Bændablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. mars 200810
Við setningu Búnaðarþings veitti landbúnaðarráðherra að
vanda Landbúnaðarverðlaunin og var þetta í 12. skipti sem
það var gert. Verðlaunin eru viðurkenning til þeirra aðila
sem á einn eða annan máta tengjast landbúnaði og hafa
sýnt áræðni og dugnað í verkum sínum og framkvæmdum.
Eru þannig fyrirmynd annarra sem vilja gera vel.
Val á verðlaunaþegum hefur, að sögn ráðherra, alltaf mælst
vel fyrir og það hafa aldrei komið upp vandkvæði við að
finna verðuga aðila til að hljóta viðurkenninguna. „Það þýðir
einfaldlega að um allt land er duglegt fólk sem leggur metað í
störf sín við íslenskan landbúnað,“ sagði ráðherra þegar hann
afhenti verðlaunin.
Hér á síðunni er gerð grein fyrir verðlaunahöfunum sem
eru samtals 12 og búa á fjórum býlum. Þeir eiga það sam-
merkt að reka fyrirmyndarbú og að framsækni og dugnaður
einkennir starfið. Verðlaunagripirnir eru sömu gerðar og
verið hafa, veglegir gripir úr silfri og íslensku grjóti, hannaðir
og smíðaðir af Ívari Björnssyni gullsmið.
Staður í Reykhólasveit
Jörðin Staður í Reykhólasveit er
fornfræg kirkjujörð og var löngum
talin með bestu hlunnindajörðum
við Breiðafjörð, enda fylgja jörð-
inni eyjar og hólmar með fjöl-
breyttu lífríki.
Á Stað var prestssetur um aldir
eða til ársins 1948 að það var flutt
að Reykhólum. Kirkjan á Stað var
reist árið 1864 en var aflögð sem
sóknarkirkja árið 1957 og er nú í
umsjón Þjóðminjasafns Íslands.
Kirkjan á Stað er reist í tíð
séra Ólafs E. Johnsen, mágs Jóns
Sigurðssonar forseta, en auk hennar
eru fleiri gömul hús á jörðinni, þar á
meðal skemma, einnig reist í tíð séra
Ólafs E. Johnsen, og hafa ábúendur
lagt metnað sinn í að varðveita þess-
ar merku söguminjar. Aðrar byggg-
ingar á Stað eru reisulegar og góðar
og þjóna vel nútíma búskap, enda er
þeim vel við haldið.
Eiríkur Snæbjörnsson og Sig-
fríður Magnúsdóttir hófu búskap á
Stað árið 1975. Fyrst í samvinnu
við foreldra Eiríks, þau Snæbjörn
Jónsson og Unni Guðmundsdóttir
og bjuggu með þeim til ársins 1982.
Frá árinu 2000 hafa þau búið í sam-
vinnu við dóttur sína og tengda-
son, þau Rebekku og Kristján Þór
Ebeneserson.
Á Stað eru 20 mjólkandi kýr, auk
geldneyta og nautgripa til kjötfram-
leiðslu, og tæplega 700 fjár. Þar er
verulegt æðarvarp, auk nytja af sel,
hrognkelsum og þangskurði. Þá
hafa ábúendur, auk bústarfa, sinnt
fjölþættu handverki, ferðaþjónustu,
ásamt hreinsun og sölu æðardúns.
Á síðari árum hafa Staðarbændur
staðið að undirbúningi á úrvinnslu
búsafurða og hafa byggt upp aðstöðu
fyrir slíka starfsemi. Búskapur á
Stað er því óvenju fjölbreyttur, auk
þess sem búið er afurðagott, snyrti-
legt og til fyrirmyndar.
Bæði hafa þau Eiríkur og
Sigfríður verið virk í félagsmálum
bænda og hefur Eiríkur um árabil
verið í forsvari fyrir flest hagsmuna-
félög bænda í Reykhólahreppi.
Þótt Staður sé ekki í daglegri
þjóðbraut, þá er jörðin áfangastað-
ur fyrir samgöngur út í Vestureyjar
Breiðafjarðar og þar er bryggja og
höfn sem þjóna mikilvægu hlut-
verki. Á Stað hefur alla tíð verið
gestkvæmt. Þar er ávallt opið hús
fyrir alla sem leið eiga um og þar
er íslensk gestrisni í hávegum höfð
eins og margir þekkja.
Hlunnindajarðir eins og Staður
krefjast mikillar vinnu og útsjón-
semi. Þau Eiríkur og Sigfríður hafa,
ásamt dóttur sinni og tengdasyni,
lagt metnað í búreksturinn og önnur
störf sem þau hafa sinnt.
Um 1950 voru jarðirnar Staður
og Brandsstaðir sameinaðar og
jörðinni síðan skipt í tvö lögbýli,
Stað og Árbæ. Hlunnindi og fjall-
lendi er óskipt og nýtt sameiginlega
af báðum jörðum.
Árbær í Reykhólasveit
Árið 1949 reistu Jón Þórðarson og
Elísabet Guðmundsdóttir nýbýl-
ið Árbæ. Það stendur í gamla
Staðartúninu skammt fyrir vestan
Staðará. Fylgir býlinu hálfur stað-
urinn með erfðafestuábúð, hlunn-
indum skipta ábúendur jafnt á milli
sín, svo sem dún og öðru eyjagagni.
Árið 1973 hóf Þórður Jónsson
búskap í samvinnu við foreldra
sína ásamt konu sinni Ásu Björgu
Stefánsdóttur.
Árið 1982 tóku svo Þórður og
Ása alfarið við búskapnum ásamt
Guðlaugu systur Þórðar og hefur
hún búið með þeim síðan. Árið
2006 keyptu Ása og Þórður jörðina
af ríkinu.
Í Árbæ er blandaður búskapur,
sauðfé og kýr einnig er á jörðinni
æðarvarp og fer mikill tími á vorin
í að sinna varpinu. Grásleppuútgerð
hefur verið stunduð af ábúendum í
samvinnu við ábúendur á Stað sam-
fellt frá 1984. Samvinna er á milli
bæjanna á fleiri sviðum, svo sem
við æðarvarp, heyskap og smala-
mennskur, og er mikil sameign á
vélum sem hefur mikinn sparnað í
för með sér.
Þórður útskrifaðist sem búfræð-
ingur frá Hólum í Hjaltadal árið
1967. Í Árbæ hafa verið teknir verk-
námsnemar frá Landbúnaðarháskóla
Íslands á Hvanneyri og hefur það
samstarf gengið vel. Blönduðum
búum fer fækkandi, því þykir gott
að geta farið á blandað bú og kynnst
hvorutveggja.
Við svo fjölþætt búskaparskil-
yrði sem ríkja á Árbæ og Stað er
samvinna nágranna gulls ígildi.
Hún er til fyrimyndar og rennir
enn styrkari stoðum undir góðan
búrekstur á báðum jörðum. Þessir
bændur eiga heiður skilið fyrir fyr-
irmyndar búskap við óvenju fjöl-
breytt skilyrði til sjós og lands.
Þórisholt í Mýrdal
Í Þórisholti í Mýrdal hefur um
langt árabil verið rekinn bland-
aður búskapur; ásamt gulrófurækt
sem farið hefur vaxandi á síðustu
árum. Árið 1995 keyptu bræðurnir
Guðni og Grétar Einarssynir, ásamt
eiginkonunum, Höllu Ólafsdóttur
og Sædísi Ívu Elíasdóttur, jörð-
ina af foreldrum sínum Einari
Kjartanssyni og Sigurbjörgu
Pálsdóttur og eru 7. ættleggur í
beinan karllegg sem hefur ábúð í
Þórisholti.
Einar og Sigurbjörg höfðu búið
myndarbúi í Þórisholti frá árinu
1954 og unnið hörðum höndum
að uppbyggingu húsa og ræktunar
á bústofni. Þeir bræður Guðni og
Grétar voru alltaf liðtækir á búinu
frá því þeir höfðu getu til en bjuggu
síðan í félagi við foreldra sína síð-
ustu búskaparár þeirra. Áður höfðu
þeir aflað sér menntunar, Guðni er
íþróttakennari og Grétar búfræð-
ingur. Bræðurnir hafa verið virkir
í félags- og trúnaðarstörfum bæði
innan sveitarfélagsins sem og í
félagsskap kúa- og gulrófnabænda.
Eiginkonurnar hafa alltaf stund-
að vinnu utan heimilis. Halla er
leikskólakennari á Leikskólanum
í Suður-Vík en Sædís Íva ráð-
gjafi og verkefnastjóri hjá
Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands.
Frá árinu 1996 hefur verið
stundaður lífrænn sauðfjárbúskapur
í Þórisholti, en þar og á nokkrum
öðrum sauðfjárbúum í landinu var
unnið brautryðjendastarf í lífræn-
um búskap og sýnt fram á að slíkir
búskaparhættir eru vel mögulegir.
Guðni og Grétar hafa þróað
búskapinn og á síðari árum stór-
aukið framleiðslu í gulrófnarækt.
Þeir eru nú með stærstu gulrófu-
framleiðendum á landinu og hafa
einnig verið mjög vakandi fyrir
þróun vinnuaðferða við upptöku,
geymslu og hreinsun. Þeir hönn-
uðu í samráði við Smára Tómasson
þúsundþjalasmið í Vík upptökuvél
og þvotta- og vinnslufæriband sem
gjörbreytti allri aðstöðu til hins
betra. Í gríni líkja þeir breytingunni
við að breytast frá „moldvörpu til
manns“ en áður voru rófurnar hand-
tíndar og mjög takmörkuð aðstaða
til allrar vinnslu.
Á síðasta ári endurbættu þeir
geymsluhúsnæði og kælivélakerfi
enda gæðamálin þeim mikið metn-
aðarmál. Framundan er að finna
lausn á aðferðum við að pakka
gulrófunum í neytendaumbúðir en
tryggja jafnframt gæði þeirra til
neytenda. Þá verður mögulegt að
merka gulrófurnar framleiðanda
sem skiptir öllu máli fyrir kröfu-
harða neytendur.
Möðrudalur á Efra Fjalli
Möðrudalur er landnámsjörð og
kirkjustaður. Þar hefur alltaf verið
rekinn fjárbúskapur. Sama ættin
hefur búið þar síðan 1865. Möðru-
dalur er í 469 metra hæð yfir
sjávar máli, hæstur bæja í byggð hér
á landi.
Árið 1937 hóf Vilhjálmur Jóns-
son búskap þar með konu sinni
Margréti Sveinsdóttur frá Stóru-
tungu í Bárðardal. Sveinn sonur
þeirra tók svo við búinu og bjó þar
ásamt Kristínu konu sinni í tæpan
áratug. Fljótlega tók Vernharður
Vilhjálmsson við af bróður sínum
og hóf búskap í Möðrudal árið
1975 ásamt konu sinni Önnu Birnu
Snæþórsdóttur frá Gilsárteigi. Ólu
þau upp fjögur börn sem öll hafa
verið liðtæk við búskapinn.
Fyrstu búskaparárin voru þau
með 450 ær og á þriðja tug hesta.
Í dag eru um 300 ær á vetrarfóðr-
um, 40 geitur og 20 hestar ásamt
fleiri dýrum, s.s. hænum, öndum og
hundum.
Vernharður og Anna Birna hafa
markvisst og af metnaði fylgt stefnu
sinni í sauðfjárrækt. Samhliða hafa
þau lagt áherslu á að bæta gróð-
urfarið á svæðinu og hafa nú yfir
1000 hektarar verið græddir upp í
samstarfi við Landgræðsluna.
Í Möðrudal hófst kjötvinnsla
fyrir alvöru 2001 og eykst ár frá ári.
Hún hefur verið bylting fyrir búið,
skapað atvinnu og betri afkomu.
Kjötafurðirnar eru pakkaðar og
merktar á staðnum og þekkjast
undir nafninu: Möðrudalskjöt frá
Önnu Birnu og Venna.
Veður geta verið válynd á Efra-
Fjalli og það er því algengt að
Möðrudalsbændur aðstoði fólk í
ófærð.
Í Möðrudal þarf því mörgu að
sinna; sauðfjár- og geitabúskap,
veðurathugun, vegaeftirliti, kjöt-
vinnslu og ferðaþjónustu, auk þess
sem björgunarsveitin á Fjöllum er
gerð út frá Möðrudal.
Yngri kynslóðin á bænum eru
Vilhjálmur Vernharðsson, Elísabet
Kristjánsdóttir og ung dóttir þeirra
Ísold Fönn. Vilhjálmur er lærður
smiður og hefur rekið eigið smíða-
fyrirtæki um árabil. Það hefur
komið sér vel í allri uppbyggingu
á Möðrudal. Fyrir honum vakti
að byggja upp ferðaþjónustu til
framtíðar. Jafnframt sá hann mikla
möguleika í því að láta sauðfjár-
rækt, kjötvinnslu og ferðaþjón-
ustu vinna saman. Hefur sýn þeirra
Vilhjálms og Elísabetar í ferða-
þjónustu mótast í samræmi við það,
þ.e.a.s. að bjóða gestum uppá þjóð-
lega upplifun í mat og menningu í
kyrrlátu umhverfi þar sem húsa-
kynni eru að hluta í torfbæjarstíl.
Vatnsaflsvirkjun var tekin í
notkun 2007. Virkjunin kemur í
veg fyrir rafmagnsskort og ótryggt
rafmagn.
Landbúnaðarverðlaunin 2008
Landbúnaðarráðherra ásamt verðlaunahöfum að lokinni veitingu Landbúnaðarverðlauna 2008. Talið frá vinstri: Guðni Einarsson, Halla Ólafsdóttir, Grétar Einarsson og Sædís Íva Jónsdóttir,
öll frá Þórisholti í Mýrdal, Eiríkur Snæbjörnsson og Sigfríður Magnúsdóttir frá Stað í Reykhólasveit, Ása Björg Stefánsdóttir frá Árbæ í Reykhólasveit, Einar Kr. Guðfinnsson, Vilhjálmur
Vernharðsson, Elísabet Kristjánsdóttir, Anna Birna Snæþórsdóttir og Vernharður Vilhjálmsson, öll frá Möðrudal á Efra Fjalli. Á myndina vantar Þórð Jónsson í Árbæ. Mynd: Jón Svavarsson