Bændablaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. september 2007 Utan úr heimi Hagsmunaárekstrar birtast á marga vegu í WTO-viðræðunum um þessar mundir. Sumir eru milli landa í norðri og suðri, aðrir innbyrðis milli landa í suðri, enn aðrir milli landa í norðri eða milli landa í austri og vestri. Í þessari fjölbreyttu mynd, þar sem Bandaríkin standa löskuð sem hið leiðandi afl í heiminum, er ekkert land lengur nógu öflugt til að taka forystu í viðræðunum um nýjan samning um alþjóðleg búvöruviðskipti. Margir hafa lýst bjartsýni sinni um að nýr samningur sé handan við hornið. Reyndin hefur hingað til orðið önnur. Á fundi í Potsdam í Þýskalandi í júní sl. náðu Bandaríkin, ESB, Indland og Brasilía ekki sam- komulagi í málinu. Viðræður þeirra áttu að skila umræðugrundvelli fyrir lokavið- ræður allra landa innan Alþjóðav iðskiptastofnunarinnar, WTO, en stofnunin hefur reynt að ná slíku samkomulagi frá árinu 2001. Frá GATT til WTO Alþjóða viðskiptastofnunin, (WTO), var stofnuð árið 1995 og tók við af GATT (General agree- ment on tariffs and trade) sem stofnað var eftir lok síðustu heims- styrjaldar, 1945, sem ein af Bretton Woods stofnununum. GATT byggðist í upphafi á því sem iðnríkin á þeim tíma gátu sameinast um. Í raun þýddi það að Evrópuríkin og Bandaríkin kæmust að sameiginlegum lausnum sem Japan gat einnig fallist á. Önnur lönd í GATT urðu misjafnlega sátt að fallast á þær niðurstöður. Niðurstaðan í Uruguay-við- ræðulotunni árið 1994 byggðist m.a. á því að ESB og Bandaríkin náðu samkomulagi um fyrirkomu- lag styrkja til landbúnaðarins með því að búa til svokölluð „Blá box“ fyrir styrki til búfjárræktar annars vegar og landnotkunar hins vegar, samkvæmt svonefndum „Blair House“ samningi. Erfiðara hefur reynst að ná samkomulagi innan WTO. Enn sem komið er hefur ekki tekist að undirrita neinn viðskiptasamning á vegum þeirra samtaka. Doha- viðræðulotan var fyrsta tilraunin. Í Cancun árið 2003 reyndu ESB og Bandaríkin að forma samnings- grundvöll sem aðildarríki WTO gætu sæst á. Það tókst ekki og Kenya gekk fram fyrir skjöldu fyrir þeim löndum sem höfnuðu honum. Margir líta á þau viðræðurof sem tímamótaviðburð. Stærstu iðnríkin gátu ekki lengur sett regl- urnar og suðlæg lönd voru ekki lengur reiðubúin til að fallast á samninga sem tóku ekki tillit til hagsmuna þeirra. Breyttur heimur ESB og Bandaríkin breyttu þá vinnubrögðum sínum. Þau tóku Indland og Brasilíu inn í toppvið- ræðuhópinn til að fá meiri breidd í viðræður um nýjan samning, nýi hópurinn var nefndur G4. Völdin voru ekki lengur einhliða í hönd- um iðnríkjanna, heldur einnig hjá stórum þróunarlöndum á uppleið. Auk Indlands og Brasilíu eru einnig í þeim hópi m.a. Rússland og Kína. Forseti Rússlands, Vladimir Putin, benti t.d. á í lok fundar átta helstu iðnríkja heims (G8) í Helligendamm í Þýskalandi í júní 2007 að fyrir 50 árum hefðu sjö stærstu iðnríki heims staðið fyrir 60% þjóðarframleiðslu (BNP) heimsins en nú væri hlutur þeirra 40%. Hann bætti svo við: „Jafnri hagþróun er best þjónað með nýju fyrirkomulagi á alþjóðlegu efna- hagslegu samstarfi, sem byggist á trausti og gagnkvæmum árangri. Stofnanir, sem komið er á fót og sinna einkum hagsmunum fárra aðildarríkja sinna, virka stundum úreltar og ólýðræðislegar. Það er langt frá því að þau gefi rétta mynd af stöðu aðildarríkja sinna.“ Þessi yfirlýsing er skýr ábend- ing um að hagkerfi, sem eru á uppleið í heiminum, vilja koma ár sinni fyrir borð og að kerfið verði að taka tillit til nýrra valdahlutfalla í heiminum. Ólíkir hagsmunir Þegar sjónarmiðum fjölgar koma einnig upp fleiri átakamál. Brasilía og Indland hafa t.d. ólíkra hags- muna að gæta í landbúnaði. Brasilía er að verða stærsta útflutn- ingsland búsafurða í heiminum en Indland á fullt í fangi með að fullnægja eigin þörfum fyrir mat, jafnframt því sem fólki fjölgar þar hratt. Tvö síðustu ár hefur Indland orðið að flytja inn hveiti, sem það hefur ekki þurft áður. Að auki er Kína orðið meira innflutningsland en útflutningsland matvæla og aðal viðskiptahagsmunamál þeirra er nú að afla erlendra markaða fyrir iðnaðarvörur sínar. Kína, sem er það land þar sem hagvöxtur er hraðastur um þess- ar mundir, er orðið efnahagslegt stórveldi og lætur sem slíkt að sér kveða. Frá því Uruguay-viðræðu- lotunni lauk hefur staða þess breyst frá því að vera næstum ósýnileg í það að vera mikilvægur þátttak- andi í alþjóðlegum viðskiptum. Brasilía og Indland og mörg lönd sem standa með þeim, m.a. þróunarlönd, eru afar treg til að lækka innflutningstolla sína á iðn- aðarvörum. Þeim stafar ógn af sterkum vestrænum stórfyrirtækj- um sem vilja ryðjast inn á mark- aði þeirra með vörur sínar, en nú er Kína að verða jafnmikil ógn við þau sem stærsti útflytjandi iðn- aðarvara í heiminum og með 11% hagvöxt á ári. Mörg þróunarlönd berjast fyrir því að viðhalda innflutningstollum til að byggja upp eigin samkeppn- isiðnað. Of miklar kröfur um að lækka innflutningstolla í þróun- arlöndum var mikilvægasta ástæða þess að viðræður G4 hópsins í Potsdam í júní 2007 strönduðu, að sögn viðskiptaráðherra Indlands, Kanal Nath. Veikari staða Bandaríkjanna Lönd, sem hafa burði til þess, elta ekki lengur kenningar um fríversl- un, heldur ákveða viðskiptastefnu sína eftir eigin þörfum. Með vaxandi þjóðarmetnaði og sjálf- stæði landa í suðri og hlutfalls- lega veikari efnahagsstöðu landa í norðri, einkum Bandaríkjanna, þá er samningsstaðan innan WTO orðin þrengri. Síðast í maí á þessu ári setti Kína 30% innflutningstoll á vélar og verkfæri til að vernda eigin vélaiðnað. En styrkleikahlutföll í heim- inum öllum hafa einnig breyst. Gjaldeyrissjóður Kína er orðinn meiri en eitt þúsund milljarðar dollara og þannig stærsti peninga- sjóður í heimi. Stærsta skuld heimsins er aftur viðskiptahalli Bandaríkjanna sem nam 830 milljörðum doll- ara árið 2006. Þá skuldar rík- issjóður Bandaríkjanna verulega meira en nemur eignum hans og Bandaríkjamenn eyða um efni fram og safna skuldum. Með öðrum orðum þá hefur stærsta kommúnistaríki heims, Kína, nú yfirhönd um efnahag yfir stærsta kapítalíska ríki heims. Yfirburðir Vesturlanda úr sögunni? Það er ekki aðeins að Bandaríkj- unum og ESB sé ógnað af iðn- væðingu Kína. Búist er við því að Brasilía verði stærsta útflutn- ingsland búvara í heimi innan 10 ára. Þá hefur hækkað orkuverð og sú athygli, sem landbúnaður- inn hefur fengið sem orkufram- leiðandi, leitt til verðhækkunar á korni og jurtaolíu. Við það hefur þörf Bandaríkjanna og ESB á aðgengi að erlendum mörkuðum fyrir búvörur sínar dregist saman. Af því leiðir að Bandaríkin og ESB hafa ekki jafn knýjandi þörf fyrir nýjan WTO-samning og áður. Heimamarkaður þeirra fyrir búvör- ur hefur vaxið, eins og etanólfram- leiðsla Bandaríkjanna sýnir glöggt, og alþjóðaviðskipti með búvörur vaxa af sjálfu sér án þess að nýr WTO-samningur komi til. Jafnframt styrkist staða G33 hópsins en það eru lönd sem þurfa á sérstökum aðgerðum að halda til að vernda eigin framleiðslu mat- væla, svo sem með því að takmarka lækkun á innflutningstollum. Sagnfræðingurinn André G. Frank hefur bent á að efnahags- legir yfirburðir Vesturlanda í heiminum nái ekki lengra aftur en á miðja 18. öld og að Austurlönd voru fullt eins efnuð fram að því. Margt bendir til að þessi staða sé nú að jafnast aftur og að með upp- gangi BRIK-landanna (Brasilíu, Rússlands, Indlands og Kína) verði Vesturlöndum veitt aukin samkeppni á mörgum sviðum. Andstæðurnar innan WTO bir- tast á ýmsan hátt. Héðan í frá hefur ekkert land burði til að segja öðrum einhliða fyrir verkum. Óljóst er á þessu stigi hvort þeim löndum, sem nú eru í forystu, tekst að ná saman um ramma að nýjum WTO- samningi um alþjóðleg búvöruvið- skipti í náinni framtíð. Bondebladet, Chr. Anton Smedshaug. Endursagt: ME Af hverju næst ekki samkomulag í WTO? Tveir þriðju hlutar fullorðinna í Bandaríkjunum og 25 milljónir barna þar eru feit eða akfeit. Þetta ástand ógnar bæði heilsu- fari Bandaríkjanna og sam- keppnisstöðu landsins. Í skýrslu Samtaka um heilsu- vernd í Bandaríkjunum, „Trust for America’s Health“, kemur fram að hlutfall fólks, sem er of þungt, fer vaxandi í 31 ríki Bandaríkjanna og ástandinu er líkt við farsótt. Síðasta aldarfjórðung hefur fjöldi feitra einstaklinga aukist úr 15 í 32% og á sama tíma hefur hlutfall of feitra barna þrefaldast. Ruslfæði og of lítil hreyfing valda því að hætta á sykursýki, hjartasjúkdómum og hjartaslagi hefur aukist en einnig á ákveðnum gerðum af krabbameini. „Börn nú á tímum eru fyrsta kyn- slóðin sem vænta má að lifi skemur og búi við meiri heilsufarsvandamál en foreldrar þeirra,“ segir í skýrsl- unni. Enn fremur segir þar að sam- keppnisstaða Bandaríkjanna versni eftir því sem heilsufar fólks versn- ar og afköst þess minnka. Þá munu útgjöld í tengslum við ofþyngd ógna afkomu bandarískra fyrirtækja. Verst er ástandið í hinum fátæku Suðurríkjum. Í öllum ríkj- unum nema þremur; Colorado, Massachusetts og Vermont, eru meira en 20% íbúanna of feit. New York-borg er nefnd sem dæmi um að unnt sé að bregðast við ástandinu. Yfirvöld í New York hafa mælt svo fyrir að veitingastöð- um sé skylt að gefa upp næring- ar- og orkugildi réttanna sem þeir hafa á boðstólum, og að hætta að nota hráefni sem inniheldur trans- fitusýrur. Nationen Þessi er greinilega of feit fyrir trygg- ingafélögin. Offita ógnar efna- hag Bandaríkjanna Þörf fyrir þjálfaða ökumenn í sænskum landbúnaði er mikil. Sænska tryggingafélagið AFA Försäkring hefur ákveðið að verja 1,6 milljónum s.kr. til að þróa ökuhermi til að þjálfa fólk sem starfar í landbúnaði, með flughermi að fyrirmynd. Sænska stofnunin JTI, Institutet för jor- dbruks och miljöteknik, ákveður hvaða öryggisþættir eru teknir til meðferðar og tekur þátt í því að hanna æfingarnar. Þörfina á þessari þjálfun í með- ferð vinnuvéla í landbúnaði má annars vegar rekja til þess að notk- unarmöguleikar þeirra verða sífellt fjölbreyttari og hins vegar þess að meðalaldur ökumannanna er hár, eða 52 ár, en námið er jafnt ætlað nýjum sem reyndum ökumönnum. Tilgangurinn er að fækka slysum í landbúnaði. Hættan á slysum varðar bæði ökumanninn og umhverfi hans. Samkvæmt skrám tryggingafélags- ins, AFA Försäkring, eru áhættu- þættir ökumannsins í fyrsta lagi almenn umferð, slys við að stíga inn og út úr vélinni og slys við hleðslu og losun flutnings. Með ökuherminum er unnt að æfa erfiðar og áhættusamar aðstæð- ur, að sögn Niklas Adolfsson, sér- fræðings hjá JTI. Landsbygdens Folk Sænskir landbúnaðarverkamenn fá þjálfun í ökuhermi Umferðarhávaði hættulegur heilsunni Hættan á því að fá kransæða- og hjartasjúkdóma, sem leitt geta til dauða, eykst með vaxandi hávaða í umhverfinu og hættu- legastur er umferðarhávaði. Alþjóða heilbrigðismálastofn- unin, WHO, hefur komist að þess- ari niðurstöðu eftir að hafa kannað niðurstöður margra rannsókna sem gerðar hafa verið í ríkjum ESB um samhengi búsetu og hávaða. Það eru einkum streituhormónin kort- isol, adrenalín og noradrenalín sem aukast í líkamanum við auk- inn umferðarhávaða. Þegar hávaði frá umferð er að meðaltali 60-65 desíbel á sólarhring fer áhættan að aukast verulega fyrir þá sem hafa búið við hann árum saman. Einn af höfundum WHO-skýrsl- unnar er Truls Gjestland, yfirmað- ur hávaðarannsókna hjá SINTEF, en það er óháð rannsóknastofnun sem starfar við Tækniháskólann í Þrándheimi. Hann telur að um 200 þúsund manns búi við hættulega mikinn hávaða frá umferð í Noregi og áætlar að um 75-200 manns deyi þar á ári úr hjarta- og æðasjúkdóm- um af þeim sökum. Einkum er hávaði að nóttu til hættulegur. Nationen

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.