fyrir- tæki með um 20 starfsmenn. Helstu viðskiptavinirnir eru veitingahús, mötuneyti fyrirtækja og skólar. „Við erum sterkir í áleggi og erum til að mynda með sex bragð- tegundir í salami. Einnig erum við búin að sérhæfa okkur í patéum og settum tvær nýjar tegundir á markað nú fyrir stuttu með hrein- dýrakjöti í og einnig saltfisk sem er skemmtileg nýjung og hefur ver- ið vel tekið,“ segir Vilmundur og bendir á að þeir séu með gæðaham- borgarhrygg og sérreykt hangikjöt sem verkað er á Blönduósi. Skemmti- legur tími Ólafur E. Ólafsson framkvæmda- stjóri sölu- og markaðssviðs Osta og smjörsölunnar segir tímann í kringum jólin vera gífurlega skemmtilegan í sölu osta því ákveð- in stemmning fylgi honum og sum- ar vörur komi þá inn og séu aðeins þennan ákveðna tíma í kringum jólin til. „Vinnslan er töluvert frábrugð- in hér hjá okkur frá mjólkinni þar sem hægt er að skrúfa frá krana og tappa á. Ostar eru tímafrekir í vinnslu og hver tegund fer í ákveð- ið ferli sem tekur allt frá nokkrum vikum og upp í mánuði þannig að við undirbúum jólin langt fram í tímann,“ útskýrir Ólafur. Hasar í jólakörfunum Vinsælustu vöruflokkarnir fyrir jól- in eru sérostarnir og hátíðarostakak- an að ógleymdum jólakörfunum sem fara í miklu magni fyrir stórhá- tíðina. „Þyngd vöru sem fer út hjá okk- ur í desembermánuði eykst lítið því sala á brauðostum minnkar en stykkjafjöldi sérosta er mun meiri. Þrátt fyrir mikla samkeppni höfum við verið stígandi í jólakörfunum en það er gríðarlega vinsælt hjá fyr- irtækjum að gefa starfsfólki sínu slíkt í jólagjöf. Við bjóðum einnig upp á að sérpakka hlutum með í jólakörfurnar og höfum við feng- ið mjög góð viðbrögð við þessari þjónustu frá fyrirtækjum,“ segir Ólafur jafnframt. Saltfiskspaté og sérreykt hangikjöt Ólafur E. Ólafsson, framkvæmda- stjóri sölu- og markaðssviðs Osta og Smjörsölunnar. Sérostar, jóla- körfur og hátíðarostakakan eru vin- sælustu vöruflokkarnir fyrir jólin. Starfsstúlkur Gæðafæðis bregða á leik með nokkrum af framleiðsluvörum fyrirtækisins.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.