Bændablaðið - 05.11.2009, Qupperneq 1

Bændablaðið - 05.11.2009, Qupperneq 1
10-11 12 Landbúnaður er hluti af lausn loftslagsvandans 19. tölublað 2009 Fimmtudagur 5. nóvember Blað nr. 314 Upplag 20.500 8 Viðtal við Kristin á Skarði, for mann Félags hrossabænda 60 ár liðin frá „þýsku innrásinni“ Næsta Bændablað kemur út 19. nóvember Orkuverði til garð- yrkju mótmælt Samband garðyrkjubænda efndi til mótmæla úti fyrir Alþingi í fyrradag til að vekja athygli á háu orkuverði til garðyrkjunnar. Þingmenn og ráðherrar komu út og fengu blóm og grænmeti og kunnu greinilega vel að meta það. Óvíst er þó hver áhrifin verða á orkuverðið. Myndir | ehg Matvælafrumvarpið umdeilda var lagt fram á Alþingi í fjórða sinn 8. október síðastliðinn af Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Frumvarpið er nú til umfjöll- unar í sjávarútvegs- og land- búnaðarnefnd og ekki ljóst á þessu stigi málsins hvenær það verður tekið til annarr- ar umræðu í þinginu. Ekki hefur enn verið kallað eftir áliti Bændasamtaka Íslands á þess- ari gerð frumvarpsins en sem kunnugt er hafa samtökin veitt umsögn á öllum fyrri stigum málsins. Veigamiklar breytingar voru gerðar á frumvarpinu þegar það var lagt fyrir í þriðja sinn og þær helstar að í því er nú fortakslaust bann við innflutningi á hráu, ófrosnu kjöti til landsins. Er sú breyting í samræmi við athuga- semdir Bændasamtakanna en auk þess hafa verið gerðar ýmsar aðrar breytingar sem bændur telja að séu til bóta. Bændasamtökin sendu í þriðja skipti umsögn sína um frumvarpið 28. septem- ber síðastliðinn. Í þeirri umsögn var vísað til fyrri umsagna sama efnis en auk þess hnykkt á því að leggja þurfi bann við innflutn- ingi á hráum eggjum og eggja- afurðum, ógerilsneyddri mjólk og óhitameðhöndlaðri gróður- mold auk dýrahúða og skinna og annarra slíkra afurða. Þar fyrir utan er lögð áhersla á að með breytingum á fyrirkomulagi dýralæknaþjónustu verði tryggt að dýr og dýraeigendur hafi áfram aðgang að sólarhringsþjón- ustu dýralækna um allt land. Þá leggja Bændasamtökin áherslu á að íþyngjandi gjaldtöku verði sem mest stillt í hóf. Verði tekið tillit til þessara athugasemda, auk annarra breytinga sem þegar hafa verið gerðar á frumvarpinu, leggjast Bændasamtökin ekki gegn samþykkt þess. Í fjórðu gerð frumvarpsins er tekið tillit til nokkurs af athuga- semdum BÍ frá 28. september, en ljóst er þó að gerðar verða athugasemdir þegar frumvarpið kemur til umsagnar í fjórða sinn. Bændasamtökin hafa eins og áður segir lagt í mikla og umfangs- mikla vinnu vegna frumvarpsins og má telja að sú vinna hafi skil- að sér í þeim breytingum sem nú hafa verið gerðar til bóta. Innan Bændasamtakanna er starfandi starfshópur sem hefur fylgt mál- inu á öllum stigum. Sá starfshóp- ur mun starfa áfram þangað til málinu er að fullu lokið. fr Afskipti Bænda- samtak anna breyttu matvælafrumvarpinu Snjómokstur í Árneshreppi hefur verið mjög til umræðu að undan- förnu, í kjölfar þess að Ásmundur Einar Daðason þingmaður norð- vesturkjördæmis lagði fram fyrir- spurn um málið á Alþingi á dögun- um. Í svari Kristjáns L. Möller sam gönguráðherra kom fram að vegurinn um hreppinn væri vanda málið, hann yrði auðveld- lega ófær. Í fróðlegri samantekt á vefnum strandir.is kemur fram að þrjú verk- efni sem lúta að vegagerð á umrædd- um vegi, Strandavegi (nr 643), hafi dregist miðað við upphaflegar áætl- anir. Þar er í fyrsta lagi um að ræða vegabætur frá Kolbeinsvík til Djúpa- víkur sem voru áformaðar á þessu ári og því næsta, í öðru lagi vegagerð um Bjarnarfjarðarháls, auk brúargerðar í Bjarnarfirði, og í þriðja lagi var sér- stakt flýtiverkefni og mótvægisað- gerð ríkisstjórnarinnar að ljúka gerð heilsársvegar milli Hólmavíkur og Drangsness. Því verkefni er að miklu leyti lokið, en þó er eftir 2,5 km kafli á Strandavegi innst við norðanverð- an Steingrímsfjörð, frá vegamótum í Staðardal að Geirmundarstöðum. Átti að ljúka þessari vegagerð árið 2009 með framlagi af söluandvirði Símans, en hún mun vera enn á teikniborðum Vegagerðarinnar, að því er segir á vefnum. Í áðurnefndu svari samgöngu- ráðherra kom fram að alls staðar væri verið að skera niður framlög til samgangna. Ráðherra kvaðst ekki geta sagt til um hvernig mokstri yrði háttað í vetur. Verið væri að skoða hvernig þessu yrði stillt upp fyrir veturinn, og ætti þeirri vinnu að ljúka eigi síðar en viku af nóvember, en nú er hafinn sá tími þegar reglu- bundnum mokstri er hætt samkvæmt svokallaðri g-reglu Vegagerðarinnar, það er að mokað er tvisvar í viku eftir 1. mars á vorin og til 1. nóvem- ber á haustin. Þegar þetta er ritað liggur ekki fyrir ákvörðun um hvern- ig mokstri verður háttað í vetur. Undanfarin ár hafa íbúar sveit- arfélagsins barist fyrir mokstri með samtakamætti sínum og verið mokað oftar en reglugerðir segja til um, enda tíðarfar með besta móti undanfarna vetur. Íbúar og aðrir sem láta sig málið varða hafa bent á að almenn þjónusta á borð við læknis- þjónustu og sorphirðu leggist raunar af yfir veturinn, eftir að færð tekur að spillast. Skemmst er að minnast að illa gekk að koma flensuspraut- um í sveitina vegna þæfingsfærð- ar. Á þriðja þúsund manns hafa skráð sig á síðu á samskiptavefnum facebook þar sem barist er fyrir auknum mokstri í hreppinn. kse Samgöngumál í Árneshreppi á Ströndum Vegurinn vandamálið, en vegabætur tefjast Frá Djúpavík, þjóðvegurinn liggur gegnum þorpið.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.