Bændablaðið - 12.12.2006, Page 37

Bændablaðið - 12.12.2006, Page 37
37Þriðjudagur 12. desember 2006 asgeir@agro.is · www.agro.is · s.: 894 3065 Heilfóður og ráðgjöf Áratuga reynsla í þjónustu við bændur g u n d es ig n ·2 00 6· 00 1 Korn var ræktað á 3.600 hektur- um lands á liðnu sumri og voru ræktendur 457 talsins. Heildar- uppskera var um 11.500 tonn, eða um 3,2 tonn á hektara. Fyr- ir tveimur árum, 2004, fékkst sama uppskera af 2.900 hektur- um lands, en það ár var metár hvað uppskeru varðar. Þetta kom fram á aðalfundi Landssam- bands kornbænda sem haldinn var á dögunum. Fjölmörg erindi voru flutt á aðalfundi kornbænda; Jónatan Her- mannsson tilraunastjóri fjallaði um kornrækt og tilraunastörf og þeir Tryggvi Stefánsson, meistaranemi í sameindalíffræði, og Magnús Ágústsson, garðyrkjuráðunautur Bændasamtakanna, fjölluðu um sjúkdóma í byggi og varnir gegn þeim. Sigurlaug H. Leifsdóttir í Nýjabæ sagði frá Kornþurrkunar- félagi Suðurlands og Halldór K. Jónsson sagði frá kornþurrkunar- stöð við Laugagerðisskóla á Snæ- fellsnesi, en þessar tvær stöðvar eru ólíkar í alla staði; önnur þeirra er færanleg en hin afar stór og með mikil geymslusíló og húsakost. Þá fjallaði Einar Sveinbjörnsson veður- fræðingur um hlýnandi veðurfar og betri möguleika til kornræktar sem fylgja í kjölfarið. Ólafur Eggerts- son sagði frá hveitirækt á Þorvalds- eyri, en hún gengur mjög vel. Vilja takmarka álftastofninn Tölvuverð umræða varð á fund- inum um að nú væri tímabært að huga alvarlega að því að takmarka stærð álftastofnsins því álft er orð- in mikið og alvarlegt vandamál á ákveðnum svæðum og hefur valdið miklum skaða á ræktarlöndum og ökrum. Á fundinum var Jónatan Her- mannssyni afhent gjöf frá stjórn sambandsins í tilefni af 60 ára afmæli hans. Honum var færður nýr vasahnífur sem komið hafði ver- ið fyrir á útskornum skildi. Stjórn samtakanna færði Jónatan þakkir fyrir einstakt framlag til kornræktar á Íslandi, en hann hefur náð ótrúleg- um árangri í kornkynbótum. Í stjórn Landssambands korn- bænda eru Ólafur Eggertsson, Þor- valdseyri, Gunnar Jónsson, Stóru- Ökrum, og Guðmundur Jón Guð- mundsson, Holtsseli. Landssambands kornbænda: Nær 460 bændur rækta korn á 3.600 hekturum Stjórn Landssambands kornbænda færði Jónatan Hermannssyni gjöf í tilefni af stórafmæli hans á dögunum. Myndin er tekin við afhendinguna, frá vinstri Jónatan, Ólafur Eggertsson, Guðmundur J. Guðmundsson og Gunn- ar Jónsson.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.