Bændablaðið - 05.11.2009, Qupperneq 8

Bændablaðið - 05.11.2009, Qupperneq 8
8 Bændablaðið | fimmtudagur 5. nóvember 2009 Kristinn Guðnason í Árbæjar- hjá leigu í Landsveit hefur vas- ast í hrossum alla sína tíð. Krist inn, sem oft var kenndur við Skarð í sömu sveit er for- maður Félags hrossabænda og hefur árum saman verið áber- andi í ræktunarstarfi og hesta- mennsku á Íslandi. Blaðamaður Bændablaðsins tók hús á Kristni á dögunum og ræddi við hann um hans eigin ræktun, ræktun- arstarfið og hross á flesta kanta. Í Árbæjarhjáleigu býr Kristinn ásamt konu sinni Marjolýn Tiepen. Marjolýn er ættuð frá Hollandi en hefur verið hér á landi frá árinu 1980 þega hún kom til Sveins á Varmalæk að stunda hestamennsku. Þegar blaðamann bar að garði var Kristinn reyndar að huga að slát- urlömbum ásamt vinnumönnum sínum. Á stóru búi er í mörg horn að líta og Kristinn vísaði blaða- manni í bæinn, með viðkomu í hest- húsinu. Kristinn segist alla tíð hafa verið bóndi og sveitamaður. „Ég er uppalinn frá blautu barnsbeini á Skarði í Landsveit. Foreldrar mínir voru Guðni Kristinsson bóndi í Skarði og Sigríður Theo- dóra Sæmundsdóttir húsfreyja þar, eins og kallað var í þá tíð. Hún var ættuð frá Lækjarbotnum hérna í Landsveit en föðurfólkið mitt hafði lengi búið á Skarði þannig að ég er af miklum bændaættum. Í Skarði var rekinn blandaður búskapur, það er kúabúskapur og sauðfjárrækt. Hross voru nú eiginlega ekki talin með, en það voru auðvitað alltaf hross í Skarði. Ég hef haft áhuga á hrossum alla tíð en svo sem ekki síður á sauðfé. Mér líkaði líka vel við kýrnar en það er ekki hægt að sinna kúm í hjáverkum og líklega var maður alltaf of upptekinn við aðra hluti til að það gengi saman.“ Kristinn kláraði hefðbundið skyldunám og tók svo einn vetur í gagnfræðaskóla en annars hefur hann gengið í lífsins skóla. „Ég hef alltaf starfað við landbúnað, ég var bara í Skarði. Við komum síðan inn í reksturinn um 1970, ég og fyrrver- andi kona mín, Fjóla Runólfsdóttir. Þá var áfram rekið blandað bú þar, þetta var fjölskyldubú eins og gekk. Á tímabili varð mjög stórt bú í Skarði, um tíma eitt stærsta bú landsins. Þar voru um 1.200 fjár og 160 þúsund lítrar framleiddir af mjólk og á sama tíma vorum við komin með töluvert mörg hross.“ – Er þín hrossaræktun þá komin út frá ræktun foreldra þinna í Skarði? „Svona að vissu leyti. Ég var reyndar orðinn töluvert uppkominn maður þegar fór að verða hrossa- rækt að einhverju marki í Skarði og það er auðvitað á þeim grunni sem mín ræktun byggir. Ég held að það megi segja að ég hafi tekið allt eins mikinn þátt í markvissu ræktunar- starfi. Það hófst að segja má seinni- hluta áttunda áratugarins.“ Kappreiðarnar góð undirstaða Kristinn segist snemma hafa byrj- að að keppa á mótum. „Það má nú kannski segja að það hafi hafist á undan markvissri ræktunarstarf- semi. Faðir minn hafði ofboðsleg- an áhuga á kappreiðum og það má segja að mitt mótastand hafi haf- ist með því, ég þá bara unglingur. Þá voru kappreiðarnar aðalmálið. Það hefur orðið mikil breyting í mótahaldi. Í þá tíð gat maður heyrt menn segja í brekkunni: Hvenær verður helvítis gæðingakeppnin búin svo kappreiðarnar geti farið að byrja? Þetta er auðvitað alveg þver- öfugt við það sem er í dag. Það var mikil gróska í þessu og við eign- uðumst meðal annars bíl og vorum að þvælast með hross út um allt til að keppa. Það var mikið lagt í þetta og gaman að því.“ – Saknarðu þess? „Já, en ég myndi ekki nenna þessu núna. Mér finnst hins vegar yngri menn of linir í þessu því ég held að þetta sé ofsalega góður grunnur í hestamennskunni. Ég get nú ekki vitnað í lakari mann en Sigurbjörn Bárðarson, en við vorum nú eiginlega samtíða í þessu. Hann hefur alltaf sagt að þetta sé sinn sterkasti grunnur. Fólk sem var í þessu skarar margt hvert fram úr í dag, Þórður Þorgeirs og Magnús Ben svo dæmi séu tekin. Þetta urðu allt góðir hestamenn. Þetta breyttist svo með breytingum á reglum, sérstaklega þegar sett var aldurstakmark. Menn voru jú alltaf að reyna að ná í létta knapa en það var ekki endilega til þess fallið að ná í bestu hestamennina. Það sem átti að vera til að vernda knapana snerist eiginlega upp í andhverfu sína.“ Of lengi með of mörg hross Kristinn hefur reynt að halda hrossarækt sinni í því horfi að það sé viðráðanlegt. Hann segir það enn loða við hrossabændur að hafa of mikið af hrossum „Það var ofboðslega mikið í föður mínum að eiga mikið af öllum skepn- um, jafnvel of mikið fannst mér á stundum. Það gekk vel á tímabili, við seldum mjög vel og þá var markaðurinn þannig. Menn voru að selja grimmt, bæði hér heima og út, oft stóra hópa af ótömdum hrossum. Það má kannski segja að þetta hafi valdið okkur dálitlum vandræðum, við vorum of lengi að viðurkenna að þessi tími væri liðinn. Við vorum of lengi með of mörg hross. Þessi tími var auðvitað hálfgerð vitleysa. Það var verið að flytja þarna út hópa af misgóðum hrossum, sumt óselt og það seldist jafnvel aldrei. Þetta voru kannski þau hross sem að sköpuðu okkur hvað mest vandræði í markaðssetn- ingu þegar frá leið. Það er mikil breyting á þessu núna og það er það sem við tölum auðvitað fyrir, bætt- ar tamningar og bætt meðferð. Mér finnst auðvitað eins og mörgum að ræktun hafi fleygt fram en ég held samt að við eigum mikið inni, sér- staklega í geðslaginu.“ – Þú sagðir að þið hefðuð þráast við að hafa of mörg hross, vegna þess hve vel gekk að selja á tímabili. Þeir tímar eru liðnir en heldur þú að fólk sé kannski ekki allt búið að átta sig á því? „Já ég held það. Ég veit bara með sjálfan mig, það er merkilegt hvað maður þarf að passa sig á þessu. Maður virðist sækja svolít- ið í að hafa of mörg hross. Þetta er vandasamt. Frá því maður heldur merinni og þar til maður veit hvort hrossið er í lagi líða kannski sex ár. Þegar búið er að eyða tveimur vetrum í tamningu ofan á það eru menn kannski of lengi að þráast við með hross sem ekki er neitt vit í að halda áfram með. Ég hélt fyrst eftir að við komum hingað í Árbæjarhjáleigu að við gætum haft kannski 25 merar í folaldseign og markaðssett það, en það er bara bull. Maður þarf að hafa svo margt í takinu í einu, rækta, temja, selja og temja fyrir aðra og þá verður alltaf eitthvað útundan hjá manni ef maður hefur of margt.“ – Eru menn of blindir á eign hross? „Það getur verið en það er alveg ljóst að sum hross eru bara þannig að eftir því sem maður fargar þeim fyrr því minna tapar maður. Það sem veldur mér svolítilli umhugsun varðandi ræktunina er að það hefur mjög mikið tekist að rækta út svo- kallaða hrekkjahunda en það er allt of mikið af hrossum sem eru aldrei beinlínis óþæg en verða heldur aldrei beinlínis þæg. Þetta eru hross sem þola ekki að neitt komi upp á og þetta er eitt af því sem við erum mikið að skoða. Hvernig eigum við að dæma geðslagið betur. Við kvörtum stundum yfir því að mark- aðurinn sé of lítill en það er ekki endilega rétt. Við eigum bara ekki nóg af réttu vörunni. Svo geta auð- vitað verið hinar öfgarnar, fólk sem kennir hestinum um allt sem að er þegar vandamálið liggur í raun hjá fólkinu sjálfu.“ Of mikil áhersla á hraða hrossa – Þú talar um geðslagið. Hvernig finnst þér ræktunin vera almennt og ræktunartakmarkið? „Ef þú lest ræktunartakmark- ið þá er það fínt. Ég held samt að við leggjum of mikla áherslu á að hesturinn bara spýtist áfram. Það er þetta sem við erum mikið að ræða í fagráði, hvernig við getum breytt sýningum, metið betur geðslag og metið hvort að hross séu með spennuvilja. Spennuvilji er kannski það versta sem getur verið að hross- um, þessi yfirspenntu hross sem enginn getur riðið nema færustu reiðmenn og svoleiðis hross eru allt of mikið að sleppa í gegnum dóm að mínu mati. Við erum alltaf með eina ræktunarstefnu og segjum að hún skili þessum ljúfu, þægilegu hestum eins og við viljum. Ef þessi mikla spenna nær hins vegar yfir- hendinni þá erum við í vondum málum. Þá gætum við lent í því sem menn hafa lent í með önnur kyn, að þurfa að rækta tvær gerðir af hestum. Ræktunartakmarkið er auðvitað að rækta gæðinga sem við getum látið nánast óvanan mann á en þessi sami gæðingur á að geta unnið stórmót með vönum knapa. Þetta er auðvitað ofboðslega mikið og háleitt takmark.“ – Finnst þér að þín ræktun standi undir því sem þú vilt sjá í ræktun almennt? „Mér finnst að núna sé ég að fá talsvert af geðgóðum, viljugum hrossum sem hafa hæfileika. Við höfum tekið mikið til í merunum hjá okkur og það skiptir ofboðs- legu máli. Það sem hefur skipt miklu máli í minni ræktun er að pabbi var þátttakandi í fyrsta hluta- félaginu um stóðhest, um Ófeig frá Flugumýri og það þótti nú ekki gáfulegt á þeim tíma. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að ég er í þessari hrossarækt, afkvæmi Ófeigs hafa skilað okkur miklu og á því byggist okkar hrossarækt núna.“ – Hvaða hross stendur upp úr í þinni ræktun? „Það er alveg ljóst að Víðar frá Skarði er langbesta hross sem ég hef ræktað. Hann hefur bara þann ókost að hann er ekki fallegur en geðslagið er alveg frábært.“ Bönnum ekkert í ræktun – Hestamennskan hefur breyst gríðarlega síðustu áratugi. Fjölgun þeirra sem hana stunda hefur verið mjög mikil, bæði sér til ánægju og líka þeirra sem eru í þessu af atvinnu. Heldurðu að þetta breikki ræktunarstarfið eða þurfum við að gá að okkur að ræktun verið ekki of einsleit? „Ég hef ekki áhyggjur af því að ræktunin verði of einsleit. Ég er auðvitað formaður hrossabænda og formaður fagráðs einnig. Ég er með afar gott fólk með mér í þessu og innan fagráðs erum við algjörlega sammála um að verja fram í rauð- an dauðann auka upplýsingar um hross, hvaða hæfileika þeir hafi og hvaða galla. Við erum hins vegar líka alveg sammála um að það er ræktandans að ákveða hvernig hann notar hestinn. Við bönnum ekki notkun á spöttuðum hestum, við bönnum enga hesta og það verður þetta sem bjargar okkur. Þetta verð- ur það sem veldur því að við verð- um í fararbroddi í ræktuninni. Þau lönd sem hafa dottið í það að banna hesta, að ekki megi nota unga hesta eða þennan hest af því að hann er svona eða hinsegin munu ekki ná sama árangri og við. Aðalmálið er að menn geti nálgast upplýsing- ar og treyst þeim. Svo við tökum dæmi um spattið þá voru menn á misjafnri skoðun varðandi það. Sumir sögðu að þetta skipti engu máli á meðan aðrir vildu alfarið banna notkun þessara hesta. Sú leið sem við fórum var að mynda alla hesta sem eru sýndir fimm vetra. Það þurfti ekki að gelda spattaða hesta en það þurfti hins vegar að setja það inn í WorldFeng. Þetta virðist virka þannig að nánast hver einasti hestur sem er greind- ur svona ungur er geltur því menn virðast sjá að auðvitað er ekkert vit í öðru. En við bönnum ekkert.“ – Hefur WorldFengur verið íslenskri hrossarækt mikilvægur? „Maður heldur auðvitað allt- af að allt sem maður gerir sé hið eina rétta en maður efast samt. En um tvennt efast ég ekki. Ég efast ekki um að þetta er rétt stefna hjá okkur, að banna ekki, og ég efast heldur ekki um að það er rétt hjá okkur að standa sem einn maður um WorldFeng. Ef við hefðum ekki borið gæfu til þess værum við í tómu bulli. Það þarf alltaf að ráð- stafa fjármagni en við höfum alltaf lagt áherslu á að passa að Fengur sé ekki sveltur fjárhagslega.“ Verðum að skoða dómgæsluna – Þú telur að ræktun hafi fleygt fram og við eigum auðvitað fádæma góða knapa. Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna árangur Íslendinga á síðasta heimsmeist- aramóti. Fannst þér árangur okkar þar slakur? „Mér fannst hann kannski ekk- ert slakur en það voru viss teikn á lofti. Ég held að núna sé aðeins að sjást það sem ég hef talað um. Heimsmeistaramótið er íþrótta- keppni. Hér heima virðist vera ofboðslega mikið atriði að hest- urinn fari hart á öllum gagntegund- um. Svo komum við út á heims- meistaramót þar sem tekið er tillit til fleiri hluta og þá fer sem fer. Dómstörf eru mjög leiðandi og við verðum að passa okkur á því að ef við ætlum að keppa við aðrar þjóðir þar sem eru aðrir dómarar, þá verð- um við að hafa sömu línu í dómum. Ég held að það hafi aðeins verið að hrekkja okkur. Kynbótahrossin komu kannski ekkert sérstaklega út núna en getum við ætlast til þess alltaf? Við viljum ekki að okkar bestu hross fari úr landi. Hrossin sem unnu úti í sumar eiga flest mjög stutt til Íslands. Mér finnst til dæmis það alveg vera íslenskur sigur þó að Norðmaður vinni á Tind frá Varmalæk. Kannski er það jafn- vel betri sigur fyrir okkur, þegar í ljós kemur að allir þeir sem kom- ast lengst eru á hrossum frá Íslandi. Eins lengi og þetta er svona þurfum við ekki að vera mjög stressuð yfir þessu.“ – Félag hrossabænda er nýbúið að setja í loftið nýja heimasíðu. Hvað er næst á dagskrá hjá félaginu, eru einhverjar markverð- ar breytingar í farvatninu? „Það er nú ekki hægt að segja það beinlínis. Það sem hefur gerst er að við stöndum orðið ágætlega fjárhagslega. Við höfum orðið fast- an starfsmann í hálfu starfi, Huldu Geirsdóttur, og þyrftum að auka það hlutfall enn og kannski verður það hægt. Það sem er í raun á döf- inni hjá okkur er að sækja meira á erlendan markað, hvernig sem það mun nú takast. Það eru tækifæri erlendis, til að mynda í Noregi. Draumurinn um Bandaríkjamarkað sem við höfðum var auðvitað of stór biti, en nú eru að koma upp kjarnar sem Íslendingar standa að og boðskapurinn breiðist út. Það kæmi mér ekki á óvart þó að eftir áratug myndum við flytja jafn mikið þangað út og til Evrópu.“ – Er markaðsstarf erlendis á góðri leið? „Ég held það, já. Það sem okkur vantar helst eru fleiri hestamið- stöðvar erlendis og tengingar þang- að. En þetta er á réttri leið að mínu mati. Á sínum tíma fór allt of mikið út af óseldum hrossum sem seld- ust síðan kannski aldrei. Nú koma menn og kaupa hross sem fara til eigenda og eru betur verðlögð fyrir vikið. Ég held að sala á hrossum sé komin yfir milljarð króna á þessu ári og það er veruleg sala ennþá. Ekki nóg með það heldur er gríð- arlegur fjöldi fólks að koma til landsins og velja sína hesta og þetta skapar gríðarlegar gjaldeyristekjur í landinu. “ – Hvaða þróun viltu sjá í hrossaræktinni á næstu árum? „Við höfum haft vissar áhyggjur af skyldleikarækt og það er ljóst að við verðum að gá að okkur. Eitt af því sem við erum að ræða varðandi kynbótamatið núna er að það þarf að reyna að hampa stóðhestum sem eru minna skyldir stofninum til að taka á þessu. Annars er þetta þróun sem er að mínu mati á réttri leið, en geðslagið er það sem við þurfum að einbeita okkur að núna.“ fr Geðslagið það sem leggja þarf áherslu á Formaður hrossabænda segir markaðsstarf erlendis á góðri leið WorldFengur máttarstoð íslenskrar hrossaræktar Kristinn við eldhúsborðið og bles- óttur klár í hesthúsinu hans.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.