Bændablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 19
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. mars 200819 Dráttarvélar, haugtæki, sturtuvagnar, liðléttingar o.fl. á góðu verði til afgreiðslu strax Rúllugreipar, lyftaragaflar og ýmsir aðrir aukahlutir í miklu úrvali KUBOTA RTV-900 er fjölhæfur japanskur smábíll sem hentar vel í ýmis smáverk og snatt. Einn best búni smábíllinn á markaðnum. Fjórhjóladrif, Kubota díeselmótor, hemlar í olíubaði, vökvaskipting, mikil burðargeta, vökvasturtur o.m.fl. Götuskráning. Bændur á lögbýlum eru undanþegnir 10% vörugjaldi. Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar. - vinnudýrið frá KUBOTA ÞÓR HF | REYKJAVÍK : Ármúla 11 | Sími 568-1500 | AKUREYRI: Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor. is RTV900 „Við eru rétt að ljúka við að setja upp vélarnar og ef allt gengur upp byrjum við fram- leiðsluna í næstu viku,“ segir Agnar Jónasson, en hann og eig- inkona hans, Svala Jónsdóttir, keyptu nýverið fyrirtækið Helluskeifur frá Hellu og fluttu í heimabyggð sína, Stykkishólm. Vélarnar voru sendar vestur og hefur verið unnið að því að setja þær upp nú að undanförnu. Fyrirtækið verður til húsa í gamla Rækjuneshúsinu við Reitarveg 12. „Við rákumst á auglýsingu í Bændablaðinu,“ segir Agnar um tilurð þess að þau hjónin festu kaup á fyrirtækinu. Hann sagði það góða viðbót við það sem þau eru að sýsla annað, en m.a. reka þau tjaldvagnaleigu, Agnar er líka vaktmaður og bóndi. „Það er allt- af hægt að bæta við sig,“ segir hann brattur og líst vel á þá starf- semi sem hann nú er að hefja. Agnar segir að Helluskeifur framleiði nánast allar þær skeifur sem notaðar eru hér á landi. Eina tegund hefur þó þurft að flytja inn, þar sem vélar til framleiðslunn- ar hafa ekki verið til hér á landi. „Við erum að velta fyrir okkur að kaupa slíka vél og þá verður hægt að framleiða innanlands allar þær tegundir sem notaðar eru í hestamennsku hér á landi,“ segir Agnar. Tvö ný störf skapast í Stykkishólmi með tilkomu flutn- ings fyrirtækisins þangað en Agnar vonar að þau verði þrjú til fjögur þegar hann hefur keypt þær vélar sem hugur hans stendur til og framleiðslan komin í fullan gang. „Ég er bara bjartsýnn,“ segir hann og nefnir bjarta tíma og blóm í haga, „mér líst vel á þetta fyrirtæki, það er ljómandi gott og við höfum fullan hug á að reka það myndarlega.“ Nú er í smíðum vefsíða á vegum þess, helluskeifur.is og þar verður innan skamms hægt að nálgast allar upplýsingar um félagið, verð og fleira. Helluskeifur fluttar til Stykkishólms Stefna á að framleiða allar skeifur sem notaðar eru í hestamennskunni

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.