Bændablaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 32
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. september 20073 Pramminn dreginn á haf út (Ljósm. Víðir Björnsson) Nú þegar skólar landsins eru byrjaðir og huga þarf að daglegu nesti er gaman að brjóta upp hið venjubundna álegg ofan á brauð og búa sér til eigin kræsingar heima í eldhúsi. Sumir geta látið hugmyndaflugið ráða á meðan aðrir geta prófað kjúklingalifr- arkæfu, tómatmauk og dísætt sírópsbrauð. Kjúklingalifrarkæfa Fyrir sex 50 g (4 msk.) smjör 1 laukur, fínt saxaður 350 g kjúklingalifur, hreinsuð af öllum dökkum eða grænleitum hlutum 60 ml sérrí (miðlungs) 25 g feitur, mjúkur ostur 15-30 ml (1-2 msk.) sítrónusafi 2 harðsoðin egg, brytjuð salt pipar 50-75 g smjör Aðferð: Bræðið smjörið á pönnu. Setjið lauk og lifur út í og steikið þang- að til laukurinn mýkist og lifrin er orðin ljósbrún og ekki lengur rauð að innan. Hellið sérríi yfir og sjóðið niður um helming. Kælið lítillega. Setjið blönduna í mat- vinnsluvél eða blandara og bætið mjúka ostinum og matskeið af sítr- ónusafa við. Maukið þar til blandna er orðin mjúk. Bætið harðsoðnu eggjunum við og maukið lítið eitt áfram. Bragðbætið með salti og pipar. Smakkið og bætið við sítr- ónusafa ef vill. Setjið lifrarkæfuna í mót eða sérstakar smáskálar. Sléttið yfirborð kæfunnar. Hellið lagi af tæru smjöri yfir kæfuna. Kælið og látið storkna. Berið fram við her- bergishita og smyrjið á heitt, ristað brauð eða ljúffengt kex. (Úr bókinni Kjúklingaréttir) Sírópsbrauð Einfalt, svolítið sætt og ljómandi gott brauð! 300 g síróp 300 g sykur 700 g hveiti 6 dl súrmjólk 1 tsk. negull 2 tsk. matarsóti Aðferð: Blandið öllu hráefninu saman og bakið í ofnskúffu við 150°C í um það bil 45 mínútur. Heimagert tómatmauk 3 stórir tómatar ½ dós niðurskornir tómatar 6 sólþurrkaðir tómatar 1 chili-aldin 2 hvítlauksrif 1/3 búnt steinselja salt pipar Aðferð: Skerið tómata smátt niður og setjið í pott. Hreinsið chili-aldin, fjarlægið fræin og bætið út í pottinn. Pressið hvítlauksrif og setjið þau saman við ásamt ½ dós af niðurskornum tómötum, sólþurrkuðum tómötum og steinselju. Sjóðið þetta upp og þegar sósan er farin að malla er gott að mauka hana með töfrasprota. Saltið og piprið eftir smekk. ehg MATUR Örðuvísi og ljómandi gott álegg 9 8 5 4 3 9 2 7 2 5 4 6 3 9 7 8 4 6 1 5 2 8 9 3 2 1 5 8 4 6 2 6 3 5 2 1 7 8 6 8 5 7 4 2 5 6 6 9 3 4 7 9 8 3 8 5 6 2 3 6 7 2 3 5 8 3 7 6 5 8 4 1 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn- ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari línum. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn- ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst Kjúklingalifrarkæfan er góð ofan á brauðið, nýtt eða ristað, og einnig er upplagt að bera það fram með tekexi eins og hér er gert. Kræklingavinnsla að hefjast í Króksfjarðarnesi Fyrirtækið Norðurskel í Hrísey og nokkrir einstaklingar, inn- lendir og erlendir, eru að hefja ræktun á kræklingi í Króksfirði. Búið er að setja út um 30 km af söfnurum (línum) en krækling- urinn hrygnir seinnipart sumars og lirfurnar festa sig á safnarana. Eftir eitt ár er kræklingurinn tekinn af söfnurunum og settur í netpoka og látinn í sjóinn aftur. Þetta er gert vegna þess að eftir eitt ár er skelin orðin það þung að hún getur dottið af safnaran- um eða drepist þegar skeljar hla- ðast utan á þær sem innstar eru. Frá því að skelin sest á safnarana tekur það hana 2-4 ár að ná mark- aðsstærð. Vonast er til að uppsker- an af þeim söfnurum sem komnir eru í sjó verði um 300-400 tonn. Kaupfélag Skagfirðinga, sem er með sláturhúsið í Króksfjarðarnesi á leigu en mun láta úrelda það sem sláturhús, hefur lánað aðstöðuna endurgjaldslaust til undirbúnings- vinnu og binda menn vonir við að þetta geti skapað einhver störf þegar fram líða stundir. Um fjölda þeirra er ekki hægt að segja fyrr en fyrsta skelin kemur á land eftir 2-4 ár. BGR/S.dór Svona lítur pramminn sem kræk- lingalínurnar eru fluttar á út. Fimmtudaginn 6. september hófst útgáfa nýs vikulegs hér- aðsfréttablaðs á Ströndum sem ber heitið Gagnvegur. Kristín Sigurrós Einarsdóttir, grunn- skólakennari á Hólmavík, gefur blaðið út ásamt að ritstýra því. „Þetta er blað í A5-broti, útlitið er líkara dagskrá en hefðbundnu fréttablaði en það verður allt í bland í blaðinu, eins og viðtal við Strandamann vikunnar, atburða- dagatal, fréttir og sjónvarpsdag- skrá. Það hefur ekki verið prent- miðill fyrir þetta svæði í allmörg ár,“ segir Kristín sem jafnframt er fréttaritari Morgunblaðsins og Bændablaðsins, pistlahöfundur hjá Svæðisútvarpi Vestfjarða og tengi- liður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Ströndum. Eigin herra í hálfu starfi Kristín fór á brautargengisnám- skeið hjá Impru og setti upp við- skiptaáætlun fyrir blaðið sem hún segir hafa hjálpað sér mikið. „Ég lærði mikið af námskeiðinu og kynntist konum sem voru í ein- hvers konar rekstri. Þegar ég flutti hingað fyrir sjö árum var ég búin að vera í afleysingum á Skessuhorni og fékk nasaþef af þessum geira. Síðan varð ég vör við að þegar ég sendi efni í þá miðla sem ég hef unnið fyrir fékk ég svo jákvæð við- brögð. Þannig að ég ákvað að prófa að vera minn eigin herra í hálfu starfi og kennari í hálfu starfi,“ útskýrir Kristín og aðspurð um heiti blaðsins, Gagnvegur, svarar hún: „Þetta er gamalt og gott íslenskt orð. Það þýðir einfaldlega beinn veg- ur, stysta leið og er hálfpartinn tilvitn- un í Hávamál. Mig vantaði nafn til að tengja saman svæðið en ég hefði hug á því í framtíðinni að stækka svæðið og tengja það við Reykhólasveitina því nú horfir til bættari vegasam- gangna þangað.“ ehg Gagnvegur flytur Strandamönnum fréttir Kjötsúpuhátíð verður haldin við Sögusetrið á Hvolsvelli laug- ardaginn 29. september. Um er að ræða uppskeruhátíð Rangæinga, réttir að klárast, sláturtíð hafin og bændur farnir að búa sig undir veturinn. Á útisvæði verður sýn- ing á landbúnaðarvélum og þá helst dráttarvélum á ýmsum aldri. Einnig verður settur upp húsdýra- garður þar sem verða til sýnis m.a. endur, íslensk hænsni og hanar frá Hanasetrinu á Torfastöðum, kind- ur, íslenski fjárhundurinn, hest- ar, kýr ofl. Einnig verður settur upp markaður inni í Sögusetrinu með handverks- og landbúnaðar- afurðum, heimagerðar sultur, ábrystir o.fl. Þá verður lifandi tónlist og söngkeppni fyrir unga fólkið. Ungmennafélagsandinn mun jafnframt svífa yfir vötn- um þegar efnt veður til keppni á hinum ýmsu sviðum landbún- aðar. „Dagskráin er enn í und- irbúningi, þannig að ýmislegt á eftir að koma í ljós og að sjálf- sögðu verður eitthvað fyrir alla fjölskylduna,“ sagði Þuríður H. Aradóttir markaðs- og kynning- arfulltrúi Rangárþings eystra í samtali við blaðið. MHH Kjötsúpa og uppskeruhátíð á Hvolsvelli Sigríður Vilmundardóttir og Hjalti R. Arnónsson vinna við kræklingalínurn- ar og taumana.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.