Bændablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. mars 200816
Samsala í sjötíu ár heitir nýút-
komin bók sem Mjólkursamsalan
gefur út. Þar er rituð saga Mjólk-
ursamsölunnar í Reykjavík í
þau sjötíu ár sem fyrirtækið var
starfrækt eða frá 1935 þar til það
rann inn í sameinað mjólkursölu-
fyrirtæki árið 2005. Höfundur
ritsins er Óskar Guðmundsson
sagnfræðingur. Bændablaðið tók
hann tali þegar hann var á ferð
í borginni en starfsstöð hans og
óðal er annars í Véum í Reyk-
holti.
Þegar bókin er skoðuð blasir
það fljótt við að það hefur sjaldan
ríkt friður í kringum þetta fyrirtæki
sem samt hefur náð að blómstra
ótrúlega vel. Hvað veldur þessum
stöðuga ófriði?
„Það er rétt, þetta er ekki saga
sem einkennist af kyrrstöðu, en
átökin hafa verið mismunandi og
fylkingarnar sömuleiðis. Fyrirtækið
hefur verið félagslegt frá upphafi;
annars vegar þurfti það að heyja
harðvítuga baráttu út á við fyrir til-
vist sinni og hins vegar voru innri
átök innan þess meðal framleiðenda
um skipulag starfseminnar. Það
teikna sig fljótlega upp átakalínur
bæði milli landshluta og flokks-
pólitískra afla. Framsóknarmenn
voru fjölmennir í röðum bænda á
Suðurlandi meðan Mjólkursamlag
Kjalnesinga var mjög blátt. Í
Reykja vík hafði verið starfrækt
Mjólk ur félag Reykjavíkur sem laut
forystu Sjálfstæðismanna sem voru
öflugir menn og vinsælir, menn
á borð við Eyjólf Jóhannsson frá
Sveinatungu. Þeir voru líka sam-
boðnir mótherjarnir og ekki síður
stórbrotnir menn, sr. Sveinbjörn
Högnason og Egill Thorarensen.
Það sem er kannski einna for-
vitnilegast í augum okkar tíma
var sú samvinna framleiðenda
og neytenda sem lagt var af stað
með í öndverðu, á fyrstu árum
Mjólkursölunefndar, sem stjórnaði
Mjólkursamsölunni. Að baki því
samstarfi stóð Jónas frá Hriflu sem
var holdgervingur þeirrar stefnu að
fylkja saman neytendum og fram-
leiðendum. Alþýðusambandið og
þar með Alþýðuflokkurinn átti full-
trúa í Mjólkursölunefnd og einn-
ig Reykjavíkurborg. Þannig var
aðkoma neytenda að málefnum
Samsölunnar tryggð fyrstu árin.
Þetta var raunar ekki séríslenskt
fyrirbæri því á þessum tíma var
verið að stofna mjólkursamlög með
þátttöku bænda og flokka sósíal-
demókrata bæði á Norðurlöndum
og meira að segja Bandaríkjunum.
Þetta var því að vissu leyti söngur
tímans. Það ýtir fleira undir þetta.
Þéttbýlismyndun var mjög ör á
þessum tíma og framfarir í land-
búnaði miklar. Flóaáveitan styrkti
stöðu sunnlenskra bænda sem
gátu með tilkomu hennar aukið
framleiðslu sína og farið fram úr
Kjalnesingum. Batnandi samgöng-
ur styrktu þá einnig.“
Ekki deilt um opinber afskipti
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem saga
Samsölunnar er rakin, ekki síst
fyrstu árin. Er þín saga eitthvað
frá brugðin öðrum?
„Ja, það má segja að ég sé
með afslappaðra viðhorf til þess-
ara átaka en aðrir, en ég reyni að
láta deilurnar tala fyrir sig sjálfar
í frásögninni. Viðkvæmasti hlut-
inn í þessari sögu eru samskipti
Samsölunnar við Korpúlfsstaðabúið
sem var í eigu Thors Jensen. Þeim
hefur oftast verið lýst þannig að
Samsölumenn hafi verið stjórn-
lyndir en Sjálfstæðismenn vilj-
að hafa algert frelsi. En þetta var
ekki þannig. Allir voru sammála
um að það þyrfti að hafa stjórn
á markaðnum þannig að enginn
setti sig upp á móti opinberum
afskiptum af honum á fyrstu árum
Samsölunnar. Deilurnar snerust
frekar um framkvæmd laganna um
Samsöluna og þeirrar hugmynda-
fræði sem þá var í gangi. Auðvitað
leiddu lögin til þess að Thor Jensen
treysti sér ekki lengur til að reka
Korpúlfsstaðabúið. Því var þó ekki
lokað strax heldur tóku aðrir við og
ráku búið í nokkur ár.
Þessar deilur snerust því ekki
um það grundvallaratriði hvort
opin ber afskipti ættu rétt á sér eða
ekki. Thor Jensen var sammála um
að þau væru nauðsynleg og hann
tók þátt í þeim mjólkurbandalögum
sem voru undanfarar Samsölunnar.
Mjólkuriðnaðurinn hefur eins
og aðrar atvinnugreinar gengið í
gegnum margháttaðar breyting-
ar og framþróun í síbreytilegum
heimi. En við rannsókn á þessari
sögu fer það ekki framhjá manni að
undir niðri þruma í stiklum flókin
pólitísk átök allan tímann. Þá sögu
verður að segja því hún er drama-
tísk á köflum og pólitíkin leiðir líka
til breytinga á fyrirtækinu.“
Neytendur með í upphafi
Ertu að segja að fyrirtækið hafi lið-
ið fyrir það að vera bitbein stjórn-
málaafla?
„Nei, ég er ekki svo viss um það.
Eins og áður gat var fyrst víðtækt
samkomulag milli Alþýðuflokks
og Framsóknarflokks um tilhögun
mála – og þrátt fyrir óánægju fet-
aði Sjálfstæðisflokkurinn sömu
slóð. Það var síðan saminn friður
um Samsöluna milli stóru flokk-
anna tveggja, Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks, á stríðsárun-
um. En það truflaði mig meira og
olli mér næstum því sorg að sjá
hversu sinnulausir fulltrúar neyt-
enda voru á þessum sama tíma.
Verkalýðshreyfingin bar ekki gæfu
til pólitískrar einingar þegar þarna
var komið sögu, Alþýðuflokkurinn
og Sósíalistaflokkurinn bárust á
banaspjótum. Þegar Vilhjálmur Þór
semur við stríðandi fylkingar árið
1943 um formgerð Samsölunnar,
nýja stjórn hennar, voru fulltrúar
neytenda ekki lengur með í stjórn
fyrirtækisins, heldur er þetta þá
orðið hreint framleiðendafélag.
Þetta var í samræmi við aðra póli-
tíska þróun þessara ára hér á landi
þótt annars staðar væru sósíaldemó-
kratar í sókn í neytendamálum.
Kannski hefði það verið bæði
vinstriflokkunum og neytendavænu
fyrirtæki eins og Mjólkursamsalan
var og er fyrir bestu ef neytendur
hefðu haldið áfram virkri þátttöku
í stjórn Mjólkursamsölunnar eftir
1943. Á móti kom þó að neyt-
endur voru aldrei sinnulausir um
þetta fyrirtæki og létu í sér heyra
um málefni mjólkuriðnaðarins á
hverjum degi. Það eru ekki mörg
fyrirtæki í íslensku samfélagi sem
hafa verið í eins nánu sambandi við
daglegt líf borgaranna og Samsalan.
Mjólkurvörur voru ein aðalfæða
uppvaxandi kynslóða og helsti pró-
teingjafinn. Í þéttbýlinu var ákveð-
in mjólkurbúðamenning ríkjandi og
af barnaheimilum í Reykjavík voru
farnar ein og upp í þrjár ferðir á dag
út í mjólkurbúð meðan þær voru
starfræktar fyrri hluta aldarinnar
sem leið og fram á miðjan áttunda
áratuginn. Fyrstu áratugina var oft
Samsala í sjötíu ár
Viðtal við Óskar Guðmundsson rithöfund sem segir
sögu Mjólkursamsölunnar í Reykjavík í nýrri bók
Úr mjólkurbúðinni við Brekkulæk á sjöunda áratugnum. Skiltið á veggnum
minnir á að lokað verði kl. 2 á laugardögum.
Óskar Guðmundsson sagnfræðingur og rithöfundur segist líta átökin í kringum stofnun Mjólkursamsölunnar í
Reykjavík á fjórða áratugi síðustu aldar afslappaðri augum en fyrri skrásetjarar.
Hér eru helstu framámenn Mjólkurbús Flóamanna árið 1965, frá vinstri:
Ágúst Þorvaldsson á Brúnastöðum, Þorsteinn Sigurðsson á Vatnsleysu,
Sveinbjörn Högnason á Breiðabólstað, Sigurgrímur Jónsson í Holti,
Eggert Ólafsson á Þorvaldseyri og Grétar Símonarson bústjóri.
Mjólkurstöðin við Snorrabraut var tekin í notkun árið 1930. Hér er verið
að tæma mjólkurflutningabíl en fyrir framan hann sést Garðar frá Múla
sem flutti mjólkina sína sjálfur í stöðina á hestvagni frá býli sínu sem var í
Laugardalnum, skammt innan við þar sem nú stendur Laugardalshöllin.