Bændablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 23
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. mars 200823
Undanfarin ár má ætla að repja hafi
verið ræktuð á 2-3000 hektörum.
Eitthvað mun vera slegið og rúllu-
verkað en langmestur hluti er not-
aður til beitar, randbeitar fyrir mjólk-
urkýr eða til bötunar sláturlamba.
Nýting við randbeit hefur verið
rannsökuð nokkuð á Hvanneyri.
Eftir þeirri reynslu að dæma er hún
óneitanlega heldur slök, hlutfalls-
lega góð þegar lítið er sprottið, en
þá er líka lítið að bíta. Eftir því sem
meira sprettur verður nýtingin stöð-
ugt lélegri, því kýrnar éta einungis
blöð en skilja stöngla og blaðstilka
eftir. Það er enda almenn regla í
plönturíkinu, að þegar blaðþekja
hefur náð vissu marki, standast
á myndun nýrra blaða og söln-
un þeirra eldri, enda þá komin í
skugga. Almenn reynsla er sú, að
kýrnar bíti um 350 g þe/m², eða
sem svarar til 35 hkg þe/ha, en
afgangurinn, jafnmikill eða meiri,
treðst niður þegar strengurinn er
færður næsta sinn.
Hámarksfærsla hverju sinni er um
1,5 m, en sé meira flutt treðst mjög
mikið niður. Ef kúnni er ætlað að bíta
3,5 kg repjuþurrefnis á dag þarf hún
þannig að hafa um sex lengdarmetra
af repju, en þrjá metra ef strengurinn
er fluttur tvisvar á dag.
Eðlilega vilja menn fá viðunandi
repjubeit eins snemma og hægt er.
Sumir hafa valið þann kost að sá
sumarrepju í þessu skyni. Það er
ekki góður kostur, nema sáð sé í
t.d. viku beit. Sumarrepjan blómstr-
ar snemma og um leið og plantan
byrjar að mynda blóm hættir hún
að mynda ný blöð.
Í beitarathugun á Hvanneyri
árið 2005 var prófað að nota tvöfalt
sáðmagn; vonin var sú að stönglar
yrðu grennri og lystugri fyrir kýrn-
ar. Svo varð alls ekki, en augljós-
lega varð sá hluti spildunnar mun
fyrri til og kæfði nokkurn arfa í
fæðingu. Eftir þeirri reynslu er
fullt eins vænlegt að renna sáðvél-
inni tvisvar yfir þann hluta akursins
sem fyrst á að beita, eins og að sá
sumarrepju. Það er ekki dýrara, því
sumarrepjufræ er um tvöfalt dýrara
en vetrarrepjufræ.
Til að lýsa þessu er meðfylgjandi
mynd. Heilu línurnar sýna upp-
skeruferil eftir venjulegt (10 kg/ha)
og tvöfalt sáðmagn, en brotalín-
urnar þann hluta uppskerunnar sem
kýrnar bitu hverju sinni.
Alltaf er boðið upp á nokkra
repjustofna. Sumir er gamlir og
reyndir, en alltaf eru að koma nýir
stofnar. Ótímabær blómgun er versti
ókostur vetrarrepju. Þegar verst
lætur hegða slíkir stofnar sér rétt
eins og sumarrepja. Ástæðan er, að
við spírun í kaldri jörð fá stofnarnir
kuldasjokk og hlaupa í njóla. Dæmi
um þetta eru stofnar eins og Fontan
og Interval, sem stöldruðu við í eitt
ár á markaði hér. Barcoli er orð-
inn gamalreyndur, oftast blómstrar
hann seint en á þó til að blómstra
eftir kalt vor. Árið 2006 prófuðum
við hvernig nokkrir stofnar reynd-
ust við randbeit. Interval óx beint
til himins og varð einfaldlega ónýt-
ur, en aðrir stofnar reyndust eins og
sést á seinni myndinni. Athugunin
nær yfir mun skemmri tíma en árið
áður, en meginniðurstöður eru hinar
sömu þótt sveiflurnar séu allmiklar.
Stofninn Akela hefur nokkra
sérstöðu. Hann er dvergstofn, sem
þýðir að stöngull hans vex ekki
eða mjög lítið. Þess vegna er hann
lágvaxinn og mjög veikur fyrir
arfa. En Hobson er hástökkvarinn.
Bæði nær hann mestri heildarupp-
skeru, og bitið magn er nokkru
meira en hjá hinum stofnunum.
Að auki blómstraði hann minna en
bæði Delta og Barcoli. Mér þætti
fróðlegt að heyra af reynslu manna
af Hobson.
Áætlun um nýtingu áburðar byggð
á bestu fáanlegum upplýsingum
er lykilatriði til sparnaðar í áburð-
arkaupum. Til þess að vera viss um
að áburðarskammtar falli að þörfum
túna og akra þarf að hafa hugmynd
um hve mikinn forða næringarefna
er að finna í jarðvegi og hvernig
plöntum gengur að taka þau upp.
Forðinn er mældur með því
að taka jarðvegssýni og mæla
styrk næringarefna. Með því að
taka heysýni fást upplýsingar um
aðgengi plantna og jafnframt gæði
fóðursins.
Í handbók bænda m.a. frá 2001
og 2004 og jafnframt á vefjum
búnaðarsambandana s.s. bugardur.
is og bssl.is má finna leiðbeining-
ar um hvernig maður túlkar nið-
urstöður efnagreininga við gerð
áburðaráætlunar. En allmennt
gildir að eftir því sem styrkurinn
er lægri þarf að auka áburðinn og
öfugt. Ef engin sýni hafa verið
tekin síðustu t.d. 5 ár er einungis
hægt að leiða líkum að þörfinni út
frá uppskerumagni og fyrri áburð-
arskömmtum. Þá ríður á að upp-
lýsingar séu fyrir hendi. En upp-
skerumagnið er þó alltaf grunn-
stærð sem menn þurfa að skrá hjá
sér til að hægt sé að fylgjast með
því hvort af túninu fáist „eðlilegt“
magn af heyi, eða sambærilegt
magn af sambærilegum túnum.
Víða eru tún sem hafa verið
ríkulega áborin um langt skeið
og þar má sjá í jarðvegssýnum
jafnvel P-tölur (mg fosfórs í 100
g jarðvegs) sem er háar og þá yfir
8-10 mg/100g. Það eru tún sem
vel er athugandi hvort þurfi fosfór
áburð þetta árið. Oft gildir þetta
um tún sem hafa fengið ríkulegan
búfjáráburð og til viðbótar tilbúin
áburð um lengri tíma. Þau tún hafa
í sumum tilfellum hátt kalí inni-
hald eða K-tölur (fjölda K jóna
í 100 g jarðvegs) um og yfir 0,9
mj/100g. Þá er tilefni til að draga
verulega úr K áburði. Á slíkum
túnum er getur verið mögulegt
að nota tilbúin áburð sem er 8-13
þúsund kr/ha ódýrari en þrígildur
áburður. Hér er þó alls ekki um
neina altæka reglu að ræða. Í því
jarðvegssýna safni sem kynnt var
á síðastliðnu fræðaþingi kom í
ljós að 44% túna eru með lágt fos-
fór magn (>5mg/100g) og meira
segja 17% túna með mjög lágar
tölur (>2 mg/100g). Einungis
28% túna voru með K-tölu undir
miðlungsgildi (>5 mj/100g) má
því telja K-búskap nokkuð betri.
Heysýnin geta gefið svipaðar vís-
bendingar, ef niðurstöður eru langt
yfir viðmiðunargildum gæti gefist
svigrúm til minnkunar á áburð-
arskömmtum. Lágar tölur benda
til að rétt væri að auka áburð-
arskammta. Hér verður þó að taka
tillit til þess að styrkur P og K
fellur eftir því sem líður á sprettu-
tíman, þar sem snemma er sleg-
ið getur styrkurinn því eðlilega
verið hár en þarf ekki að tengjast
umfram magni. Þá er talverður
munur eftir landshlutum og hafa
héraðsráðunautar best yfirlit yfir
sín svæði og er rétt að ráðfæra sig
við þá ef menn eru í óvissu.
Áburðaráætlun, byggð á upplýsingum
jarðvegsefnagreininga og heysýna
Sigurður Þór Guðmundsson
ráðunautur hjá Búgarði-Ráðunautaþjón-
ustu á Norðausturlandi
sthg@bondi.is
Jarðrækt
Repja
- stofnar, sáðmagn og nýting
Ríkharð Brynjólfsson
sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla
Íslands, Hvanneyri
rikhard@lbhi.is
Jarðrækt