Bændablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. mars 200824
Umhverfisstofnunin Worldwatch
Institute gefur árlega út skýrslu
um stöðu alþjóðamála. Skýrslan
nefnist „Vital Signs“ og fjallar
að þessu sinni um starfsárið
2007-08. Árið 2006 jókst hag-
vöxtur í heiminum um nærfellt
4%. Í Kína var vöxturinn um
9% en í Afríku sunnan Sahara,
Miðausturlöndum og fyrrum
austantjaldslöndum um 5%. Í
Bandaríkjunum var vöxturinn
tæplega 3% en í ESB aðeins um
1,5%.
Þessi hagstæða þróun hefur leitt
til þess að árlegum dauðsföllum
barna í heiminum hefur fækkað um
tvær milljónir frá 1990. Hlutfall
þeirra jarðarbúa, sem hafa aðgang
að hreinu vatni, hefur hækkað og
er nú 83%. Þá hefur dregið úr ólæsi
og eru nú 82% jarðarbúa læs og
skrifandi.
En ýmislegt þróast einnig á
nei kvæðan veg. Í Afríku sunnan
Sahara hafa fátækt og hungur ekki
minnkað þrátt fyrir hagvöxtinn.
Svæðið er læst inni í fátæktargildru
ef ekki tekst að auka framboð á
mat, bæta heilsuvernd og draga úr
fæðingartíðni.
Á hnattræna vísu fjölgar sífellt
teiknum þess að álag á vistkerfið sé
komið fast að þolmörkum. Í kjölfar
hagvaxtarins hefur aukin eftirspurn
eftir hráefnum, svo sem málmum,
timbri og orkugjöfum valdið skaða
á umhverfinu, einkum í Kína og
Indlandi en einnig víðar.
Í Kína valda hættuleg efni nátt-
úruskaða fyrir slysni að jafnaði
annan hvern dag.
Hættan á fuglaflensu er ekki
liðin hjá. Frá árinu 2003 fram til
mars 2007 hafa 285 manns smitast
af veikinni og 170 þeirra dáið. Leit
að orsakavöldum hefur beint sjón-
um að villtum fuglum eða hænsnum
í bakgörðum, en reynsla frá Asíu og
Afríku bendir til að það séu eink-
um stór verksmiðjufuglabú, svo og
umfangsmiklir flutningar á fuglum
og afurðum þeirra, sem skapi mesta
áhættu í þessum efnum.
Fuglaflensa hefur að vísu lengi
þekkst í litlum fuglabúum en sökum
sterks ónæmiskerfis fuglanna hafa
ekki myndast þar bráðsmitandi
afbrigði, eins og í verksmiðjubúun-
um.
Árleg losun á koltvísýringi við
brennslu kola, olíu og gass úr jörðu
hefur aukist um 17% frá árinu
2000. Fáar þjóðir hafa staðið við
loforð sín um að draga úr þessari
losun. Tregðan í þeim efnum vekur
áhyggjur, enda er því haldið fram
í nýjustu skýrslum Veðurfarsráðs
Sameinuðu þjóðanna að 90% líkur
séu á því að hlýnun veðurfars á
jörðinni sl. 30 ár sé af manna völd-
um.
Sem betur fer var það ákveð-
ið á veðurfarsráðstefnu SÞ á Balí í
nóvember 2007 að draga úr losun
koltvísýrings um 25-40% fram til
ársins 2020. En loforð eru eitt og
efndir annað.
Þó er jákvætt að í mörgum
lönd um skuli fjárfestingar aukast
í endurnýjanlegum orkugjöfum.
Orku vinnsla með vindorku jókst
um 26% árið 2006. Þar eru fremst
í flokki Bandaríkin, Þýskaland,
Spánn og Kína og því er spáð að
árið 2010 verði framleidd 135 þús-
und megawött af rafmagni í heim-
inum með vindafli.
Árið 2006 voru virkjuð um tvö
þúsund megawött af rafmagni með
sólarrafhlöðum, sem var 47% aukn-
ing frá árinu áður. Þýskaland átti
stærstan hlut í þeirri aukningu, eða
um helming, og er nú í fararbroddi
á því sviði. Á Spáni hefur verið
lögfest að nýtt iðnaðarhúsnæði
skuli fullnægja hluta af orkuþörf
sinni með sólarorku.
Framleiðsla líforku jókst árið
2006 um 28% frá árinu á undan og
nam 44 milljörðum lítra, þar af var
etanól 38 milljarðar lítra og lífdísel-
olía sex milljarðar. Samanlagt nam
þessi framleiðsla þó aðeins um einu
prósenti af orkuþörf farartækja á
árinu. Hátt olíuverð og öryggissjón-
armið hafa stuðlað að því að æ fleiri
lönd leggja nú áherslu á framleiðslu
líforku til að knýja farartæki.
Hópur þjóða hefur stofnað til
samstarfs um að efla framleiðslu á
endurnýjanlegum orkugjöfum.
Víða um heim hafa menn
áhyggjur af því að framleiðsla líf-
orku geti haft neikvæð áhrif á mat-
vælaframleiðslu og umhverfi. Menn
ræða því þann möguleika að setja
alþjóðlegar reglur um sjálfbæra
framleiðslu. Þjóðverjar hafa þegar
sett lög þar um. Þá er áhersla lögð
á að framleiða ekki lífeldsneyti á
akurjörð og að einungis verði not-
aðar til þess jurtir sem keppi ekki
við matjurtir um landnotkun.
Landsbygdens Folk
Bændur gegna miklu hlutverki
í baráttunni gegn hlýnun loft-
hjúpsins. Sænskir bændur geta
lagt þar sitt af mörkum með því
að planta orkuskógi, þ.e. fljót-
vöxnum skógi sem framleiðir
orkugjafa.
Í Noregi nemur vöxtur skóga
um 25 milljón rúmmetrum á ári,
samkvæmt Göran Persson, og þar
af eru aðeins um 10 milljón rúm-
metrar höggnir. Hinir 15 milljón
rúmmetrarnir gætu hitað upp eina
milljón íbúða.
Norski landbúnaðarráðherrann,
Terje Riis-Johansen, tekur undir
þetta. Hann segir orkukreppuna
gera þá kröfu að landbúnaður-
inn leggi sitt af mörkum. Eftir
mikla olíunotkun um árabil sé nú
komið að því að við förum að nota
endurnýjanlega orku. Lykillinn
að því liggi í landbúnaðinum.
„Landbúnaðurinn er vissulega hluti
vandans en getur einnig verið mik-
ilvægur hluti lausnarinnar“, segir
Terje Riis-Johansen.
Persson bendir á að norskir
bændur eigi ekki að festast um of
við það sjónarmið að kýr séu miklir
umhverfisspillar. Þeir eigi ekki að
fyrirverða sig fyrir að standa vörð
um norskan landbúnað. „Einhvers
staðar verður að framleiða kjöt“,
segir Persson, „og það verður ekki
gert betur en með náttúrulegum
gróðri jarðar og rigningarvatninu.“
Persson telur að matur af
heimaslóðum muni njóta aukinna
vinsælda. Flutningskostnaður muni
vaxa og það styrki stöðu matar úr
heimahéraði.
Einnig varar hann við þeirri
skoðun að hófleg hlýnun veðurs sé
jákvæð fyrir norskan landbúnað og
bendir á að hvassviðri, flóð, fjölg-
un skaðdýra og verri búsetuskilyrði
fyrir fólk víða um heim muni fylgja
í kjölfarið. Hann leggur áherslu á
að hlýnuninni fylgi ekkert jákvætt
fyrir búsetu á Jörðinni.
Afkomendur okkar muni segja:
„Það var betra þegar þið voruð
ung.“ Og spyrja: „Hvers vegna
gerðuð þið ekkert, pabbi, hvers
vegna gerðuð þið ekkert, afi?“
Persson heldur því fram að svarið:
„Við gerðum það sem við gátum,“
verði ekki sérlega trúverðugt.
Ræktunarland er gulls ígildi
Jafnvel þótt við náum tökum á
hlýnuninni og þó að komið verði
í veg fyrir að hækkun meðalhita
verði umfram tvær gráður, þá mun
það hafa miklar afleiðingar í för
með sér.
„Í Úganda lifa 80% þjóðarinn-
ar af kaffiræktun. Hækki með-
alhiti þar um tvær gráður, sem
nú er markmiðið, verður varla
neitt land eftir til kaffiræktunar,“
segir Heidi Sörensen, deildarstjóri
Umhverfisráðuneytis Noregs.
„Ræktunarland verður sífellt
verðmætara, það er gulls ígildi,“
segir hún.
Bondebladet
Utan úr heimi
www.bbl.is
Svo sem kunnugt er hefur það
dregist á langinn að ljúka samn-
ingagerð innan Alþjóða við-
skipta stofnun ar innar, WTO,
um alþjóðleg viðskipti. Ein af
ástæðum þess er sú, að þróun-
arlönd hafa á síðari árum í vax-
andi mæli snúið bökum saman
gegn alþjóðlegum fyrirtækjum
sem hafa tekið að sér þjónustu í
þessum löndum, t.d. á sviði fjar-
skipta. Þróunarlöndin telja að
í þeim viðskiptum hafi hallað á
þau.
Sem dæmi hér um má nefna
samskipti Bólivíu við alþjóðlega
símafyrirtækið Telecom á Ítalíu.
Samningurinn milli þeirra er gerð-
ur í nafni dótturfyrirtækis Telecom,
ETI (Euro Telecom), sem er skráð
í Hollandi en ETI hefur nú um 13
ára skeið verið ráðandi hluthafi í
ENTEL, stærsta símafyrirtæki í
Bólivíu.
En hvers vegna er fyrirtækið
ETI skráð í Hollandi? Svarið er
að Holland hefur gert tvíhliða fjár-
festingasamning við Bólivíu sem
veitir fyrirtækjum, sem fjárfesta
þar, mikil réttindi.
Samningurinn mælir einnig
fyrir um það að ágreiningsmál,
sem hugsanlega koma upp milli
hollenskra fyrirtækja og Bólivíu,
skuli leyst innan sérstakrar alþjóð-
legrar sáttaleitarmiðstöðvar, Inter-
national Centre for Settlement
of Investment Disputes, skamm-
stafað ICSID, en það er stofnun
sem Alþjóðabankinn ræður yfir.
Niðurstöður ICSID í deilumálum
felast afar oft í því að þróunarlönd
verða að greiða fyrirtækjunum
háar bætur.
Í samskiptum ENTEL og Bóli-
víu gerðist það, að ríkisstjórn
Bólivíu taldi að fyrirtækið stæði
sig ekki í því að byggja upp síma-
þjónustukerfi sitt í landinu og að
það gagnaðist því ekki verulegum
hluta þjóðarinnar. Í stað þess að
byggja upp þessa þjónustu hefði
fyrirtækið flutt milljónir dollara úr
landi sem hagnað.
Ríkisstjórn Bólivíu vildi
því semja við ETI, móðurfélag
ENTEL, um að láta kaup ENTEL
á hinu ríkisrekna símafyrirtæki
Bólivíu, sem gerð voru árið 1994,
ganga til baka.
ETI brást við af fullri hörku
og hélt því fram að krafa Bólivíu
svipti fyrirtækið framtíðartekjum.
Í stað þess að leita samninga við
ríkisstjórn Bólivíu ákvað ETI að
senda málið til úrlausnar hjá áður-
nefndri sáttaleitarmiðstöð.
Þegar hér var komið sögu
höfðu Bólivía, Venesúela og
Níkaragúa fyrir nokkru sagt skilið
við sáttaleitarmiðstöðina. Ekki var
tekið mark á því og borið við, að
úrsögnin hefði ekki orðið með til-
skildum fyrirvara.
Sáttaleitarmiðstöðin var fús
til að taka málið að sér, þrátt
fyrir að 863 stofnanir í 59 lönd-
um hefðu leitað til stjórnarfor-
manns Alþjóðabankans, Roberts
Zoellich, um að leysa þær undan
afskiptum sáttaleitarmiðstöðvar-
innar. Hann hefur hins vegar ekki
virt þær óskir viðlits.
Um 2500 tvíhliða viðskipta-
samningar hafa verið gerðir
milli landa á undanförnum árum.
Ástæðan er sú, að nýir samning-
ar um alþjóðaviðskipti á vegum
WTO hafa enn ekki séð dagsins
ljós. Síðustu ár hafa þróunarlönd
sameinast æ meir um að verja
hagsmuni sína í samningaviðræð-
um innan WTO. Af því hefur leitt
að rík lönd reyna nú að tryggja
hagsmuni sína gagnvart þróunar-
löndunum með beinum samning-
um við þau.
Ríku löndin standa þar vel að
vígi vegna þess að fátæk lönd
skortir fjármagn til tæknivæðing-
ar. Ríku löndin vilja hins vegar
fá tryggingar fyrir lánsfé sínu.
Slíkar tryggingar ríma aftur illa
við þann sjálfsákvörðunarrétt,
sem fátæk lönd þarfnast til að hafa
stjórn á eigin málum, þannig að
þau verði ekki undir í samskipt-
um við rík lönd og öflug fyrirtæki.
Sáttaleitarmiðstöðin ICSID eykur
hins vegar ójafnvægið. Í gildi eru
900 tvíhliða samningar, þar sem
hún á að sjá um að leysa deilur ef
þær koma upp. Erlend fyrirtæki,
sem starfa í þróunarlöndum, höfðu
til ársloka 2006 lagt fram 255
bótakröfur og af þeim beindust
93% að fátækum ríkjum.
Í 36% tilvika hefur ríkisstjórn-
um verið gert að greiða fyrirtækj-
um háar bætur en í 34% tilvika
hefur náðst samkomulag máls-
aðila um bætur. Í um 30% tilvika
hafa ríkisstjórnir komist undan
bótakröfum, en þurft að greiða
málskostnað sinn, sem hefur að
meðaltali verið 15 milljónir doll-
ara. Nationen, Dag Seierstad, stytt
Einhliða sáttagjörð
Tvíhliða viðskiptasamningar þróunarlanda og alþjóð-
legra fyrirtækja enda oft fyrir hlutdrægri sáttanefnd
Jákvætt og neikvætt í þróun alþjóðamála
„Landbúnaður er hluti af
lausn veðurfarsvandans“
– segir Terje Riis-Johansen landbúnaðarráðherra Noregs
Árið 2006 keypti fyrirtækið
Finn markseiendommen, FeFo,
fjögur þúsund hektara jarðnæð-
is af norska ríkinu af þeim tíu
þúsund hektörum sem alls eru í
Finnmerkurfylki.
Margir bændur leigja land af
FeFo og vilja bújörð sína til eignar,
en fyrirtækið neitar þeim um kaup
nema á lóðum undir byggingar.
Þegar Statskog, fyrirtæki í eigu rík-
isins, átti landið, gátu bændur leigt
af því jarðnæði og síðar keypt land-
ið sem þeir höfðu ræktað á. Þessu
fyrirkomulagi á samskiptum við
bændur hefur FeFo breytt og kemur
þannig í veg fyrir að bændur geti
eignast það land sem þeir nytja.
Málið hefur vakið athygli og
hafa bæði Bondelaget, deild norsku
bændasamtakanna í Finnmörku,
og fylkisyfirvöld mótmælt stjórn-
arháttum FeFo. Norsku bænda-
samtökin og matvæla- og landbún-
aðarráðuneytið hafa einnig haft
í frammi mótmæli og segja þetta
brjóta í bága við stefnu hins opin-
bera í málaflokknum.
Talsmenn FeFo segja hins vegar
að leigufyrirkomulagið veiti meiri
sveigjanleika í landnotkun, sem
þannig megi laga að breytingum á
landbúnaði á svæðinu í framtíð-
inni.
Málið beinir sjónum að aukinni
athygli á eignarfyrirkomulagi á
jörðum, einnig hér á landi.
Bondebladet
Togstreita um eignarhald á bújörðum
í Finnmörku, nyrsta fylki Noregs