Bændablaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 11.09.2007, Blaðsíða 9
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. september 2007 Á síðustu misserum hefur verið mikil umræða um heimavinnslu matvæla og sölu beint frá býli. Áhuginn hefur komið úr mörg- um áttum og ekki síst frá fjöl- miðlum sem hafa í vaxandi mæli beint sjónum að vörum sem skera sig frá fjöldaframleiddum staðalvörum sem drottna orðið á svo mörgum sviðum og fylla hill- ur stórmarkaðanna. Vörur smærri framleiðenda sem framleiða nýjar og spennandi vörur njóta oft mikils velvilja á mörk- uðum þrátt fyrir að vörurnar séu nokkru dýrari en fjöldaframleidd- ar vörur, vegna meiri fullvinnslu, óvenjulegra eða þjóðlegra fram- leiðsluaðferða. Þegar við bætast áhugaverðar sögur um hráefnin, framleiðsluaðferðirnar eða fram- leiðendurna þá stuðlar slíkt að auknu brautargengi. Hörð samkeppni En það er ekki nóg að neytendur sýni áhuga á heimaunnum vörum því heimavinnsluaðilar eiga í mik- illi samkeppni við hefðbundnar vörur, lúta flóknum markaðslög- málum og matvælalöggjöf og þurfa því að beita öflugum og nýstár- legum aðferðum við markaðssetn- inguna. Rekstrarhagnaður er lífstaugin fyrir matvælaframleiðslu á smáum skala og ljóst að reksturinn gengur ekki á skemmtilegri hugmynda- fræði og góðum vilja einum saman. Í áhugaverðri danskri samantekt sem finna má á netinu (www.vifu. net) er sem dæmi nefnt að danskir marmelaðiframleiðendur í bænda- stétt verðleggi á fjórföldu verði stórmarkaða og ísframleiðendur 6- 7 sinnum hærra en ísinn er seldur á í stórmörkuðunum. Í könnuninni er einnig nefnt að smáframleiðendur hafi almennt ekki verið sér meðvitaðir um gildi mannauðs í matvælaframleiðslunni og hafi til þessa einkum upplifað mannaflanotkun sem illa nauðsyn og erfiðan kostnaðarlið. En við vitum öll að neytandi sem kaupir gulrætur eða kartöflur við vegkant- inn á von á því að fá vörurnar ódýrt. Sérhæfing, gæðamerki, uppruna- merkingar og öflug markaðssetn- ing (hengja menningu á vörurnar) eru hinsvegar lykilþættir í að gera heimavinnslufyrirtækjum kleift að verðleggja vörurnar með nægum ábata til að standast samkeppnina við hina stóru. Samkvæmt könn- uninni virtust heimavinnsluaðilar í Danmörku einkum hafa þróast á þann veg að glímt er við liði fram- ar í virðisaukakeðjunni sem gefur væntanlega vísbendingu um að ávinningurinn verði æ meiri nær neytandanum þ.e. í aukinni full- vinnslu. Reykingartíð framundan Nú er runninn upp sá árstími þegar íslenskir bændur hugsa meira um heimavinnslu og sölu afurða beint frá búum sínum. Nú er m.ö.o. að koma sá tími þegar menn fara að reykja kjöt til heimanota – og von- andi til sölu beint frá býlum í ein- hverjum mæli líka. Einn af mörgum möguleikum þeirra sem vilja selja reykt kjöt er að láta slátra á viður- kenndu sláturhúsi og taka síðan skrokka heim til fullvinnslu og sölu. Húsnæðið þar sem kjötvinnsl- an fer fram s.s. úrbeining, þurrkun, söltun, kryddun, reyking, pökkun, merking o.s.frv. þarf að uppfylla ákvæði matvælareglugerðar (auð- þrífanlegir veggir, golf, loft sam- anber viðauka reglugerðarinnar). Þá þarf starfsleyfi til rekstrarins þ.m.t. að starfrækja svonefnt innra eftirlit en upplýsingar um þetta er hægt að finna í bæklingi á heimasíðunni www.beintfrabyli.is og á heimasíðu bændasamtakanna www.bondi.is undir sóknarfæri til sveita. Þeir sem ráðast í að reykja mat- væli þurfa að ráða yfir góðum kæli- geymslum til að geyma kjötvör- urnar fyrir og eftir reykinguna. Sjálfa reykinguna má framkvæma á marga vegu s.s. heitreyking (70ºC- 90ºC), kaldreyking (undir 30ºC), volgreyking (30-50ºC), flotreyking o.fl. Brennsluefnin geta líka verið fjölmörg s.s. harðviður (eik, beyki, álmur, birki og hlynur), mjúkviður (fura, þinur og greni), þurrkað tað, lyng og einiber. Á markaðnum er til mikill fjöldi reykofna af ýmsum stærðum og gerðum sem hentað geta litlum sem stórum fyrirtækjum (verð frá 8.000 kr). Hérlendis hafa menn líka útbúið reykofna/reykkofa sjálfir í nokkrum mæli og geta menn rætt við heilbrigðis-fulltrúa í heimahér- aði um að fá slíka aðstöðu sam- þykkta. Fjölmargir sölumöguleikar Í Handbók bænda á árinu 2004 birt- ist vönduð grein um reykingu mat- væla eftir þá Óla Þór Hilmarsson og Ásbjörn Jónsson. Í greininni er m.a. fjallað um forvinnslu kjöts, söltun (þurrsöltun, pækilsöltun, sprautusöltun), þurrkun og reyk- ingu (kaldreyking, volgreyking og heitreyking). Einnig var fjallað lít- illega um reykofna og reykkofa og virkni þeirra gerð skil en greinin er aðgengileg á greinasafni land- búnaðarins www.greinasafn.is. Á heimasíðu Matís (www.matis.is) má einnig finna góðar upplýsingar um reykingu matvæla – auðveldast er samt líklega að læra af einhverj- um í næsta nágrenni sem er góður í að reykja kjöt. Sölumöguleikar fyrir reykt mat- væli eru fjölmargir m.a. er hægt að nota internetið eins og Austurlamb hefur gert á liðnum árum. Þá eru það ættingjarnir, ferðaþjónustu- bændur í næsta nágrenni, sveita- markaðir, verslanir í heimabyggð, mötuneyti stórfyrirtækja o.m.fl. Bandarískir sérfræðingar hafa samt réttilega bent á að framleiðsluhluti heimavinnslufyrirtækja valdi oft- ast litlum vandamálum – galdurinn snúist fyrst og fremst um að finna viðskiptavinina. Greinarhöfundur, Árni Jósteinsson ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, að störfum á nýafstaðinni Sveitasælu, landbúnaðarsýningunni sem haldin var á Sauðárkróki síðla sumars. Mynd: ÖÞ Árni Jósteinsson Heimavinnsla og virðisaukning ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Hrærivélar Afkastamiklar og öflugar 750 lítra steypuhrærivélar á þrítengibeisli traktors. Afköst ca 13 m3/klst.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.