Bændablaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 2
 ,,Ég held að raunsæir menn séu sæmilega ánægðir með kjötverð til bænda á þessu hausti en það hefur hækkað um 7,5% og þessi hækkun heldur í við verðlagið og á að vega upp það sem útflutn- ingsskyldan hækkar, eða úr 10% í fyrra í 16% í ár. Menn verða að gæta þess að verðleggja ekki lambakjötið út af markaðnum en það hefur ekki gengið vel að koma út hækkunum á kjöti,“ sagði Jóhannes Sigfússon, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við Bændablaðið. Hann sagði að bændur í Norður- Þingeyjarsýslu hefðu nú lokið hey- skap, hey væru góð og heyfengur með besta móti. Dálítil væta í byrj- un júlí varð til þess að fyrri sláttur var ágætur og há hefur sprottið vel. Jóhannes sagðist telja að heyskapur í ár kæmi betur út en í fyrra. Sumarslátrun er hafin og menn hafa sent til slátrunar þau lömb sem verið hafa hvað næst byggð. Kjötið hefur verið heldur feitt en sláturtíð hefst ekki fyrr en í september. Jóhannes sagði að efnamenn úr höfuðborginni væru byrjaðir að bjóða í jarðir í Þistilfirði og væru það að sjálfsögðu jarðirnar sem ættu land að hinum frægu laxveiði- ám í firðinum. Ekki sagðist hann vita til þess að neinn hefði selt enn þá enda væru menn ekkert hrifnir af þessum heimsóknum. S.dór Í síðasta tbl. Bændablaðsins var greint frá því að nokkrir bændur í Nesjum í Hornafirði hafi stefnt íslenska ríkinu og kafist þess að úrskurður umhverfisráðherra frá 11. maí sl. um matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum um lagningu hringvegarins um Hornafjarðarfljót verði felldur úr gildi. Uppi hafa verið hug- myndir um þrjár leiðir með veg- inn yfir fljótið. Þær eru kallaðar leið 1, 2 og 3. Bændur í Nesjum hafna þeim öllum og leggja til að fleiri kostir verði kannaðir. Bændur og landeigendur vestan Hornafjarðarfljóta eru á öðru máli. Þeir vilja að farin verði leið 3 og með þeirri leið hefur bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjörður einnig mælt. Í ályktun sem 12 ferðaþjónustufyrirtæki á Mýrum og í Suðursveit sendu bæjarráði Hornafjarðar sumarið 2006 er því fagnað að loks skuli vera í sjónmáli stytting vegarins og segja m.a.: Ferðaþjónustan mikilvæg ,,Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnu- grein og mikil uppbygging hefur átt sér stað í þessum sveitum hvað það varðar og sem óþarft er að telja upp. Hvað þessa atvinnugrein snertir eru kostir þess að stytta vegalengd til Hafnar ótvíræðir m.a. vegna þjónustuaðila sem þar eru, svo og starfsfólks sem í auknum mæli kemur úr þéttbýlinu og margir hverjir eru í daglegum akstri. Auk þess sækir heimafólk atvinnu í þéttbýlið utan háannatíma og grunnskólabörnum úr þessum sveit- um er ekið daglega allt skólaárið til Hafnar.“ Síðan segir: ,,Það er von okkar að hagsmunir heildarinnar séu hafð- ir að leiðarljósi varðandi ákvarð- anatöku við val á nýju vegarstæði yfir Hornafjarðarfljót, því mælum við með að leið 2 eða 3 í tillögum Vegagerðarinnar verði farin, allri þjóðinni til hagsbóta.“ Styttir vegalengdina Þorsteinn Sigfússon, ferðaþjón- ustubóndi á Skálafelli, telur að íbúar vestan fljóta séu einhuga um að fyrir valinu verði stysta leið til Hafnar. „Nánast enginn munur er á þeim þremur valmöguleikum sem lagð- ir hafa verið fram og kynntir hvað varðar styttingu hringvegarins. Með því að fara leið 3 er stytting innan héraðs hins vegar a.m.k. 3½ km eða meira miðað við leið eitt. Sú leið sem hluti landeigenda í Nesjum leggur til að fari í umhverfismat sem val- kostur um vegarstæði er enn lengri og það er gjörsamlega óásættanlegt þar sem sveitarfélagið er eitt atvinnu- svæði með þjónustukjarnann á Höfn. Austur-Skaftafellssýsla hefur ekki farið varhluta af þeim samdrætti sem hefur orðið í hefðbundnum búskap á Íslandi undanfarið. Í sveitum sýsl- unnar vestan fljóta hefur geysileg uppbygging orðið í ferðaþjónustu sem er þó enn sem komið er nokkuð árstíðabundin. Með styttingu vega- lengda og aukinni þjónustu á öðrum sviðum (svo sem háhraðatengingu) yrðu þessar sveitir enn betri valkost- ur fyrir unga sem aldna til heilsársbú- setu. Íbúar þessara sveita sækja alla þjónustu til Hafnar, þar er allt skóla- stigið, heilbrigðisþjónusta, verslun og hin opinbera stjórnsýsla, svo fátt eitt sé talið.“ Þorsteinn segir að ferðaþjón- ustuaðilar vestan fljóta hafi talið sig vera búna að koma sínum skoð- unum fullkomlega á framfæri með fyrrnefndri ályktun sem send var bæjarráði Hornafjarðar í fyrra. Hins vegar hefði verið skynsamlegt við gerð matsskýrslu vegna fyrirhugaðra framkvæmda að meta einnig áhrif mismunandi vegarstæða á búsetu, mannlíf og menningu í vestari hluta sveitarfélagsins með sambærilegum hætti og gert var í Nesjum. Eitt dæmi fyrir þá sem fást við arðsemisútreikninga: Barn sem elst upp vestan Hornafjarðarfljóta, t.d. í Suðursveit, fer í leikskóla eins árs eins og í boði er, síðan tekur grunnskólinn við og unglingurinn ákveður að taka stúdentspróf í heimabyggð og njóta þess að búa sem lengst á heimili sínu. Viðkomandi er í daglegum akstri til og frá skóla öll skólaárin sennilega 19 ár. Hver er svo mun- urinn í km. hvort hann ekur leið 1 eða 3? Þeir sem vilja reikna meira geta fundið út sparnað í eldsneyti og áhrif mengunar á umhverfið og tímann sem er svo dýrmætur. S.dór Fréttir Bændablaðið | Þriðjudagur 11. september 2007 Brosandi heyrúlla á Skeiðunum Þessa heyrúllu er að finna á Óskabakka á Skeiðum, rétt við veginn fram hjá bænum. Hún fær ökumenn óneitanlega til að brosa enda sér- staklega vel máluð og með fallegt bros. Frábært að sjá þegar bændur taka sig til og skreyta eina og eina rúllu hjá sér til að lífga upp á til- veruna. MHH Jón Benediktsson, bóndi á Auðnum í Laxárdal í Norður- þingi, eins og það heitir eftir sameiningu sveitarfélaga, sagði í samtali við Bændablaðið að sumarið sem er að líða væri það þurrasta sem menn myndu eftir. Afleiðingin er sú, að sögn Jóns, að það vantar mjög víða upp á hey- skapinn. Sums staðar skemmdust tún snemma í sumar og spruttu illa en aðrir sluppu betur. Hann segir að ástand túna sé mjög mis- munandi milli bæja. Háarsláttur er almennt mjög lélegur og græn- fóðurspretta, þar sem seint var sáð, er léleg. Misjafnt með fyrningar Jón sagði að bændur væru afar mis- munandi staddir hvað fyrningar varðaði, sem og með fóðuröflun almennt. Þó sagðist hann halda að ekki stefndi í nein vandræði hjá mönnum. Allar ár í S-Þingeyjarsýslu eru vatnslitlar og hefur það að sjálf- sögðu hamlað lax- og silungsveiði eins og svo víða á landinu eftir þetta mikla þurrkasumar. Heimasmölun er hafin og sum- arslátrun hófst um mánaðamótin. Síðan eru það göngur og réttir eins og fara gerir. Jón segir að þrátt fyrir þurrkana í sumar hafi væta síðustu daga bjargað miklu og að lömb virðist koma væn af fjalli en það sé eflaust misjafnt eftir þeim löndum sem þau voru á. Þegar líður á sum- arið dregur féð sig fyrr niður af fjöll- um þegar svona miklir þurrkar eru. Sóst eftir jörðum Jón segir að auðmenn af höfuðborg- arsvæðinu hafi verið að kaupa jarðir í Þingeyjarsýslum og þeir leiti mjög stíft eftir því að fá jarðir keyptar. Það eru ekki bara jarðir sem liggja að laxveiðiám sem þeir sækjast eftir, aðrar jarðir eru líka eftirsóttar. En eins og gefur augaleið eru hlunn- indajarðirnar eftirsóttastar. Skýringin á þessari eftirsókn í jarðir segist Jón telja að sé bara ásókn auðmanna í að eiga land sem þeir telji að eigi enn eftir að hækka í verði. ,,Þegar maður heyrir um að eyði- jörð í eyðifirði, eins og Stakkahlíð í Loðmundarfirði, sé seld á 60 milljónir króna þá gengur fram af manni,“ segir Jón Benediktsson. Jón Benediktsson, bóndi á Auðnum Þurrasta sumar sem menn muna eftir Jón Benediktsson bóndi á Auðnum í Laxárdal í Norðurþingi. Í síðustu viku fór fram skinnaupp- boð hjá hinum kunna skinnaupp- boðshaldara Kopinhagen Fur og var þetta síðasta skinnauppboðið á sölutímabilinu sem stendur frá desember fram til september næsta ár. Næsta uppboð verður því hald- ið í desember næst komandi þegar nýtt sölutímabil hefst. Að sögn Einars E. Einarssonar loðdýraráðunautar þá lækkuðu högnaskinnin að meðaltali um 10% frá síðasta uppboði en læðuskinn stóðu í stað. Það jákvæðasta við uppboðið var þó að öll minkaskinn seldust upp og fagna menn því. Á liðnu sölutímabili var með- alverð minkaskinna 232 krón- ur danskar eða um 2700 krónur íslenskar. Meðalverð íslensku minkaskinnanna liggur ekki fyrir ennþá en Einar telur að það verði um 2500 krónur fyrir skinnið sem hann segir alls ekki slæmt verð. Á uppboðinu í síðustu viku voru seldar 4,5 milljónir minkaskinna auk nokkur hundruð þúsund skinna af öðrum dýrategundum. Einar sagðist ekki hafa nákvæma tölu yfir fjölda íslenska minkaskinna á upp- boðinu en taldi að það hefðu verið á milli 12 og 15 þúsund skinn en á ári eru framleidd hér á landi milli 160 og 170 þúsund minkaskinn. Einar segir að ekki sé ástæða til annars fyrir loðdýrabændur hér á landi en að vera ánægða með liðið sölutímabil Minkaskinnauppboð í Kaupmannahöfn Örlítil lækkun á högnaskinnum Jóhannes Sigfússon, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda Verðum að gæta þess að verðleggja ekki lambakjötið út af markaði Framkvæmdir við hringveginn í Hornafirði Margir vilja aðra leið en Nesjamenn leggja til Nýr hótelstjóri á Radisson SAS Hótel Sögu K r i s t j á n Daníelsson hefur verið ráðinn hót- elstjóri Rad- isson SAS Hótel Sögu frá og með ágúst og tekur hann við af Hrönn Greipsdótt- ur sem gegnt hefur starfi hótel- stjóra undanfarin níu ár. Kristján var áður sölu- og markaðsstjóri Radisson SAS Hótel Sögu. Hann hefur því mikla reynslu og þekk- ingu á rekstri hótelsins. Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi hótelsins undanfarin ár og um- svif Radisson SAS hótelkeðjunn- ar aukist mikið hér á landi. Radisson SAS Hótel Saga hefur verið samstarfsaðili hinnar alþjóð- legu Rezidor hótelkeðju frá árinu 1999. Rezidor er ein öflugasta hót- elkeðja í heimi og hefur innan sinna vébanda 271 hótel með yfir 55.000 herbergjum í 47 löndum í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Eins árs börn tekin inn á leikskólann Lækjarbrekku Sú nýjung var tekin upp á leik- skólanum Lækjarbrekku á Hólmavík í lok sumars að bjóða upp á leikskólapláss fyrir börn frá tólf mánaða aldri. Það kemur meðal annars til af því að fá börn eru í hverjum árgangi og því hefur jafnan verið erfitt að fá dag- mömmu fyrir yngstu börnin. Að sögn Kolbrúnar Þorsteinsdóttur leikskólastjóra er útlit fyrir að þessi nýjung verði vel nýtt, en eins til tveggja ára börnin eru þegar orðin þrjú börnin og fleiri væntanleg. Alls eru tæplega þrjá- tíu börn í leikskólanum. Miklar lagfæringar voru einnig gerðar á lóð leikskólans nú í sumar, og voru þær orðnar langþráðar að sögn Kolbrúnar. Rólur voru end- urnýjaðar, sömuleiðis klifurgrind og kofi. Þá voru settar gúmmíhell- ur undir leiktæki og fleira lagfært. Verkinu var að mestu lokið áður en leikskólinn tók til starfa eftir sum- arfrí í lok júlí, en það voru feðgarnir Þórður Sverrisson og Guðmundur Þórðarson sem sáu um verkið, ásamt starfsmönnum áhaldahúss Strandabyggðar. Eins og nærri má geta voru börnin ánægð með nýja leikskólalóð og hafa unað sér vel við útileiki, enda að mestu viðrað vel til útiveru það sem af er hausti. kse

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.