Bændablaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 37
37Þriðjudagur 12. desember 2006 asgeir@agro.is · www.agro.is · s.: 894 3065 Heilfóður og ráðgjöf Áratuga reynsla í þjónustu við bændur g u n d es ig n ·2 00 6· 00 1 Korn var ræktað á 3.600 hektur- um lands á liðnu sumri og voru ræktendur 457 talsins. Heildar- uppskera var um 11.500 tonn, eða um 3,2 tonn á hektara. Fyr- ir tveimur árum, 2004, fékkst sama uppskera af 2.900 hektur- um lands, en það ár var metár hvað uppskeru varðar. Þetta kom fram á aðalfundi Landssam- bands kornbænda sem haldinn var á dögunum. Fjölmörg erindi voru flutt á aðalfundi kornbænda; Jónatan Her- mannsson tilraunastjóri fjallaði um kornrækt og tilraunastörf og þeir Tryggvi Stefánsson, meistaranemi í sameindalíffræði, og Magnús Ágústsson, garðyrkjuráðunautur Bændasamtakanna, fjölluðu um sjúkdóma í byggi og varnir gegn þeim. Sigurlaug H. Leifsdóttir í Nýjabæ sagði frá Kornþurrkunar- félagi Suðurlands og Halldór K. Jónsson sagði frá kornþurrkunar- stöð við Laugagerðisskóla á Snæ- fellsnesi, en þessar tvær stöðvar eru ólíkar í alla staði; önnur þeirra er færanleg en hin afar stór og með mikil geymslusíló og húsakost. Þá fjallaði Einar Sveinbjörnsson veður- fræðingur um hlýnandi veðurfar og betri möguleika til kornræktar sem fylgja í kjölfarið. Ólafur Eggerts- son sagði frá hveitirækt á Þorvalds- eyri, en hún gengur mjög vel. Vilja takmarka álftastofninn Tölvuverð umræða varð á fund- inum um að nú væri tímabært að huga alvarlega að því að takmarka stærð álftastofnsins því álft er orð- in mikið og alvarlegt vandamál á ákveðnum svæðum og hefur valdið miklum skaða á ræktarlöndum og ökrum. Á fundinum var Jónatan Her- mannssyni afhent gjöf frá stjórn sambandsins í tilefni af 60 ára afmæli hans. Honum var færður nýr vasahnífur sem komið hafði ver- ið fyrir á útskornum skildi. Stjórn samtakanna færði Jónatan þakkir fyrir einstakt framlag til kornræktar á Íslandi, en hann hefur náð ótrúleg- um árangri í kornkynbótum. Í stjórn Landssambands korn- bænda eru Ólafur Eggertsson, Þor- valdseyri, Gunnar Jónsson, Stóru- Ökrum, og Guðmundur Jón Guð- mundsson, Holtsseli. Landssambands kornbænda: Nær 460 bændur rækta korn á 3.600 hekturum Stjórn Landssambands kornbænda færði Jónatan Hermannssyni gjöf í tilefni af stórafmæli hans á dögunum. Myndin er tekin við afhendinguna, frá vinstri Jónatan, Ólafur Eggertsson, Guðmundur J. Guðmundsson og Gunn- ar Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.