Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 32

Bændablaðið - 12.12.2006, Síða 32
32 Þriðjudagur 12. desember 2006 Þegar blaðamaður Bændablaðs- ins leit inn í höfuðstöðvar MS í Reykjavík í lok nóvembermán- aðar voru jólamjólkurvörurnar farnar að streyma til neytenda, verið var að leggja lokahönd á ísterturnar og hjá Osta- og smjör- sölunni voru ostakörfurnar sívin- sælu í pökkun. Bændablaðið hitti Baldur Jóns- son, markaðsstjóra, og JónAxel Pét- ursson, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs, MS í Reykjavík að máli. „Okkar stóra vara er að sjálf- sögðu mjólkin. Jólin eru engin sér- tími í sölu fyrir mjólkina því sala á drykkjarneyslumjólk stendur í stað í desembermánuði Allar tegundir seljast í allbærilegu magni en jóla- vörurnar stækka óneitanlega mark- aðinn. Þetta kryddar tilveruna að klæða vörurnar í jólabúning og ger- ir okkur sýnilegri fyrir jólin. Neyt- endur kunna að meta þetta,“ útskýr- ir Jón Axel. Fyrir jólin í fyrra fór MS af stað með jólavef á Netinu www.jolamj- olk.is sem hefur verið gríðarlega vel sóttur. Þar má meðal annars fræðast um jólasveinana, taka þátt í spurningakeppni eða finna girnileg- ar uppskriftir svo fátt eitt sé nefnt. „Við byrjuðum fyrir margt löngu með jólajógúrtina og í byrjun seld- um við innan við hundrað þúsund eintök en í dag eru að fara um þrjú hundruð þúsund þannig að neytend- ur kunna þessari tilbreytni greini- lega vel. Kókómjólk í „jólabúningi“ nýtur einnig meiri eftirspurnar.Sala á sýrðum rjóma eykst mikið fyrir jólin og rjóminn tekur óneitanlega mesta stökkið því hann selst þrefalt meira í desember en aðra mánuði ársins,“ segir Baldur. 15 þúsund ístertur Sala á jólaís hefur verið nokkuð stöðug undanfarin ár hjá Emmessís en þar seljast að jafnaði um 15 þús- und ístertur fyrir jólin. „Við byrjum að undirbúa fram- leiðsluna í byrjun október og hefst hún fljótlega íframhaldi af því. Framleiðslan nær hámarki í lok nóvember. Það er mjög tímafrekt að framleiða ískökur og er sú fram- leiðsla því oftast tekin yfir lengri tíma. Jólaísinn er hinsvegar ein- faldari í framleiðslu og vélvæddari þannig að mesta törnin hjá okkur í framleiðslunni er yfirleitt búin áður en desembermánuður byrjar,“ sagði Leifur Örn Leifsson, framkvæmda- stjóri Emmessíss. Jólaös í afurðarstöðunum Mjólkurvörur í hátíðarbúning Baldur Jónsson, markaðsstjóri og Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs MS við sýnis- horn af framleiðsluvörum fyrirtækisins Mjólkurvörur komnar í hátíðarbúning. Leifur Örn Leifsson, framkvæmdastjóri Emmessíss, með starfsstúlkum við gerð jólaístertna. Það er tímafrek vinnsla í jólaístertum en reynt er að ljúka þeirri framleiðslu áður en desembermánuður rennur upp. Sævar Arngrímsson framleiðslustjóri Emmessíss fylgist með jólafram- leiðslunni.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.