Bændablaðið - 05.11.2009, Qupperneq 7

Bændablaðið - 05.11.2009, Qupperneq 7
7 Bændablaðið | fimmtudagur 5. nóvember 2009 Nýr umsjónar- maður Nú hafa svo mál skipast, eftir að blessaður guðsmaðurinn, Hjálmar Jónsson, hefur gefið frá sér umsjá þessa vísnaþáttar, að mér hefur verið falin forsjá hans. Til glöggvunar fyrir lesendur, þá heiti ég Árni Jónsson, fæddur og fóstraður í Fremstafelli I í Ljósavatnshreppi S-Þing. Þar starfaði ég við hefðbundinn búskap til ársins 1998 þegar ég flutti ból mitt inn í Eyjafjörð hvar ég nú bý ásamt konu minni Petru Björk Pálsdóttur, kór- stjóra. Heimilisfesti höfum við að Kotabyggð 1 í Sval barðs- strandarhreppi. Til að gera mér þetta verk- efni mögulegt þarf ég til liðsinni ykkar lesendur góðir, og heiti ég á hagyrðinga, héraðsskáld og aðra unnendur vísna að veita mér aðstoð um efnistök. Vísur í þáttinn vil ég allsstaðar frá og ekki láta halla á nokkurn lands- hluta í þeim efnum. Fagna mun ég hverri vísu vel gerðri með þeim formála sem fylgja þarf. Þar sem nú er haust, tími gangna og rétta er við hæfi að flytja efni tengt þeim árstíma. Pétur Pétursson, heilsugæslu- læknir á Akureyri, fær að ríða á vaðið að þessu sinni. Þegar hægist haustsins söngur og hljóðna gleðimál, minning björt um góðar göngur glæðir yl í sál. Fleyg er orðin vísa Jóhannesar Sigfússonar á Gunnarsstöðum, ort í mikilli stemmningu: Alltaf finnst mér óskastund og enginn vegur þröngur þegar ég með hest og hund held af stað í göngur. Á Hveravöllum hittust stundum Tungnamenn og Húnvetningar. Þar mun Þórður Kárason á Litla-Fljóti í Biskupstungum hafa kveðið þessa vísu: Nóttin vart mun verða löng vex mér hjartastyrkur. Inni er bjart við yl og söng, úti svartamyrkur. Einar Kolbeinsson í Bólstaðar- hlíð er ötull gangnamaður og afburða hagyrðingur. Hvar þess- ar grundir eru veit ég hins vegar ekki: Reka fé og réttum ná, ríða frjáls um grundir, meðal þessa alls ég á, yndislegar stundir. Svo er hér heimagerð haustvísa: Birkið hefur blöðin fellt, blómin sofa í högum. Haustið fékk á hrygginn velt heitum sumardögum. Aðalgeir Arason líffræðingur orti þessar limrur. Tilefnið þarf ekki að tíunda: Klifrað var kindanna til um kletta og þverhnípisgil Og bjargað á bátum var bekrum og skjátum Sú ferð var til fjár - hættuspil! Frjáls nú í fjallhimnasalnum fagran með skóginn í dalnum sæluvist fær og sefur þar vær síðasta ærin í valnum. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@simnet.is Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM Formannafundur búnaðarsam- bandanna verður haldinn föstu- daginn 6. nóvember á Sval- barðsströnd. Á fundinum verð- ur farið yfir stöðu mála í hinum ýmsu búgreinum, auk þess sem sérstökum fókus verður beint að boðuðum niðurskurði á fjár- framlögum ríkisins til ráðgjaf- arþjónustu í gegnum búnaðar- lagasamning. Haraldur Benediktsson for- maður Bændasamtaka Íslands segir ljóst að staðan sé erfið og við því verði að bregðast með öllum ráðum. „Við hyggjumst fara yfir stöðu mála sem upp er komin nú, þegar allar líkur eru til þess að fjármunir til rágjaf- arþjónustu verði skornir niður um ríflega 100 milljónir króna sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2010. Sömuleiðis er það áhyggjuefni að það er einungis eitt ár eftir af þeim samningi sem er grunnur rekstrar okkar ráðgjaf- ar og kynbótastarfsemi, það er að segja búnaðarlagasamningi. Það er efni sem við verðum að ræða og reyna að átta okkur á því hvað mun taka við, ég er ekki að boða að það sé ekki vilji til að gera við okkur nýjan samning. Það hefur hins vegar dregist og mögulega þarf því að slá einhverjar nýjar nótur í þeim efnum. Við verðum auðvitað að takast á við þenn- an samdrátt með öllum ráðum. Eitt megin efni fundarins verður hvernig við viljum sjá starfið þró- ast. Búskapur hefur breyst tölu- vert, bú eru stærri og öflugri sem hefur kallað á breyttar áherslur í ráðgjafarstarfi. Minni fjármunir valda því að það verður að leita hagræðingarkosta eftir megni og velta við öllum steinum í þeim efnum. Við munum væntanlega velta því upp hvort hagkvæmt sé að sameina hreinlega alla ráðgjaf- arþjónustu í eitt fyrirtæki. Það er einnig þung pressa frá bændum að lækka skattheimtu af þeim í formi búnaðargjalds. Það má hins vegar ekki gleyma því að samdráttur í búnaðargjaldi og skerðing á fram- lögum til ráðgjafarþjónustu þýðir að sjálfsögðu skerta þjónustu og hærra verðlag til bænda. Þess vegna verður að reyna að fara ein- hvern meðalveg í þessum efnum.“ fr Taka verður afstöðu til breytinga á ráðgjafarþjónustunni Formannafundur búnaðarsambandanna Bændafundir - haustið 2009 Dags. Staður Staðsetning Fundartími fimmtudagur 5. nóv. Eyjafjörður Hlíðarbær 20:30 mánudagur 9. nóv. Hvalfjarðarsveit Miðgarður 20.30 miðvikudagur 10. nóv. Egilsstaðir Hótel Hérað 14.00 fimmtudagur 12. nóv. Suðurland Árhús við Hellu 13.30 mánudagur 16. nóv. Strandir, Reykhólar, Dalir Tjarnarlundur 20.30 mánudagur 16. nóv. Snæfellsnes Breiðablik 20.30 þriðjudagur 17. nóv. Suð-Austurland Smyrlabjörg 14.00 þriðjudagur 17. nóv. Mýrdalur, Mið-Suðurland Hótel Dyrhólaey 20.30 þriðjudagur 17. nóv. Ísafjörður Hótel Ísafjörður 13.30 miðvikudagur 18. nóv. Skagafjörður Hótel Varmahlíð 14.00 miðvikudagur 18. nóv. Austur Húnavatnssýsla og Vestur Húnavatnssýsla Víðihlíð 20.30 fimmtudagur 26. nóv. Norður Þingeyjarsýsla Sláturhússalur Fjallalambs 13.30 fimmtudagur 26. nóv. Suður Þingeyjarsýsla Breiðamýri 20.30 Haustfundir Bændasamtaka Íslands hefjast fimmtudaginn 5. nóvember með fundi í Hlíðarbæ. Í töflunni má sjá stað- og tímasetningar allra funda haustsins. Fundirnir verða ekki jafn margir og oft hefur verið en það helgast ekki síst af því að bændafundir hafa verið óvanalega líflegir það sem af er ári. Skemmst er að minnast fundaferðar sem farin var til að kynna búvöru- samninga, funda í tengslum við Alþingiskosningar og auk þess hafa flest stærri búgreinafélög haldið vel sótta fundi. Engu að síður er ástæða til að hvetja bændur til að mæta á haustfundina en þar munu forsvars- menn Bændasamtakanna fara yfir hvað samtökin hafa verið að fást við hvað varðar hagsmunagæslu undan- farna mánuði. Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna segir að hann vilji nýta fundina til að heyra sjónar- mið bænda. „Það er það langdýrmæt- asta sem við sækjum á þessa fundi. Þar leggja bændur sjálfir línurnar fyrir Bændasamtökin. Til að mynda var þátttaka Bændasamtakanna í Evrópusambandsumræðunni mótuð af bændum sjálfum á bændafundum síðastliðið haust. Þess vegna er mjög mikilvægt að bændur mæti á fundina og láti í sér heyra um þessi stóru mál sem við stöndum frammi fyrir. Það verður að fyrir gefa okkur það að við höfum ekki tök á að fara á alla hefð- bundna fundarstaði okkar að þessu sinni en í stað þess leitum svolítið að nýjum fundarstöðum og vonumst til að þeir sem hafa ekki haft tök á að koma á fundi okkar fram að þessu hafi til þess tækifæri núna.“ fr Bændur leggi sjálfir línurnar Jarðræktarforritið Jörð.is hefur verið í þróun undanfarin misseri en er núna komið í almenna notkun. Forritið hjálpar bændum að halda utan um jarðræktarupplýsingar búa sinna og þar sem það er miðlægt þá veita þeir sínum ráðunautum einnig aðgang að þeim. Þessar upplýsing- ar liggja síðan til grundvallar við gerð áburðaráætlana og ræktunar- áætlana. Jörð.is tengist Túnkortagrunni Bændasamtakanna. Ef bændur hafa látið teikna fyrir sig túnkort og þau eru vistuð í þeim grunni, þá á túnkortið að vera þeim aðgengilegt á Jörð.is. Þar geta menn m.a. mælt lengdir og flatarmál. Þeir sem eru í gæðastýringu í sauðfjárrækt geta prentað út útfyllt eyðublöð fyrir uppskeru og áburðarnotkun. Samtölur úr upp- skeruskráningunni nýtast einnig til útfyllingar á forðagæsluskýrslu. Sami notandaaðgangur er inná Jörð.is og í önnur vefforrit Bændasamtakanna. Bændur þurfa þó að skrá sig sérstaklega sem notanda. Það geta þeir gert með tölvupósti á tolvudeild@bondi.is eða með því að hringja í síma 563- 0300. Jarðræktarforritið Jörð.is Uppbygging skýrsluhaldskerfisins HUPPU hófst í desember 2007. Markmið með nýju kerfi var sam- eining og samræming mismunandi gagnagrunna ásamt endurbótum á skýrsluhaldinu og upp- bygging kerfis sem væri í senn notendavænt og öflugt gagnasöfnunar- og gagna- miðlunarkerfi. Uppbyggingu HUPPU hefur miðað vel en eðlilega hafa sumir hlutar kerfisins krafist meiri vinnu en aðrir. Nú í lok árs 2009 er verið að reka endahnút- inn á grunnvinnu við HUPPU en að því loknu taka við verkefni sem teljast hluti af eðlilegri þróun nútíma skýrsluhaldskerfis sem býður upp á marga möguleika. Það er óhætt að segja að kúa- bændur hafi tekið HUPPU vel. Yfir helmingur skýrsluhaldara er í dag virkir notendur, skrá sitt skýrsluhald sjálfir í gegnum HUPPU og notfæra sér jafn- framt þær fjölbreyttu upplýs- ingar sem kerfið býður upp á. Með áframhaldandi þróun og uppbyggingu vonumst við til þess að styrkja stöðu HUPPU sem upplýsingatækis til búrekstrar og auka möguleika á ráðgjafaþjónustu við bændur. Skýrsluhaldskerfið HUPPA Þrjú ráðgjafaþjónustuverkefni Bændasamtaka Íslands NorFor fóðurmatskerfið vinnur á internetinu. Það inniheldur þarfa- og fóðurtöflur. Með flóknum útreikn- ingum finnur kerfið þarfir gripa við mismunandi aðstæður og setur fram fóðuráætlun með því fóðri sem til staðar er. Kerfið finnur réttara mat á næringargildi fóðursins og reiknar einnig nákvæmari lýsingu á áhrifum fóðursins á framleiðsluna en verið hefur. Þetta gefur því hagkvæm- ari fóðrun. Hafa ber í huga að bæði offóðrun og vanfóðrun er óhag- kvæm fóðrun. Nauðsynlegar upplýs- ingar inn í kerfið eru efnagreiningar gróffóðursins og upplýsingar um gripina (t.d. staða á mjaltaskeiði, nr. mjaltaskeiðs, staða meðgöngu, nyt, þyngd ofl.). Innleiðing nýja fóðurmatskerf- isins til Íslands gengur vel og þar leggjast allir á eitt við að láta þetta verða að veruleika. Ráðunautar og bændur víðsvegar um landið prófa sig áfram og virðast áætlanirnar koma vel út í íslenskum fjósum. Landbúnaðaraháskóli Íslands er að aðlaga nauðsynlegar efnagreiningar gróffóðursins og Tine í Noregi vinn- ur nú að því að skilgreina íslenska notendur inn í hugbúnaðinn Tine Optifôr þar sem við vinnum fóður- áætlanirnar. NorFor fóðurmatskerfið Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.