Bændablaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 31
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. september 200731 Endurmenntunarnámið sem Landbúnaðarháskóli Íslands stendur fyrir hefur náð mikl- um vinsældum. Á síðasta vetri voru haldin um 80 endurmennt- unarnámskeið og sóttu þau rétt um eitt þúsund manns. Að sögn Guðrúnar Lárusdóttur, endur- menntunarstjóra LBHI, voru það ekki allt bændur sem sóttu þessi námskeið þótt þeir væru í meiri- hluta. Það eru líka námskeið um umhverfisskipulag, fyrir garð- yrkjufólk, skrúðgarðyrkjufólk, blómaskeytingar og námskeið fyrir almenning sem hefur áhuga á því sem tengist umhverfi og náttúruauðlindum á einn eða annan máta. Margt nýtt fram undan Fram að þessu hefur Guðrún unnið ein við skipulagningu nám- skeiðanna en nú eru þau orðin þrjú sem annast undirbúninginn. Auk hennar eru það þau Ásdís Helga Bjarnadóttir á Hvanneyri og Björgvin Eggertsson sem hefur aðstöðu á Reykjum. Sjálf hefur Guðrún aðstöðu í Keldnaholti. Hún segir að meiri kraftur sé í öllu starfinu nú en áður; margt sé í pípunum hjá þeim og mikið verði um að vera á endurmenntunarnám- skeiðunum í vetur. Guðrún býst við að fjöldi námskeiða verði svipaður og var í fyrra, alla vega ekki færri, og þátttakenda líka. Hún segir að þau séu alltaf tilbúin að búa til námskeið ef eftirspurn er næg. Námskeiðin haldin víða Flest námskeiðin fara fram á starfs- svæði Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Reykjum í Ölfusi. Á Miðfossum í Andakíl er mið- stöð fyrir öll námskeið sem snerta hesta. Síðan er farið um landið með nokkur þeirra. Námskeiðin snerta ekki bara landbúnaðinn beint og nefnir Guðrún námskeið í skóg- fræðum sem dæmi og afar góða braut í umhverfisskipulagi. Þá má nefna endurmenntunarnámskeið í hestafræðum sem mjög stór hópur hefur áhuga á. Lengd námskeiðanna er afar mismunandi – frá einum degi og upp í heila önn. Þá nefnir Guðrún námskeiðaröð sem kallast ,,Grænni skógar.“ Það er endurmenntunar- námskeið fyrir fólk í skógrækt- inni og er þar um að ræða þriggja ára nám. Á því námskeiði er um að ræða ákveðna lotuvinnu og líka fjarnám og heimavinna. Endurmenntun var í mörg á hjá Bændaskólanum á Hvanneyri og garðyrkjuskólanum gamla á Reykjum. Landbúnaðarháskólinn er ekki nema rúmlega tveggja ára og síðan hann var stofnaður hafa endurmenntunarnámskeiðin verið, í þeirri mynd sem þau eru núna, á hans vegum. S.dór Guðrún Lárusdóttir, endurmenntunarstjóri LBHI Endurmenntunarnámskeiðin njóta sívaxandi vinsælda Guðrún Lárusdóttir endurmennt- unarstjóri Landbúnaðarháskóla Íslands. Fjöldi manns sækir endurmenntunarnámskeið LBHÍ. Hér eru garðyrkju- menn á námskeiði í starfsstöð LbhÍ að Reykjum í Ölfusi í fyrra. Sturtuvagnar og stálgrinda­ hús frá WECKMAN Sturtuvagnar H. Hauksson ehf Suðurlandsbraut 48 Sími: 588 1130 Fax: 588 1131 Stálgrindahús. Margar gerðir, hagstætt verð. Einnig þak­ og veggstál á góðu verði

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.