Bændablaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 43
43Þriðjudagur 12. desember 2006 Í hlöðunni að Bjarteyjarsandi í Hvalfjarðarsveit er svo sann- arlega hægt að gleyma sér í ys og þys jólaundirbúningsins við að skoða handunna listmuni og handverk á jólamarkaði Álf- hólfs. Gallerí Álfhóll sem er í súr- heysgryfjunni á Bjarteyjarsandi er opið allt árið en fyrir jólin bætist jólamarkaðurinn við og þá er hlað- an einnig lögð undir. Jól í Álfhól er samstarfsverkefni heimafólks á Bjarteyjarsandi og fleiri aðila en í ár er hann haldinn í fjórða sinn. Opið er alla daga milli 13 og 18 fram að jólum. Hekl, brúður og tólgarkerti “Þetta er fjölbreytt hjá okkur og jólastemmningin einstök, þó ég segi sjálf frá. Þess fyrir utan er hægt að koma til okkar alveg fram að jólum og kaupa vörur. Þá tökum við á móti hópum alla daga og þeir fá móttöku, tónlist, fróðleik um staðinn, heim- sókn í fjárhús og fleira skemmtilegt. Við erum aðeins með heimagerðar og handunnar vörur og alls kyns list- muni og handverk. Þetta er til dæmis unnið úr lopa, prjónað og þæft, við erum með trémuni, glerlistavörur, vatnslitamyndir, útsaum, hekl, brúð- ur, sérsaumað, olíumálverk, tólgar- kerti, leir, kökur, sultur og fleira og fleira,“segirArnheiðurHjörleifsdótt- ir einn ábúenda á Bjarteyjarsandi og bætir jafnframt við: „Þetta gefur okkur mjög mikið, við fáum jákvæða umfjöllun og ákveðna sérstöðu í þeirri ferðaþjón- ustu sem við erum að byggja upp. Við fáum þakklæti þeirra sem koma og þeirra sem selja muni hjá okkur. Þetta er auðvitað heilmikil vinna en það gleymist fljótt! Þetta gefur líka íslensku dreifbýli mikið því þetta er liður í því að skapa jákvæða og eftirsóknarverða ímynd. Og það er ekki síst það sem er yfirmarkmið allrar okkar starfsemi á Bjarteyjars- andi.“ V E R K I N T A L A Gylfaflöt 32 • 112 Reykajavík • Sími 580 8200 • Fax 580 8210 • velfang@velfang.is • Við minnum á stórtilboð Kuhn og Vélfangs • Hágæða vélar á hagstæðu verði • Gildir til áramóta Stórtilboð Rómantísk sveitajólastemmning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.