Bændablaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. september 2007 Ný Hvalsárrétt í Hrútafirði verð- ur tekin í notkun laugardaginn 15. september næstkomandi en þar hefur verið rétt áratugum saman. Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal III, sagði í sam- tali við Bændablaðið að nýja rétt- in væri hringlaga trérétt. Gamla réttin var einnig trérétt en var orðin gömul og úr sér gengin. Sveitarfélagið, Bæjarhreppur, byggði nýju réttina með hjálp heimamanna. Jóhann sagði að um 3 þúsund fjár kæmi úr heimalöndum og af fjalli í réttina. Hann sagði að flest- ar jarðirnar í hreppnum væru land- stórar og bændur hefðu fé sitt á jörðum sínum allt sumarið. Hins vegar væru fjórar jarðir, gömul eyðibýli, sem sveitarfélagið ætti og þær jarðir þyrfti að smala niður. Til stendur að hafa gleði og gaman á réttardaginn þegar nýja réttin verður tekin í notkun og sagð- ist Jóhann eiga von á mörgu fólki, bæði heimamönnum og gestum. S.dór Nýr björgunarsveit- arbíll á Hofsósi Fyrir skömmu fékk björgunar- sveitin Grettir á Hofsósi afhenta nýja og fullbúna bifreið af gerð- inni Nissan Patrol sem sveitin keypti fyrr á þessu ári. Jón Einar Kjartansson, formað- ur Grettis, sagði að bíllinn kostaði kr. 8,5 milljónir eftir breytingar og kaup á aukabúnaði sem búið er að setja í hann. Þá er búið að fella niður af kaupverðinu tolla og virð- isaukaskatt. Breytingarnar felast m.a. í því að bíllinn var hækkaður upp, en búnaðurinn er talstöðvar, aukaljós, sírenur, gjallarhorn og auk þess sjúkrabúnaður. Þessi bíll er hrein viðbót hjá björgunarsveit- inni en fyrir átti hún Landrover- bifreið. Jón lét þess getið að nýja bifreiðin væri ein af níu sams konar sem björgunarsveitir víðs- vegar um land hefðu verið að kaupa undanfarið. Um fjörutíu manns á svæðinu norðan úr Sléttuhlíð og inn í Viðvíkursveit starfa í björgunarsveitinni Gretti. ÖÞ Á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal er rekið hótel og þar hefur verið komið upp vísi að hreindýrasetri eða safni sem opið hefur verið í sumar. Aðalsteinn Jónsson, bóndi í Klausturseli, og bróðurdóttir hans Fjóla Hrafnkelsdóttir eru aðaleigendur hótelsins. Hreindýraveiðimenn gista gjarna á Skjöldólfsstöðum og sagði Aðalsteinn í spjalli við Bændablaðið að hann hefði komið upp aðstöðu heima hjá sér til að kæla og geyma hreindýrakjöt og væri það vel þegið. Hann sagði að Hreindýrasetrið hefði líkað vel hjá þeim sem skoðuðu það í sumar en ferðamannafjöldi hefði verið í góðu meðallagi það sem af væri ári. Fjóla Hrafnkelsdóttir hótelstjóri sagði að aðsókn að hótelinu hefði verið mjög góð í sumar en boðið er upp á bæði mat og gistingu. Sá vísir að hreindýrasafni sem kominn er upp á Skjöldólfsstöðum hefur vakið mikla athygli og sagði Fjóla að stefnt væri að því að stækka það og gera það veglegra. Ákveðið hefur verið að hafa hótelið opið í vetur. Fjóla sagði Skjöldólfsstaði vel staðsetta að því leyti að þeir væru fyrsti bærinn sem fólk kæmi að frá því það legði upp frá Mývatni eftir að þjóðveg- inum var breytt. Möðrudalur væri nú úr leið hvað þetta varðaði. Þau ætla að bjóða fyrirtækjum aðstöðu þegar farið er með deildir eða hópa í hvataferðir í vetur. Þá verður hægt að halda árshátíðir og þorrablót á Skjöldólfsstöðum og þar er gisting fyrir 40 manns. S.dór Í sumar hefur mikil undirbún- ingsvinna verið í gangi vegna álvers á Húsavík. Meðal þess sem unnið hefur verið að er borun eftir háhita á Þeystareykjum og sagði Hreinn Hjartarson, bæj- arverkfræðingur í Norðurþingi, að helgina 25.-26. ágúst hefði lokið borun holu 4 á Þeystareykjum og væri endanleg dýpt hennar um 2200 m. Við borun holunnar var bor- að í gegnum sprungusveim á 2000 m dýpi og eru vísbending- ar um að þetta verði öflugasta holan á Þeystareykjum til þessa. Undirbúningur við holu 5 er þegar í gangi og hefst borun á næstu dögum. Næstu holur verða boraðar frá sama borplani, sín í hvora stefnuna, og eru jafnframt á sama borplani og hola 1 sem boruð var 2002. Þeystareykjasvæðið kemur vel út Hreinn sagði að Þeystareykjasvæðið kæmi mjög vel út í öllu sem þar hefði verið gert varðandi rannsókn- ir og háhitaboranir. Svæðið gerði ekki annað en að stækka og batna. Í Gjástykki verður boruð kjarnahola í haust, fáist leyfi til þess. Ef álver rís við Húsavík verð- ur orka tekin frá fjórum svæð- um til að dreifa áhættunni, það er frá Þeystareykjum, Gjástykki, Bjarnarflagi og Kröflu, jafnvel þótt eitt svæði dygði vel, að sögn Hreins, enda er þarna um að ræða svæði sem hvert um sig er á við Hellisheiðarsvæðið syðra. Hreinn sagði að í gangi væri ýmiss annar undirbúningur fyrir álver við Húsavík. Hönnunarvinna er í gangi og meðal annars er verið að hanna veg frá Húsavíkurhöfn út að staðnum þar sem álver mun rísa, ef af verður. Á vegum Alcoa er umhverfismat í gangi og ýmsir útreikningar varðandi álverið. Hreinn sagði að það væri því allt á fullu í undirbúningi álvers og að ekkert neikvætt hefði komið upp sem stoppaði undirbúninginn. S.dór Laxaseiðum sleppt í Jökulsá á Dal Einhvern tíma hefði sá maður verið talinn galinn sem hefði stungið upp á því að sleppa laxaseiðum í Jökulsá á Dal. En allt er í heiminum hverf- ult og nú er svo komið að menn telja í lagi að sleppa laxaseiðum í ána og hefur það þegar verið gert. Vatnið í ánni hefur hreinsast vegna tilkomu Hálslóns. Í fyrra var sleppt laxaseiðum í hliðarár sem renna í Jökulsá og veidd- ust nokkrir laxar í þeim ám í sumar. Aðalsteinn Jónsson, bóndi í Klausturseli á Jökuldal, sagði í samtali við Bændablaðið að með þessu væri hafin tilraun til að byggja ána upp sem lax- veiðiá. Aðspurður hvort fjárfestar af höfuðborgarsvæðinu hefðu eitthvað sóst eftir jörðum á Jökuldal sagðist hann ekki vita til þess. Hins vegar myndi það án efa breytast ef laxaræktin í Jökulsá heppnaðist, þá gæti margt breyst. Aðalsteinn sagði að heyskap- ur hefði gengið vel á Jökuldal í sumar. Hreindýraveiðar sem nú standa yfir ganga ágætlega en Aðalsteinn er meðal leiðsögu- manna við þær veiðar. Hann flær hreindýr og kælir kjötið fyrir veiðimenn. Almennt sagði hann mannlíf með ágætum á Jökuldal. S.dór Stjórnarfólk í Gretti og nýi Nissan-bíllinn við bækistöð sveitarinnar á Hofsósi. Frá vinstri: Eiríkur Arnarson, Bjarni K. Kristjánsson, Þorsteinn Axelsson, Jón Einar Kjartansson og Rán Sturlaugsdóttir. Mynd: ÖÞ. Ný Hvalsárrétt verður tekin í notkun laugardaginn 15. sept. Í sumar hefur verið unnið að byggingu nýrrar réttar í Deildar- dal í Skagafirði. Réttin sem er í landi jarðarinnar Skuggabjarga er milli 800 og 900 ferm. að stærð, hringlaga með 10 dilkum ásamt nokkrum smærri hólfum. Þar sem í henni verður bæði rétt- að hrossum og kindum er veggja- hæð 165 cm. Réttin er að mestu úr timbri en allar uppistöður og hurðir eru úr galvaníseruðu járni. Það er sveitarfélagið Skagafjörður sem kostar bygginguna, en bændur sáu um að brjóta gömluréttina sem var á sama stað niður og fjarlægja hana. Talverð vinna var við grunn réttarinnar sem í eru drenlagnir og steyptar undirstöður grafnar um 100 sentimetra niður. Yfirsmiður við bygginguna var Friðbjörn Jónsson á Sauðárkróki. Að sögn Jóns Einars Kjartans- sonar stjórnarmanns í fjallskiladeild- inni var gamla réttin sem áður er getið var upphaflega byggð árið 1960. Hún var steinsteypt en und- irstöður hafa ekki verið grafnar nægilega niður því veggir henn- ar sprungu og skekktust. Hún var dæmd ónýt árið 1974 en var notuð þrátt fyrir það á hverju árið þrátt fyrir að nokkrir dilkar væru hrundir. Nokkuð er síðan þessi rétt- arbygging komst á dagskrá þótt ekki yrði af framkvæmdum fyrr en í ár. Í fjallskiladeild Deildardals eru auk Jóns eru Loftur Guðmundsson Melstað og Guðmundur Jónsson Óslandi sem er fjallskilastjóri. ÖÞ Ný rétt byggð í Deildardal í Skagafirði Þeir voru að vinna að lokafrágangi við réttina í síðustu viku frá vinstri Páll Óskarsson Skuggabjörgum,Sigmundur Jóhannesson Brekkukoti og Loftur Guðmundsson Melstað. Ljósm. ÖÞ Stoltir smiðir við fullbúna Hvalsár- rétt, Ragnar Pálmason á Kollsá t.v. og Hannes Hilmarsson. Ljósm. kse Hreindýrasetri komið upp á Skjöldólfsstöðum 30 ára afmæli Orkubúsins fagnað á Hólmavík Þann 26. ágúst voru liðin 30 ár frá því að undirritaður var sameigna- samningur um Orkubú Vestfjarða af Gunnari Thoroddsen þáver- andi iðnaðarráðherra og fulltrú- um vestfirskra sveitarfélaga. Af þessu tilefni var opið hús hjá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík. Nýtt skrifstofuhús og verkstæði á Skeiði var til sýnis í tilefni dagsins, boðið var upp á léttar veitingar og börnin fengu glaðning. Töluverður fjöldi fólks kíkti við í Orkubúinu, að sögn Þorsteins Sigfússonar svæðisstjóra. Á svokölluðu svæði 3, sem nær yfir Strandasýslu og A-Barðastrandasýslu, starfa átta til tíu manns og þjónusta einnig hluta af svæði 4, Ísafjarðardjúp frá Mjóafirði út á Snæfjallaströnd. Að sögn Þorsteins er Orkubúsmenn „í útrás“ þessa dagana þar sem tveir menn voru lánaðir í Lagarfljóts- virkjun austur á Héraði. „Fram- undan er vonandi lagfæring á línum út í Tungusveit og stærsta verkefnið á næsta ári verður teng- ing Ísafjarðardjúps við landskerfið eins og ráðherra boðaði fyrir vest- an um daginn,“ sagði Þorsteinn. kse Mikil undirbúningsvinna í gangi vegna álvers á Húsavík Hinn 15. ágúst tóku íslensk stjórnvöld að fullu yfir rekstur og verkefni Ratsjárstofnunar frá Bandaríkjamönnum en stofn- unin hefur hingað til verið rekin á grundvelli bandarískra reglna og starfsemin að fullu kostuð af bandarískum yfirvöldum. Ratsjárstöðvarnar fjór- ar (á Bolafjalli, Miðnesheiði, Gunnólfsvíkurfjalli og Stokksnesi) sem fylgjast með flugumferð um landið eru tengdar ljósleiðara sem liggur hringinn í kringum landið. Atlantshafsbandalagið á fimm af átta vírum í ljósleiðaranum en hinir þrír urðu eign íslenska ríkisins í kjölfar breytinganna 15. ágúst. Aðilar á markaði, svo sem fyr- irtæki og stofnanir, hafa lýst áhuga á að fá aðgang að ljósleiðurunum og er starfshópur á vegum utanríkisráðu- neytisins því að kanna hvernig, að höfðu samráði við NATO, megi flýta því að almenningur fái aðgang að net- inu. Breytingin gæti leitt til þess að gagnaflutningsgeta innanlands auk- ist um allt að 60%. Utanríkisráðherra vill að ljósleiðarinn komi almenn- ingi til bóta, ekki síst á landsbyggð- inni þar sem nettengingar gætu víða verið betri. Fjarskiptastofnanir hafa áhuga á að ljósleiðarinn verði boðinn út en utanríkisráðherra mun bráðlega skýra út hvaða stefna verður tekin í málinu. ehg Von um bættar tengingar með ljósleiðara

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.