Bændablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Þriðjudagur 11. mars 200830 Kæru lesendur. Rétt fyrir aldamótin 1900 kom hópur nunna af reglu St. Jóseps hingað til lands og settust þær að í Hafnarfirði, Reykjavík og á fleiri stöðum. Þegar systurnar komu báru þær með sér hingað til lands nýj- ungar í matarhefð og matargerð, einnig í grænmetisræktun. Í túninu hjá þeim í Hafnarfirði voru í upp- hafi 20. aldar ræktaðar grænmet- istegundir sem fáir Íslendingar höfðu komist í kynni við. En garð- ar við klaustur hafa lengi vel verið staðir endurnýjunar, endurnær- ingar og nýrra uppgötvana, einnig þau klaustur sem voru hér á landi á miðöldum. Þessir garðar eru hluti af menningarsögu okkar, staðir sem segja okkur sitthvað um sögu garð- menningar okkar. Laukgarður – lækningagarður Í klausturgörðum virðast víða hafa verið ræktaðar jurtir til lækninga. Einnig hér á landi. Orðið laukgarð- ur var á miðöldum notað sem sam- heiti yfir alls kyns garða og orðið laukur yfir margs konar jurtir. Þetta á reyndar við um fleiri orð, eins og eik sem talið er að hafi ekki aðeins merkt þá trjátegund sem við notum orðið yfir í dag, heldur hafi vísað til alls viðar. Til eru heimildir um það að til forna hafi laukar verið álitn- ir heilagar jurtir. Þeir voru taldir afeitrandi og sótthreinsandi. Í seinni tíma ritum, eins og riti Björns í Sauðlauksdal, er orðið laukgarð- ur notað yfir garð með laukum (allietum, cepina). Frá þessu segir Guðrún Pálína Helgadóttir í ritinu „Laukgardr“. Talið er að flest ef ekki öll þau klaustur sem voru hér á landi hafi verið af reglu heilags Benedikts. Fyrsta klaustrið var reist á Þing- eyr um á 12. öld en heimildir um líf manna og kvenna í þessum klaustr um og um garða við þau eru fáar sem engar, enda er talið að allar slíkar heimildir hafi glatast við siðaskiptin. Hins vegar þykir víst að klaustur þessi hafi byggst upp á svipaðan hátt og klaustur af sömu reglu á meginlandi Evrópu og er vitað að margir munkar héðan sóttu suður til Evrópu til landsins heilaga, líka til námsdvalar á meg- inlandinu og komu þá gjarnan við í klaustrinu í Reichenau, sem nú er syðst í Þýskalandi. Eitt af markmiðum Benediktína- reglunnar var að öðlast fullkomn- un í kristilegum hætti og það líka með því að stunda jarðrækt. Hluti af trúarlegu lífi klaustranna var lík- amleg vinna, ora et labora, og fólst hún meðal annars í jarðrækt og garðvinnu. Sú vinna var einnig hluti af félagslegri skyldu munkanna og nunnanna, að lækna sjúka og hlúa að nauðstöddum. Ræktun jurta til lækninga og matar virðist því hafa verið hluti af trúarlífinu og einnig af veraldlegum skyldum í klausturlíf- inu. Talið er víst að ýmsar tegundir lækninga- og matjurta hafi borist hingað til lands í tengslum við þau klaustur sem hér voru byggð upp. Ef litið er til klaustursins í Reichenau, þá felur það í sér vís- bendingar um hvað hefur verið rækt að þar á miðöldum. Út frá því má leiða líkur að þeim tegund- um sem kunna að hafa borist með munkunum hingað til lands. Klausturgarðurinn í Reichenau hef ur nú verið endurgerður og það eftir ljóði munksins Walahfrids frá 9. öld. Í ljóðinu lýsir hann í 444 versum alls 24 lækninga- og mat- argerðarjurtum. Þessum jurtum hefur verið plantað þar og eflaust spennandi að fara og skoða hvað er þar að sjá. Hér voru ræktaðar jurt- ir eins og lavendill, kúmen, ísópur, timían, morgunfrú, fífill, fenníka, salvía, kerfill og mynta, svo ein- hverjar séu nefndar. Nýmeti í grænmeti Þegar St. Jósefssystur komu hing- að til lands fyrir rúmum hundrað árum var grænmetisræktun langt í frá útbreidd og neysla landans á jarðarávöxtum afar fábrotin. Það er ekki fyrr en á áratugunum fram að seinna stríði sem breyting verður á og Íslendingar fara að rækta og borða fleiri tegundir. Ljóst er að systurnar komu með margar nýj- ungar með sér og mataræðið hjá þeim nýstárlegt fyrir marga sem dvöldu í Landakoti, bæði sjúk- linga og starfsfólk. Frá þessu segir Ólafur H. Torfason í bókinni um St. Jósefssystur. Hann skrifar um systurnar og á hér við síðustu öld: „Á fyrri hluta aldarinnar gátu syst- urnar sjálfar uppfyllt margar þarfir spítalanna með heimaöflun. Þær ræktuðu grænmeti, kartöflur og aðra jarðávexti við spítala sína í Reykjavík og Hafnarfirði, en höfðu líka frá byrjun hænsnahús til eggja- og kjúklingaframleiðslu. Þær voru hagsýnar húsmæður og kenndu mörgum nýtni og ráðdeild.“ En sumar nunnur voru einn- ig frægar fyrir lækningar sem þær stunduðu eins og Hildegard von Bingen, sem heilmikið hefur verið fjallað um undanfarin ár. Samfara vaxandi almennum áhuga á miðöld- um hefur athygli fólks einnig beinst að þeim görðum sem voru kannski áhrifamestir á þeim tíma – klaust- urgörðunum – og mótuðu garð- menningu okkar töluvert mikið, allt fram á okkar tíma. Hér á landi hefur jurtagarðurinn í Skálholti verið endurgerður af garðyrkjufólki frá Engi í Biskupstungum og ber sá garður líklega einhvern vott um það hvaða nytjajurtir voru ræktaðar í klaustrum hérlendis. Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur og garðyrkjunemi kristinkj@gmx.net Gróður og garðmenning Nú er góður tími til að huga að forræktun grænmet- is sem svo er plantað út í garð þegar frost er farið úr jörðu og moldin er orðin nægilega hlý. Það er þó kannski heldur snemmt að byrja forræktunina strax, en gott að spá í það nú hvað á að rækta, kynna sér málin og ná í fræ. Nóg er að byrja að sá fyrir plöntunum inni í aprílmánuði, en sáningartím- inn er mjög breytilegur eftir tegundum. Klausturgarðar voru lengi frameftir öldum griðastaðir, þar sem ræktaðar voru nytjajurtir til lækninga og mat- argerðar. Klausturgarðar Það er Vistor sönn ánægja að kynna Gest Júl íus son sem nýjan sölu- og mark aðs stjóra Dýra heil brigð- is deildar Vistor. Gestur er dýralæknir frá Dýra- lækna háskólanum í Vínar borg. Hann starfaði síðast við Dýra- spítalann Lögmannshlíð á Akur- eyri en hefur einnig starfað sem dýralæknir í Svíþjóð og hjá Dýra læknaþjónustu Eyjafjarðar. Gestur tekur við starfinu af Bern harði Laxdal sem starfað hefur hjá Vistor í rúmlega 20 ár. Bern- harð hefur ákveðið að snúa sér að ráðgjafastörfum varðandi heil- brigðismál í fiskeldi auk skyldra verkefna innan landbúnaðar geirans í gegnum fyrirtæki sitt, Lífs gleði ehf. Bernharð mun verða Dýra- heilbrigðisdeild Vistor hf. innan- handar næstu misserin auk þess að sinna sérverkefnum fyrir deildina. Starfandi við Dýraheilbrigðis- deildina er einnig Margrét Dögg Halldórsdóttir búfræðingur sem sölu fulltrúi á Hill’s gæludýrafóðri sem og öðrum gæludýravörum auk almennra starfa innan deildarinnar. Dýraheilbrigðisdeild Vistor hf. var sett á laggirnar árið 1993 í kjöl- far endurskipulagningar fyrirtæk- isins (þá Pharmaco). Stjórnendur Vistor hf. töldu að með stofnun sérstakrar deildar myndi þessum málaflokki vera enn betur þjónað en áður hafði verið. Áherslusvið deildarinnar er í raun allt sem við- kemur dýraheilbrigði. Vistor hf. hefur að bjóða vörutegundir margra þekktra og virtra framleiðenda og kappkostar aðgengi viðskiptavina að þessum vörum og þjónustu þeim tengdum. Umhverfi dýralyfjamarkaðar- ins er sífellt að breytast bæði hér heima og erlendis. Með því að bjóða sérhæfða þjónustu í þessum málaflokki, frumkvæði auk fag- legrar nýbreytni er Vistor hf. fýsi- legur samstarfsaðili í íslenskum landbúnaði. Markmið deildarinnar eru skýr; að vera í fararbroddi í málaflokk- um er varða dýraheilbrigði íslensks búpenings sem og gæludýra. Við þetta tilefni langar Vistor hf. að þakka Bernharði Laxdal fyrir frábærlega vel unnin störf og óskum honum alls velfarnaðar á nýjum vettvangi. Hægt er að hafa samband við Gest í síma 535 7058 eða á net- fangi: gestur@vistor.is Fréttatilkynning frá Vistor hf. Mannabreytingar hjá Vistor hf. Fjöldi fólks vítt og breitt af Norðurlandi lagði leið sína fram í Halldórsstaði í Eyjafarðarsveit nú nýverið þegar ábúendur þar þau Rósa Hreinsdóttir og Guðbjörn Elfarsson tóku í notkun nýtt og glæsilegt 300 kinda fjárhús. Húsið er einnig hesthús þar sem rúm er fyrir 20 hesta. Í heild er byggingin 460 fermetrar. Alls eru Rósa og Guðbjörn með 500 fjár sem er langstærsta fjárbúið í Eyjafjarðarsveit. Ærnar eru hafðar á taði sem nú er aftur að ryðja sér til rúms en um áratuga skeið voru nær eingöngu byggð fjárhús með grindum og vélgengum kjöllurum. Nú er hins vegar talið að sauðfé líði mun betur á taði heldur en ef það er haft á grindum. Byggingin verður auk þess mun ódýrari án áburð- arkjallara. Í þessu nýja fjárhúsi er vélgengt í allar krærnar og taðinu mokað út með traktor á nokkurra mánaða fresti. Húsið er stálgrindarhús frá fyr- irtækinu Hýsi ehf. í Mosfellsbæ og voru starfsmenn þess á staðnum og veittu gestum upplýsingar um húsin. Stærsta fjárbúið í Eyjafjarðarsveit í glænýtt hús Rósa og Guðbjörn tóku á móti fjölda gesta og sýndu þeim stolt nýja fjár- húsið sitt, en þau eru ánægð með nýju bygginguna. Auðséð var að fénu leið vel í nýjum húsakynnum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.